Tíminn - 11.06.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1952, Blaðsíða 3
*»/ 4 - c- ViM y/i 128. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 11. júní 1952. ’ * ' 3. Sextugur: Karl Svendsen, vélsmiðu' Hinn 26. maí s.l. átti Karl Johan Svendsen, vélsmiðuv, á Nesi í Norðfirði, sextugsafmæli. — Hann er fæddur í Tönsberg (Túnsbergi, elzta kaupstað Nor- egs) við Oslóarfjörð árið 1892, sonur Karis Johans Svendsen, vélmeistara þar í borg. Aðeins tveggja ára að aldri fluttist Karl yngri með foreldrum sín- um til íslands, og lágu þær or- sakir til, að íaðir hans fór út hingað á vegum Ellefssens hval veiðimanns til þess að sjá um staðarval fyrir hvalbræðslu- stöð í Önundarfirði. Stjórnaði Svendsen og uppsetningu verk- smiðjuvéla og gerðist aðalvéla- meistari á Sólbakka. Ólst Kari þar upp með foreldrum s.ínum fram undir fermingu, eða öll þau ár, sem hvalveiðar . voru stundaðar á vegum Ellefsens í Önundarfirði. Ellefsen flutti starfssvið sitt austur á Mjóa- fjörð, að Asknesi, er hann hætti störfum á Vestfjörðum og hóf þar stóratvinnurekstur. Svend sens-fjölskyidan fluttist þá aust ur nær samtímis, því að slíkur maður var Svendsen gamli, að ekki mátti Ellefsen af honum sjá. Á þessum árum tók Karl virkan þátt í verksmiðjustörf- um, fór stundum hvalveiðiferð- ir 'á skipum Ellefsens, en starf- aði venjulega undir stjórn föð- ur síns við vélgæzlu og járn- smíði. Varð hann ungur að ár- um einn fremsti vélamaður á Austfjörðum, svo og járnsmlð- ur, því að ekkert var því til fyrir stöðu, að hann nyti allrar þeirr- ar kennslu og leiðbeiningar, sem unnt var að veita í þessum iön- greinum og ekki skorti hæfi- leika og námfýsi hjá námspilt- inúm. Reglusemi, Svendsens j gamla er við brugðið, og lét j hann engum haldast uppi með annað en fyllstu vandvirkni og snyrtimennsku. Hver hlutur varð að vera á sínum stað svo ekki þyrfti að gera óþarfa hús- leit, er grípa skyldi til verkfær- ls eða annars gagnlegs hlutar. Er ekki að efa, að hann hefir sízt gert minni kröfur til sona sinna en annarra. Árið 1912 er lokið atvinnu- rekstri Norðmanna í Mjóafirði. Leituðu þeir nú enn lengra til fanga, alla leið til suðurodda Afríku. Enn fylgdi Svendsen gamli Ellefsen, og var Karl með föður sínum. Þar stundaði hann járnsmíði á hvalstöðinni næstu 4 árin og undi hið bezta hag sínum í Afríku, en þó íór svo að hann staðfestist þar ekki, heldur hélt hann áleiðis heím til Noregs 1916, en hafði þar skamma viðdvöl og sigldi til Is- lands. Settist hann í fyrstu aö á Mjóafirði, en fluttist brátt að Nesi í Ncrðfirði, enda var þar þá hinn mesti uppgangur og hugur í mcnnum um útgerð vél báta. Var þá óvíða á landinu meiri athafnagleði, enda flutt- ist á þeim árum hið ágætasta mannval til Norðfjarðar og tck sér þar varanlega bólfestu. — Fékk Karl skjótt ærin verkefni að glíma við, því að hann var einn hinna sárafáu, sem sér- þekkingu höfðu á vélum og hlaut því að vera sjálfkjörinn sem einn helzti vélaviðgerðar- maður og járnsmiður hins unga athafnastaðar. Eru þeir bræð- ur, Karl og Engelhart, sem var nokkrum árum eldri, og er nú látinn, helztu frumherjar véla- viðgerða á Norðfirði, og standa norðfirzkir útvegsmenn óneit- anlega í mikilli þakkarskuld við þá. Báðir gerðust þeir bræður góðir Islendingar, enda kvænt ir íslenzkum konum, en upp- runa síns voru þeir minhugir og héldu ávallt miklu sambandi við ættjörð sína og fóru í því skyni alloft utan. — í hálfan fjórða áratug hefir Karl Svend sen verið einn þeirra, sem sett hafa svip sinn á kaupstaðinn á Nesi í Norðfirði. Lengst af þess um tíma og nær eingöngu hefir hann stundað vélaviðgerðir og járnsmíði? Um langt skeið rak hann sitt eigið verkstæði, en þegar Dráttarbrautin h.f. tók til starfa á stríðsárunum, hóf hann vinnu þar og er þar enn. Karl Svendsen er hógvær mað ur í skapi og lítillátur svo af ber og fer sér sjaldan óðslega. Það er þó einkennandi við hann, eins og sjá má af þessu stutta æviágripi, að hann hefir jafnan verið þar, sem athafnirnar hafa verið mestar hverju sinni. Hann var á Önundarfirði og á Ask- nesi, þegar Ellefsen hafði þar stórrekstur sinn, og þegar halla tók undan fæti fyrir hvalveið- unum, svo að þeim varð ekki haldið fram hér á landi, var sótt alla leið til Suður-Afríku, án þess að lát yrði á athafna- þránni. Og loks sezt hann að á Norðfirði, þegar framfaraskeið þess staðar er að hefjast fyrir alvöru. Þrátt fyrir hlédrægni sína, hefir hann ekki flúið það an, sem athafnirnar voru mest ar, heldur fylgt þeim eftir eins og sæmir sönnum dreng. Kvæntur er Karl Guðrúnu Pálmadóttur útvegsmanns á Nesi í, No^ðfftrði Pálmasonar, bróður Ingvars heitins Pálma- sonar alþm. Eiga þau einn son barna, Agnar að nafni, sem nú er fulltíða maður og dvelst um þessar mundir í ættlandi föður síns, Noregi. Vinnur hann þar á skipasmíðastöð. — Karl Svend- sen er einn þeirra fáu manna. sem allir mega við lynda og eng inn ber kala til. Munu allir, sem manninn þekkja, ekki sízt Norð firðingar og Mjófirðingar, senda honum hjartanlegar hamingju óskir á þessuni tímamótum í ævi hans. Norðfirðingur. í hinni nýju verksmiðju vorri eru nýjar vélar og framleiðsluháttum breytt til batnaðar. Nú er kaffi- bætirinn mótaður í töflur, sem eru handhægari og auðveldari í not- kun heldur en stangirnar voru. I töflunum helst hinn óviðjafnaniegi keimur og angan kaffibætisins sti#usl &*+**£*£ töflurnar verða öllum húsmæðrum kær- komnar. Notið meira af kaffibæti og sparið með því kaffikaupin. V orþing Umdæmis- stúkunnar nr. 1 Varþing Umdæmisstúkunnar nr. 1 (I.O.G.T.) var haldið í Hafnarfirði dagana 24. og 25. maí s.l. Þingið sátu 130 fulltrú- ar frá 2 þingstúkum, 17 undir- stúkum og 6 barnastúkum. í umdæminu starfa nú 3 þing, stúkur, 29 undirstúkur og 32 ’barnastúkur. Meðal þeirra tillagna, sem af- greiddar voru á þinginu, voru: y. Ályktun þingsins um að það leggur sem fyrr eindregna áherzlu á það, að algjört að- ^ flutnings-, sölu- og framleiðslu- bann á áfenga drykki sé hin t | eina leið fyrir þjóðarheildina í baráttunni gegn áfengisbölinu, j sem leitt geti til útrýmingar þess. j 2. Árétting fyrri ' samþykkta , um að aflað verði rækilegra skýrslna um hvers konar tjón er af áfengisneyzlu leiðir. 3. Áskorun um að frumvarp um hagskýrslur um áfengismál, J sem í undirbúningi hefir verið, j veröi lagt fyrir næsta Alþingi, [ og að kröftuglega verði unnið að því að það nái fram að ganga, — og að áfengisvarnar- nefndum landsins verði falið að annast, hverri í sínu um- dæmi, sem nákvæmasta skýrslu gerð um afleiðingar af notkun áfengis. 4. Hvatt til að vinna að því við nefnd, sem vinnur að end- urskoðun áfengislaganna: Að tekin verði upp í áfengis- lögin skýlaus heimild til tafar- lausrar framkvæmdar héraða- banna. Að ekki verði leyfð bruggun, sala né innflutningur á sterku öli- . .aaaMÉLl íslandsmótið: KR vann Víking 2:0 Annar leikur íslandsmótsins gaf alls ekki til kynna, að lið- in, sem þar mættust, KR og Víkingur, væru að keppa um eft irsóknarverðasta titilinn í knatt spyrnu hér á landi. KR hlaut bæði stigin réttilega, en leikur liðanna, knattspyrnulega séð, var mjog lítill. Að vísu er það afsökun, að völlurinn var forar leðja og því erfitt fyrir leik- menn að fóta sig við þær erf- iðu aðstæður, en þrátt fyrir það þurfti þessi leikur ekki að ein- kennast mest af áhugaleysi leik manna um úrslit í honum. Tæki færi til að skora voru óteljandi á báða bóga, en þó mun fleiri hjá KR. Fyrra mark KR skor- aði Steinn Steinsson með skalla á síðustu mín. fyrri hálfleiks. Markmaður Víkings hefði var- ið í þessu tilfelli, ef aðstæðurn- ar hefðu verið sæmilegar. Síð- ara markið kom um miðjan síð ari hálfleik og var það einnig skorað með skalla. Hörður Ósk- arsson lék upp kantinn með knöttinn og gaf vel fyrir. Ólaf- ur Hannesson breytti stefnunni á síðustu stundu og knötturinn hafnaði í netinu. Eitt af örfá- um jákvæðum atvikum leiks- ins. Steinn Steinsson lék nú í fyrsta skipti með KR í ár, og var miðframherji, staða , sem hann virðist ekki kunna enn. Samherjar hans sköpuðu hon- um. tækifæri til að skora, sem Að hvergi verði slakað til á þeim ákvæðum gegn misnotkun áfengis, sem nú eru í gildandi áfengislögum. (Framhald á 6. síðu). hann misnotaði herfilega. Steinn er góður leikmaður, en hann er fyrst og fremst vamar- leikmaður, hefir ekki þá tækni, sem sóknarmanni er nauðsyn- leg. j Guðmundur Georgsson lék í marki, og ætti KR að geta teflt fram betra liði á þessu íslands móti, en á síðasfa, Vormóti. Víkingur á erfitt með að fylla skarð Gunnlaugs Lárusson ar, sem meiddist mikið í síð- asta leiknum gegn Brentford, enda er staða hans vandfyllt. Mjög lítill baráttuhugur var hjá liðinu, og það er eins og með ( KR, að liðið á að geta sýnt mun J betri knattspyrnu en kom fram í leiknum. Örfáir menn sýndu j sæmilegan leik hjá liðunum. j Hjá KR var það einkum Gunn- (ar Guðmannsson, sem er orð- inn bezti knattspyrnumaðurinn okkar, snillingur með knöttinn, og hefir óvenju gott auga fyrir ’ samleik. Frétzt hefir, að Brent- ford hafi boðið Gunnari að leika með liðinu, sem áhugamað ur næsta vetur. Guðbjörn var sterkur, en alltof grófur í leik (sínum. Steinar er í stöðugri framför. Hjá Víking sýndi Helgi Eysteinsson sinn bezta leik í ár, og mörg voru þau upphlaup KR-inga, sem strönduðu á hon- um í þessum leik. Það var leitt að sjá Helga ekki spreyta sig gegn Brentford. Kjartan var mjög duglegur í leiknum, og Sveinbjörn ætti að geta náð sæmilegum árangri í fram- varðastöðunni, vegna dugnað- ar síns og flýtis. Dómari var Hrólfur Benedikts son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.