Tíminn - 10.05.1952, Side 8
j.ERLENT ÍTIRLIT41 DAG^
Hin haftalausa santkeppni
36. árgangur.
Reykjavík,
10. maí 1952.
104. blað.
3. dagur slysavarna:
Látrabjarg'smyiidiii
Látrabjargsmyndin verður
sýnd kl. 1,30 í Tjamarbíói í til-
efni dagsins. í dag verður
gluggasýning um sjóslysavarnir.
Listvmasalurinn
hefir starfað í ár
í dag hefir Listvinasalur-
inn í Reykjavík starfað í eitt
ár. Hefst annað árið með
kvikmyndasýningu í Tjarnar
bíó á morgun kl. 13,30, sem,
að venju er ókeypis fyrir alla ^4 skipbrotsmannaskýli hafa þegar verið reist víðs vegar áströnd
meðlimi. Verða þar kynntir um iandsins. Myndin sýnir sldpbrotsmannaskýlið í Keflavík við
tveir núlifandi listamenn báð Gjögur, en fólkið á myndmni er hópur sjálfboðaliða frá Akur-
ir heimsþekktir. Er annar eyri, sem reistu skýlið á einum degi,
franski málarinn Maurice
Utrillo, en hinn einn fræg-
asti málari Bandaríkjanna,
Frankilin Watkins. í kvik-
myndinni um Utrillo er lýst
hinni róstusömu ævi hans á
Montmartre, og er listaverk-
um hans fléttað þar inn í.
Móðir hans, listakonan
Susanne Valdon, kemur einn
ig mikið við sögu í myndinni.
Kvikmyndin um Watkins er
ný af nálinni, gerð af lista-
safninu í Philadelfíu. Gefur
hún góða hugmynd um list
Watkins og sýnir hann að
verki, t. d. er fylgt einni mynd
frá því að hann snertir hvítt
léreftið þar til henni er að
fullu lokið.
Á liðnu starfsári hefir List
vinasalurinn haldið 10 lista-
sýningar fyrir styrktarfélaga
sína. Auk myndlistarsýninga
hefir listvinasalurinn haldiö
fjölbreytt kynningarkvöld
með upplestrum ungra rit-
höfunda, nýrri hljómlist,
kvikmyndum um ballett,
forna höggmyndalist, og
ýmsa þekkta listamenn.
Listvinasalurinn gerir sér
miklar vonir um, að meðlima
talan fari nú vaxandi og verð
ur tekið við nýjum meðlium
við kvikmyndasýninguna á
morgun.
Engar jeppabifreiðar
verða fluttar inn í ár
Viðskiptamálaráðherra hefir nýlega sbýrt nefnd þeirri, sem
annazt hefir um útnlutun jeppabifreiða, að á þessu ári muni
ekki verða unnt að flytja inn neinar jeppabifreiðar, hvorki til
bænda né annarra.
Hollenzki skákmeistar-
inn Prins í
Teflir einvígi við Baldur MöIIer eftir helg-
ina. Fjöltefli í Mjólkurst. á morgun
Hollenzki skákmeistarinn Prins, sem fyrir nokkru síðan
er kominn til íslands, og heíir að undanförnu teflt á Akur-
eyri, er nú kominn hingað til Reykjavíkur, þar sem hann
mun tefla við beztu skákmenn bæjarins. Einnig mun hann
tefla f jöltefli hér og í nálægum bæjum.
. Blaðamenn ræddu í gær
við Prins og Guðm. Arnlaugs
son, sem var viðstaddur í um
boði Skáksambandsins. Bar
þar margt á góma um skák-
feril Prins, sem byrjaði að
tefla tæplega fjögurra ára, en
18 ára var hann kominn í
fremstu röð skákmanna
heimalands síns, og var byrj-
aður að tefla á alþjóðlegum
vettvangi. M. a. hefir hann
fjórum sinnum verið fulltrúi
lands síns á alþjóðiegum mót
um, þar sem fjórir skákmenn
hafa teflt frá hverri þjóð, og
mun hann tefla á næsta
Ólympíumóti.
Kona og börn hjargast
út um glugga úr bruna
Efri hæð hássins Grund, ísafirði brenniip
Frá fréttaritara Tímans á ísafirði |
Á tíunda tímanum í gærmorgun varð elds vart í efri
hæð í timburhúsinu Grund, sem stendur við Fjarðarstræti J
á ísafirði, og brann efri hæðin að mestu, og fólk bjargaðist (
nauðulega úr brunanum.
Aldrei betri en nú.
Prins segir sjálfur, að hann
hafi aldrei verið betri en ein-
mitt nú, enda má segja, að
síðasta árið hafi hann sífellt
verið teflandi. 1951 sigraði
hann á sterku móti í Madrid,
og undanfarið hefir hann
dvalið í Bandaríkjunum, þar
sem hann tók þátt í miklu
móti, auk þess, sem hann
kenndi skák og tefldi fjöl-
tefli. Yfirleitt segir hann, að
lítill skálcáhugi sé þar. Þá má
geta þess, að Prins hefir unn
ið sér rétt til að tefla í næsta
Interzonal-mótinu, sem fer
fram í Stokkhólmi nú í sum-
ar, en þar tefla 22 menn, um
réttinn til að komast á það
skákmót, þar sem keppinaut-
ur heimsmeistarans er valinn.
Bændur höfðu gert sér vonir
um, að eitthvað yrði^um slík-
an innflutning á þessu ári og
allmargar umsóknir borizt um
slíkar bifreiðar frá þeim og
öðrum. Höfðu þeir ýmstr gert
sér vonir um að fá þær til
starfa í vor eða sumar, og þyk
ir því rétt að skýr.a frá þessu
nú þegar, svo að þeir búist
ekki við því.
Ef til vill til Iækna.:
Eina undanteknin'giri, sem ef
itl vill kemur til greina að gera
x þessu efni, er sú, að þeir lækn
ar, sem búa í strjálbýlinu og
gegna stórum og erfíðuih lækn-
ishéruðum, og hafá enga bif-
reið, fái jeppa, en þá þurfa þeir
að sækja um það beint til fjár-
hagsráðs. ----
Vinna hafinvið
Djúpárbrúna
Frá fréttarit. Tímans d Kirkjub.klaustri.
Vinna er nú hafin við að
flytja efni að hinní nýju brú,
sem verið er að byggja á
Djúpá. Voru stöplar brúarinn
ar steyptir i fyrrasumar, og
nú verður gólf hennar lagt,
og verður það timburgólf á
jánrnbitum.
meiri
en í fyrra
Fiskaílmn í marz s.l. varð
alls 40.093 smál. Til samanburð
ar má geta þess að í marz 1951
var fiskaflinn 35.493 smál.
Fiskaflinn frá 1. janúar til 31.
marz 1952 varð alls 81.201 smál.
en á sama tíma 1951 var fisk-
aflinn 70.2944 smál. og 1950 var
aflinn 71.512 smál.
Hagnýting þessa afla var sem
hér segir: (til samanburðar eru
settar í sviga tölur frá sama
tíma 1951.)
smál. smál.
ísvarinn fiskur 18.689 (20.516)
Til frystingar 38.172 (24.387)
Til söltunar .. 17.376 (15.818)
Til herzlu .... 5.643 ( 1.634)
í fiskimjölsv.sm. 453 ( 7.113)
Annað ........... 868 ( 826)
Þungi fisksins er miðaður við
slægðan fisk með haus að und-
anskildum þeim fiski, sem fór
til fiskimjölsvinnslu, en hann
er óslægður.
Skipting aflans milli veiði-
skipa til marzloka varð:
Bátafiskur 47.513 smál., tog-
arafiskur 33.688 smál. Samtals
81.201 smálest.
Á efri hæð hússins býr Pét-
ur Einarsson, skipasmiður og
kona hans Guðbjörg Jónsdótt
ir ásamt þremur ungum börn
um þeirra hjóna. Pétur var
farinn út til vinnu, en börn-
in voru enn í rúmum sínum,
og tvö sofandi.
Bjargað út um glugga.
Hús þetta er gamalt, og á
neðri hæðinni og í viðfestri
skúrbyggingu bjó Guðbrand-
ur Kristinsson, pípulagningar
maður. Guðbjörg varð eldsins
vör, en getur ekki gert sér
grein fyrir upptökum hans.
Eldurinn magnaðist mjög
fljótt, og sá fólk í nágranna-
húsum, að eld lagði út um
glugga á efri hæð. Kom það á
vettvang og slökkviðilið í
sama mund. Eldurinn lokaði
leið niður stigann af efri
hæðinni, og tók Guðbjörg til
þess ráðs að brjóta glugga,
sem var yfir skúrþakinu við
húshliðina. í sama mund
komu nokkrir menn upp á
skúrinn, og tóku þeir við börn
unum af henni út um glugg-
ann.
Allt innbú brann.
Efri hæðin brann oll á!
skammri stundu og þar með!
allt innbú, sem var lágt vá-
tryggt. Nðri hæðin og skúr-
byggingunni tókst að bjarga,
en hún skemmdist af eldi.
Innbúi þar var bjargað út.
Allir komust heilir úr brun-
anum, þótt litlu hafi mátt
muna með börnin.
Tefidi á Akureyri.
Eins og áður getur er Prins
nýkominn frá Akureyri, þarj
sem hann tefldi við beztu
skákmennina. Var Prins mjög
hrifinn af skákáhuga almenn
ins þar og getu einstakra
manna, sem hann sagði, að
ætti ekki hliðstæðu t. d. Hol-
landi, þar sem skákáhugi hef
ir verið talinn á mjög háu
stigi. T. d. gat hann þess, er
hann tefldi við 10 skákmenn
eftir klukku, að níu skákum
hefði lokið á fjórum tímum,
en ein stóð lengur, þar sem
kom upp erfitt endatafl. Ekki j
datt þó nokkrum hinna f jöl- j
mörgu áhoríenda í hug að
fara fyrr en skákinni var lok
ið, kl. tæplega 2 um nóttina.
Einvígi við Baldur.
í gærkveidi tefldi Prins 10
klukkuskákir við meistara-
flokksmenn að Þórskafé, en
úrslit voru ekki kunn er blað
ið fór í prentun. Á morgun
mun hann tefla fjöltefli í
Mjólkurstöðinni við 35 menn,
og eru þeir beðnir að taka
með sér töfl. Eftir helgina
mun hann tefla einvígi við
(Framhald á 2. síðu.)
Keppni utanbæjarmanna
vðð Reykvíkinga i jjúní
Erlend Iioð streyma næsíimi ilaglcga til
íslenzkra frjálsíþróttamanna
Blaðamenn ræddu í gær við stjórn Fi'jálsíþróttasambands
íslands og skýrði Kún frá undirbúningi fyrir Ólympíulcik-
ana, ásamt því helzta, sem verður á döfinni í frjálsum í-
þróttum í sumar, m. a. að 22. og 23. júní í sumar verður háð
keppni milli Reykvíkinga og utanbæjarmanna í frjálsum
íþróttum, sem verður nokkurs konar úrtökumót fyrir Ólym-
píuleikana.
Lágmarksskilyrða
krafist.
Jóhann Bernhard skýrði
frá þeim lágmarksskilyrðum,
sem sett hefðu verið fyrir þátt
töku í Ólympíuleikunum, og
eru þau yfirleitt meiri, en
finnska nefndin hafði kraf-
izt. í þeim greinum, sem ís-
lendingar hafa möguleika til
að keppa í, eru skilyrðin
þessi: 100 m. 10,8 $ek., 200 m.
21,8., 400 m. 49 sek., 800 m.
1:54 mín. 1500 m. 3:57 mín.
110 m. grhl. 15 sék. 400 m.
grhl. 55 sek. 4x100 boðhlaup
42 sek. 4x400 m. boðhlaup
3:18 mín., hást. 1,90 m.
langst. 7,20 m. þríst. 14,60 m.,
stangarst. 4,00 m., kúluv. 15
m., kringlukast 47 m., spjótk.
65 m. og tugþraut 6500 stig
eftir finnsku stigatöflunni, en
á næstu Ólympíuleikum verð
ur sennilega keppt eftir nýju
töflunni. Stjórnin tók þó
fram, að ekki er víst að allir,
sem ná tilskildum árangri
hafi þar með tryggt sér að-
göngumiða að Ólympíuleikun
um, heldur muni stjórnin
velja keppendurnar, eftir því,
sem hún telur réttast.
Keppiii við utan-
bæjarmenn.
Garðar S. Gíslason, form.
sambandsins, skýrði frá því,
að 22. og 23. júní myndi fara
fram keppni milli utanbæjar
manna og Reykvíkinga, þar
sem tveir keppa frá hvorum
aðilja. Stigakeppni verður
eins og í landskeppni. Ekki
þarf að efa, að mikill áhugi
verður fyrir þessari keppni,
ekki sízt fyrir það, að hún
verður nokkurs konar úrtölui
keppni fyrir Ólympíuleikana.
Einnig skýrði Garöar frá
ýmsu öðru meðal annars, að
mörg áiitleg boð frá Noröur-
löndum hefðu borizt um að
fá íslenzka frjálsíþróttamenn,
bæði fyrir og eftir leikana.
Einnig hefir íslendingum
verið boðin þátttaka í brezka
meistaramótinu, sem því miö
ur er ekki hægt að taka, en
sem kunnugt er, eru Gunnar
Huseby og Torfi Bryngreis-
son, brezkir meistarar í kúlu
varpi og stangarstökki.