Tíminn - 04.07.1952, Blaðsíða 11
AukablaS
TÍMINN
11
sögu Sambands ísl. samvinnu
félaga. Það ár voru, samkv.
ákvörðun aðalfundar, aðal-
bækistöðvar Sambandsins
settar á stofn í Reykjavík og
Haligrímur Kristinsson ráð-
inn framkvæmdastjóri þess.
Samstarfsmaður hans, Oddur
Rafnar, tók við verzlunar-
skrifstofunni í Khöfn. Við-
skipti við Ameríku voru þá
h£,fin, og var Guðmundur Vil-
hjálmsson frá Húsavík sendur
vestur sem verzlunarerindreki
Sambandsins þar, en hann
gerðist síðar forstöðumaður
verzlunarskrifstofu þess í
Leith, er Ameríkuviðskiptin
hættu um sinn.
Árin 1917—20 urðu tímabil
mikils vax'tar og mikilla at-
hafna í sögu Sambandsins og
félaga þess. Á þessum árum
ferfaldaðist tala sambandsfé-
laganna, og eru þau orðin 39
á árinu 1921. Á þessum tíma
varð Sambandið — sem nú
várð alþekkt með hinu
skammstafaöa nafni S. í. S.
eða símnefninu SÍS — eitt af
stærstu verzlunarfyrirtækj um
landsins. Það gerðist braut-
ryðjandi í afurðasölumálum
landbúnaðarins, sbr. t. d.
gærusöluna til Ameríku 1919,
saltkjötssöluna í Noregi sama
ár og hrossasöluna til Bret-
lands og Danmerkur 1920—21.
Samvinnuskólinn i Reykjavík
var stofnaður haustið 1919.
undir stjórn Jónasar Jóns-
sonar frá Hriflu. Sambands-
húsið í Reykjavík var byggt á
árunum 1919—20. Við lok
þessa tímabils starfaði aðal-
skrifstofan í þrem aðgreind-
um deildum. Var H. Kr. for-
stjóri og yfirmaður fjármála,
Jón Árnason framkvæmda-
stjóri útflutningsdeildar og
Aðalsteinn Kristinsson fram-
kvæmdastjóri innflutnings-
deildar. En Oddur Rafnar og
Guðm. Vilhjálmsson voru
framkvæmdastjórar verzlun-
arútibúanna (skrifstofanná) í
Khöfn og Leith.
Hallgrimur Kristinsson, forstjóri S.í.§. 1915—1923.
Erfiðleikar og óáran -
eftir striðsárin.
Árin 1917—18 mátti segja,
að viðskiptaástand værí við-
unandi og á árunum 1919—20
var það mjög hagstætt. Inn-
lendar afurðir voru þá i geipi-
háu verði miðað við þaö, sem
tíðkast hafði. Bjartsýni var
í verði í skjótri svipan. Þar við j Það kom glöggt í ljós á þess-
bættust harðindi og mikil um árum, að kaupsýslumanna
fóðurbætiskaup hjá bændum.' stéttinni hafði þótt nóg um j
mikil. En eftir 1919 gerbreytt- | uröu að hætta störfum vegna
ist ástandið. Afurðir stórféliu i fjárhagslegra örðugleika.
vöxt S.I.S. og félaga þess.
Vildu þeir nú neyta færis, er
fjárhagur þess gerðist örðug-
ur, og kom þetta glöggt fram
vegaði félögunum vörur með, i skrifum blaða þeirra, er
gjaldfresti. Einstaka félög: kaupmenn studdu um þetta
leyti. Höfuðárásin á S.Í.S.
kom þó fram í dreifiritinu
Fyrr en varði voru sambands-
félögin mjög orðin stórskuld-
ug, og hafði það að sjálfsögðu
áhrif á fjárhag SÍS, sem út-
„Verzlunarólagið", sem þjóð-
kunnur kaupsýslu- og stjórn-
málamaður í Reykjavík setti
saman og gaf út árið 1922 og
sent var ókeypis um land 'allt
í haustkauptíðinni það ár. M.
a. var reynt að gera sem tor-
tryggilegust samábyrgðar-
ákvæðin í lögum félagánna og
S.Í.S., er upp höfðu verið tek-
in eftir fordæmi danskra
kaupfélaga, til að vinna' þeim
lánstraust í bönkum. S. í. S.
tókst þó að standa af sér
storm þennan. Ýms ummæli í
Verzlunarólaginu voru ó-
merkt af dómstólum, og svip-
uð ummæli í dagblaði í Rvík
voru tekin aftur, er málssókn
var hafin. Með mikiu átaki
af hálfu Sambandsins og fé-
laga þess tókst að verjast
þessari skuldasöfnun og
koma viðskiptum á fastan
grundvöll. Gengishækkunin
1925 varð þeim þó þung í
skauti, svo og fjárkreppan
mikla um og eftir 1930.
Snemma á þriðja tug ald-
arinnar varð S.Í.S. fyrir því
láfalli að missa tvo af traúst-
| ustu forystuinönnum sínum.
jPétur Jónsson, sem verið
hafði formaður þess lengst af
frá byrjun, andaðist 20. jan.
1922. Og rúmu ári siðar, 30.
jan. 1923, andaðist Hallgrím-
ur Kristinsson, aðeins 46 ára
að aldri. Fráfall hans, svo ð-
vænt, kom sem reiðarslag yfir
samvinnuhreyfinguna, því að
til hans stóðu þá mestar von-
ir um framtíð hennar. Sann-
aðist hér sem oftar, að sjald-
an er ein báran stök. En S.Í.S.
bar þá einnig gæfu til að eign
ast nýja forystumenn, sem
reyndust verkefnunum vaxn-
ir. Við formennskunni tók
Ólafur Briem, og eftlr lát
hans (1925) Ingólfur Bjarnar-
son frá Fjósatungu. Forstjóri
var ráðinn Sigurður Kristins-
son, kaupíélagsstjóri á Akur-
eyri. Gegndi hann því starfi
i 23 á? eða til 1946, er