Tíminn - 25.07.1952, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, föstudaginn 25. júlí 1952
165. blað.
Litla golfið á Klaiubratúni vinsælt
A laugardaginn var opnaður
golfvöllur á Klambratúni, en
ekki. er hér um venjulegan
golfvöll að ræða, heldur er
þetta lítili völlur og eiga allir
að geta leikið þar sér til
skemmtunar, en í aðgangseyri
eru innifalin afnot af kylfum
og kúlum. Strax fyrsta daginn
sýndi það sig, að golfvöllur
þessi mun njóta mikilla vin-
sælda, því að aðsókn var eins
mikil og hægt var að taka á
móti. En í leikjunum tóku þátt
sex til átta ára gömul börn
og menn um sjötugt og svo
auðvitað fólk á öllum aldri þar
í milli, bæði konur og karlar.
Bezta útkoman á sunnudag-
inn var hjá Lúðvík Jönssyni,
Hátúni 7, en hann var með 29
högg á þeim fjórtán brautum,
sem eru á vellinum.
Hér er um að ræða mjög
skemmtilegan golfleik, sem
rutt hefir sér mikið' til rúms
hin síoari ár í nágrannalönd-
um okkar og raunar út um
allan heim. Þessi holla úti-
íþrótt hefir meðal annars
þann kost; að bæði yngri sem
eldri hafa jafna aðstöðu og
áhuga að leika hana. Þá hefir
veðráttan ekki eins afgerandi
■áhrif á hvort hægt sé að iðka
hana eins og t. d. þegar um
tennisleik er að ræða.
Golfvöllurinn á Klambra-
túni er um 600 ferm. eða sú
venjulega stærð, er tíðkast á
þessari golfvallargerð og með
14 brautum. Geta um 50
manns leikið þar samtímis.
Þessi nýi og fyrsti „miniatur-
golfvöllur", sem gerður er hér
lendis svo kunnugt sé, er lagð
ur að mestu eftir sænkkri fyrir
mynd.
Fyrst úm sinn verður völl-
urinn opinn alla virka daga
frá kl. 2 e. h. til kl. 10,30 e. h.
og helgiöaga frá kl. 10 f h.
til 10,30 e. h.
Danir framieiða sex
manna piastbifreiðar
í Eanmcrku hafa að undanförnu farið fram rannsóknir
varðandi smíði nýrrar tegundar af bifreiðum, sem byggðar
verða úr plast!k. Hafa Danir í hyggju að framleiða um fjög-
ur þúsund bifreiðar af þessari tegund til að byrja með og
sjá síðan til, hvort reynslan leiðir í Ijós, að heppilegt sé að
halda framleiðslunni áfram.
■f V, • í þyngri en ca. 700 kg.
I bemu framhaldi af þessu
hafa Danir í hyggju að fá lán Dr;f að framan.
aðar tvær mHljómr danskra Plastbíllinn verður 4>4 m.
krona í Bandankiunum, sem ■ , , . , , ,
, . , . . , . að lengd og með dnf að
þeir leggja svo í byggmgu
verkbcls, sem ætlað er að
fiamleiða þessa plastbíla.
Þola árekstur betur.
Hinn danski plastbíll verð- ILO vél, sem framleidd er íj
ur sterkari en þær bifreiðar, Þýzkalandi. Það er engumj
sem við eigum að venjast og vafa bundið, að þessir plast-1
gerðar eru úr stáli. Hann bílar mundu verða heppilegir
mun þola að rekast á fyrir- hér á landi fyrir margra hluta 1
stcðu án þess að skemmast sakir. Þeir eru léttir og er það
nokkuð að ráði, þó að hann mikill kostur, þar sem við bú-
sé á töluverðri ferð, en í líku um við mjög óslétta vegi, sem
tilfelli mundi bifreið með stál með timanum liða sundur alla
húsi stórskemmast. Auk þessa þyngri vagna, auk þess ryðgar
getur plastbíllinn ekki brunn plastið ekki, en hér eru bif-
ið og er það mikill kostur. reiðaeigendur í vandræðum
Bifreiðin mun rúma jafn með að verja bifreiðar sínar
marga farþega og ameriskar fyrir ryði vegna rakamiklls
bifreiðar, tvo frammí hjá bif loftslags; Áætlað verö þess-
reiðarstjóra og þrjá í aftur- ara nýju plastbíla er 14,000,00
sæti, en þrátt fyrir þéssa danskar krcnur miðað við að
stærð,.er reiknað með að bif- bifreiðin sé seld innanlands
reiðin þurfi ekki að vera í Danmöiku.
framan, eins og frönsku
Citroen-bifreiðarnar, sem
eitthváð mun vera til af hér
á landi, og hann verður drif-
inn áfram með 40 hestafla1
Dómprúfasturinn
í R@ykjavík
bo'ðar til safnaðarfu'ida í hinum nýju prestaköllum í Reykja-
víkurprófastsdæmi sem hér segir:
1. í Langholtsprestakalli, mánudaginn 28. þ. m. kl. 8,30 síðdegis í
íþróttahúsinu við Hálogaland.
Langholtsprestakall nær yfir svæðið frá mörkum Laugarnes-
söknar, linu, sem dregin væri frá Miklubraut. vestan Háaleitis-
vegar, Múlavegar, Kambsvegar í sjó vestan Vatnagarða, — og
eftir Miklubraut að Eiliðaám.
2. í Háteigsprestakalli, þriðjudaginn 29. þ. m. kl. ö,30 síðdegis í
Sjómannaskólanum.
Háteigsprestakall nær yfir svæðið frá mörkum Hallgrímssóknar,
eftir línu, sem dregin væri frá sjó í Rauðarárvík um Skúlatorg,
austan Rauðarárstígs -að Miklubraut austan Engihlíðar, milli
húsanna nr. 12 og 14 við Eskihlíð um heitavatnsgeymana á
Öskjuhlíð og að línu. sem dregin væri frá Rauðarárstíg, sunn-
an Laugavegar að Kringlumýrarvegi, því næst austan og sunn-
an Kringlumýrarvegar um Öskjuhlíð í heitavatnsgeymana.
3. í Bústaðaprcstakalli. í Bústaðasókn, miðvikudaginn 30. þ. m.
kl. 8,30 síðdegis í Fossvogskirkju.
Bústaðasókn nær frá mörkum Kópavogshrepps að sunnan, að
línu, sem dregin væri frá heitavatnsgeymunum á Öskjuhlíð í
Nauthólsvik, að vestan og mörkum Háteigssóknar (sem áður
segir) að Miklubraut og Elliðaám.
4. í Kópavogssókn, fimmtudaginn 31. þ. m. kl. 8,30 síðdegis í barna-
■ skóla Kópavogs.
Kópavogssókn nær yfir Kópavogshrepp.
•Allir, sem heima eica á áðurnefndum. svæðum og eru 21 árs
og eldri og eru í þjóðkirkjunni, eiga rétt á að sækja fundina,
hver á sínu svæði'.
Á öllum fundunum verða kosnar safnaðarnefndir (sóknarnefnd-
ir) fyrir hinar nýju sóknir. en meó bréfi dags. 17. júlí hefir kirkju-
málaráðuneytið gefið út auglýsingu um skiptingu Reykjavíkur-
próíastsdæmis í sóknir og prestaköll.
Reykjavík, 22. júlí 1952.
í umboði formanns safnaðarráðs Reykjavíkur,
dómprófastsins í Reykjavík,
Óskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur.
Útvarpið
Étvarpið í dag:
K!. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10.10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis-
útvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir.
19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Aug
lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 -Út-
varpssagan: „Grasgrónar götur“,
frásögukafiar eítir Knut Hamsun;
VI. (Heigi Hjörvar). 21,00 Tónleik-
ar (plötur). 21,25 Frá útlöndum
(Benedikt Gröndal ritstjóri). 21,40
Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og
veðurfregnir. 22,10 Dans- og dæg-
úrlög (plötur). 22,30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10
Veðurfregnir. 12,10 Hádegisútvarp.
12,50—13,35 Óskalög sjúklinga
(Ingibjörg Þorbergs). 15,30 Miðdeg
isútvarp. 16,33 Veðurfre; nir. 19,25
Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar (plöt
ur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Frétt-
ir. 20,30 Tónleikar (plötur). 20,45
Leikrit: „Endurfundir" eftir W. St.
John Tayleur. Leikstj.: Þorsteinu
ö. Stephensen. 21,25 Tónleikar
íplötur). 22,00 Fféttir og veður-
fregnir. 22,10 Danslög (plötur). 24,00
Dagsk-rárlok.
Uuiferðaleikir skóla-
barna í frímínúfum
i ■ .
j Með aukinni vélaumfcrð eru nú augu ýmissa þjóða að
■ oþnast fyrir nauðsyn þess að kenna börnum umferðarreglur
i meðan þau eru í barnaskóla.
skrifar hann niður. Daginn
eftir er svo réttur settur í
skólastofunni og situr ketin-
arinn í dómarasæti, en börn-
in siálf eru látin verja og
sækja málið.
Þetta er allt gert til að
vekja áhuga barnanna fyrir
umferðarreglum og hefir fyr
irkomulagið gefizt vel.
Hér á landi mundi hand-
hægt að koma svona fyrir-
komlagi á, því að ef rétt er
á haldið mundu börnin hafa
Ú T B O Ð
Tilbod óskast í að mála heitavatnsgeymana á Öskju-
hlíð með Snowccm. Verkinu.skal lokið fyrir miðjan
ágúst. —
Útboðslýsing og nánari upplýsingar fást á skrifstofu
Hitaveitunnar, Pósthússtræti 7.
HITAVEITUSTJÓRI.
Einkum leggja Bandaríkja-
menn mikla áherzlu á að
kenna bcrnum umferðarregl-
ur, enda er álit manna á þann
veg, að ef ekki verða fundnar
upp varanlegar ráðstafanir
við þeirri aukningu umferð-
arslysa, sem á sér stað i dag,
þá muni manntjón af völdum
þeirra verða álíka mikið og á
stríðstimum innan tíu ára.
, Bandaríkjamenn hafa tek-
ið upp þao ráð, að skipuleggja
skólagarða, eins og götur, torg
og horn og er þetta eðlilega
í smækkaðri mynd. í frítím-
um sínum skemmta börnin
sér svo við að látast aka um
göturnar í bifreiðum og á reið
hjólum eða gangandi. Sum
þeirra eru skipuð sem lögreglu
þjónar og stjcma þau umferð
inná. Og ef einhver brýtur
reglurnar, þá kippir lögreglan
honu-m út úr urh'ferðinni og
Húnvetningar!
HESTAMANNAFÉLAGIÐ ÞYTUR efnir til kappreiða á
Reykjabölckum í Miðfirði sunnudaginn 3. ágúst 1952.
— Keppt verður í 300 m. stökki, 250 m. folahlaupi,
skeiði 250 m. sprettfæri. Einnig verður góðhestakeppni
og boðhlaup.
Dans á eftir í samkomuhúsinu Ásbyrgi. Veitingar á
staðnum.
Skemmtinefndin.
11*111111 Ulllllllltllll lllllllmilllllllllllllltnllllll II lllllllllt
aiKiiiiiiiiiiiiiiiimuiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiAiiiiuinuiHt
O 15 F E l S
^ eins gaman af þvi að leika lög
regluþjóna og bifreiðastjóra
! í frímínútum sínum eins og
að fara í eitt par fram fyrir
ekkjumann, en í gegnum slík
an leik mundu þau komast til
^ frekari skilnings á því, hvað
umferðarreglur eru og til
hvers þær eru settar og þau
mundu vafalaust búa að þess
um barnaleik sinm alla æv-
iha.
Um þessar mundir sýnir Austur-
bæjarbíó hina írægu. írönsku mynd
Orfeus, en handritið samli franski
rithöfundurinn Jean Cocteau, og
byggir hann þar á grískri goðsögn
um Orfeus og Eurydike, en þegar
Eurydike lézt, sótti Orfeus hana
til Hadesar og færði hana aftur
til lífsins.
Þó að hin franska mynd sé byggð
á hinni grísku goðsögn, þá er hún
algerlega látin gcrast að nútíðar-
hætti. Hefst hún í listamanna-
hverfi i París, en þangað kemur
dauðinn akandi í glaesibifreið með
atömskáld við hlið sér. Skáldið er
ungt og drukkið, en Orfeus situr
inni í kránni og fær augnagotur
öfundar frá smáskáldum. Hann
veitir dauðanum athygli, því að
þetta er ung kona og á áð vera
fögur. Hún þeytist innan um lista
fólkið eins og heimaalningur, en
svo lendir atómskáldið í slagsmál-
um. en að þeim loknum eru englar
dauðans látnir koma og gera út af
við það. Englar dauðans eru tveir
og aka mótorhjólum. Dauðinn læt
ur vippa hinu látna atómskáldi inn
í glæsibifreiðina og biður Orfeus
að koma með sem vitni. Upp úr
þessu hefjast svo hin nánari kynni
Orfeusar við dauðann og verða
tvær helfarir í sambandi við það
og er ein þeirra farin vegna dauða
konu Orfeusar. Orfeus fer ekki til
heljar í þeim tilgangi að sækja
konu sina, heldur til að finna dauð
ann og þegar til heljar er komið
elskast allt á víxl, eins og i dönsku
(Framh. á 7. sí5u).