Tíminn - 12.06.1952, Page 6

Tíminn - 12.06.1952, Page 6
XÍMiríN, fimmtudaginn 12. júní 1952. 129. blað: | Gullnu stjömurnar \ | Afburð’a fjörug 'rússnesk | | mynd í Afgalitum. Sýnd kl. 5,15 og 9. i NYJA BIO : Eiginhona á valdi \ Bahkusar (SMASH UP) ! Þessi stórbrotna mynd er ein j | hln allra merkilegasta, er j ! gerð hefir verið um baráttuna j ! gegn áfengisbölinu. Mynd, ! ; sem á erindi til allra. Aðalhlutverk; Susan Hayward, Lee Bowman. Sýnd kl. 5,15 og 9. ÞJÓDtElKHÚSID 1 Brúðuheiniili § eftir Henrik Ibsen. ITORE SEGELCKE annast | l.leikstjórn og fer með aðal- | | hlutverkið sem gestur Þjóð- | 1 leikhússins. ! SÝNING föstudag kl. 18,00.| | Næsta sýning iaugard. kl. 20. | Leðurblahan eftir Joh. Strauss. | Leikstjóri Simon Edwardsen. i H1 j ómsveitarst j óri: I Dr. Victor v. Urbancic. i | Frumsýning sunnudag 15. § júní kl. 20.00. Hækkað verð. | Önnur sýning þriðjudag 17. | júní kl. 16. i Þriðja sýning miðvikudag 18. i júní kl. 20. | | Pantaðir aðgöngumiðar sæk- i | ist fyrir kl. 16 á föstudag. | | Aðgöngumiðasalan opin alla | | virka daga kl. 13,15 til 20,00.1 | Sunnudaga kl. 11—20. Tekið | I á móti pöntunum. Sími 80000 i ► »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< i BÆJARBIO - HAFNARFIRÐI - Austurbæjarbíó = iffr. Htusic Bráðskemmtileg, ný, amerísk; söngva- og músíkmynd. Aðalhlutverk; Bing Crosby. Sýnd kl. 9. Sími 9184. „Þu ert ástin nún ein“ (My dream ts yours) i Bráðskemmtileg og fjörug, ný i I amerisk söngvamynd í eðli- | i legum litum. Aðalhlutverk: i Hin vinsæla söngstjarna: | Doris Day, Jack Carson. Sýnd kl. 5,15 og 9. 1[ HAFNARBÍÓ ' = = Lousia | | TJ ARNARBIO (Þegar amma fór að slá. sér | upp). | Hin afar skemmtilega og f jör | ! uga, ameríska gamanmynd, | i er allir geta hlegið að — = ungir sem gamlir. | Koparnáman (Copper Canyon) ! Allskonar húsgögn með hálfvirði. PAKKHÚSSALAN j lngólfstr. 11 — Sími 81085; Aðalhlutverk: Roland Regan, Charles Coburn. Sýnd kl. 5,15 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. E | Afarspennandi og viðburða- j rík mynd í eðUlegum litum. j Ray Mtlland Hedy Lamarr Mc Donald Carey Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5,15 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. GAMLA BIO Kaupum - Seljum 11 M"d"me Allt i 1 AMPER H.F Raftækjavinnustofa Þlngholtstrœti 21 Siml 81556. Baflagnlr — VlSgerSlr RaflagnaefnJ MGM-stórmynd af hinnl j frægu og djörfu skáldsögu j Gustave Fiauberts. Jennifer Jones, James Mason, Van HefHn, Louis Jourdan. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9. Síðasta stnn. Shuggi • I fortíðarinnar (Out of the Past) Robert Mttchum, Jane Greer. Sýnd kl. 5,15. Börn fá ekki aðgang. Norræna tón- listarmótið „Dagens Nyheter," víðlesn- asta blaðið í Svíþjóð, birtir 31. f. m. yfirlitsgrein um norræna tónlistarmótið í Kaupmanna- ! höfn. Höfundurinn Folke I Hánnel, telur upp úrval tón- I verka, sem hann álítur sér- ! staklega minnisstæð eða að- I dáunarverð, og lýkur grein sinni sem hér segir: I „Eftir tvö ára skal aftur halda norrænt tónlistarmót, og boð hafa borist frá íslandi.' Hversu mjög sem menn kunna ; að vilja gleðja Jón Leifs, hinn frumlega, elskulega og snyrti mannlega fulltrúa íslendinga í Tónlistarráðinu, þá verður þó að ráða frá slíkum fyrir- aftlunum; það getur ekki tal- ist réttmætt að burðast með tónskáldin, hljómsveitir, ein- leikara, einsöngvara og blaða menn til svo fjarlægrar eyjar, — jafnvel þótt að Jón Leifs hefði, þá lokið við að semja allan flokkinn af „Eddu-tón- verkum“, sem hann hefir í smíðum. Vér heyrðum sýnis- horn af hans fyrstá „Eddu- oratorium" í Kaupmanna- höfn. Það segir frá sköpun heimsins, og tónarnir sýndu að þetta er löng saga. Jón Leifs fer eftir sínu höfði, og það er orðin venja, að hann vekji töluverða eftirtekt (sensation) á tónlistarmót- um. j þetta sinn lét hann sér nægja að nota eiraldarlúðra í hljómsveitinni. Lúðrarnir hafa forneskjulegan og harð- an hljóm, en ekki ber því, að neita að þrátt fyrir allt furðu legt.birta hugsýnir hans eitt- hvað stórkostlega (en viss storslagenthet) “. Erlent }firllt (Framhald at 5. síðu.) Þess er svo ógetið, að Stalín hefir nú um áratugi verið dýrk aður sem helgur maður í Rúss- landi. Myndir af honum eru alls staðar, skólabörnum er kennt að trúa á hann, dómar hans um menn og málefni mega sin meira en nokkur lög. Þótt margir samverkamenn Stalíns séu vel gefnir menn, hef ir enginn þeirra slíkt álit sem hann. Ef til vill finnst í hópi þeirra maður, sem með tíð og tíma getur brotið sér braut til æðstu valda, eins og Stalín gerðl eftir fráfall Leníns. En það tók hann líka langan tíma. Um þetta er engu hægt að spá, en komi slíkur maður ekki fljót- lega til sögunnar, getur það orð ið erfitt til langframa að halda því jafnvægi út á við og inn á við, sem Stalín hefir tryggt. Ef þetta jafnvægi fer úr skorðum, geta afleiðingarnar orðið hinar alvarlegustu, ekki aðeins fyrir Rússa sjálfa, heldur allt mann- kynið. EMPIRE Vicki Baum: Frægðarbraut Dóru Hart 22. DAGUR a -n = í M= E Andlvsiiidasíiiil TIM AJVS er 813N TRIPOLI-BIO H: I ELDURINN rerir ekk< boð á undan aér. Þeir, sem ern hjffab, tryrrja strax hjá | SAMVINNUTRY6GINGUU isilMiiiiiiiiiiiniiuuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiuuiiiuiuiiiiiitiiiu Maðurinn frá ó- þehhtu reiki- stjömunni strauvélarnar amerísku eru nú komnar aftur, kosta kr. 1985,00. I § (The Man From Planet X) I i j Sérstaklega spennandl ný, j | amerísk kvikmynd um yfir- | | vofandi innrás á jörðina frá | | óþekktri reikistjörnu. Robert Clarke, Margaret Field, Reymond Bond. KiniitiiiiiiiiHiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiinniiiiiininiiiinuiViii tðHcaak__________ | | Véla og raftækjaverzlunin = I Bankatræti 10. Sími 2852. j 1 Tryggvagötu 23. Sími 81279. j - z S Z UUUUIIUIUUIUUUIIUIUIIIIIIUIIIIIIUUIUIIIIIUUflUUUU ttbrdðið Tímann- og við átti, og þetta varð konunni sönn gleði, því að hinn tóm- legi helgidagur hennar hlaut nokkra fyllingu með þessari leið- sögn. Nemiroff sagði henni líka frá þeim ósköpum, að hann hefði þegar eftir komuna til New York fengið þakstein í höfuðið og orðið að liggja í sjúkrahúsi vikum saman, en þetta væri fyrsti dagurinn, sem hann gæti skoðað borgina. Þótt þessi frásögn væri fráleit og hlægileg, var hún þó allmikið í ætt við það hugarástand, sem Nemiroff var í þennan dag. Hann var að koma frá Raphaelsen, listaverkasalanum, sem hann vissi, að hafði engan áhuga fyrir verkum hans. Það hafði þó skeð þennan dag, að Raphaelsen brá venjunni og keypti af honum mynd. Myndin, sem hann hafði byrjað á nóttina, sem Dóra kom til hans síðast, hafði heppnazt vonum framar, og því mátti segja, að sálarkvalir síðustu vikna hefðu ekki verið með öllu árangurslausar. Hann hafði gert þessa styttu úr brenndum leir og beitt öllum sálarkröftum að verkinu, og honum hafði fund- izt árangurinn sönnun þeirrar kenningar, að listamaðurinn verði að skapa verk sín í fullkominni ró örvæntingarinnar og sálarkvalanna. Hann tautaði eitthvert spakmæli um þetta á t rússnesku. „Afsakið, hvaðan sögðuzt þér koma?“ spurði konan. „Ég er Kúrdi“, svaraði Nemiroff með áherzlu. „Já, einmitt það“, svaraði konan ánægð. Nemiroff var hins vegar kominn í huganum langt inn á sléttur Kúrdalands, því að þangað ætlaði hann einhvern tímann að fara með Dóru. „Það er bezt að ferðast til lands míns með skipi“, sagði hann svo hispurslaust, að hann trúði þessu næstum sjálfur. „Maður siglir gegnum sundið milli eyjanna Biribiri og Avalun. Kúrda- land er líka á eyju, og allan ársins hring hangir drifhvítt ský yf- ir landinu og hefir sömu lögun og nakin kona, sem liggur á beði. Þjóðin lifir að mestu leyti á flamingóarækt", sagði hann alvar- legur í bragði við konuna. Hann hafði svo oft heyrt, að hann væri álitinn sturlaður, að nærri ná að hann tryði því sjálfur og fynd- ist réttast að vera það. Raphaelsen hafði keypt af honum stytt- una og greitt fhnmtíu dollara fyrir hana, og það jafngilti því að hún væri fimm hundruð dollara virði. Peningar voru í raun og veru hinn eini sanni vottur um viðurkenningu, sem New York gat veitt. „1 Kúrdalandi eru stundum samþykkt lög, sem banna hvers kyns kaup og sölu og leggja við þunga refsingu", sagði hann við konuna og lauk þann veg þessum hugsanaferli sínum. „Það er mjög athyglisvert“, sagði hún. „En það virðist þó töluvert kommúnistískt". Nemiroff tók blóm úr hneppslu sinni. Já, hann hafði blóm við barm sinn í dag, þetta var mesti dýrð- ardagur. „Viljið þér gera svo vel og taka þetta blóm með yður út að gröf sonar yðar sem kveðju frá ókunnugum manni?“ sagði hann. Og áður en konan hafði náð sér eftir mestu undrunina, því að sonur hennar var einmitt dáinn og hún var á leiðinni út í kirkju- garð, var Nemiroff horfinn. Hann hafði stigið af vagninum, sem nam andartak staðar. Nemiroff stóð um stund hlæjandi á gang- stéttinni og klauf fólksstrauminn. Hann hafði fimmtíu dollara 1 vasanum, og honum fannst það ákaflega hlægilegt. Helmingur götunnar baðaðist sól, og Nemiroff dansaði yfir as- faltið langt fram eftir degi. Hann stefndi á sælgætisbúð, því að í glugga hennar sá hann körfu með fyrstu kirsuberjum .vorsins. „Dóra verður að fá kirsuber", sagði hann og gekk inn í búðina. „Dóra skal fá kirsuber." Meðan hann keypti og greiddi þessi hlægilega dýru aprílkirsu- ber, fór hann að hugsa um það, hvað hinir ölvuðu herramenn í „Casino de Paris“ mundu taka til bragðs, er þeir kæmu inn í snyrtiherbergið og uppgötvuðu, að þar væri enginn Basil til að hjálpa þeim. Hann brá kirsuberjakörfunni á handlegg sér og gekk heim á leið. AUt í einu var sólin algerlega horfin bak við himinháa hús- veggi. Hann hafði snætt mjög óreglulegar máltíðir síðustu vik- urnar, og frakkinn hans var hjá veðlánara. Hugsunin um þá dýr- indismáltíð, sem hann ætlaði að snæða með Dóru, var ekki minnsti hluti gleði hans á þessari stundu. j „Þakka þér fyrir, að þú hefir haft þolinmæði til að bíða mín, Doroschka", sagði hann við sjálfan sig. Honum fannst þetta verá söngur, og hann tók að raula setninguna. Þakklætiskenndin J fyllti hug hans, þakklæti til alls og allra, sem höfðu veitt hon- j um hamingju á þessum degi. Hann hafði horfið brott frá Dóru , til þess að geta unnið, en hún hafði haldið áfram að stinga bréf- I miðum sínum undir hurðina og beðið eftir honum. Ég ætla að ! kvænast henni, hugsaði hann með sér. Nei, ég ætla annars ekki að giftast henni, maður getur ekki gifzt konu, sem maður , elskar svo heitt. Maður þarf frið til að geta skapað hamingju, ' en allur friður og ró var rokinn út í veður og vind um leið og hann t fór að hugsa um Dóru. Hann hljóp upp stigann heima hjá sér og tók tvö þrep í hverju skrefi. Dyrnar að saumastofu Dostals voru lokaðar. Basil leitaði að i bjölluhnappnum, sem aldrei var notaður, og þrýsti fast á hann. Nokkur stund leið, og engin hreyfing heyrðist innan dyra, en Basil gafst ekki upp og hélt áfram að þrýsta á hnappinn. Að lok- um heyrðist fótatak, og frú Dostal birtist í gættinni, syfjuð og ó- hrein. „Hvað viljið þér?“ spurði hún hranalega. - „Get ég fengið að tala við ungfrú Hart?“ ‘sagði hann og steig inn fyrir þröskuldinn. „Ég veit ekld, hvort hún er heima“, sagði konan. „Ég skal gá að því sjálfur", sagði hann glaðlega og gekk inn í stofuna. Konan horfði á hann ygld á brún. „Þér skuluð fyrst drepa á dyr“, sagði hún. Þegar Basil hafði drepið létt á hurðina, var svarað léttum rómi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.