Tíminn - 06.04.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.04.1952, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudaginn 6. apríl 1952. 81. blafc Mistök á styrjaldarárunum, sem koma ber alveg í veg fyrir nú Þessa dagana hafa nýir hópar bandarískra hermanna verið að koma hingað til lands, og ýms hergögn hafa veríð flutt hing- að, og það er ekki launungar- mál, að hersveitirnar eru að búa sig undir að taka í notkun nýjar stöðvar. Allfjölmennur hópur er kominn austur að Hellu í Rangárvallasýslu, og undirbúningur fer fram að því, að lið taki sér bækistöð við Hval fjörð. Það er því tímabært að minna á ýms mistök, sem urðu hér í sambandi við dvöl hers í landinu á styrjaldarárunum, í því skyni að nú verði komið í veg' fyrir slíkt, og stranglega verið á verði frá upphafi. Sprengjurnar Allt fram að þessu hafa veríð að finnast hér víðs vegar um landið virkar sprengjur, sem her menn á styrjaldarárunum hafa týnt eða skilið eftir. Þessar sprengjur, er voru skildar eft- ir, bæði á víðavangi og jafnvel i húsum inni, hafa valdið mörg um slysum og sumum mjög hörmulegum. Fullorðnir menn og hópur barna hefir beðið bana af völdum þeirra, en aðrir orð- ið örkumla menn. Hvað eftir annað hefir heppnin ein ráðið því, að ekki hafa orðið fleirí stórslys, eins og þegar börn í Kópavogi voru að berja virka sprengju með steini. Það verð- ur þvi að krefjast þess, að nú verði gætt ýtrustu varkárni og stranglega yfir því vakað, að virkar sprengjur, sem siðar meir geta valdið stórslysum, verði hvergi skildar eftir. Fuglalífið í landinu. Öðru atriði er skylt að vekja athygli á. Á styrjaldarárunum beið fuglalífið í landinu mikinn hnekki. Vegna hirðuleysis um meðferð á olíu, sem fleygt var í sjóinn frá skipum nálægt landi og jafnvel á fjörðum inni, voru sjófuglar í þúsundatali ofur- seldir kvalafullum dauða. Það mun og hafa vilja við brenna, að hermenn hefðu það sér til dægra dvalar að skjóta á fugla, jafn- vel um þann tíma, sem þeir áttu unga í hreiðri. Slíkt er grimmd og siðleysi í augum íslendinga. Við þessu hvort tveggja þarf að reisa rammar skorður. Varnar- liðið, sem komið er eða kemur, verður að gæta þess að halda að öllu fuglafriðunarlög lands- ins, og yfirleitt mun það verða illa séð af fjölda landsmanna, ef fuglalífið verður ekki alveg óáreitt, einnig þeir fuglar, sem ekki eru sérstaklega friðaðir. Þetta hefir tvöfalt gildi — bæði hvað snertir fuglalífið í landinu og viðhorf margra landsmanna til liðsins. S.K.T. S.G.T. DANSLEIKUR Danslagákeppni í kvöld klnkkan 9 — bæði I Röðll og G.T.-hiksinu Keppnin sjálf hefst kl. 10 um sömu átta danslögin á báðum stöðunum. Söngvarar með hlj ómsveitunum: G.T.-húsið, Svavar Lárusson og Edda Skagfield. RöðuII, Haukur Morthens og Sigrún Jónsdóttir. Aðgöngumiðasala í dag á báðum stöðunum frá kl. 6 síðd. — Símar 3355 og 5327. Öldungar meðal báta við ísafjarðardjúp Útvarpið íltvarpið í dag: Kl. 8,30—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 11,00 Morg- untónleikar (plötur). 12,15 Há- dégisútvarp. 13,00 Erindi: Móðir jörð; IV. Jarðskorpan og hagnýt jarðefni (Ástvaldur Eydal licen siat). 14,00 Messa í kapellu há- skólans (séra Bjarni Jónsson vígslubiskup). 15,15 Miðdegistón leikar (plötur). 16,15 Fréttaút- varp til íslendinga erlendis. 16,30 Veðurfregnir. 18,30 Barnatími (Baldur Pálmason). 19,25 Veður fregnir. 19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Erindi: Alheimssamtök gegn krabbameini (Níels Dungal prófessor). 20,30 Erindú Albert Schweitzer; I. (Ólafur Ólafsson kristniboði). 21,00 Óskastundin (Benedikt Gröndal ritstjóri). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Tónleikar: Þættir úr sin- fónískum verkum (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Étvarpið á morgun: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegisút varp. 16,25 Veðurfrégnir. 18,10 Framburðarkennsla í ensku. 18,30 íslenzkukennsla; I. fl. — 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Útvarpshljómsveit in;; Þórarinn Guðmundsson stjórnar. 20,45 Um daginn og veginn (Sveinn Ásgeirsson hag fræðingur). 21,05 Einsöngur: Dusolina Giannini syngur (plöt- ur). 21,25 Dagskrá Kvenfélaga- sambands íslands. Erindi: Iðn- aður og vöruval (Rannveig Þor steinsdóttir alþm.). 21,45 Hæsta réttarmál (Hákon Guðmunds- son hæstaréttarritari). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálmur (47). 22,20 Erndi: Um þjóðrækni (Einar M. Jóns- son). 22,45 Tónleikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Þegar Bjarni Sigurðsson, bóndi í Vigur, fer í fjárflutn- inga milli eyjar og lands, notar hann stóran og mikinn bát, átt- æring, sem kallaður er Gamli- Breiður. Kemur sá bátur tals- vert við atburði í ævisögu Þórð ar Þorsteinssonar, er ólst upp í Vigur. Þessi bátur tekur 80—90 fjár, f og það, sem merkilegast er við hann er það, að hann er að stofni til 80—100 ára gamall. Hann hefir þó nýlega verið smíð aður upp, en vél eða þess háttar nútímatæki hafa ekki komið í hann, heldur er hann nú not- aður sem ferja, dreginn af vél- bát. Alltaf hefir honum verið við haldið og mjög lengi hefir hann fylgt Vigurbúinu. Sjóbrú Vigrunga. Gamli-Breiður er eins konar sjóbrú Vigrunga. Hann er ekki aðeins notaður til fjárflutninga, heldur einnig í meiri háttar að- dráttarferðir. Hann var upphaflega smíðað ur á Ströndum, og er með gamla laginu, sem kallað er, en það lag á bátum þar vestra var altítt fram undir aldamótin siðustu. En á síðustu árum nítjándu ald arinnar ruddi nýtt bátalag sér til rúms vestra. Af Ströndum fylgdi Gamla- Breið sú sögn, að hann hefði verið svo gott seglskip, að hann | sniði í sundur svartfugl, er yrði fyrir stefni hans, þannig að sinn hlutinn flyti aftur með hvoru borði! I Sexæringurinn með gamla laginu. í Annar bátur með gamla lag- inu er til við ísafjarðardjúp.' Hann er eign Ásgeirs og Hall- j dórs Guðmundssona í Æðey og heitir Þorskurinn, sexæringur,! upprunninn frá Reykjarfirði. Á' hann hefir verið settur utan- borðsmótor. Virðulegir öldungar. Þessir bátar báð'ir eru virðu- ; legir öldungar, sem verið hafa' á floti allt frá blómadögum i bændaútgerðarinnar við Djúp og ' fram á þessa tíma. Á þessu tíma j bili hafa gerzt allar þær breyt- j ingar, sem orðið hafa á útvegi og samgönguháttum í landinu. I Þess vegna eru þeir merkilegir f minjagripir með andblæ liðins tíma, leikandi um rúm og þóft- ur. Fengu góða eink- unn í kökngerð Það kom á daginn, sem blaðið spáði á dögunum, að kökurnar, ! sem hjúkrunarkonurnar höfðu !á boðstólum í veitingastofunni Höll í gær, þóttu harla ljúffeng ar og seldust vel. Mikið seldist einnig af munum þeim, sem ' á bazarnum voru, enda márgir 1 fallegir með listfengu hand- bragði. Fjöldi manna á hjúkrunar- konunum mikið gott upp að unna, og enginn veit, hver þarf næst á umönnun þeirra að halda. Þessa minntust margir Reykvíkingar nú, og vonandi verða þeir enn fleiri næst, þegar hjúkrunarkonurnar kunna að leita til bæjarbúa á svipaðan hátt. Dýrategundir frá forn- öld í neðanjarðarvatni Dýrategundir, sem menn héldu, að dáið hefðu út á ísöld, hafa fundizt bráðlifandi í vatni neðanjarðar við rætur Bigonda fjallsins, fast við Brennerskarð ið, á landamærum ítalíu og Sviss. Fimm kílómetra löng glufa. Það var jarðfræöingurinn Giorgio Trener, sem -fann þenn Átján tegundir. an merka fund, er hann var að rannsaka fimm kílómetra langa glufu eða gjá, sem liggur í uppþornaða vatnsveituæð. Þegar þeir voru komnir niður í gjána, fundu þeir út frá henni glufu, sem var þriggja metra há og níu metra breið, og er þeir höfðu gengið hana á enda, komu þeir að helli eða hvelf- ingu neðanjarðar, þar sem vatn ið var. <> <> (> <> <> <> < > o o o < ) o O o o o <) <) o O o o o o o o O Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag n. k. verða til sýnis í Miðbæjarbarnaskólanum teikn- ingar þær er bárust s. 1. haust í keppni er Bæjarráð Reykjavíkur efndi til um gerð smáhúsa í samfelldri röð (2. og 3. flokkur). Sýningin verður opin þessa daga kl. 10—18. Bæjarverkfræðmgur * Þann 4/3., ’52 fann m/s ,,ARNARFELL“ 8 manna björgunarbát á hvolfi. Skipið var þá statt 60°—0’—3“ N. br. 2°—0’—3“ V.lg. Báturinn er auðkenndur með stqfunum: FR 292 Eigandi bátsins er beðinn að gefa sig fram og sanna eignarrétt sinn, innan hæfilegs tíma. Samband ísl. samvinnufélaga SKIPADEILD Hjartans þakklæti sendum við öllum f jær og nær sem hafa auðsýnt'okkur samúð með skeytum, minningar- spjöldum og gjöfum við fráfall okkar hjartkæra sonar og bróður GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR frá Leiti Jónína Sigurðardóttir, . Sigurður Jónasson og systur inn í fjallið og hefir ekki verið rannsökuð til hlítar fyrr. Það voru fjallgöngumenn, sem fundu þessa glufu, er þeir voru að leita að uppsprettu, sem vatn hafði í fyrndinni verið leitt úr I Það eru hvorki meira né minna en átján tegundir líf- , vera, sem fundust þarna í hell- inum. Voru þetta tegundir frá löngu liðnum tímum, og hafa þær einangrazt og lifað áfram lífi sínu niðri í jörðinni, þar á • meðal krabbategund, sem taliö | var, að dáið hefði út á ísöld. Hljómleikar í Hallgrímskirkju í dag kl. 5 endurtekur kór Hallgrímskirkjunnar' í Rvík samsöng sinn þar í kirkjunni, þann er haldinn var á fimmtu dagskvöldið var. Söngstjóri er Páll Halldórsson organleikari kirkjunnar, en einsöngvari frú Guðmunda Elíasdóttir. — Söngskráin er í þremur köflum og eingöngu skipuð lögum þriggja núlifandi, is- lenzkra tónskálda. Hafa fæst þessara laga áður komið fyr- ir almennings eyru. Fyrst syng ur kórinn þrjú sálmalög eftir Karl O. Runólfsson, síðan syngur frú Guðmunda fjögur lög eftir Björgvin Guðmunds- son, og loks syngur kórinn fjögur sálmalög eftir Þórar- inn Jónsson. — Árni Björns- son aðstoðar kórinn með und- irleik á orgel. í kórnum starfa nú 19 manns. Aðgángur er ókeypis og að sjálfsögðu öllum heimill. Námsmenn frá Sví- þjóð stofna félag Næstkomandi miðvikudag, daginn fyrir skírdag, verður stofnað félag íslenzkra náms- manna frá Svíþjóð að Borg- artúni 7. Fundurinn hefst kl. 20,30, en að honum loknum verður dansað. Einnig mun Sigfús Halldórsson skemmta. Mikill fjöldi íslendinga hef ir dvalið við nám í Svíþjóð. Tilgangur félagsstofnunarinn ar er að stuðla að því, að þess ir gömlu kunningjar og vinir hittist öðru hvoru og ræði sameiginleg áhugaefni. tiiiiiiiinriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiillllliBiiiitit | Söluskálinn ( 1 Klapparstíg 11 I hefir ávallt alls konar not- l i uð og vel með farin hús- i i gögn, herrafatnað, harmon i I íkkur og m. fl. Mjög sann- i I gjarnt verð. — Sími 2926. i «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.