Tíminn - 03.04.1952, Blaðsíða 3
f 8. blað.
TÍMINN, fimmtudaginn 3. apríl 1952.
3.
Dánarminning: Kristján Guðmundsson
„Meðan þú átt, þjóðin fróða,
þvilík mannablóm,
áttu sigur, gull og gróða, ,
Guð og kristindóm."
Matth. Joch.
í dag verður Kristján Guð-
mundsson forstjóri Pípuverk-
smiðjunnar, jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Hann var fæddur að Tanna-
nesi við Önundarfjörð 26. júní
1900, sonur hjónanna Kristínar
Friðriksdóttur og Guðmundar
Sveinssonar bónda þar. Var fað
ir lians vestfirzkur að ætt en
móðir frá Breiðafirði.
Kristján óx úr grasi hjá for-
eldrum sinum í Tannanesi, á-
samt fleiri börnum þeirra hjóna,1
unz faðir þeirra andaðist, er
Kristján var 10 ára gamall. Bjó
móðir hans eitt ár í Tannanesi
eftir lát manns síns, en fluttist
svo til ísafjarðar, þar sem hún
hélt uppi heimili fyrir börn sín.
sem hún sá farborða af frá-
bærum dugnaði og myndarskap.
Hörð mun lífsbarátta hennar
hafa verið, er börnin voru á
bernskuskeiði. En hún var ó-
venjulega sterk kona, ekki ein-
ungis til starfs, heldur og í
trúnni á handleiðslu æðri mátt
arvalda, og henni varð að trú
sinni, því hún kom öllum börn
um sínum, fjórum sonum og
tveim dætrum til góðs og mikils
þroska. |
Kristján Guðmundsson lauk
prófi frá Verzlunarskóla ís-'
lands um tvítugt. Hvarf hann þá
heim til ísafjarðar, og rak verzl
un um tveggja ára skeið. |
Árið 1923 stofnsetti hann á
ísafirði fyrstu fiskimjölsverk-
smiðju hér á landi, fyrir tiertan
fiskúrgang, og rak hana til 1928.
Fluttist þá til Reykjavikur, og
kvæntist eftirlifandi komi sinni,
Sigríði Kristinsdóttur frá ísa- (
firði, eignuðust þau einn son
barna, Kristján Ómar, sem nú
er 18 ára gamall.
1930 gerðist Kristján meðeig
andi og framkvæmdastjóri Pípu
verksmiðjunnar í Reykjavík, og
rak hana síðan til dauðadags.
Hann hafði áður kynnt sér
framleiðslu steinsteypuvara á
Norðurlöndum og í Þýzkalandi.
Á kreppuárunum eftir 1930,
sýndi Kristján mikinn dugnað
í reksliri Pípuverkjsmiðjunnar, |
og höf þá ýmsa nýja þætti i
starfsemi hennar. Hann mun'
fyrstur manna hér á landi hafa
byrjað á að nota vikur sem bygg
ingarefni. Hann byggði stórt
íbúðarhús úr vikurholsteini fyr
ir sjálfan sig árið 1937. En það
er hið kunna.Vikurhús við Lang
holtsveg í Reykjavík, þar sem
hann átti síðan stórt og glæsi-
legt heimili. Síðan hafa verið
byggð þúsundir húsa úr vikur-
holsteini viða um land.
Eftir 1945 voru margir farnir
að framleiða byggingarvörur úr
vikri, misjafnar að gæðum og
verði.
Kristján Guðmundsson lét þá
Pípuverksmiðjuna hætta fram-
leiðslu. á vikri, en hélt áfram
sem áður framleiðslu á hinum
þekktu steinsteypuvörum verk-
smiðjunnar.
Upp úr þessu gerðist Krist-
ján brautryðjandi í nýjum iðn-
aði hér á landi, sem gaf góðar
vonir á heimsmarkaðnum, en
það voru sútuð fiskroð til margs
konar iðnaðar. Keypti hann full
Fólk út um land
komnar vélar til sútunar fisk-
roða, og fékk sérfræðing frá
Danmörku til að standa fyrir
hinu tæknilega starfi.
Samtímis stóð hann að bygg-
ingu fiskiðjuversins ,,ísver“ á
Súgandafirði, en þar voru mest-
ar vonir um steinbítsroð, sem
var eftirsóknarverðasta hrá-
efnið til þessa iðnaðar. Voru
miklar vonir bundnar við þessi
fyrirtæki.
Verksmiðjan hóf starfsemi
sína, og ýmis konar vörur úr
allavega litu fiskroði komu á
markaðinn, og voru eftirsóttar.
Þá flutti verksmiðjan fiskroð út
úr landinu með ágætum ár-
angri.
En tízkan er duttlungafull.
Þegar allt virtist ætla að leika í
lyndi með sölu þessarar fram-
leiðslu á erlendum markaði og
innlendum, sneri hún allt í
einu baki við þessum vörum og
brosti í aðra átt.
Kristján Guðmundsson varð
að stöðva verksmiðju sína, sem
hafði kostað hann svo mikið fé
og fyrirhöfn að byggja upp, og
sem hann hafði gert sér svo
glæstar vonir um.
En hörð og kröpp kjör æsku
hans, milli hinna háu vestfirzku
fjalla, höfðu kennt honum að ^
gefast ekki upp. Hann var einka
umboðsmaður fyrir hið merki-
lega ryðvarnarefni „Ferrobet", ^
sem farið hefir sigurför um
heiminn. Tók hann að fram-
leiða í verksmiðju sinni þetta
undralyf, sem nú er selt í öll-
um kaupfélögum landsins. í
byrjun þessa árs fékk hann
einkaufhboð á öðru kemisku
efni, sem mun hafa ómetan-
lega þýðngu á endingu vinnu-
fatnaðar o.fl., en það er lögur-
inn „Tripion", sem nokkur
reynsla er fengin með hér á
landi á vinnuvettlingum, og lief
ir gefið svo góða raun að stóra
undrun vekur.
Sútunarverksmiðju sinni var
Kristján að breyta til fram-
leiðslu þessara kemisku efna, —
sem allar líkur eru til að hafi
mikla hagnýta þýðingu í land-
inu, — þegar æfidagur hans var
skyndilega að kveldi kominn öll
um að óvörum, sem til hans
þekktu, því hann var enn á góð-
um aldri og hraustur maður.
Hann andaðist 26. f.m. af
heilablóðfalli á 52. aldursári.
Kristján Guðmundsson var
bjartsýnn athafnamaður, sem
vildi hefja framleiðslu- og at-
vinnumál þjóðar sinnar til auk
innar hagsældar, og hann reið
ótrauður á vaðið með ýmsar nýj
ungar í beim efnum.
Munlð skóverzlunina á horni
♦ Klapparstígs og Laugavegs
Símið eða skrifið
- - - - — ....
( BOMSUR uieð láífiim htel or/ lo&kanti
\ | KARLMANNASKÓR í 3 brciddum svartir ot/ brúnir kr. 129.50
| KVENSKÓR með hrátfúmmísóium otf leðursólum kr. 75 til 95
♦
♦ BARNASTÍGVÉL með hrát/úmmísólum á 4ra til 8 ára mjjög
tfóð á kr. 75.00
STRIGASKÓR ótal tequndir otf verð.
GÚMMÍSTÍGVÉL martjar tequndir
Látið kunningjana velja yður skó, við skulum senda þá
Skóverzlun B. Stefánssonar selur ódýrt
iSkámzhmBÆ^ÚMsgnar
luiiimiiiiiiiiiiiHMiiiiiimiiiiiimiiiiimiiimiiiimiiiiiir
| Góður fjósamaður |
I i óskast. Reglusemi og góð f
j | umgengni ófrávíkjanleg =
i f skilyrði.
I Tilboð merkt „Góð um- i
i gengni“ sendist Tímanum i
I fyrir páska.
MiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiM
• ~ T í iMh Mk N - •
4nt£lyslð f Tfmannm. j
‘ M^. I " N N •
______________________________________I
i
Hann var hjálpfús drengskap
armaður, ef til hans var leitað,;
og studdi framgang góðra mála
oft, með ráðum og dáð. Hann
mátti ekkert aumt sjá, og var
fljótuir a* rétta hjálparhönd
þar sem hann sá þess þörf, og
skar þá ekki alltaf við neglur
sér. I
Kristján Guðmundsson var
gáfaður maöur, sem hafði
glöggt auga fyrir því, sem gerð-
ist í kringum hann, og hafði
næma tilfinniirgu fyrir fegurð
landsins og öðrum ástgjöfum;
náttúrunnar.
Hann var stór maður og glæsi
legur, og bar það með sér að
þar fór höfðingi.
Samfara stórbrotnum höfð-
ingsskap fór viðkvæm lund og
háleitt trúartraust, sem hann
hlaut að erfðum, og í uppeldi
góðrar og göfugrar móður. Það
var sú vöggugjöf, sem hann varð
veitti til æfiloka og var honum
dýrmæt stoð í margþættri lífs-
reynslu.
Með Kristjáni Guðmundssyni
er genginn merkur borgari og
mannkostamaður. Við fráfall
hans er þungur harmur kveðinn
að ungum syni, eiginkonu og há
aldraðri móður, ættingjum og
öðrum vinum.
En hugljúf og björt verður
minningin um hann.
T. Ey.
TILKYNNING
um vaxtabreytingu:
Vextir af innlánum og útlánum í Landsbanka ís-
lands og útibúum hans reiknast frá og með 2. apríl
1952 eins og hér segir:
1. INNLÁNSVEXTIR:
a) Af almennusparifé 5%.
b) Af 6 mánaða uppsagnabréfi 6%.
c) Af fé í 10 ára sparisjóðsbókum 7%.
d) Af fé í ávísanabókum 2Yz%.
2. ÚTLÁNSVEXTIR:
Forvextir af víxlum og vexU'r af lánum 7%,
að undanskildum framleiðsluvöruvíxlum, er
verða með 5% vöxtum, samkvæmt sérstök-
um reglum þar um.
Reykjavík, 1. apríl 1952
LANDSBANKI ÍSLANDS
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Búnaðarbanka íslands verður húseignin
nr. 7 við Tjarnarbraut í Hafnarfirði með tilheyrandi
lóðarréttindum eigin Hjörleifs Elíassonar boðin upp og
seld og fer uppboðið fram á eigninni sjálfri miðviku-
daginn 9. apríl n. k. kl. 14.
BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI
2 .apríl 1952
Guðm. í. Guðmundsson
Áskriftarsími Tímans er 2323