Tíminn - 04.07.1952, Síða 14

Tíminn - 04.07.1952, Síða 14
14 TÍMINN Aukablað Framkvccmdastjórn S.I.S. er árlega Icjörin af, Sambandsstjórn úr hópi fram- kvœjndastjóra Sambandsins. Núverandi framkvœmdastjórn skipa: Vilhjálmur Þór (formaður), llelgi Þorsteinsson (t. v.) og Hclgi Pétursson (t. h.) ina hefir starfsemin vaxiS *“ mjög ört, og ný viðfangsefni tekin til úrlausnar. Má þar íyrst og fremst nefna skipa- útgerð Sambandsins og trygg-- .ingastarfsemi, hina miklu stækkun verksmiðj anna á Akureyri og stofnun Olíufé- lagsins h.f. Sambandshúsið gamla hefir á þessum árum verið stækkaö um meira en helming og S.Í.S. jafnframt bætt við sig nýjum fasteign- um vegna starfsemi sinnar. Sambandið á nú þrjú kaup- skip í förum milli landa: m.s. Hvassafell, m.s. Arnarfell og m.s. Jökulfell, sem er kæli- skip. Skipastól þennan eign- aðist það á árunum 1946—51. Samvinnutryggingar (stofn- aðar 1946) og líftryggingarfé- lagið Andvaka, sem rekin eru á vegum þess, annast bruna- cryggingu, bifreiðatryggingu, sjótryggingu og líftryggingu, og" námu samanlagðar ið- gjaldagreiðslur til þeirra um 13 millj. lcr. á árinu 1951. Oiíufélagið h.f., sem S.Í.S. og einstök sambandsfélög eiga meirihluta í (stofnað 1946) er :nú stærsti olíuinnflytjandi landsins, það annaðist rúml. helming olíuinnflutningsins 1950. Félagið keypti á sínum tíma mikinn hluta af olíustöð setuliðsins í I-Ivalfirði. — 3.Í.S. og félög þess eru nú stærsti iðnveitandi landsins. Við Akureyrarverksmiðjurn- ar hefir nú nýlega verið bætt fataverksmiðjunni Heklu, sem framleiðir vinnuföt og fleira. Þegar lokið er stækk- un ullarverkksmiðjunnar, sem væntanlega verður 1952 eða 1953, getur hún unnið úr allri ull, sem nú er framleidd hér á landi og ofið dúka úr henni allri eða samsvarandi ullar- magni, ef vélar til vefnaðar eru fullnýttar. Skóverksmiðj- an getur nú framleitt 80 þús. pör af skóm árlega með tveggja vakta vinnu. Fastir starfsmenn S.Í.S. eru nú nokkúð á áttunda hundr- að, þar af um 500 við iðnað og annan atvinnurekstur í landi og 70 á kaupskipum. Það hefir jafnan verið markmið samvinnumanna að efla svo varasjóði sína og stofnsjóði, aS þeir fullnægðu, er stundir líða, fjármagnsþörf félaganna og Sambandsins til rekstrarlána og jafnvel stofn- lána. Þetta takmark er þó enn fjarri, enda hafa viðskipta- kreppur þær, er fyrr voru nefndar, svo og veröbólga síð- ari tíma reynst sparnaðarvið- leitninni þung í skauti. Að fræðslustarfsemi S.Í.S. fyrstu áratugina hefir stutt- lega verið vikið áður í þessu yfirliti. Tímaritið (Samvinn- an) hefir nú komið út í 45 ár og Samvinnuskólinn starfað í 33 ár. Bréfaskóla hefir S.Í.S. rekið síðan 1940. Bókaútgáf- an Norðri er eign þess og prentsmiðjan Edda í Rvík að mestu. Fræðsludeild S.Í.S. heldur uppi fyrirlestrum og annarri fræðslustarfsemi um samvinnumál. Félagsheimilið Bifröst við þjóöleiðina milli Norður- og Suðurlands er eign S.Í.S. og þar munu Sam- bandsfundir yfirleitt haldnir á komandi árum. S.Í.S. er félagi í Alþjóða- sambandi samvinnumanna (I.C.A.) og Samvinnusam- bandi Norðurlanda (N.A.F.). Ennfremur í Alþjóða-olíu- félagi samvinnumanna (I. C. P. A.). * í,-.. 3?. £ pp Caterpiltar'' Sé það „Caterpillar"’ er það góð vél >1áftfdlS ■ Wm Ýí ,,Caterpillar” Tractor framleiða: BeStadráttavélar Jarðýtur Vegliefla Dieselvélar Dieselrafstöðvar og fleiri stórvirkar vélar Sé það „Caterpillar” þýðir það aukin afköst Heildverzlunin enia h.f. REY K/AVÍK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.