Tíminn - 24.07.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1952, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefaridi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasimar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 36. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 24. júlí 1952 164. blafi. Dæmdur í 90 þús. kr. sekt, veiðarfæri og afii upptækt í gær var kveðinn upp dómur í máli skipstjórans á York City, sem tekinn var af varðskipinu Ægi út af Blakknesi. Dómur sakadóms er sá, að skipstjórinn, Al- berts S. V. Jones, skuíi greiða 90 þúsund krónur í sekt til Landhelgissjóðs ís- lands, auk þess sem veiðar- Síld uppi við Mán- áreyjar í gærkvöldi í gærkvöldi um kl. 10 hafði ofurlítillar síldar orðið vart við Mánáreyjar og voru skip Tbúin að kasta þar. Höfðu sum þegar fengið nokkra veiði, svo sem Jón Guð- mundsson, Keflavík, 170 tn., en flest skipin fegnu mjög lítið, enda var síldin yfirleitt i smáaugum. Veður va? mjög gott. I fyrrinótt kom síld víða upp á Grímseyjarsundi og köstuðu flest skip, sem þar voru, en fengu flest mjög lít ið. Köstuðu skipin mjög oft og fengu 20—50 tunnur í mörgum köstum. Að'eins 5 skip fengu sæmilega veiði í fyrrinótt, Jón Finnsson 400 tn., Þorgeir goði 450 tn., Guð ný 200 tn., Vonin Keflavík, 200 tn. og Muninn II. 200 tn. Þessi skip og mörg önnur komu inn til ýmissa hafna í gær og var síldin söltuð. — Var í allt saltað í gær í 2600 íunnur. Tvö skip komu til Bagverðareyrar í gær, Tryggvi gamli með 320 tn. og Pólstjarnan með rúmar 100 tunnur. * færi og afli sá, sem er í skip inu, er upptækur til sama sjóðs. Greiðist sektin ckki innan fjögurra vikna komi í stað- inn 9 mánaða fangelsi. Dómurinn miðast við það, að kærði hefir áður gerzt brotlegur við sömu Iög, þar sem hann var dæmdur fyr- | ir landhelgisbrot snemma á árinu 1951 þá á sama skipi. Þegar skipstjóra var til- kynnt um málshöfðunará- kvöröun í fyrradag, óskaði hann að sýna réttinum ör á fæti, sem orsakaði skekkju í göngulagi, og sagðist hann af þeim sökum ekki hafa komizt upp í vai'ðskipið, er skipsmeirn töldu um ölvun hefði verið að ræða. Dóm- urinn skéðaði áverkann, en taldi skipstjórann ekki áber andi haltann í göngulagi. Við enduð störf réttarins í fyradag, ávarpaði brezki sjó liðsforinginn réttinn, og bar fram þakklæti til dómsins fyrir langlundargeð og sann girni, en réttarhöldin eru orðin með þeim lengstu, sem orðið hafa í landhelgismáli af þessu tagi. Valdimar Stefánsson saka dómari, stjórnaði réttarhald inu af háttprýði og ná- kvæmni. Þegar skipstjóra hafði verið kunngert um máls- höfðunina, óskaði verjandi hans, Lárus Fjelsted, eftir að færa fram vörn í máli hans og afhenti dómara skriflega vörn sína. Þegar dómur hafði verið kveðinn upp í gær, áfrýjaði skipstjórinn máli sínu til æðri dómstóla. Óliimpíuleihamir: 14 Ólympíumet og 3 heimsm. hafa verið sett Iisg’i Þorstcinsson varð 26. af 30 kcptiend* «ui i 110 m. grindahlaupi, Iiljóp á 15,6 sek. Dagurinn í gær varð eigi viðburðasnauðari en fyrri dagar leikanna, þótt lítið kæmu íslendingar þar við sögu. Voru enn sett nokkur ný Ólympíumet og tvö heimsmet, og hafa nú verið sett 14 ný Ólympíumet á leikunum og 3 heimsmet. Munu aðrir Ólympíuleikar í seinni tíð ekki hafa orðið árang- ursríkari, og eru þeir þó ekki nema hálfnaðir. Aðalkeppnir í gær voru í þrístökki, spjótkasti, 110 m. grindahlaupi, langstökki kvenna og 200 m. hlaupi. Þrístökkið. Þrístökkið varð einna sögu- ríkast. í lokakeppninni var auðséð, að heimsmethafinn, da Silva, frá Brasilíu, mundi y halda heiöri sinum og vel það. Hann stökk mörg stökk. um og yfir 16 metra, en heims metið var 16,01 m. Lengstu stökk hans nú voru 16,12 m. og 16,25 m. og stórbætti hann þannig tvívegis met sitt. Ann ar varð Sjerbakov frá Rúss- landi á 15,98 m. en þriðji Devanos frá Venezúela á 15,22 m. Var þetta annað heimsmet (Framh. á 7. siðu). Ekki heitari da|ar norðan lands í mörg ár Fra fréttariturum Tímans á Húsavík og Akureyri. Dagurinn í gær var ein- hver heitasti dagur, sem kom ið hefir á Norðurlandi í mörg ár. — Á Húsavík var hitinn 24 stig lengi dags og hefir slík- ur hiti ekki komið þar siðan 1939. Iíægviðri var en sólar- laust að mestu. Hefir hiti verið töluverður í lofti und- anfarna daga, enda þótt ekki hafi hann fyrr komizt jafn- hátt og í gær. Á Akureyri var líka mikill hiti í gær og var lengst af um og yfir 20 stig. Sólarlaust var þar þó alian daginn. — Síðdegis kólnaði nokkuð og komst hitinn þá niður fyrir 20 stig, og hélzt svo fram undir kvöld. Fyrsta áætíunar- ferðin yfir norð- urpólinn í næsta mánuði er búizt við að fyrsta áætlunarflug- ferðin yfir norðurpólinn milii Los Angeles og Stokkhólms verði farin, og verður þaö flug vél frá SAS sem tekur upp þessar flugferðir. Þessi leið er 2 þús. km. styttri en leiðin austur um þver Bandaríkin til New York og þaðan venju- lega flugleið til Norðurlanda, og farþegar á þessari leiö spara um 3000 kr. i fargjöld- um. Þessi óvenjulega flugleið er talin allörugg, einkum vegna hinna mörgu hernaðarflug- valla og loftskeyatstöðva og radarstöðva í heimskauta- Iöndum, sem nú eru fyrir hendi. Mörgum fyrirmönnum hefir verið boðið í hina fyrstu áætlunarflugferð yfir norð- urpólinn. Vestur-íslendingur kemur hingað til búnaöarfræðslu Skúli Hrútf jörð, frá St. Paul í Minnisota, sem er sérfræó ■ ingur í Iandbúnaðarmálum, og þá sérstaklega öllu því er varðar fræðslu- og útbreiðslustarf á vegunx landbúnaða) og bænua, og imniö hefir að slíkum málum í fjölda ára kemur hingað til lands, samkvæmt beiðni íslenzku ríkis stjórnarinnar. Mun hann eiga að vinna að því að skipuleggji fræðslu- og útbreiðslustarfsemi í þágu landbúnaðarins hér á landi, og gera íílíögur til framkvæmda á þeim sviðum Yfir 20 skip lönd- uðu 600 tunnum á Rúsavík Frá fréttaritara Tímans í Húsavik. Til Húsavíkur komu í gær yfir 20 síldveiðiskip með Iít- ilsháttar af síld til söltunar. Alls voru þó saltaðar á Húsa vík um 600 tunnur í gær. — .Flest voru skipin með mjög lífcinn afla, allt ofán í nokkr ar tunnur, en eitt skipanna var þó með um 150 tunnur. í gær var lítil sem engin síldveiii. Nokkur skip köst- uðu og á Grímseyjarsundi mun hafa verið um smá- vægilega veiði fáeinna skipa að ræða í gær. Maður af íslenzkum ættum. Skúli, sem er af íslenzkum ættum og talar íslenzku, hef- il- unnið sér mikinn orðstyr fyrir störf sín í þágu land- búnaðar í fylkinu Minnisota, og er hann aðstoðarprófessor við búnaðarháskóla Minne- sota og aöstoöarframkvæmd- arstjóri þeirrar deildar Minne sotastjórnar, sem hefir á hendi fræðslu- og útbreiðslu- starfsemi í þágu bænda. Að tilhlutan ríkisstjórnar. íslenzka ríkisstjórnin hefir l'arið þess á leit við Skúla, að hann verði við störf hérlendis um nokkurra mánaöa skeið, og munu þau verða aðallega fólgin í athugun hans á upp- lýsinga- og útbreiðslustarf- semi, sem fyrir hendi er i þágu landbúnaðarins, og mun hann gera sér far um að gera tillögur um það, á hvern hátt rnegi auka og endurbæta slíka starfsemi hér á landi, þannig að hún komi bændum og land búnaöi landsins að sem mest um notum. Heimsókn Skúla hingað er að nokkru leyti á vegum hinnar gagnkvæmu ör yggisstofnunar og er þetta lið ur í þeirri tæknilegu þjón- ustu, sem stofnunin lætur meðlimalöndum efnhags- samvinnunnar í té. (Framh. á 7. siðu* Kirkjukóramót að Lundi í Öxarfirði Frá fréttaritara Tímans á Kópaskeri. Kirkjukórasamband N.Þing. prófastsdæmis hélt mót að Lundi í Arnarfirði sunnudag- Inn 13. júlí s.l. Formaður sam ' bandsins, Halldóra Friðrlks- | dóttir, setti mótið, en síðan [flutti sr. Páll Þorleifsson er- indi. Ingimar Ingimarsson flutti einnig erindi. Þessir kórar sóttu mótið: Kirkjukór Sauðaneskirkju, söngstjóri Oddný Árnadóttir. Kirkj ukór Skinnastaðasóknar söngstjóri Björg Björnsdóttir. Kirkjukór Garðssóknar, söng stjóri Björg Björnsdóttir. — Kirkjukór Snartarstaða- kirkj u, söngstj óri Ragnar Helgason. Kórarnir sungu nokkur lög sameiginlega, og allmikið ein ir sér. Ræður voru og fluttar. Var söngnum tekið hið bezta. Skemmtu menn sér prýðilega þrátt fyrir illviðri. __ * Islendingar uimu brezka sjóliða í skotkeppni Þriðjudaginn 22. þ.m. fó>’ fram skotkeppni milli sió liða af II.M.S. Mariner uno ir stjórn lautinant Knighl og Skotfélags Reykjavíkui. Keppendur voru 8 frá hvoi um aðila. Frá Skotfélagini, eftirtaldir: Ágúst Finnsson Bjarni R. Jónsson, Erlendu? Vilhjálmsson, Halldór Er- lendsson, Iians Christensen Magnús Jósefsson, Ófeigui Ólafsson og Róbert Schmidt Keppt var að íþróttahús inu Hálogalandi á 25 m færi með kúlustærð 22. Hvei keppandi skaut 20 skotun, liggjandi og mögulegm stigafjöldi hvorrar sveitai mest 1600 stig. Leikar fóru þannig, aí sveit íslendinga vann mef 1450 stigum. Stigafjöldi Bret anna var 727 stig. Stúlkurnar standa hundruðum saman viðÓIympíubúðirnar Á laugardaginn var, gerðV finnska Iögreglan „innrás“ ii Ólympíubúðir Bandarikja manna í Helsingfors í Ólyn píubænum Kottby og sóttr þangað 25 finnskar stúlkur,, sem höföu leitað þar „hæl- is“ eins og blöðin orða það, Stúlkurnar veittu öfluga, mótspyrnu og spörkuðu á kaft í lögregluþjónana. Síðan leikarnir hófust, he) ir kvenfólkið sótt fast afi Ólympíubúðum erlendu i þróttamannanna í Kottb>, en á sunnudagskvöldið vai náði þessi aðsókn þó há- marki. Þá stóðu finnskai stúlkur hundruðum -samari'. meðfram búðagirðingunum og margur bréfmiðinn mef stefnumótsstað — og tíma var réttur í gegnum girð- inguna. Blöðin segja, að það fari varla hjá því, að þessii Ólympíuleikar líði án þess: að hafa í för með sér alvar- legar afleiðingar fyrir all- margar ungar stúlkur í Hels: ingfors, og jafnvel líka fyr- ir •suma íþróttamennina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.