Tíminn - 06.04.1952, Blaðsíða 8
36. árgangur.
Reykjavík,
6. apríl 1952.
81.- blað.
Menirtaskólanum valinn staö
ur sunnan Miklubrautar
Kennaraskólinn fær lóð milli Miklubrauí-
ar og' Sjómannaskóla, austan Stakkahlíðar
Loks virðist framtíðarstaður Menntaskólans í Reykjavík
endanlega ákveðinn, og hefir honum verið valin lóð neðan
við hæðina sunnan Miklubrautar en austan Stakkahlíðar.
Þá hefir kennaraskólanum og verið ákveðinn staður á svæð-
inu norðan Miklubrautar austan Stakkahlíðar á svæðinu
milli Sjómannaskólans og Miklubrautar.
í tilkynningu, sem blaðinu
barst um þetta frá mennta-
málaráðuneytinu í gær, seg-
ir, að bæjaryfirvöldin hafi
boðið lóðir fyrir skólana á
þessum stöðum, og hafi ráðu-
neytið þegið þæi'. Ráðuneyt-
ið hefir og skipað bygginga-
nefnd menntaskólans og eiga
sæti í henni Pálmi Hannes-
son, rektor, formaður, Einar
Erlendsson, húsameistari rík-
isins, og Hörður Bjarnason,
skipulagsstjóri-
Mjög heppilegur staður.
Blaðið átti tal við Pálma
Hannesson, rektor um þessa
ákvörðun í gær.
— Eftir atvikum er ég
mjög ánægður með þennan
stað, og ég held að allir að-
standendur menntaskólans
séu það. Að vísu hefðu sum-
ir kosið, að skólinn yrði á-
fram á gamla staðnum, en
þar sem ekki var um það að
ræða, er vafasamt að á öðr-
um heppilegri s>tað hefði ver
Síðasti dagur ljós-
myndasýning-
arinnar
í dag er síðasti dagur Ijós-
myndasýningarinnar í List-
vinasalnum við Freyjugötu.
Sýningin hefir verið mjög vel
sótt og vakið mikla athygli.
Hinir mörgu, sem áhuga hafa
á lj ósmyndatöku í frístund-
um ættu ekki að láta hjá líða
að nota þetta síðasta tæki-
færi, sem gefst í dag til að
sjá þessa sýningu.
Rætt um bólusetn-
ingu gegn garna-
veikinni
Það er nú til umræðu,
hversu víðtæk skuli vera bólu
setning gegn garnaveiki í
sauðfé á þessu ári, bæði á
Austurlandi og eins hvort
bólusetja skuli gegn garna
veiki fé það, sem í haust kem-
ur á fjárskiptasvæöið frá Hval
firði austur að Rangá. Hefir
um þetta meðal annars ver-
ið leitað álits tilraunastöðv-
arinnar á Keldum, Búnaðar-
íélags íslands og sauðfjár-
sjúkdómanefndar, en land-
búnaðarráðuneytið mun á-
kveða þetta endanlega.
Komið hefir til orða að
bólusetja allt fé, sem kemur
á fjárskiptasvæðið, en ýms
vandkvæði eru þó á því, svo
að vafasamt er, að horfið
verði að því ráði.
ið völ, og er það fagnaðar-
efni, að lausn hefir nú feng-
izt á þessu máli.
Þarna neðan við hæðina
er sléttlendi nokkurt en þó
ber staðinn allhátt og víð-
sýni er þaðan mikið.
Hvað um bygginga-
framkvæmdir?
— Um það er að sjálfsögðu
lítið hægt að segja, en mér
virðist menntamálaráðuneyt-
ið og Björn Ólafsson mennta-
málaráðherra hafa fullan
hug á að láta framkvæmdir
ekki dragast úr hömlu, og hef
ir hann sýnt málinu áhuga
og skilning. Vonandi dregst
því ekki mjög lengi úr þessu,
að hafizt verði handa.
Kennaraskólinn norðan
Miklubrautar.
Blaðið sneri sér einnig til
Freysteins Gunnarssonar,
skólastjóra kennaraskólans í
gær og spurði hann um álit
hans á staðarvali fyrir skól-
ann.
— Svæðið norðan Miklu-
brautar er eftir atvikum mjög
ákjósanlegur staður fyrir skól
ann og sá staður, sem að-
standendur skólans höfðu að
svo komnu máli helzt kosið.
Enn hefir ekki verið ákveð-
ið, hvar lóð skólans verði á
þessu svæði, en eins og nú
horfir mundi ég telja lóð hans
betur setta norðan til á því,
nær Sjómannaskólanum en
Miklubraut. Stafar það m.a.
af því, að á þessu svæði er
líka ætlað rúm stórum barna
skóla 1 framtiðinni.
Undirbúningi verður hraðað.
Að þessum samningum við
bæjaryfirvöldin hefir verið
unniö frá því í sumar, en nú
þegar lóðin er fengin, getur
nefnd sú, sem vinnur að bygg
ingamálinu, undið bug að því
að láta fullgera teikningar og
ljúka öðrum aðdraganda þess,
að hafizt verði handa um
sjálfa bygginguna. Vonum við
það, enda brýn nauðsyn, að
ekki langur tími liði, unz
bygging hefst.
Sirkusraynd í
Stjörnubíó
Stjörnubíó er byrjað sýn-
ingar á nýrri kvikmynd, sem
heitir Sirkus. Er myndin
rússnesk, og listir þær, sem
dýrin leika, hinar furðuleg-
ustu. Mynd þessi mun hafa
vakið mikla athygli, þar sem
hún hefir verið sýnd erlend
is, og þykir skara fram úr í
sinni grein.
Erindi dr. Helga
Tóraassonar á að-
alfundi Geðvernd-
arfélagsins
Dr. Helgi Tómasson mun
flytja erindi um hjónaskiln-
aði og nokkur hjónabands-
vandamál á aðalfundi Geð-
verndarfélags íslands í
sjöttu kennslustofu háskól-
ans annað kvöld.
Aðalfundur Geðverndarfé-
lagsins hefst klukkan hálf-
níu, og fara þar fram venju-
leg aðalfundarstörf, auk er-
indis dr. Helga og umræðna,
er út af því kunna að spinn-
ast.
Öllum er heimill aðgangur,
og á fundi þessum verður
mönnum gefinn kostur á að
ganga í Geðverndarfélagið.
Eyfirðingar vilja
fá snjóbíl
Á sýslunefndarfundi Ey-
firðinga, sem nú er nýlokið,
var samþykkt að athuga mögu
leika til kaupa á snjóbíl til
notkunar í héraðinu á vetr-
um, þegar snjóalög eru mikil.
Er nú víða um land mikill
og vaxandi áhugi fyrir snjó-
bílum, og múnu jafnvel all-
margir einstaklingar vilja
kaupa snjóbila, ef þeir fengju
leyfi til. Snjóbílar eru þó svo
dýrir og svo stuttir tímar á
ári hverju, sem þeirra þarf
við, að ekki mun kostur á að
eiga þá þannig, að útgerð
þeirra skili beinum, fjárhags-
legum ágóða.
Miimingargjöf um
Valdimar Arnasoia
vélstjóra.
Heymjölsgerð að hefj-
ast að Ámundakoti
Rætt við Eggert Signrðsson, bónda Jiar
Það eru mikil auðæfi, sem felast í grænu smáralaufunum
á ísíenzku túnunum, og ef til vill á íslenzk mold eftir að
sanna ágæti sitt ennþá einu sinni við nýja hætti búskapar,
sem nú er verið að reyna í Fljótshlíðinni.
Þar heíir ungur og dugleg- þurrkunina missir heyið til-
ur bóndi tekið sér fyrir hend-! tölulega lítið af þýðingarmikl
ur að íramleiða heymjöl af.um efnum, sem gufa burt,
túninu sínu, og er mjölið síð- þegar heyið þornar á löngum
an notað í fóðurblöndur í stað ! tíma, og hverfa með útöndun
erlendra fóðurefna, sem ár- 1 jurtarinnar.
lega eru flutt inn fyrir mikl-
ar fjárhæðir.
Hitti blaoamaður frá Tím-
anum í gær Eggert Sigurðs-
Heyið er við hraðþurrkun-
ina látið á sérstakan vagn,
sem síðan er blásið undir
heitu lofti, en í vágninum er
rimlagólf. Að því búnu er hey
ið malað í kvörnum, og þá er
heymjöliö komið.
Hagkvæm er þessi fram-
leiðsla þó ekki, nema þar sem
smári er mikill í töðunni, þvi
að það er einmitt hann, sem
aðallega er sótzt eftir í hey-
mjölið, sem er eins konar alfa
alfamjöl, sem mikið er nú
flutt til landsins, aðallega
frá Vesturheimi.
Hraðþurrkað hey þriðj-
ungi betra fóður.
í Ámundakoti er túnið um
20 hektarar og gefur af sér
um 20 kýrfóður. Telur Egg-
ert, að hann geti fengið um
100 lestir af fullunnu hey-
mjöli af túninu, ef réttur á-
burður er notaður, en í tún-
inu er ákaflega mikið af
smára, og þess vegna réðst
Eggert í heymjölsgerðina.
Hann segis,t hafa reynslu
fyrir því, að hraðþurrkaö hey,
sé þriðjungi betra til skepnu-
fóðurs en hey, sem er sól-
Það var Klemens á Sáms- | þurrkað, vegna þess hve rniklu
stöðum og tilraunir hans, sem; minna það tapar við útönd-
opnuðu augu mín fyrir gildi ] un jurtanna, auk þess sem
smáragrassins til mjölfram- j heymagnið verður miklu
leiðslunnar, segir Eggert. En ; meira við þessa þurrkunarað-
á Sámsstöðum hefir nú í nokk | ferð. En óneitanlega er hún
ur ár verið unnið áð hey- , talsvert fyrirhafnarmeiri en
mjölsgerð með hraðþurrkun! venjuleg sólþurrkun eða súg-
og árlega framleittr talsvert þurrkun.
Eggert Sigurðsson
í Ámundakoti.
son, bónda að Ámundakoti i
Fljótshlíð, sem ætlar að hafa
með höndum heymjölsgerð.
Fyrirmyndin frá
Sámsstöðum.
Slysavarnarfélaginu hefir
borizt minningargjöf frál magn af heymjöli, sem reynzt
Viktoríu Guðmundsdóttur, tiLhefir ágætlega í fóðurbæti. óvænt töf
minningar um mann hennar
Vinnsluaðferðin.
Aðferðin er í stuttu máli sú,
Valdimar Arnason vélstjóra,
sem fórst með togaranum
Leifi heppna á Halamiðum
árið 1925. Valdimar heitinn
hefði
apríl.
Það var ætlunin, að mjöl-
gerðin að Ámundakoti hæfist
í fyrrasumar en þá brann í-
að heyið er tekið blautt af (búðarhúsið, svo að Eggert
ljánum og hraðþurrkað við|Varð að beita öllum kröftum
orðið sextugur þ. 5. heitað blástur á skömmum sinum til að endurbyggja það,
tíma og síðan malað. Við hrað sem nú hefir tekizt. Bað hann
blaðið aö færa þeim fjöl-
mörgu, er þá hefðu veitt sér
lið á einn eða annað hátt,
sínar beztu þakkir.
En fyrir brunann á hann nú
ekki eins hægt um vik að
hefja mjölgerðina í sumar,
Amadíó var tekinn höndum þar sem til hennar þarf að
og var játning hans á þessa! nota allmikið fjármagn í byrj
Ieið: Ég komst að því af «1- |lln- En ákveðinn viiji Og kapps
. . ,, mál duglegs bónda er annars
viljun fyrir nokkru, að eg by ? . ,,,
i vegar og þvi engar likur til
yfir dáleiðsluhæfUeikum, og annars en næsta sumar verði
þegax- ég komst í kynni við i Ámundakoti unnið heymjöl
Dáleiddi eiginmanninn meðan
hann átti vingott við konuna
Rúmlega þrítugur maður í
borginni Turin á ttalíu,
Giuseppe Amadíó að nafni, hef
ir verið handtekinn og sakað-
ur um allóvenjulegt athæfi,
sem sé það, að hafa dáleitt
aldraðan kaupmann þar í borg
inni meðan hann átti vingott
víð unga og fagra konu hans.
Mál þetta varð uppvíst með
þeim hætti, að Anna, kona
Amadíós leitaði fyrir nokkrum
dögum til lögreglunnar í borg
inni. Fékk hún tvo lögreglu-
þjóna með sér og fór með þá
til heimilis kaupmannsins.
Þegar þangað kom, fundu lög-
regluþjónarnir kaupmanninn í
dáleiðslusvefni í dagstofunni,
en Giuseppe Amadíó átti vin-
gott við eiginkonu hans inni
í svefnherberginu.
þessi kaupmannshjón og fékk
ást á konunni, kom mér þetta
ráð í hug. Ég dáleiddi kaup-
mannínn og lét hann sofa
nokkrar klukkustundir, og var
það gert með fullu samþykki
hans. Þegar ég vakti hann
svo, var ég vanur að segja hon
um, að ýmsir miklir menn for-
tíðarinnar hefðu talað af
munni hans, svo sem Napóleon,
Kólumbus og Dante. Hann
trúði þessu og fannst mjög mik
ið til um þessa dulrænu hæfi-
leika sína.
í stórum stíl og þar hafin
framleiðsla, sem sparaö get-
ur þjóðinni árlega mikinn
gjaldeyri.
Fraittsóknarfélag
Akureyrar
Framsóknarfélag Akureyr-
ar hélt nýlega aðalfund sinn,
og var stjórn félagsins endur-
kosin. Jóhann Frímann er
formaður félagsins.