Tíminn - 04.07.1952, Blaðsíða 19
Aukabla'ð
T I M I N N
19
TIL FRAMTÍÐARINNAR
//
mikils starfs og mikilla verka
alfundi S.Í.S. um afkomu þess 1951
//
landinu til útlanda. Um tíma
var hið nýja kæliskip Sam-
bandsins leigt til Suður-Ame-
ríku vegna gjaldeyrisvand-
ræða, en eftir að skipið hóf
siglingar hér við land, kom
strax glöggt í ljós, að þær
höfðu rnjög mikla þýðingu
fyrir hraðfrystihúsin og at-
vinnulíf bæja utan Faxaflóa
yfirleitt. Enn vantar rnikið á
að Sambandið geti með eigin
skipum annast alla flutninga
fyrir sig, og þyrfti skipastóll-
inn ennþá að aukast mikið til
þess að svo mætti verða. Þess
skal getið, að m/s. „Hvassa-
fell“ hefir nú verið afskrifað
niður í 464.000 kr. og er nú
Fjárhagsástæður sambands-
félaganna við Sambandið
hafa versnað mikið á árinu.
Stafar þetta fyrst og fremst
af því, aö félögin eiga mun
meiri vörúbirgöir en þau áttu
árið áður og einnig hafa úti-
standandi skuldir hækkað dá-
lítið hjá þeim.
Af þessum ástæðum og öðr-
um hafa bankaskuldir Sam-
bandsins hækkað nokkuð á
árinu og voru þær í árslok, við
innlendá og erlenda banka,
samtals um 91 millj. króna.
Fjárfestingu Sambandsins
hefir verið rnjög stillt í hóf á
síðastliðnú ári og raunar um
margra ára skeið. Ef gerð er
INNFLUTHINGUR
íMEÐAiTAL 1941-1951:
13292 í, 4340.7 Heiídarínnflutningur
Vi- ^
^ 237472 *' 664.2* 2146.11 -Innflutningur S.Í.S./
búið að full-afskrífá þetta
-skip samkvæmt skattareglu-
gerð. Hefir þannig fyrsta sam-
vinnuskipið, sem keypt var
eftir stríðið, nú náð að af-
skrifa sjálft sig niður svo sem
heimilt er. Bókfært verð m/s.
„Arnarfells“ er nú 3.1 millj.
kr. og var það afskrifað um
1.2 millj. kr. á árinu. M/s.
„Jökulfell" var afskrifað um
1.4 millj. kr. og er nú bókfært
verð þess 8 millj. kr.
m - tfj-w** n
F JÁRH AGSÁSTÆÐUR:
Rekstursafgangur af vöru-
sölunni var nokkru hærri en
árið áður, enda hefir sala að-
keyptra vara aukizt talsvert
mikið, eins og skýrt var frá
hér aö framan. Þessi tiltölu-
lega hái rekstursafgangur af
vörusölunni stafar að mestu
leyti af því, að umsetningin
hefir vaxið það mikið en til-
kostnaðurinn hefir ekki
hækkað í neinú hlutfalli við
það.
Heildar tekjuafgangurinn
varð kr. 4.427.882.00, en þó er
búið að afskrifa af skipum,
fasteignum og vélum krónur
4.685.358.00, og afskriftir og
tekjuafgangur af Jökulfellinu,
sem er sérstakt félag, er ca.
1.600.000 kr., eða þetta sam-
tals um 10.700.000 kr.
J)
athugun á því hver fjárfest-
ing Sambandsins á síðastliðn-
um 10 árum er, þá kemur í
ljós, að hún er um 4 millj.
króan minni heldur en það fé,
sem Sambandið á sama tíma
hefir lagt fyrir í sjóðaaukn-
ingum o^ tekjuafgangi, og
sérstök lán, sem tekin hafa
verið í/;þéssu augnámiði er-
lendis. Áf þessu má sjá, að
engin rekstursfj árlán haf a
verið tíúfVdin í fjárfestingu
Sambanclsps.
Stofnsjþ’Sir, sameignasjóðir
og tekjuafgangur síðastliðins
árs er samtals 24.681.600 kr.
Ræðu sfnni lauk Vilhjálmur
Þór mepéftirfararidi orðum:
Fimmtugasta árinu er lok-
ið. Við stöndum á tímamótum.
Á liðnúm tíma hefir miklu
verið áorkað og mikið verið
gert, en;-framundan er þó enn
þá meirá/ógert, og er það vel.
Það er gott að geta horft
fram til mikils starfs og mik-
illa verka.
Samvínhuhugsjónin er svo
göfug, aö ekkert starf, engin
átök, engin áreynsla er of
mikil til þess að auka gengi
hennar. Til þess að hún haldi
áfram að.blómgast, þai-f mikla
umhyggju, styrkan vilja og
mikla trú á það góða og það
rétta.
Ég hefi hér á hverjum fundi,
síðan ég kom í þetta starf,
lagt áherzlu á, að það sé
tvennt, sem umfram allt
skipti mestu máli til eflingar
og viðhalds heilbrigðu sam-
vinnustarfi og góðum árangri.
í fyrsta lagi upplýsing,
fræðsla um gildi sarnstarfs og
samvinnu, sérstaklega fyrir þá
yngri, sem ekki þekkja hvern-
ig ástandið var áður en sam-
vinnufélögin hófu starf sitt,
fyrir þá yngri, sem eiga að
taka við störfum og bera sam-
vinnuhugsj ónina áfram fram
til sigurs, og í öðru lagi pen-
ingalegt öryggi, eigin sjóðir,
eigin tæki til fram'kvæmd-
anna. Þegar þetta tvennt er
fyrir hendi, þá getum við
treyst á öruggan, áframhald-
andi vöxt og viðgang. Þetta
tvennt er og verður ætíð und-
irstaða allra okkar sigra og
uppfylling allra okkar vona.
Þetta eru orð, sem aldrei
verða of oft um hönd höfð,
enda hafa þau verið túlkuð og
fram borin frá fyrstu tíð sam-
vinnufélaganna.
Sú saga er sögð af fyrsta
kaupfélagsstjóranum hér á
landi, Jakobi Hálfdánarsyni á
Húsavík, að hann var eitt sinn
á ferð með gullforða, sem fé-
lagsmenn kaupfélagsins áttu
og þurfti tii þeirra að komast
á réttum tíma. Hánn þurfti
yfir á að fara, sem var lögð
veikum ís, og yfir hana varð
hann að komast. Hann valdi
þ)á leið að skilja gullpokann
eftir á öruggum árbakkanum
en mjakaði sjálfum sér flöt-
um á ísnum, og komst þannig
yfir á hinn bakkann. Dró síð-
an gullið yfir á eftir sér með
streng, sem hann hafði í það
bundið. Hann lagði líf sitt í
hættu til þess að koma gull-
inu heilu á réttum tíma til
þeirra, sem það áttu. Hann
gat ekki betur gætt gullsins,
sem honum var trúað fyrir.
Fyrsti formaður Sambands
íslfenzkra samvinnufélaga,
Pétur Jónsson á Gautlöndum,
var einu sinni á ferð yfir
heiði um vetur. Hann kom til
fundar, sem hann var að
sækja neðan heiðar, miklu
seinna en ráðgert hafði veriö,
og þegar grennslast var eftir
hvað hefði tafið hann, þá upp
lýstist, að honum .hafði dval-
izt við það að kroppa snjó og
klaka af vörðum við veginn,
sem hríðarbylur hafði á þær
barið og þannig gert þær sam-
litar fönninnivOg gagnslausar
sem vegvísa. Hann tafði sig
við kuldaverk, til þess að þeir,
sem á eftir færu þennan veg,
skyldu eiga léttara með að
rata rétta J.eið.
Þessir menn báðir, fyrstu
forustumenn fyrsta kaupfé-
lagsins og Sambandsins, voru
þarna í verki að sýna það, sem
enn í dag er nauðsynleg und-
irstaða fyrir heilbrigt starf
okkar, að gæta gullsins vel og
þannig skapa peningalegt ör-
yggi, og fræða og upplýsa og
gera öðrum léttara að rata
réttan veg.
Fyrsti forstjóri Sambands-
ins, Hallgrímur Kristinsson,
var og er orðlagður fyrir að
hugsa stórt, eiga stóra drauma
og hugsjónir og styrkan vilja
til að sigrast á eríiðleikunum
og bera mál fram til sigurs.
Á þessarri stundu, þegar við
minnumst liðinna fimmtíu
ára, þá dáumst við að öllum
okkar liðnu foringjum og
þökkum þeim.
Við lítum vongíáðir til
framtíðarinnar í von og vissu
um það, að íslenzku sam-
vinnuhreyfingunni verði
gefnir mai’gir menn eins og
Jakob Hálfdánarson, sem
gæta gullsins vel, margir
menn eins og Pétur Jónsson,
sem fræða og vísa réttan veg,
og margir menn eins og Hall-
grímur Kristinsson, sem eiga
stórar hugsjónir og styrkan
vilja til að framkvæma þær.
í vissu um að svo megi
verða, lítum við glaðir og
djarfir fram á veginn. Ég trúi
á sigur þess góða og rétta,
trúi á sigur samvinnuhug-
sjónarinnar, trúi á betri menn
og betra lif.
Stjórnarmenn SÍS 1902-’52
Pétur Jónsson bóndi og al-
þm. á Gautlöndum 1902—1905
og 1910—22.
Steingrímur Jónsson sýslu-
maður á Húsavík 1905—10.
Sigurður Jónsson bóndi í
Yztafelli, síðar alþrn. og ráð-
herra 1909—17.
Hallgrímur Kristinsson kaup
félagsstjóri á Akureyri, síðar
forstjóri S.Í.S. 1909—17.
Ingólf ur Bj arnason alþm.
og kaupfélagsstjóri i Fjósa-
tungu 1917—36.
Sigurður Kristinsson kaup-
félagsstjóri á Akureyri, síðar
forstjóri S.Í.S. og ráðherra
(1931) 1917—23 og 1947 og
síðan.
Gúðbrandur Magnússon
kauptfélagsstjóri í Hallgeirs-
ey, síðai- forstjóri í Rvík, 1921
—26.
Jón Jónsson bóndi og alþm.
í Stóra-Dal 1921—32.
Olafur Briem bóndi og al-
þm. á Alfgeirsvöllum 1922—25.
Þorsteinn Jónsson kaupfé-
lagsstjóri á Reyðarfirði 1923
og síðan.
Sigurður Bjarklind kaupfé-
lagsstjóri á Húsavík 1925—37.
Einar Árnason bóndi og al-
þm. á Eyrarlandi (fjármála-
ráðherra 1929—31) 1926—47.
Sigfús Jónsson kaupfélags-
stjóri og alþm. á Saúðarkróki
1932—37.
Jón ívarsson kaupfélags-
stj óri og alþm. í Höfn í Horna-
firði, síðar forstjóri í Rvík,
1936—43.
Björn Kristjánsson kaupfé-
lagsstjóri og alþm. á Kópa-
skeri 1937 og síðan.
Vilhjálmur Þór kaupfélags-
stjóri á Akureyri, síðar banka
stjóri, ráðherra og forstjóri
S.Í.S. 1937—46.
Sigurður Jónsson bóndi á
Arnarvatni 1939—49.
*.Frh. á bls. 23.
Myntlín sýnir eina af prjcma;élum Fataverksviiðjunnar Hklu.
\