Tíminn - 30.04.1952, Side 6
TÍMINN, miðvikudaginn 30. apríl 1952.
90. blað.
LEHŒEIÁ6
REYKJAVÍKUR1
Frumsýning
Djúpt liggja rœturl
eftir J. Gow og A. D’Usseau. |
Þýðandi; Tómas Guðmundss. |
Leikstj.: Gunnar R. Hansen. |
Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngu §
miðasala í dag frá kl. 2. |
Sími 3191.
Maðurinn frá
Textts
(The untemed Breed)
Bráðskemmtileg og spenn-
andi ný amerísk mynd í lit-
um.
Sonny Tufts
Barbara Britton
Georg Hayes
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
rtr' SP s
NYJA BIO
Keðjudans
ástarinnar
(„La Ronde“).
Aðalhlutverk:
Simone Simon,
Fernand Gravey,
Danielle Darrieux
og kynnir
Anton Walbrookk.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
BÆJARBÍO* ]
- HAFNARFIRDl ]
Cyrano de
Bergerac
Stórbrotin, ný, amerísk kvik|
mynd eftir leikriti Edmonds |
Rostand um skáldið og skylm |
ingameistarann Cyrano de
Bergerac. Myndin er í senn
mjög listræn, skerómtileg og
spennandi.
Aðalhlutverk:
Jose Ferrer
(Hlaut verðlaun, sem bezti
leikari ársins 1951 fyrir leik
sinn í þessari mynd).
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
HAFNARBÍÓ
Ég var
búðarþjóhtr
(I was a Shoplifter)
Viðburðarík og hressilega
spennandi, ný, amerísk kvik
mynd.
Scott Brady,
Mona Freeman,
Tony Curtis.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ELDURINN
gerir ekk< boð á nndan sér.
Þeir, sem eru hyggnlr,
tryggja strax hjá
SAMVItiHilTRYBGlHGUM
Ragnar Jónsson
hæs'taréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Sími 7752
Lögfræðistörf og eignaum-
sýsla.
ÞjÓDLElKHÚSID
| 9,Tyrkja-Gudda“
1 Sýning í kvöld kl. 20,00
Bannað börnum innan
12 ára.
Litli Kláus og
Stóri Kláus
| Sýning fimmtud. kl. 15,00. I
S , i
I „IslandsUIukUan“
I Sýning fimmtudag kl. 20. |
| Aðgöngumiðasalan opln alla i
= virka daga kl. 13,15 til 20,00. j
| Sunnudaga kl. 11—20. Tekið i
| á móti pöntunum. Sími 80000. i
| Austurbæjarbíó |
I Kvennaljóminn j
| (Livet í Finnskogarna)
| Áhrifamikil ný, sænsk stór- !
1 mynd, sem jafnað hefir verið
| við myndirnar ,JwIýrarkots-
= stelpan" og „Glitra daggir, ]
| grær fold“. — Danskur texti. |
Aðalhlutverk:
Carl-Henrik Fant,
Sigbrit Carlson.
|_____Sýnd kl, 7 og 9.
Drýstilofts-
flugvélin
Sýnd kl. 5.
= H
TJARNARBIO]
Ljónynjan
(The Big Cat)
] Afarspennandi og viðburða- i
i rík brezk mynd í eðlilegum i
i litum. Myndin sýnir m.a. bar j
i daga upp á líf og dauða við i
i mannskæða ljónynju.
Aðalhlutverk:
Lon McCallister
Peggy Ann Garner
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BIO
Miðnæturkossinn
(That Midnight Kiss)
með Mario Lanza.
Sýnd kl. 7 og 9.
Síðasta sinn.
TRIPOLI-BÍÓ
Morgunblaðssagan:
Ég eða Albert Rand
Afar spennandi, ný, amerísk
kvikmynd, gerð eftir sam-
nefndri skáldsögu Samuels
W. Taylors, ram birtist í
Morgunblaðinu.
Barry Nefson,
Lynn Ainlcy.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
AMPER H.F
Raftækjavinnustofa
Þingholtstræti 21
Sími 81556.
= ►
Raflagnir — Viðgerðir
Raflagnaefni
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65. Slml 5833
Heima: Vltastlg 14
Erlent yfírlit
(Framhald af 5. siðui
hafi ákveðið að beita sér fyrir
þessu, en undirtektirnar séu
ekki betri en þær, að eftirlits-
nefnd S.Þ. fái ekki að koma til
Austur-Þýzkalands. Fyrsta at-
riðið, sem hernámsveldin þurfi
að semja um, sé að koma sér
saman um frjálsar kosningar
undir alþjóðlegu eftirliti.
Jafnframt taka þau fram, að
þau hafi óbundnar hendur varð
andi austurlandamæri Þýzka-
lands, en Rússar höfðu haldið
því fram í orðsendingu sinni, að
þau hefðu verið endanlega á-
kveðin á Potsdamfundinum
1945. Vesturveldin létu einnig
í ljós, að þau litu sjálfstæðan
vígbúnað Þjóðverja með fullri
tortryggni, og teldu það vænlegt
til þess að halda honum í skefj-
um, að Þjóðverjum væri leyfi-
leg þátttaka í varnarsamtök-
um.
Rússar hafa nú svarað þess-
ari orðsendingu vesturveld-
anna. Þeir hafna kosningum í
Þýzkalandi undir eftirliti S.Þ.,
en segjast reiðubúnir til að
ræða um frjálsar kosningar þar
undir eftirliti hernámsveldanna
fjögurra.
Vesturveldin eru nú að ganga
frá nýju svari til Rússa. Lík-
legt þykir, að þau muni telja
sig geta fallizt á eftirlit her-
námsveldanna með kosning-
um í Þýzkalandi og yrði þá
eftirlitsnefnd S.Þ. undir for-
ustu Kristjáns Albertssonar
prófessors úr sögunni. Hins veg
ar munu þau sennilega setja
það skilyrði fyrir slíku eftirliti,
að ekkert einstakt hernámsveld
anna hafi neitunarvald i eftir-
litsnefndinni, en óttast er, að
Rússar setji slíkt skilyrði.
Maímánuður getur orðið
sögulegur.
Meðan þannig er skipzt á
orðsendingum milli Rússa og
vesturveldanna um Þýzkalands
málin, vinna vesturveldin kapp
samlega að því að hraða endan-
legri stofnun Evrópuhersins. í
Frakklandi hefir andstaðan
gegn honum minnkað, því að
Frökkum finnst þátttaka Þjóð-
verja í honum skárri af tvennu
illu en stofnun sjálfstæðs þýzks
hers. Brezka stjórnin hefir
reynt að draga úr tortryggni
Þjóðverja við þátttöku í Evrópu
hernum með því að lýsa yfir
því, að hún muni koma þátt-
tökuríkjunum til hjálpar, ef á
þau yrði ráðist. Slíka yfirlýs-
ingu höfðu Bretar ekki gefið áð
ur varðandi Vestur-Þýzkaland.
Af hálfu Bandaríkjastjórnar
mun þó ákveðnast unnið að því,
að Evrópuherinn verði form-
lega stofnaður fyrir maílok og
er Acheson væntanlegur þeirra
erinda til Evrópu um miðjan
mánuðinn.
Hins vegar ríkir nú orðið ó-
vissa um það, hvort Adenauer
kanslari hefir nægilegt fylgi til
þess að fá þátttökuna sam-
þykkta fyrir þann tima. Hann
nýtur að vísu stuðnings flokks
síns, kristilega miðflokksins, en
gangi hægri menn til liðs við
jafnaðarmenn í þessu máli, get
ur stjórnin misst meirihluta á
þinginu. Þessi hætta fer vax-
andi vegna þess, að almenning
ur virðist styðja sjónarmið jafn
aðarmanna og hægri manna.
Þetta hefir þegar haft þau á-
hrif, að Adenauer hefir orðið að
hætta samningum við Frakka
um Saarmálið, því að ekki er
hægt fyrir hann að semja um
afslátt þar, en lýsa sig jafn-
framt mótfallinn Neisse-Oder-
landamærunum að austan. Þá
hefir Adenauer i seinustu viku
lok gefið yfirlýsingu, er vakið
hefir mikla tortryggni í Frakk-
landi, en hún er á þá leið, að
samningur, sem Vestur-Þýzka-
land geri, geti ekki talizt bind-
andi fyrir sameinað Þýzkaland,
ef úr sameiningu þess yrði.
Telja margir Frakkar að þetta
geti þýtt sama og að samningar
við Vestur-Þýzkaland séu mark
leysa.
Á þessu stigi er erfitt að spá
því, hvernig fram úr þessum
málum greiðist, en flest bendir
itl þess, að í maí geti gerzt sögu
legir atburðir í sambandi við
Þýzkalandsmálin.
KJELD VAAG:
HETJAN
ÓSIGRANDI
111. DAGUR
vlð sigj íhvaöl gera skyldi. Loks mælti hann lágri röddu:
,,Beatrice“....
Henni varð dálítið hverft við, og hún svaraöi ekki. Hann beið
litla stund. Svo hélt hann áfram: „Beatrice.. •• Ég skil ekki sjálf-
an mig.... en ég hefi fest ást á þér...."
Hann svelgdi munnvatni sínu, og var sjálfum sér gramur. Unga
stúlkan stóð grafkyrr. Þegar hún tók til máls, var röddin þreytu-
leg: „Hvers vegna lýgur þú að mér, Magnús Heinason?"
„Ég lýg ekki, Beatrice.“ Það lá við, að honum tækist að gera
röddina sannfærandi.
„Hvers vegna vísaðirðu mér þá brott í gærkvöldi?"
„Þú ert barn, Beatrice.... og aldurs vegna gæti ég verið fað-
ir þinn.“
„Þegiðu þá!“ hrópaði hún reiðilega. „Það má vel vera, að ég
sé reynslulaust barn, en ástin spyr ekki um aldur. Drottning okk-
ar er bráðum sextug, en Róbert af Essex er tuttugu og eins árs.. “
Magnús brosti. „Við skulum ekki líkja okkur við konungborið
fólk. Hefði það í raunihni verið tryggðaheit, þótt ég hefði faðm-
að þig í nótt?“
„Faðmað?“ endurtók hún. „Ég vonaöi, að þú myndir kyssa
mig. En þú gerðir það ekki, þótt þú segir nú, að þú elskir mig.“
Magnúsi varð ónotalega við. Einn koss hafði hún þráð sem
staðfestingu á ást og fyrirheit um tryggð.... Nei, hann hafði haf-
ið viðbjóðslegan leik. í þessum svifum nálguðust hann tveir
vopnaðir varðmenn, og hann skeytti skapi sínu á þeim. „Snautið
burt“, öskraði hann. „Farið til heivítis eða ég brýt hvert bein í
skrokknum á ykkur.“
Þeir hörfuðu frá. Beatrice brosti. Hún hafði ekki skilið, hvað
Magnús sagði, en sannarlega hafði hermönnunum brugðið í brún
við ávarpið. Sjálfum varð Magnúsi rórra. Tíminn leið óðfluga,
og hann varð að bjarga sér. „Mætti ég njóta þeirrar ánægju, að
hitta þig í Kaupmannahöfn, jungfrú Rogers? En þú veizt, hvemig
komið er fyrir mér. Þegar til hafnar kemur, munu málaliðsmenn
Valkendorfs fara með mig beint í fangelsi....“
„Nei....!“ hrópaði hún óttaslegin. „Það má ekki gerast. Hvað
getum við gert?“
„Það er aðeins til eitt úrræði, Beatrice“, svaraði hann hik-
andi. „Geti ég komizt nógu snemrna til Kaupmannahafnar, get
ég á skömmum tíma aflaö mér nauðsynlegra sönnunargagna og
ónýtt málabúnað Valkendorfs: Lénsmaðurinn myndi áreiðanlega
láta föður þínum í té skútuna handa mér, svo að ég þurfi ekki að
fara til Hveðnar. En þetta getur aðeins gerzt meö hans sam-
þykki.“
„Ég skal tala strax við hann. Þessu er auðvelt að koma til
leiðar."
Hún var á svipstundu horfin. Magnús horfði á eftir henni,
harður á brún. Á þessari stundu var honum mest í mun að finna
ráð til þess að ryðja Valkendorf algerlega úr vegi, og hann var
enn að hugsa um þet.ta, er Beatrice kom aftur, ásamt Rog«rs og
lénsmanninum. Brosið á vörum stúlkunnar talaði sínu máli um
það, að hún hafði ekki farið erindisleysu. Rogers hafði verið fús
til þess að láta að óskum dóttur sinnar, og Rantzau var tilleið-
anlegur til þess að lána skútu sína. Það lék tvírætt bros um var-
ir hans, er hann sagði: „Þegar þú ert kominn um borð í skútu
mína, verður þú auðvitað sjálfur skipstjórinn. En gleymdu ekki
að sigla skemmstu leið ril Kaupmannahafnar."
Magnús kinkaði kolli, en þagði. Það lék enginn vafi á því, að
Gert Rantzau hafði rennt grun í fyrirætlanir hans. Nokkrum
mínútum síðar var skútan komin að hlið enska skipsins. Rantzau
skýrði stýrimanni sínum frá, hvað samizt hefði, en í sömu svif-
um fann Magnús, að komið var léttilega við handlegg hans. Bea-
trice stóð við hlið hans og horfði á hann geislandi augum. Hún
virtist gerbreytt. Hún leit snöggt í kringum sig, en svo þrýsti
hún einhverju í lófa honum. Það var gullkeðjan með nistinu.
„Berir þú þetta á brjósrinu, munu óvinir þínir aldrei ráða niöur-
lögum þínum, Magnús. Ég skal vera verndarvættur þinn. Guð
veri með þér.... við hittumst síðar.... “
Rantzau kom að í þessu og sagði óeðlilega hárri röddu: „Góða
ferð, Magnús Heinason. Ég hlakka til aö sjá þig aftur í Kaup-
mannahöfn.“
Magnús hraðaði sér ýfir í skútuna, sem hélt áfram siglingu í
suðurátt, en enska skipiö stefndi til Hveðnar. Það var kominn
stinningsgola, og skipi-n; bar óðfluga í sundur. Hálftíma síðar
skipaði Magnús svo fyrir, að stefnunni skyldi breytt. Engum mót-
mælum var hreyft. Lénsmaðurinn hafði sagt það afdráttarlaust,
að Magnús yrði skip§tjórinn í þessari ferð. Skútan stefndi nú yfir
að skánsku ströndinni, en sveigði síðan til norðurs, alllangt aust-
an Hveðnar. Sólin var .komin í hádegisstað, er Krónborg sást.
Tæpum hálfurn öðrum tíma síðar steig Magnús á „Svaninn“, er
lá á legunni á Helsingjaeyri. Heini og aðrir skipverjar fögnuðu
honum ákaft. Ýmis. konar orðrómur hafði verið uppi, og eng-
inn vissi, hvort henn myndi aftur sjá skipstjóra sinn. Nú færð-
ist fjör í alla, og ald-rei höfðu segl verið dregin að hún á svo
skammri stundu. Nókkr.u síðar sigldi „Svanurinn“ til hafs með
öll segl uppi, og löörið spannst í löngum lopa aftur með stefn-
inu á þessu góða skipi .. ..
Magnús vissi, að nú var hver stund dýrmæt. Áður en kvöld
var komið, hefðu sljörnarherrarnir spurnir af flótta hans, og
Valkendorf var ekki maður, sem sat aðgerðalaus, er boð hans
voru brorin. Magnús sat þungt hugsi í káetu sinni og studdi
krepptum hnefum við hökuna. Geislar lækkandi sólar streymdu
inn um lítinn gluggann, og á borðinu lá gullkeðjan og nistið góða.
Stafirnir, sem á það voru grafnir, voru eins og hrópandi ákæra
gegn honum. Vesalin£S.þarnið. Nú leið að því, að hún fengi að