Tíminn - 24.06.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.06.1952, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 24. júní 1952. 138. blað. Þriöji hver kirkjukór á iandinu nýtur tilsagnar Frá aSalfnndi KirkjiikórasamSi. ískisds Aðalfundur Kirkjukórasamhands ísiands var haldinn Ilaugardaginn 21. júní á heimili söngmálastjóra Þjóðkirkj- lunnar, Sigurðar Birkis, Barmahlíð 45. Mættir voru eftir- italdír fulltrúar frá kirkjukórasamböndum prófastsdæmanna: Frá Kirkj ukórasambancli ,'aeykjavíkur: Baldur Pálma- son, fulltrúi. — Gullbringu- sýslu: Páll Kr. Pálssoon, org- anleikari. — Borgarfjarðar- prófastsdæmi: Friðrik Hjart- ar, skólastjóri. — Mýra-pró- :fastsdæmi: Páll Halldórsson, organleikari. — Snæfellsness- prófastsdæmi: Séra Þorgrím- ur Sigurðsson. — Dala-pró- r'astsdæmi: Séra Pétur T. Oddsson, prófastur. — Húna- •/atnsprófastsdæmi: Jón ís- jleifsson, organleikari.— Skaga :c'jarðarprófastsdæmi: Séra Gunnar Gíslason. — Eyja- : j arðarpróf astsdæmi: Séra Sigurður Stefánsson. — S,- Þingeyjarprófastsdæmi: Páll jHalldórsson, organleikari. — N.-Þingeyj arpróf astsdæmi: Frú Halldóra Gunnlaugsdótt- :.r. — Frá Sambandi aust- iirzkra kirkjukóra: Séra Ja- íob Einarssoon, prófastur. — Frá Kirkjukórasambandi A.- Skaftafellsprófastsdæmi: Jón :isleifssoon, organleikari. Frá Kirkjukórasambandi V,- Skaftafellsprófastsdæmi: Sr. fón Þorvarðsson, prófastur. — Frá Kirkjukórasambandi Ár- .íessprófastsdæmi: Frú Anna £iríksdóttir. Útvarpið CJÍvarpið í dag: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegisút rarp. 10,30 Veðurfregnir. 19,25 /eðurfregnir. 19,30 Tónleikar: Jperettuiög (plotur). 19,45 Aug- ýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Frá ÞióðræknisfélagL Vestur-íslend- nga: Frásaga Finnboga Guð- nundssonar prófessors um 33. irsþing félagsins (flutt af segul oandi). 20,55 Undir ljúfum lög- jm: Carl Billich o. fl. flytja létt aljómsveitarlög. 21,25 Frá út- öndum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 21,40 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Prá iðnsýningunni (Guðbjörn Uuðmundsson prentari). 22 20 Kammertónleikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. .0,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegisút /arp. 16,30 Veðurfregnir. 19,25 /eðurfregnir. 19,30 Tónleikar: jperulög (plötur). 19,45 Auglýs ngar. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarps sagan: ,,Æska“ eftir Joseph Con ad; IV. (Hélgi Hjörvar). 21,00 Tónleikar (plötur). 2135 Frá pjóðræknisfélagi Vestur-íslend- nga: Ilvernig aflað var fjár til slenzkukennarastólsins við Manitobaháskóla (Walter J. Lín ial dómari — flutt af segul- oandi). 22,00 Fréttir og veður- íregnir. 22,10 „Leynifundur i Bagdad", saga eftir Agöthu Christie (Hersteinn Pálsson rit- stjóri). — XXI. 22,30 Tónleik- ar: Svend Asmussen og hljóm- sveit hans leika (plötur). 23,00 Uagskrárlok. Arnoð heíita Hjónaband: Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þorgrími Sig- urðssyni á Staðastað ungfrú Jenný Skarphéðinsdóttir frá Syðri-Tungu og Gissur Breiðdal, veghefilsstjóri, Borgarnesi. Erindi um söngmál. j Söngmálastjóri flutti ítar- legt erindi um söngmál íslend inga fyrr og nú. Síðan flutti hann starfsskýrslu Kirkju- kórasambands íslands á s. 1. ári og gat þess að 19 kirkju- kórar hefðu notið kennslu, samtals í 5% mánuð, og að 5 kirkjukórasambönd heföu haldið söngmót, svo að nú væri búið að halda 25 kirkju- kórasöngmót á s.l. 11 árum. — 155 kirkjukórar væru nú starf | andi á landinu. Kórarnir hefðu, auk þess að annast söng við kirkjulegar athafnir, sungið opinberlega 73 sinnum á árinu, og s.l. 11 ár alls 853 sinnum, samkv. skýrslum. i i ;Þriðji hver kor nýtur kennslu. j Svo flutti söngmálastjóri 'drög að fjárhagsáætlun Kirkjukórasambands íslands 1 fyrir næsta ár. Umsóknir höfðu borizt frá 35 kirkjukór- um, og var það tillaga söng- málastjóra að allir þeir kór- 1 ar fengju sem svaraði 8—-9 mánaða kennslú fyrir næstu áramót. Hefðu þá 54 kórar fengið nokkra kennslu á I reikningsárinu, samtals í 14 [ mánuði. Tóku flestir fulltrúarnir til máls, um söngkennslu, sem var aðalmál fundarins, og lýstu ánægju sinni yfir fengn um opinberum styrk til þeirra : mála, og þökkuðu formanni :og stjórninni allri ágætt skipu lag á þessum málum. I Þá var stjórnarkosning og |var öll stjórnin endurkosin , einróma. — En hana skipa: I Sigurður Birkis, söngmála- ístjóri, formaður. Páll Kr. Páls |son, organleikari, gjaldkeri, Páll Halldórsson, organleik- ari, ritari, Jónas Tómasson. tónskáld, úr Vestfirðinga- { fjórðungi, Eyþór Stefánsson,' organleikari, úr Austfirðinga-j íjórðungi, Anna Eiríksdóttir, organleikari, úr Sunnlendinga fjórðungi, Páll ísólfsson, tón-' skáld, varaformaður. | Að lokum ávarpaði söng- málastjóri fundarmenn, þakk aði þeim komuna og óskaði þeim góðrar heimfarar og heimkomu og árnaði þeim ■ heilla í framtíðarstarfi. Síðan sátu fulltrúarnir boði söngmálastjóra og konu hansJ Mörg íbúðarhús í smíðnm á Akranesi I Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. , i I sumar verða allmiklar. byggingaframkvæmdir á Akra nesi, enda óvíða á landinu stöðugra og blómlegra at- vinnulíf. j í ráði er að byggja þar í sumar 27 íbúðarhús. Af þeim eru 16 svokölluð smáíbúöa-, hús, sem ætlaður verður stað- ur í nýjum bæjarhluta norð- vestantil á Skaganum. Hins vegar mun enn óráðið um framkvæmdir í sumar við hafnargerð og fyrirhugaða sementsverksmiðj u á Akra- nesL Kokkurinn fékk 102 atkvæði Alþýðublaðið og kálfur þess Forsetakjör gera sér títt um prófkosningar og telja Ásgeir bera þar sigur úr býtum í hverj- um leik. Það er auðvitað ágætt, að prófkosningar þessar geti orð ið pínulitla flokknum til svolít- illar hugarhægðar, en flestar munu þessar „kosningar“ háð- ar meir í gamni en alvöru, eins og kosningin við Sog nýlega, þar sem Ásgeir varð heldur en ekki að lúta í lægra haldi fyrir nýju forsetaefni. Gamansamir menn segja að þar hafi úrslitin orðið þau, að séra Bjarni fékk 2 atkv., Ásgeir 2 en kokkurinn 102. Þarna fór nú heldur illa. En satt að segja er auðvitað langskynsam- legast að kjósa kokkinn í slík- um gamankosningum, því að það er heldur grátt gaman að hafa Ásgeir alltaf í því hlutveki. AB gleymdi prófkosning- unni á Gullfossi Alþýðublaðið segir með rosa- letri frá prófkosningu um for- setaefnin, er farið hafi fram á j skipinu Heklu á leiðinni til lands ins á dögunum og miklar þar mjög sigur Ásgeirs. Þykir blað- inu hnífur þess hafa komizt í feitt, enda virðist nú sigurpróf- kosningum Ásgeirs farið að fækka. Hins vegar hefir þessu mikla prófkosningablaði láðst að segja frá prófkosningu, er fram fór á Gullfossi fyrir nokkr um dögum, er hann var á leið til landsms. Þar sigraði séra Bjarni sem sé með yfirburðum. Vill Alþýðublaðið ekki búa til tvídálka ram'ma um þá prófkosn ingu næst? Ljósberinn í nýj- um búningi Ljósberinn hefir um langt árabil verið vinsælt og víðles- ið barnablað, sem foreldrar hafa jafnan getað treyst aö láta ókannað í hendur barna. Nú er blaðiö farið aö koma út aftur eftir nokkra hvíld og hefir bókegerðin Lilja tekið aö sér útgáfu þess og á þakkir skyldar fyrir. Ástráður Sig- ursteindórsson kennari er rit- stjóri og er blaðinu áreiðan- lega vel borgið í höndum hans. Um 500 nýir áskrifendur hafa komið að blaðinu síðast - liðna tvo mánuði. 5.—6. tbl., 32. árg., er kom- ið út. Er þetta ágæta barna- blað enn, sem fyrr, með mik- ið af hollu lestrarefni fyrir börn og unglinga. Hefst það á fallegri hugleiðingu: Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Smásagan Vinur í raun. Kvæð ið Vér elskum þig, vort fóst- urfrón, eftir Friörik Friðriks- soon. Greinin Þekkir þú blinda kristniboðann? Grein um Filippseyjar í þættinum:' Frá fjarlægum öndum, þýdd| saga er nefnist Upp á íf og dauöa. Grein um sumarbúð-! irnar í Vatnaskógi, framhalds saga og fleira. Skattskrá t ♦ Reykjavíkur er til sýnis , Skattstofu Reykjavíkur frá miðvikudegi ^ 25. júní til þriðjudags 8. júlí, að báðuin dögum með- töldum, kl. 9 til 16,30 daglega. I skránni eru skráð eftirtalin gjöld: Tekjuskattur, tekjuskattsviðauki, eignarskattur, eignarskattsviðauki, stríðsgróðaskattur, tryggingargjald einstaklinga og námsbókagjald. Jafnframt er til sýnis yfir sama tíma: Skrá um iðgjaldagreiðslur atvinnurekenda — viku- iðgjöld og áhættuiðgjöld — samkvæmt 112. og 113. gr. laga um almannatryggingar. Kærufrestur er tvær vikur, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur eða í bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl. 24, þriðjudaginn 8. júlí næst- komandi. Skattstjórinn í Reykjavík, l I Halldór Sigfússon SAUMASTOFA Ingólfs Kárasonar Nönnugötu 8. — Sími 6937. Kápuefni, 7 litir. Herraföt, kaffibrún. Stakar buxur og fóðurlastingur, nýkomið. Sendum gegn póstkröfu. W.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W Stuðningsmenn ;! Ásgeirs Ásgeirssonar til forsetakörs, sem vúja vinna á kjördegi, eru beðnir að láta kosningaskrifstofuna, Austurstræti 17, sími 7320, vita nú þegar. I AV.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.VAV.V.V.V.V.VV.V.VJ V.V.V.W.V.V.V.V.V.VAV.V/AVV/.V.V.VAW.V.V/.'' 5 Skrifstofur 5 I stuðningsmanna séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, við •“ forsetakjörið í Reykjavík eru: Almenn skrifstofa í húsi Verzlunarmannafélags I" Reykjavíkur, Vonarstræti 4 II. hæð, sími 6784, opin ;I kl. 10—12 f h. og 1—10 e.h. ;I Skrifstofa Framsóknarflokksins, Edduhúsinu, símar % 6066 og 5564, opin ld. 10—12 f.h. og 1—10 e.h. >; Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu S* sími 7100 (5 Hnur) opin kl. 10—12 f.h. og 1—10 e.h. [' Aðstoð við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í síma 7104 ;> frá kl. 10—12 f.h. og frá 2—6 og 8—10 e.h. ■; !; ;. Stuðningsmenn sera Bjarna Jónssonar eru beðnir að hafa •, £ samband við þessar skrifstofur Ij .VAVV.V.V.VW.V.V.V,V.V.W.W%VV\V.W.V.VV^VV^ •rHCT í IVI I NebN .!• tfughjMt í 7/tttahw • ESaT^PteiMasiitoNffiiffiNaái • [ Bifreiðaárékstnr (Framhald af 8. síðu.) hjólhlífarlisti af fólksbifreið- inni rakst í gegnum hjólhlíf R-3743. Rakst listinn inn að íraman af þeim krafti, að hann stóð út úr hJífinni að aftan, en þrátt fyrir þetta stanzaði fólksbifreiðin ekki og ók áfram, eins og ekkert hefði i skorizt. Þar sem mikill ryk- mökkur var undan bifreið- inni, þá sást ekki hvaða nú- mer var á henni, en listinn, sem sat eftir í hjólhlífinni, ber með sér að þetta hafi verið Oldsmobile-teguncL — iiiiiaiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiigiiiiiiiiiuiBMiiiiiiiiimiun s r 1 Gull og silf nrmunir J 1 Trúlofunarhrlngar, stein- | hringar, hálsmen, armbönd ! 1 o.fl. Sendum gegn póstkröfu. j GULLSMIÐIR | Steinþór og Jóhannes, Laugaveg 47. IllllUllllllllllllllllllllflllli. 111111111111111**1111111111111111111 Skorar rannsóknarlögreglan á bifreiðarstjórann að gefa sig fram, eins aðra, sem kynnu að gefa upplýsingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.