Tíminn - 13.06.1952, Qupperneq 4
TÍMINN, föstudaginn 13. júní 1952.
130. blað.
Gu.bmun.dur Davlbsson:
Orðið er frjálst
Friðun Þingvalia
Tilgangur með friðun Þing- , barst ofan í hana. Ég fór þeg-
valla var upphaflega sá að ar í flýti af stað meö stúlk-
varðveita villt náttúrulíf, sem j
þar gæti þrifist, og vernda
fornar sögumenjar. Ýmsar ’
ráðstafanir varð að gera þar.
eystra til að koma þessu í
framkvæmd. Ýmsir menn1
hafa þó stungið upp á nokkr-
um öðrum breytingum, sem
gera þyrfti á Þingvöllum og
sem koma friðuninni ekkert'
við. Eitt sinn kom t. d. til orða 1
að gera Þingvelli að skólasetri, ^
sem var auðvitað hin mestaj
fjarstæða. Þá hafa sumir
menn viljað leyfa ýmsum fé-!
lögum fundahöld og aðrar,
samkomur í skjóli friðhelg-1
innar. Nokkuð hefur verið
gert að þessu. Sumir þessarj
samkomur hafa þó ekki alltaf
verið til fyrirmyndar.
í sambandi við pólitísk
fundahöld og skemmtisam-
komur á Þingvöllum gera
menn sér ekki grein fyrir,
hvort staðurinn sé hentugur
til þeirra hluta, eða fullnægi
kröfum manna nú á tímum.
Líklega er hvergi á byggðu
bóli á íslandi eins miklar!
slysahættur frá náttúrunnarj
hendi, bæði fyrir menn og (
skepnur, eins og á Þingvöll-'
um. Að þessu leyti er staður-|
inn afar óhentugur og hættu- |
legur samkomustaður, þó að
hann hafi verið notaður til
þeirra hluta fyrr á tímum. En
þá var líka önnur menning
hér á landi, en nú gerist.
Ég dvaldi samfleytt í 10 ár
á Þingvöllum og kynntist þá
hættunum þar .Nokkru áður
en ég fluttist austur hrapaði
maður í gjá, skammt fyrir
austan túnið á Þingvöllum, og
beið baná. Nokkru eftir að ég
fór þaðaft alfarinn féll annar
maður í gjá í túninu, skamnit
frá kirkju og bæjardyrum.
Hann beið einnig bana. Menn,
sem eru ókunnir landslagi og
staðháttum á Þingvöllum,
vara sig ekki á hættunum.
Gjárnar eru engu síður vara-
samar í túninu örfáa metra
frá bæ og kirkju en utan túns.
Hætturnar eru mestar fyrir
heimafólk á bænum, sem á
nálega daglega leið um gjá-
svæðin. Venjulega er hvorki
hægt að bjarga mönnum eða
skepnum, sem falla í gjárnar,
því að flestar eru þær þröng-
ar og djúpar og hálfar af
vatni. Að vetrinum stafar mik
il hætta frá gjánum, þegar
hraunið er komið undir snjó.
Kunnugir menn þurfa þá að
gæta sín vel fyrir hættunum,
hvað þá heldur ókunnugir.
Hér skal minnast á tvö at-
vik, sem urðu á Þingvöllum
meðan ég dvaldi þar, er sýna
hve gjárnar geta verið vara-
samar ókunnugu fólki. í báð-
um tilfellum réði tilviljun ein
að ekki varð stór slys. Á sól-
björtum sumardegi nokkrum
kom kvenmaður heim að bæn
um og bað mig að koma sem
fyrst austur í hraunið til að
hjálpa tveimur stúlkum upp
úr gjá, sem þær höfðu klifrað
ofan í. Ætluðu þær að ná í
haridtösku, sem þær misstu
ofan í gjána. Gátu þær nú
varía komist til baka hjálpar-
laust. Þær voru svo heppnar
að lenda á dálitlu þrepi, niðri
f gjánni, sem þær gátu fótað
sig á. Þar fyrir neðan tók við
hyldjúpt vatn. Gjáin var svo
$>röng að lítil sem engin skima
unni. Þegar við komum suður
og austur í hraunið vissi hún
ekki hvar gjáin var. Hún
hafði ékki gefið sér tíma til
að setja á sig, hvar staðurinn
var, sem stúlkurnar fóru ofan
í gjána. Gekk því góð stund í
það að leita hann uppi. Loks-
ins rakst ég á flýk, á einum
stað við hraunsprungu. Þegar
ég kallaði ofan í sprunguna
fékk ég svar. Þarna voru stúlk
urnar niðri. Ég gat komist of-
an til þeirra á stallinn, sem
þær stóðu á, og ekki var breið
ari en það, að rétt var hægt
að fóta sig á honum. Ég lét
þær klifra upp úr gjánni, sem
var svo þröng að spyrna mátti
í báða gjáveggina. Ég beið á
meðan til að taka á móti þeim
ef vera kynni að þær misstu'
fótfestu og hröpuðu niður, en 1
þá hefði þeim verið dauðinn!
vís. Þetta gekk nú samt greið-
lega. Af skimunni, er barst;
þarna niður, sá ég glitta í
töskuna. Hún hafði lent á
iitlu þrepi niðri í vatninu.
Náði ég til hennar með hrifu,
er ég hafði gripið með mér
heldur en ekki neitt. Gat ég
nú krækt í töskuna og kom-
ist með hana upp úr gjánni.
Mig undraði það mest að
stúlkurnar skyldu ráðast í að
klifra þarna ofan í gjána, án
þess að gera sér ljóst, hvað
tæki við niðri í henni. Hún
var svo þröng og dimm að
ekki sást ofan að vatninu. Vel
gat farið svo, að þær hefðu
lent ofan í vatninu og endað
þar gevina.
Milli fjóss og bæjar á Þing-
völlum eru hættulegar gjár og
hraunsprungur. Ekki er djúpt
ofan að vatninu f stærstu |
gjánni nema þar, sem hún
klýfur hraunhól, en vatnið er
sums staðar 20 metrar að
dýpt, eða vel það. Ég lagði
bráðabyrgðar brú yfir gjána
til þess að komast í f jósið, sem
var fyrir austan hana. Að
vetrinum varð ég að hafa ljós
ker með mér í fjósið á kvöld-
in, vegna gjánna. Eitt kvöld
nokkru fyrir jól, þegar ég
hafði lokið störfum í fjósi og
hlöðu og kominn út fyrir dyr
með ljósið, heyröi ég manna-
mál, er kom frá hraunhól rétt
fyrir suðvestan fjósið. í sama
bili komu þrír menn á slcíð-
um ofan hólinn og heim að
fjósinu. Þeir komu austan
úr Laugardal og ætluðu til
Reykjavíkur. Þegar dimma
tók, og þeir nálguðust Þing-
velli, sáu þeir ljós í glugga á
bænum og tóku stefnu á það.
Snjór var yfir öllu hrauninu
og skíðafæri sæmilegt. Þegar
þeir voru komnir þarna á
hraunhólinn og ætluðu að
fara að renna sér ofan af
honum, í áttina til bæjarins,
sáu þeir ljósið í hendi mér við
fjósdyrnar og ákváðu þegar í
stað að breyta um stefnu og
hafa tal af mér og vera mér
samferða heim að bænum.
Þegar við gengum yfir brúna
á gjánni benti ég þeim á, hvar
þeir hefðu lent ef þeir hefðu
rennt sér, eins og þeir ætluðu
sér, ofan af hólnum í stefnu
á bæinn. Enginn þeirra hefði
komist lífs af, því að hóllinn
var þeim megin snarbrattur
ofan í gjána. Þeir höfðu enga
hugmynd um að þarna væri
gjá, sem þyrfti að varast.
Atvik þau, sem nú voru
nefnd benda á að ókunnugt
fólk, sem á leið um Þingvelli,
verður að gæta þar allrar var-
úðar til að forðast slys. Fáar
sögur fara af slysum á Þing-
völlum frá fyrri tímum, virð-
ast fregnir um þau hafa far-
framhjá annálariturum. Slys
hafa vissulega átt sér stað þá
ekki síður en nú á dögum. Þó
er getið um að prestur nokk-
ur og hestur hans hafi horfið
í Þingvallahrauni, og aldrei
fundist. Hafa að líkindum
lent í gjá.
Fjöldi af skepnum hefir
farist í gjám á Þingvöllum á
liðnum öldum, einkum þó
sauðfé. Engin leið er að
bjarga skepnum úr flestum
gjám í hrauninu. Nú ætti að
vera tekið fyrir þau slys. í
seinni tíð hefir sláturfé, aust-
an úr sveitum, verið rekið eft-
ir þjóðveginum um Þingvalla-
hraun, til Reykjavíkur. Eftir
einn slikan rekstur fann ég
lamb niðri í þröngri gjá rétt
við veginn. Hafði það fallið
ofan í gjána úr rekstrinum,
án þess að eftir þvi væri tek-
ið. Gjáin var nokkuð djúp en
þurr í botninn. Ég náði lamb-
inu upp með því móti að festa
snærislykkju í enda á langri
spíru og koma henni um horn
in á lambinu og draga það
upp. Kornungt lamb féll ofan
I þrönga og djúpa hraun-
sprungu á Spönginni fyrir
austan Þingvallatúnið. Ómögu
legt var að ná því upp. Það
heyrðist jarma þarna niðri,
hefir því orðið hungurmorða.
Sumir menn vilja geri Þing
velli að samkomustað fyrir
alls konar félagsskap og hafa
þar prestssetur svo að þangað
eigi erindi fjöldi kirkjugesta
á messudögum. En fæstir gera
sér, í þessu sambandi, grein
fyrir hættum, sem þar eru á
vegum fólksins. Mér var oft
nóg boðið að sjá, hvernig ó-
kunnugt fólk gekk ógætilega
meðfram gjánum. Virtist bera
lítinn árangur þá að brýnt
væri fyrir því að fara varlega.
Oft þræddu menn eftir blá
brúninni á gjánum og beygðu
sig yfir hana til að sjá sem
bezt ofan í dýpið, eins og þar
væri eitthvað merkilegt að
skoða. Mosaskánir liggja víða
á gjábörmunum, getur því auð
veldlega orðið slys ef stígið er
tæpt á brúnina og mosinn
rennur undan fæti. Verður
því að hafa hér sérstaka var-
úð. Ég var aldrei óhultur um
slys e'f ég vissi af einhverjum
frá heimili mínu, eða annars
staðar frá, vera á gangi um
gjásvæðið í túninu, eða fyrir
utan það. Séra Jón Thor-
steinsson, sem lengi var prest-
ur á Þingvöllum, kvaðst aldrei
hafa verið óhultur um slys,
vissi hann af einhverjum á
gangi nálægt gjánum. Og ætið
leiddi hann börn við hönd sér
er þau voru í fylgd með hon-
um nálægt gjánum. Enginn
getur verið áhyggjulaus um
slys, sem hefir börn á heimili
sínu á Þingvöllum.
Ég held að það væri snjall-
ast að banna allar samkomur
á Þingvöllum, og vera ekki að
ýta undir fólk að safnast
þangað saman innan um
hættusvæðin. Virðist þarf-
leysa að gera Þingvelli að
prestssetri að nýju. Hefði það
(Framhald á 6. síðu).
Böndi úr Húnavatnssýslu
skrifar mér eftirfarandi pistil:
i
„Hér gerði aftakaveður að-
faranótt þriðjudagsins 27. maí
og er það tvímælalaust með
verstu stórhríðum, sem ég hefi
verið úti í, og líklega sú versta,
sem hér hefir komið síðan 1887,
svo seint að vori. Mér leizt verr
á útlitið en veðurspáin benti til,
og hýsti því allar óbornu ærn-
ar um kvöldið. Bornu ærnar,
um 40, voru í smá girðingar-
hólfi hér við túnið. Kl. 2 um
nóttina athugaði ég veðrið, og
var þá komin stórhríð.
Fór ég þá við annan mann að
ná lambánum og hafa þær i
hús. Að því vorum við óslitið til
kl. 10 um morguninn. Var allt
fundið í snjónum, nema eitt
lamb, en móðirin vissi ekki hvar
það var, því hún hafði auðsjá-
anlega tapað þeim stað, sem
skelft hafði yfir það á. Margt af
lömbunum var fennt í kaf, þeg
ar við gátum náð þeim og drasl-
að heim. Ekki missti ég nema
þetta eina lamb, en á nokkrum
bæjum fennti ekki aðeins lömb,.
heldur líka fullorðið, og á ein- j
staka bæjum líka hross.
}
Skaðinn er geysimtkill og þó
kannske minnstur í verðmæti
og afurðatjóni lamba og full-
orðins fjár, sem fórst í hriðinni,
því mestur mun hann verða í
sýndum afurðum þess, er lifir,
vegna þess, að undan ám hefir
tekið og lömb verða rýrari í
haust en ella. Og þar mun mesta
skakkafallið sýna sig.
En hvernig stendur á að veð-
urspáin getur ekki sagt fyrir
urn svona stórhríðar?"
Þá er hér kominn ABC og
iangar til að ræða meira við
borgarstjóra:
„Hr. borgarstjóri, það eru
víst nálægt því að vera 15 ár
síðan Tjarnarbrúin var byggð,
og vegurinn var breikkaður yfir
Tjörnina. Þessi vegur og brú
voru nauðsynleg -samgöngubót
og bæjarprýði — en í 15 ár hafa
vegfarendur mátt horfa á veg-
kantana, sem eru stórgrýtisurð.
Hvers vegna er þetta ekki lag-
að? Útlendingur, sem gekk með
mér yíir Tjörnina fyrír nokkru,
undraðist þetta mjög og taldi
þennan viðskilnað lítinn vott
bera um smekkvísi.
Bærinn hefir það mikinn iiðs
kost við hitt og annað snatt, að
betra væri varið tímanum tú
að hlaða upp þessa vegkanta,
sem þar að auki eru stórhættu-
iegir fyrir börn.
Hringbrautin átti að verða
stolt borgarstjórans, eins og bíla
brautir Hitlers, sem frægar voru
á sinni tíð, voru stolt nazista.
En sá er munurinn á þessum
tveimur „stoltum" að brautir
Hitlers standa enn óskemmdar
eftir 15 ár, en Hringbraut Gunn
ars nær því ekki að verða fuil-
sköpuð áður en hún verður ó-
nýt aftur.
Vegkafli sá, sem fullgerður
er nú, er tvævetur, í vor og fyrra
vor hefir orðið að malbika þenn
an vegspotta upp aftur. Eru ísl.
verkfræðingar ekki færir um að
leggja vegspotta svo hann
standist árlangt? Það mun auð-
velt að fá erlenda vegagerðar-
menn, sem kunna að malbika
eða steypa veg.
Borgarstjórinn og piltar hans
munu fá að reyna það á þessu
ári, að það verður fylgzt með
hvernig notaðar verða þessar
80 milljónir, sem kreistar verða
út úr bæjarbúum, þegar „Marka
skráin“ hans Gunnars kemur
út á næstu dögum.“
ABC hefir lokið máli sínu og
lýkur baðstcfuhjalinu í dag.
Starkaður.
Kaupmenn Kaupfélög
Hraðfryst hvalkjöt
frá Hval h.f. fyrirliggjandi.
Allt hvalkjöt frá Hval h.f. er háð eftirliti læknis
og opinbers kjötmatsmanns.
Heildsölubirgðir ti) innanlandssölu
KJÖT A 1!1X(,I
Kársnesbraut 34, Fossvogi, sími 7996.
Hvalkjöt holl fæla
Atvinnudeild háskólans hefir efnagreint hvalkjöt og borið
það saman við aðrar kjöttegundir, sem algengar eru hér á
landi, dilkalæri og nautsteik. Niðurstöður rannsóknanna sýna,
að hvalkjöt stendur sizt að baki þessum viðurkenndu kjöt-
tegundum að næringargildi, en er auk þess auðmeítara, svo
sem eftirgreindur samanburður ber með sér.
HVALKJDT DILKALÆRI NAIJTASTEIK
Pita ................... 3,8% 2,8% 1,2%
Eggjahvíta ............... 22,9% 20,7% 21,1%
Þar af meltanleg eggjahvita . . 97,1% 96,8% 95,2%
Næringargildi hvert kg.: 1263 hitaein. 1080 hitaein. 937 hitaein.
Allt hvalkjöt frá Hval h.f. er háð eftirliti læknis og opin-
bers kjötmatsmanns.
Heildsölubirgðir til innanlandssölu
KJÖT & RENGI
Simi 7996.
jðJW.%V.V.VVV\%\VKW^A\WAV.\WAVW.,,V/JVWW
í
Kosningaskrifstofa
stuðningsmanna
Ásgeirs Ásgeirssonar
Austurstrætl 17
Opin frá kl. 10—12 og 13—22. Slmar 3246 og 7320
AAATA/WWVWVVWVWWWVVUVWVUWi/VWyiAIWVWVWVVVWVkl