Tíminn - 04.07.1952, Síða 7

Tíminn - 04.07.1952, Síða 7
Aukablað TÍMINN 7 Samvinnufélögin og framtíðarverkefni þeirra EFTIR SKÚLA GUÐMUNDSSON Árið 1844, rúmum mánuði áður en kaupfélagið í Rock- dale á Englandi var stofnað komu 14 bændur í Hóls- hreppi í Suður-Þingeyjar-j sýslu saman á fund, til þessj að ræða um stofnun verzlun-; arfélags í sveitinni. Þeir: stofnuðu Verzlunarfélag Hólshrepps, og annað verzl- unarfélag var stofnað li'tlu siðar í Ljósavatnshreppi. — Heimildir um þetta er að finna í bókinni „íslenzk sam- j vinnufélög hundrað ára,“ sem út kom 1944, eftir Arnör Sigurjónsson. Pjórum árum sfðar, 1848,' var stofnað verzlunarfélag í Reykjavíkurkaupstað, en heimiltíir vantar um störf þess. Fyrstu verzlunarfélögin í Þingeyjarsýslu urðu ekki lang: líf, en eftir daga þeirra komu ný viðskiptasamtök, verzlun- arfélög Búnaðarfélagsins í syðri hluta Þingéyjarsýslu. — Slík félagssamtök kornust einnig á í fleiri sýslum, t.d. Eyjafjarðar-, Múla- og Húna vatnssýslu. Þessi fyrstu verzlunarfélög áttu ekki annarra kosta völj en að sernja um viðskiptin viðj kaupmenn þá, er hér ráku verzlanir, en með samtökun-j um mun. þó oft hafa.tekist aðj knyja fram hagstæðara verð á útlenduin og innlendum vörum en félagsmenn hefðu fengið að öðrum kosti. En síð- ar ksmu til sögunhar stærri! og umsvifameiri almenn verzl unarf élög, Gránuf élagið og j Félagsverzlunin við Húnaflóa, | sem tóku upp bein skipti við útlönd og höföu skip í förum. Þau voru uppi á 8. áratugi siðustu aldar. Af rótum þessara gömlu verzlunarsamtaka eru kaup- félögin sprottin. Elzt þeirra er Kaupfélag Þingeyinga, sem varð 70 ára á þessu ári. Það var fyrsta félagið, sem tók upp kaupfélagsnafnið og setti sér starfsreglur, sem í hel2tu atriðum eru þær sömu sem nú gilda hjá samvinnufélög- um allra landa. Tuttugu árum eftir stofnun K. Þ. mynduöu þrjú kaupfé- iög sambandsfélag, sem síðar varð að landssamtökum sam- vinnumanna og hlaut nafnið Samband íslenzkra samvinnu félaga. Það er þvi nú fimmtíu ára að aldri. Félögin í sam- bandinu eru nú yfir 50 að tölu og félagsmenn þeirra samtals yfir 20 þúsund. Sam- bandsféiög eru í öllum sýslum og kaupstöðum landsins. Á þessum tímamótum líta samvinnumenn' yfir farinn veg. Af lítilli byrjun fárra manna- fyrir rúmum hundrað árúm eru risin fjölmennustu félagssamtök þjóöarinnar. Og samvinnumenn horfa .einnig fram — til komandi tíma og þeirra verkefna, sem þar bíða. En hvað er þar að sjá? Aukin samvinnuverzlun. í mörgum héruðum lands- jns er meginhluti verzlunar- innar með erlendar og inn- lendar vörur nú í höndum sam vinnuféjaganna. Þau annast að mestu leyti sölu. á fram-j leiðsluvörum landbúnaðarins j og þátttaka þeirra í sölu sjáv- ; arafurða er vaxandi. En í ein stökum byggðarlögum er þátt taka í kaupiéiögunum enn ó- eðlilega lítil. A næstu áru.n munu íbúar þeirra byggða efla kaupíélögin, sem þar eru fyrir, eða stoina ný, til þess að geta notið hagnaðar af samvinnuverz.uiT eins og aor- ir landsmenn. Samvinnuútgerð og hag- nýting sjávaráfia. Reynslan hefir leitt i Ijós mikla galla á því íyrírkomu- lagi, sem nú er á útgerðar- rekstrinum, einkum hinna stærri skipa. Deilur eru tiðar milli sjómanna og útgeröar- fyrirtækjanna um kaupgjaía og vinnutíma. Af þvi ósam- komulagi hefir rekstur tog- araflotans stöðvast um lengri tíma, og hefir það vaidiö miklu tjóni. Maö útgerðar- rekstri bæjarfélaga heíir ekki fengist lausn á þessu vanda máli. í sambandi, við togaradeii- urnar hefir veriö bent á nýja leið: Félagsrekstur skipanna. Flver skipshöfn stofnar félag fyrir sig. Allir skipverjar evu félagsmenn. Þeir kjósa fé- lagsstjóra úr sínum hópi og ráða útgerðinni sameiginlega að öllu leyti. Aflaverðmæt- inu, að kostnaði frádregnum, skipta þeir milli sín eftir regi- um, er þeir sjáifir .setja, ' En hvernig fá sjómenn og félög’ þeirra fjármagn til skipakaupa? Þaö er kunnugt, að mörg út gerðarfyrirtæki hafa ekki get að lagt fram nema lítinn hluta af verði skipanna úr eigin sjóðum en fengið mestan hluta þess á'ð láni hjá Stofn- lánadeild sjávarútvegsins eða á annan hátt með opinberum ráðstöfunum. Mörg skipu- kaupalánin hafa verið veitt fámennum og félitlum hlutafé lögum eða bæjar- og sveitar- félögum með létta sjóði. Og ekki verður séð að það sé ó- eðlilegra eða áhættusamafa fyrir ríkið, þó aö slík aðstoð til þess að fá skip til um- ráða verði veitt útgerðarfé- lögum sjómanna. Á síðari árum hafa veriö byggð mörg frystiliús, fiski- mjölsverksmiðjur og fleiri iðn aðarfyrirtæki í verstöðvun- uih, sem vinna úr sjávarafla og auka útflutningsverömæti hans. Fæstar af þessum vinnslustö'ðvum eru eign út- gerðarmanna eða sjómanna, heldur sérstök fyrirtæki, sem kaúpa afia skipanna fyrir- fram ákveðnu verði. Þó eru undantekningar frá þessu. í Vestmannaeyjum eru fisk- vinnslustöðvar, sem eru sam- eign útgerðarmanna og skila verðmæti afuröanna til þeirra eftir reglum samvinnunnar, i hlutfalli við magn innlagðra afurða. Hefir þetta vel gefizt. Kostir þessa skipulags eru ó- tvíræðir og því má vænta þess að það verði upp tekið í öðr- um verstöðvum. Samvimiuiðnaður. Tðnaður hefir aukist mjög hír á iandi á síðari árum og er prðinn þýðingarmikill þáit ur í atvinnulífi landsmanna. Margir iðnaðarmenn vinna að' iðn sinni íem sjáifstæðir at- vinnurekendur í stað þess að vera fastlaunaðir starfsmenn annarra. En mörg stærri iðn- aðarfyrirtæki, sem haía margt fólk í þjónustú sinni, eru eien hlutafélaga. Samvinnufélögin hafa líka komið upp stórum og þýðingarmiklum iðnaðar- i þeim verkefnum, sem bíða samvinnumanna, cr að lcoma upp iðnaðaríyrir- tækjum, reknum á samvinnu- grundvelii. Þau fyrirtæki verða félagseign allra þeirra, sem j’ið þau staría. Þeir táka ekki fyriríram fastákveSin o% samningsbundin laun fyrir vinnu sina, heldur skipta þeir með sár tekjunum af atvinnu rekstrinum í hiutfálli vio framlagöa vinnu, eítir grund vallarreg.um snmvihnu: te. n unnar. Fleiri verkefni. j í flestum sýsium" landsins eru félög, sem nefnast rækt- unarsambönd. Þau hafa keypt stórar jarðvinnsluvélar til fé- lagsiegra nota fyrir bæncur já sambandssvæðunum. Gjaid ; ið, sem íélagsmenn borga fyr- ir vélavinnuna, fer eftir því, hvað kostnaðurinn er mikill við rekstur vélanna. Þetta er því samvinnurekstisr, þó að féiögin séu ekki nefnd sam- vinnufélög. Reynsia bænria af samvinnufélagsskapnum hefir fært þeim heim sann- inn um það, að hagkvæmast er að nota úrræði sarnvinn- unriar við þann hluta rækt- unarstarfanna, sem örðugast er fyrir hvern einstakan bónda að framkvæma. Þeir hafa því stofnað rækcunarsamböndin, í stað þess að semja við ein- [ Framhald á bls 23. Ullarverksmiðjan Gefjun er stærsta iðnfyrirtæki íslenzkra samvinríumanna. Sambancið keypti ' hana 1930, og hefir siðan hvað eftir annað stækkað hana, aukið vélakost hennar og margfaldað í'ranVeiðsluna. ÁriS 1947 var hattn bygging nýs yerksmiðjuhúss, sem er stærsti salur á landinu, jg kéyptar til verksmiðjunnar fjölmargar fullknnnar vélar til viöbótar og endurnýmnar. Er þe'-m framkvæmdum ekki aö fullu lokið ennþá, eri afköst hafa stóraukizfc' og vörugæði batnað. Það hefir verið áhugamál samvinnumanna í tæpiega hálfa öld að eignast eigin kaupskip. Var fyist safnaö fé til skipakaupa innan Sambandsi is á fyrri stríðsárunum, og þá'í stríðslok keypcur hlutur í mótorskipinu „Svölu“, sem fórst 1922. H ð íyrsta af núverandi skipum Sambandsins var ,.IIvasí:afeH“, 2300 þungaiestir, sem keypt var frá ítaliu og kom til heimahafnar á Akureyri 1946. Næsta skipiö var „Arnarfell“, einnig 2300 bunga’estir, smiðað í Svíþjóð, og kom til heimahafnar i Húsavík 1949. Loks var „Jökulfellí', 1045 þungalest:a kæliskip, smíðað í Svíþjóð, og kom til heima- hafnar á Reyðarfirði 1951.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.