Tíminn - 24.07.1952, Page 2
2
TÍIVIINX, fimmtudaginn 24. júli 1952
164. blað.
ÓLYMPÍULEIKARNiR:
Zatopek hinn ósigrandi bar
hæst fyrsta dag keppninnar
Hinn ósigrandi Zatopek.
Hápunktur leikanna í clag
var 10 km. hlaupið. 51 kepp-
andi var skráður til leiks, en
35 mættu, svo að það voru
taeint ekki góðar heimtur. T.
d. mætti hinn ágæti þýzki
hlaupari Schade ekki, því að
hann ætlar aðeins að Tceppa í
5000 m. hlaupinu. Árangur í
hlaupinu var í'rábær, sex
menn hlupu innan við hálfa
klukkustund.
Ástralski hlauparinn Perry
tók strax forustuna og fór
mjög geyst, en Zátopek var í
miðjum hóp fyrstu 800 m., en
þá hljóp Perry á 2.17 mín. Þá
tók Rússinn Anoufriev við og
var fyrstur næstu þrjá hringi,
en þaöan Zatopek og eftir þaö
sleppti hann ekki forustunni.
Frakkinn Mimoun fylgdi hon
um eftir. eins og skuggi og
einnig Bretinn Pirie lengi vel.
Á eftir þeim kom annar hóp
ur, sem í ‘voru Posti, Finnl.,
Rússinn, sem áður er nefnd-
Þær eru faliegar þessar fjórar ítölsku Ólympíustúlkur, sem
ætla að þreyta 4x100 m. boðlilaup fyrir land sitt. Stúlkurnar
eru taliö frá vsnstri: Leon^, Cesarini, Martelli og Tagliaferri.
Útvarpib
Útvarpið í dag:
Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis-
útvarp. 15,30 Miödegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar (plöt
ur). 19,40 Lesin dagskrá næstu
viku. 19,45 Auglýsingar. 20,00 Prétt
ir. 20,30 Erindi: Páll Hjálmarsson,
siðasti rektor að Hólum; 200 ára
minning (Brynleifur Tobiasson yf-
irkennari). 21,00 slenzk tónlist: Til
brigði um rímnalag og Tokkata og
fúga fyrir píanó eftir Jón Nordal
(höf. leikur). 21,15 Upplestur: Ingi-
björg Steinsdóttir leikkona les
kvæði og smásögu eftir Jakob
Thorarensen. 21.35 Sinfónisk-
ir tón'eikar (plötur). 22,00 Préttir
og veðurfregnir. 22,10 Pramhald
sinfónisku tónleikanna. 22,40 Dag-
skrárlok.
ur, og Bretarnir Sando og
Norris. Eftir 5000 m. fór Pirie
heldur aö dragast aftur úr,
en Zatopek og Mimoun geyst
ust áfram og fóru óðum fram
úr keppendum, sem dregizt
höfðu>aftur úr, suma tóku þeir
3—4 sinnum. Eftir 8000 m.
varð Frakkinn litli einnig að
gefa eftir, en ekkert gat bitið
á járnkarlinn frá Tékkósló-
vakíu. Hann kom í mark vel
á undan keppinautum sínum
eftir frábært hlaup, þó segja
megi að stíll hans hafi aldrei
verið lélegri en einmitt nú.
Bætti hann Ólympíumet sitt
frá London 1948 mikið, hljóp
nú á 29:17,0 á móti 29:59,6 þá.
Mimoun var um hundrað
metra á eftir og setti nýtt
franskt met 29:32,8 mín., en
í þriðja sæti var Anoufriev á
29:48,2. Fjérði var Posti, hljóp
á 29:51,4 mín., en Bretinn
Sando kom tveimur metrum
á eftir í mark og setti nýtt
enskt met 29:51,8 mín. Sjötti
var Nyström frá Svíþjóð á
29:54,8 mín. og hafði hánn
unnið mikið á síðari hluta
hlaupsins. 7. Pirie, Engl., á
30:04,2 mín. 8. Norris, Engl.,
30:09,8 mín. 9. Pozkidaev,
Rússl., 30:13,4 mín. 10. Stokk
en, Noregi, 30:22,2 mín. 11.
Popov, Rússl. 12. Albertsson, \
Svíþjcð, 13. Karlsson, Svíþj.
Finninn Koskela varð 16. og
Banda? íkj amennirnir Stone
og-Wilt voru nr. 21 og 22.
Miilitímar hjá Zatopek
voru: 2000 m.: 5:51,0, — 3000
m.: 8:48,0 og 5000 m. 14:43,4.
Kristján Jóhannsson
setti nýtt met.
Kristján Jóhannsson var
meðal keppenda í 10 km.
hlaupinu og stóð sig mjög vel,
þegar til þess er tekið, að
þetta er fyrsta keppni hans
á stórmóti. Hann hélt sig lengi
vel í miðjum hóp, en er líða
tck á hlaupið dróst hann held
ur aftur úr. Kristján fylgdi
Dananum Thyge Thögersen!
mest allt hlaupið, en varð að
sleppa honum í síðasta hringn
iim. Varð hann 26. í mark,
rúmum tveimur hringjum á
fPrnmhald á 7. ídðu) i
Útvarpið á morgun:
Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis-
útvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir.
19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Aug
lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Út-
varpssagan: „Grasgrónar götur“,
frásögukaflar eftir Knpt Hamsun;
VI. (Helgi Hjörvar). 21,00 Tónleik-
ar (plötur). 21,25 Frá útlöndum
(Benedikt Gröndal ritstjóri). 21,40
Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og
veðurfregnir. 22,10 Dans- og dæg-
urlög (plötur). 22,30 Dagskrárlok.
Árnnb heilla
Hjónaband.
Laugardaginn 19. þ. m. voru gef
in saman í Hallgrímskirkju af séra
Sigurjóni Þ. Árnasyni ungfrú
Jakobína Gestsdóttir, Reykjaíilíð,
og Ingimar Jörgensen, kaupm. —
Heimili þeirra er að Vitastíg 17.
Það er ekki erfitt að sjá, að maðurinn vinstra megin er
íþróttamaður, en hinn virðist ekki í fljótu bragði vera af því
tagi. Hann líkist helzt indverskum Maharajah, en hann er
nú samt einn af indversku íþróttamönnunum á Qlympíu-
leikunum, eins eg hinn. Til vinstri er Vir Singh, fimleika-
maður en til hægri er Gulzara Singh, hlaupari.
Helsingfors, sunnud. 20. júlí.
í dag hófst frjálsíþrótta-
keppnin á Ólympíuleikunum
með' keppni í 10 km. hlaupi,
hástökki, kringlukasti kvenna
og undanrásum og milli riðl-
um í 100 m. og 400 m. grinda-
hlaupi. Veður var mjög gott
og Stadion baðaði sig í sól-
skini, en nokkur gola var. Það
er áreiðanlegt að þessir Ólym
píuleikar Verða þeir beztu,
sem nokkru sinni hafa verið
haldnir, því að í ölium grein-
um í dag voru sett ný ölym-
písk met, nema í 100 m. hlaup
inu. Þá voru einnig svo að
segja sett ný landsmet í hverri
grein.
Mallaii* Síiimai’soii lýslr keppni
i
- i
\
1 dag verdur lokað
ki. 12 á kááe&i vegna jar&nrfttrar.
Eíaiaðarbaitki íslands
Teikitistofa laiuibánaðai’ins
Sogsvirkjuiiin
óskar eítir tilboðum í rafsuðu á túrbinuhólkum í afl-
stöðinni að írafossi.
ÚtboSslýsing og uppdrættir afhendast á teiknistofu ^
Rafmagnsveitunnar gegn 500 kr. skilatryggingu. ♦
Verkefnið til sýnis’á írafossi þann 25. júlí kl. 14—16. ♦
SOGSVIRKJUN
Ftirsiu tsilenzkit
rtmdsaunni&u harl
i nitmnasUórnir ,
Ftjrirlifjf/jjandi fjjölbreegít úrval af
EBUNNAR-SKðM
►♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦■^♦♦♦♦♦♦^
TILKYNNING
(l vegna stóraukinna anna i sambandi við ráöningar á
(i Keflavíkurflugvelli hefir orðið að samkomulagi að skrif
11 stofa mín þar hætti að sjá um ráðningar íslendinga til
(i starfa þar. — Mun ráðningarskrifstofa varnarliðsins á
11 flugvellinum framvegis gefa allar upplýsingar þar að
<) lútandi.
" Flugvallastjóri ríklsins9
*1 Agnar Kofoed-Hansen