Tíminn - 19.06.1952, Síða 6

Tíminn - 19.06.1952, Síða 6
6. TÍMINN, fimmtudaginn 19. júní 1952. 134. blaff. Fjötrar fortíðarinnar (The Dark Past) William Holden, Lee J. Cobb. Sýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuff börnum. NÝJA BÍÖ |'V_ = Brag&arefur (Prince of Foxes) Söguleg stórmynd eftir sam- ; nefndri sögu S. Shellabarg- i er, er birtist í dagbl. Vísi. i Myndin. er öll tekin í ítaliu, i í Feneyjum, kastalabœnum i Sah Marino, Terracina og i víðar. i Aðalhlutverk: Tyrone Power Orson Welles Wanda Henrix Sýnd kl. 5,15 og 9. i Bönnuð innan 14 ára. I PJÖDLEIKHÚSID I Brú&uheimili 5 eftir Henrik Ibsen I Leikstjórn og aðalhlutverk I = Tore Segelcke. | Sýning í kvöld kl. 20.00 1 Næst síöasta sinn. Fcðnrblakan eftir Joh. Strauss. i Sýning annað kvöld kl. 20.00. | Uppselt. | Næstu sýningar laugardag og i i sunnudag kl. 20.00. ; Aðgöngumiðasalan opin alla i i virka daga kl. 13,15 til 20,00. | Sunnudaga kl. 11—20. Tekið 1 á móti pöntunum. Sími 80000 I h = Austurbæjarbíó | BÆJARBIO - HAFNARFIRÐI - Kopamáman (Copper Canyon) Afarspennandi og viðburða- rík mynd í eðlilegum litum. Ray Milland Mc Donald Carey Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9. Sími 9184. \í skugga Arnarins\ i (Shadow of the Eagle) i I Mjög spennandi og viðburða- i i rík, ný skylmingamynd, byggð | i á samnefndri skáldsögu eftir I i Jacques Companeez. Aðalhlutverk: Richard Greene, Valentina Cortesa. Bönnuð innan 14 ára. | Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÖ y = TRlÓ i Brezk verðlaunamynd, samin i ; eftir þrem sögum eftir W. | Somerset Maugham. Leikin 1 af brezkum úrvalsleikurum. f Sýnd kl. 5,15 og 9. | Sala hefst kl. 4 <«. h. i HAFNARBÍcTl [(_pAMLA. BÍÓJj Eiginma&ur á villigötum (PITFALL) Dick Powell, Lizabeth Scott. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5,15 og 9. AMPER H.F Raftsekjaviimustofa Þlngholtstræti 21 Siml 81556. Raflagnlr — ViffgerSIr Raflagnaefnl l i = = Beizh uppskera (Riso amaro) i Þessi stórfenglega ítalska! | verðlaunakvikmynd með Silvana Mangano i í aðalhlutverkinu, verður nú í sýnd aftur vegna fjölda á- : skorana. i '■"•■■'TSJSf-.i Sýnd kl. 5,15 og 9. Sala hefst kl. 4. i í ABJflvslnífaSÍlilI TlMAIVS er 81360 TRIPOLI-BÍÓ Le&urblakan (Die Fledermaus) i Hin óviðjafnlega og gullfall- I i ega þýzka litmynd verður; i sýnd aftur vegna fjölda á- | i skorana. i Sýnd aðems í dag kl. 9. Smámyntlasafn i ; Sprenghlægilegar amerískar | teiknimyndir, gamanmyndir f : og fl. 1 Sýnd kl. 5,15. Hví kýs ég ekki . . . (Frarohald af 5. síðu) stjórnanna í Reykjavík hafa að- eins bent á þá leið, sem þau telja, að happasælast yrði að fara fyrir þjóðina, og skorað á menn að velja þann manninn, sem líklegri væri til að lægja, frekar en ýfa, ófriðaröldurnar,’ sem hafa risið og rísa enn allt of hátt hjá íslenzku þjóðinni, henni til stórtjóns, ef ekki glöt- unar á sjálfstæði hennar. Tvær reglur. Fyrir skömmu birtist í „Tím- anum“ grein um forsetakjörið eftir hinn kunna rithöfund Bene dikt Gíslason frá Hofteigi. Tel- ur hann þar, að lágmark til for- setatignar ætti að vera 65 ár, og að nauðsynlegt sé, að fastur „stíll“ myndist við forsetakjör strax í byrjun, þannig, að þjóðin kjósi alls ekki til forseta menn, sem standa framarlega í stjórn- málabaráttunni. Ég vil undir- strika þessar tillögur hans. Ald- urstakmarkið til forsetakjörs tel ég hæfilegt. Menn hafa þá náð fullum andlegum þroska og öðl- azt mikla lífsreynslu. Ég tel einnig nauðsynlegt,' að útiloka alla stjórnmálabbrodda frá for- setakjöri — nema þeir hafi lagt stjórnmálin á hylluna um nokk urt árabil. Það á að gera með því, að skapa fastar reglur, svo að þeir sjái, að ekki þýði fyrir þá að bjóða sig fram. Að öðr- um kosti má búast við því, að við hvert forsetakjör vaði fram á kosningavöllinn „burgeisar" og berserkir stjórnmálaflokkanna, bíti í skjaldarrendur, eiri hvorki fé né friði og láti einskis ófreist að til að komast í „stólinn". Slíkt mundi ekki happavænlegt fyrir okkar , litla. þjóðfélag. — Þess vegna eigum við nú, — viö -fyrsta- forsetakjöriö — að marka stefnuna: Láta stjórn- málamanninn, sem mat meira væntanlega vegtyllu sína en ein ingu þjóðar sinnar, sigla sinn sjó, en velja til forseta hinn hóg væra mann, sem af þjóðarnauð- syn lét tilleiðast að gefa kost á sér til forsetastarfsins og sem mun rækja það með þjónslund og lítillæti, eins og fyrirrennari hans, en ekki leitast við að leika neina skrautfígúru. Skyldur kjósenda Hverjum kjósanda ætti að vei'a ijóst, að um leið og hann öðlaðist hinn dýrmæta kosning arrétt, var honum lögð skylda á herðar, sú skylda, að reyna eftir mætti að fylgjast með í stjórn- málum og neyta síðan kosninga réttar síns eftir beztu vitund þjóðinni til hagsbóta. Súmir segja nú máske, að það skipti ekki máíi’ hver fyrir valinu verði við forsetakosningarnar þ. 29. þ. m. En það er hinn mesti misskilningur. Verði sr. Bjarni kosinn mun þjóðin strax geta sameinazt um hann, þar sem enginn hefir neitt verulegt út á hann aö setja. Um Ásgeir er öðru máli að gegna. Þótt honum hefði ekkert orðið á í íslenzkum stjórnmálum annað en skemmd arverkið, sem hann vann 1942, þá er það eitt ærið nóg til þess, að fjöldi landsmanna getur ekki sameinazt um hann að kosningu lokinni — ekki treyst honum til þeirra hollráða, sem þjóðin kann að þarfnast á örlagaríkum stund um. Það er þess vegna, sem ég (ELDURINN; | terir ekk< boS á ondan sér, e 1 Þelr, sem ern hygjfnlr, | tryggja strax hjá | SAMVINNUTRYGGINGUM } umnuiiiiinliiiuiiiniitiiiiiiiitiiiuuiiiuiliuiuuiiiv^ ! 11 get ekki — samvizku minnar | | vegna — gefið honum atkvæði 1 mitt. : Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaffur 1 Laugaveg 8 — Sími 7752^ I ^ ~ ^ ® ^ Lögfræffistörf ^og eignaum- | tfuCflýAít / * . = T.. í M " I’ N i N ,• Vicki Baum: Frægðarbraut Dóru Hart 27. DAGUR því að hann var hálfdofinn undan samóvarnum, og gekk rösk- lega heirn að húsinu. Þarna stóð garðshliðið opið. Mörg Ijós loguöu með fram heim- tröðinni, og hver gluggi hússins var upplýstur. Ómar frá dans- hljómsveitinni bárust að eyrum Basils. Tveir hundar komu þjót- andi út á móti honum, geltu ákaflega, en urðu þegar rólegir, er Basil strauk þeim. Þjónn kom fram í dyrnar, skimaði út í garö- inn en var dimmt fyrir augum, vegna hinnar mikiu birtu inni. Svo kom hann auga á BasU og beið hans. Basil hikaði um stund, áður en hann gekk inn í forsalinn, en svo gekk hann hiklaust inn og þjónninn bauðst til að taka við votum frakka hans. Basil stóð allt í einu framan við stóran spegil og horfði undr- andi á sjálfan sig. Don Quijote, hugsaði hann með sér, og var sænjilega ánægður meö gerfið. Hann var hár og magur, og það var ætíð einhver kyniegur svipur á andliti hans, og hann hafði þrásinnis reynt að auðkenna þennan svip í sjálísmyndum, en ætíð án árangurs. Hár hans var renn-vott og virtist því svartara en ella, og fötin hans voru eins og hann hefði sofið i þeim margar nætur, að ekki sé minnzt á hina alkunnu veðlánaralykt, sem nú loddi við þau, og spegillinn gat ekki sýnt. Það var á þessari stundu framan við spegilinn, sem sú hugsun hvarflaði fyrst að Basil, að ef til vill væri það ekki rétt af hon- um að koma hingað í því augnamiði að sækja Dóru. Undir þykk- um gólfábreiðunum lágu aðrar gólfábreiður, sem fætur hans sukku í eins og mosa.'Hvaða rétt hafði hann til þess að hrífa Dóru á braut úr þessari dýrð' og allsnægtum og fara með hana á ný inn í kaldan og ömurlegan heim, sem hún hafði flúið. Ef til vill gazt henni líka vel að Bryant -yngra. Nei, það gat annars ekki veriö. Basil var allt í einu kominn í það hugarástand, að hann sá sjálfan sig og vei-öld sína sem hið aumasta af öllu aumu í þessum heimi borið samán við dýrð hins unga auðmanns. í ein- hverju stofuhorni heyrðist lag frá grammófón. Hann var kom- inn á fremsta hlunn með að taka frakka sinn aftur og læðast út, gefast upp og láta allt skeika að sköpuðu. „Er ungfrú Hart hér?“ surði hann þjóninn, sem virtist að því kominn að sofna. . „Ég þekki konurnar ekki með nöfnum“, svaraði maðurinn og brosti blítt. „Er það kanngke lítil, ljóshærð stúlka í rauðum kjól“? bætti hann við. Basil náígaðist dyr þær, sem Júddý Bryant hafði áður boðið honum að ganga inn um. Þjónninn gekk þó í veg fyrir hann og varnaði honum leiðarinnar, enda var algerlega hljótt þar inni. „Hvar er frú Bryant“? spurði Basil og reyndi að vera hógvær, brosmildur ungur maður á borð við þá, sem hann hafði undan- farnar vikur haft nokkur kynni af i snyrtiherberginu í „Casino de Paris“. „Frú Bryant er á ferðalagi í Evrópu“, svaraði þjónninn. Þetta svar hitti Nemifóff sem elding. Þótt undarlegt rnegi virð- ast, hafði það aldrei hvarflað að honum, að verið gæti, að frú Bryant væri ekki heimavHann hafði talið víst, að hún væri hér, og Bryant væri aðeins að fara á fjörurnar við Dóru í öllu sakleysi í návist konu sinnar. Alit breytti um svip í augum Basils á einu andartaki. Þegar Basil .gekk inn um stofudyrnar, sem þjónninn opnaði fyrir hann með-nkynlegri varasemi, fannst honum sem mörg ár væru liðin síð.®C’íhann stóð við ljósum prýtt hátíðaborð Rubens og fjölskyldu hans. Nú var suða fyrir eyrum hans, og æðarnar á gagnaugunum þrútnar og bláar. Hann kreppti hnef- ana. Hin stóra stofa og lestrarherbergið inn af henni voru hjúpuð rökkri. Fáeinar lýsandi glerkúlur með marglitum vökva í vörpuðu skímu um stofuna. Lagið, sem grammófónninn hafði leikið, var á enda, en platan snerist án. aíláts með lágri suðu. Það var allmargt fólk í þessum tveim- herbergjum, en það var dreift um horn og króka, svo að Basd veitti.því ekki öllu athygli þegar í stað. Hann kipraði saman augun- til þess að átta sig á þessu sviði, sem nú bar fyrir augu, og alit í einu fannst honum hann sjá þetta ljós- lifandi fyrir sér í allr-i óreiðu drykkjuveizlunnar, fölu magnleysi ofþreytunnar eftir ofurmennsku ölvímunnar. í annað sinn þetta kvöld, þaut minningin um Maison Fifi fram í huga hans. Hann vætti varir sínar, sem voru allt í einu orönar kaldar og þurrar. Iíann ætlaði að segja eitthvað, en tungan í munni hans iá afllaus sem sk.rælnað blað. Hann tók við glasi, sem einhver rétti honum, og sá um.Áeið, að á barmi þess var rauð rönd eftir varabt. Dóra, hugsaði-hann. Dóra, Dóra. Hjarta hans hamaðist í brjóstinu. - :p>- „Hvar er ungfrú Hart?“ spurði hann stúlku, sem reri aflvana á stól. Hann fann, að einhver hamslaus ólga byltist í brjósti hans, þar átti sér stað einhver hræðileg umturnun, sem hann þekkti ekki áður. „Hver“? spurði stúlkan. „Hann á við módelJBryants“, skaut einhver allt í einu inn í. „Hvað viltu henni? Hún er leiðinleg“, sagði stúlkan. „Komdu, við skulum dansa. Drékktu samt úr glasinu fyrst. Ódrukknir menn eru svo leiðinlegir“. „Ungfrú Hart er uppi'á lofti hjá heittelskuðum gestgjafa okk- ar allra“, sagði einn karlmannanna, og allar stúlkurnar tóku til að hrópa: „Ungfrú Hart, ungfrú Hart“. „Þakka ykkur fyrir“, sagði Basil og sneri hvatlega til dyra. Þjónninn horfði forvitinn á eftir honum. Svitinn draup niður á háls hans. Basil gekk upp stigariri. Hann fann þó ekki þrepin undir fótum sér. Allt var þokukennt og óverulegt. Fyrst kom hann inn í eitt- hvert herbergi, sem hafði verið ólokað. Þar stóð stórt og uppbúið en mannlaust rúm. Honum var ógerlegt að hafa hemil á hugsun-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.