Tíminn - 11.10.1952, Page 6
6.
TIMINN, laugardaginn 11. október 1952.
230. blaff>
ÞJÓDLEIKHÚSID I
„iLeðurblaUan“
Sýning sunnud. kl. 20..00
Sýning í kvöld kl.. 20,00
Næst síðasta sinn.
Júnó óg Páfuglinn
eftir Sean O’Casey.
Þýð.: Lárus Sigurbjörnsson.
Leikstjóri: Lárus Pálsson.
Sýning sunnud. kl. 20,00
AðgöngumiSasalan opin frá kl.
13,15 til 20,00. Tekið á móti
pöntunum. Sími 80000.
Sími 80000.
| [ Austurbæjarbíó J
Gugnnfósnir
Spennandi og viðburðarík am-
erísk mynd um nútímanjósn-
ara, byggð á eínu vinsælasta út
varpsleikriti Bandaríkjanna.
Howard St. John
Willárd Parker
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sjómanndags-
liabarettinn
Sýning kl. 7,30 og 10,30.
Sala aðgöngumiða hefst
kl. 2 e.h.
llTJARNARBÍÖ
TRIPOLI
j Afar spennandi, viðburðarík og
; vel leikin ný amerísk mynd í
| eðlilegum litum. Myndin gerist
I í Noröur-Afrjku.
Aðalhlutverk:
John Payne
Howard La Silva
Maureen O’Hara
Bönnuð innan 14 ára.
i Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BIÓ
= V.
NÝJA BíÖ
v___________________
II Trovutore
Þessi frábæra ítalska óperu-
kvikmynd, sem enginn tón-
listarunnandi ætti að láta ó-
séða.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Allra síðasta sinn.
MALAJA
Spencer Tracy
James Stewart
Sýnd kl. 9.
Síðasta sinn.
BÆJARBIÖ
- HAÍNARFiRÐI -
__________________J
Mjólhurpósturinn
Sprenghlægileg amerísk gaman
mynd, áreiðanlega fjörugasta
kvikmynd, sem hér hefir sézt.
Donald O’Connor.
Sýnd kl. 9.
Sími 9184.
1 HAFNARBiO
Nœturveiðar
(Spy Hunt)
Afburða spennandi og atburða
rik ný amerjsk mynd um hið
hættulega og spennandi starf
njósnara í Mið-Erópu.
Howard Duff
Marta Toren
Philip Friend
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 2 e.h.
Munið
að
greiða
blaðgjaldið
nu
begar
„Blessuð sértu
sveitin mín“
(So Dear to My Heart)
Skemmtileg og undurfögur ný
söngvamynd í litum gerð af
Walt Disney
aðalhlutverkið leikur sjö ára
drengurinn _
Bobby DriscoII ”
Sýnd kl. 5 og 7.
| TRIPOLi-BÍÖ I
| V--------------------J
s
| Morðið í vitanum
(Voiee of the Wistler)
| Afar spennandi og dularfull
Í" amerísk sakamálamynd.
Kichard Dix
Lynn Merrick
Sýnd kl. 7 og 9.
5 Bönnuð börnum innan 12 ára.
Ævintgri
Gullfallegar nýjar litkvikmynd
ir í Agfa litum, m.a. ævintýri,
teiknimyndir, dýramyndir og
fl. Myndirnar heita Töfrakist-
illinn, Gaukurinn og starinn,
Björninn og stjúpan, ennfrem
ur dýramyndir o. fl.
Sýnd kl. 5.
Sala hefst kl. 4 e.h.
ELDURINN
Gerir ekki boð á'undan sér.
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
SAMVINHUIIIYGGINGBM
ampep n/P
Raftækjavlnnustofa
Þingholtsstræti 21
Sími 31556.
Raflagnir — Viðgerðir
Raflagnaefni
Erleiit yfirlií
(Framhald af 5. síðu.J
um sættir þeirra Eisenhowers og
Tafts, en það er nú gert minna
en áður. Demokratar töldu að sjálf
sögðu, að Taft hefði borið sigur úr
býtum í þeim viðskiptum, en sann
leikurinn mun sennilega sá, aö hér
sé um lauslegt samkomulag að
ræða, er stafi af því, að hvor um
sig þarf á hinum að halda. Eisen-
hower er ólíklegur til að vinna mið-
ríkin, nema hann fái fullan stuðn-
ing Taftista. Margir helztu stuðn-
ingsmenn Tafts í þinginu eru hins
vegar ólíklegir tii að ná endur-
kosningu, nema þeir hljóti stuðn-
ing Eisenhowers, en völd Tafts
byggjast mjög á því, að þessir
menn verði endurkosnir. Sam-
komulag Eisenhowers og Tafts virð
ist þannig byggjast meira á gagn-
kvæmri þörf beggja í kosninga-
baráttunni en varanlegu samkomu
lagi. Hitt er hins vegar ljóst, að
völd Tafts verða mjög mikil, ef
Eisenhower vinnur og republikanar
fá þingmeirihluta. Óneitanlega virð
ist Eisenhower líka skuldbundnari
Taft eftir en áður, þótt hins vegar
sé fjarri lagi að segja, að hann hafi
fallizt á stefnu Tafts.
Hörð barátta.
Rúmur mánuður er nú eftir til
kosninganna, Öll merki benda til
þess, að baráttan, sem eftir er,
verði mjög hörð. Demokratar munu
benda á þær miklu kjarabætur,
sem hinar vinnandi stéttir. hafa
hlotið í stjór.nartíð þeirra, og lofa
að halda því starfi áfram. Þeir
munu benda á, að velmegun hafi
aldrei verið meiri í Bandaríkjun-
um en nú og þakka það stjórn
sinni. Repubiikanar munu leiða hest
sinn sem fliest hjá umræðum um
þessi mál, en einkum deila á utan-
rjkismáiastefnuna og spiliingu í
stjórnarkerfinu. Þeir munu m. a.
kenna demokrötum um Kóreustyrj
öldina. Þeir munu segja, að Eisen-
hower sé hinn reyndi og farsæli
stjórnandi, er sé líklegastur til að
veita örugga forustu á þeim við-
sjárverðu tímum, er framundan
séu. Vinni þeir kosninguna, mun
það framar öðru byggjast á þessu
tvennu: Persónulegum vinsældum
Eisenhowers og rótgrónum vana
aö láta ekki sama flokkfnn fara
lengi með stjórh.
Fyrir innanlandsmál Bandaríkj
anna getur það skipt verulegu máli,
hvor flokkurinn vinnur í kosning-
unum 4. nóvember. Stjórn Steven-
sons myndi veröa frjálslyndari, en
stjórn Eisenhowers er þó vart lík-
leg til að verða íhaldssöm á þann
hátt, að hún raski veruiega því,
sem áunnizt hefir í stjórnartíð
demokrata seinustu 20 árin. í utan
ríkismálum er vart mikilla breyt-
inga að vænta, ef Eiscnhower íylgir
svipaðri stefnu og hann hefir
virzt hafa til þessa.
New York, 26. sept.
Þ. Þ.
Eiim FalsatSur
Kiumingi
(Framhald al 5. síðu.)
reglustjóranna að gæta þess,
að unglingum sé ekki selt á-
fengi, nema einungis í veit-
ingahúsum í Reykjavík þessa
siðustu daga?
(Jm „heiðarlega réttar-
vörzlu“ mun ég ekki ræða
frekar að sinni, en skora á
Mbl. að gera annað tveggja:
Láta E. F. K. segja til sín eða
gangast sjálft við faðerninu,
hvað sem hverjum sýnist um
sómann.
Halldór Kristjánsson.
(iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiitiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiitn
(FRÍMERKll
| Allar tegundir af notuðum 1
i íslenzkum frímerkjum |
i keyptar hærra verði en áð- |
| ur hefir þekkzt.. 50 prósent \
| greitt yfir verð annarra. i
i WILLIAM F. PÁLSSON I
| Halldórsstöðum, Laxárdal, i
i S.-Þing. =
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii nmi iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Lloyd C. Douglas:
r
I stormi
ífsi
27. dagur
SJOTTI KAFLI.
Glampi frá stóra lampanum við höföalag hennar féll á
varnarvirki þau, sem frú Hudson hafði að sér hlaðiö gegn
ásókn svefnsins, er hún ákvað um miðnætti að bíöa komu
Joyce vakandi. Þetta var skáldsaga, tvö tímaritshefti og
hálflokið sendibréf.'
En rétt fyrir klukkan tvö hafði hún lotiö í lægra haldi í
þessari baráttu, og nú svaf hún og ljósiö féll á áhyggju-
fullt svipmót hennar.
Hefði hinn látni Hudson læknir verið leiddur í vitnastúku
á dánardegi sínum og spurður um hjónaband sitt, sem var
afleiðing kunningsskapar konu hans við dóttur hans, mundi
honum hafa fundizt það óþægileg spurning, ef hann hefði
átt að þjóna meðfæddri sannleiksást sinni.
Þau höfðu staðið þrjú saman kaldan janúarmorgun, þeg-
ar brúðkaupið fór fram, og þau líktust ekki hjónaefnum
og vaxinni stjúpdóttur heldur feðginum, föður með tvær
dætur sínar. Og kirkjan hafði gefið þeim blessun sína. Og
Hudson vissi þennan morgun, að margir erfiðleikar biðu
þessa litla hóps, erfiðleikar þeirrar samvinnu, sem fyrir
höndum var, og hann ól engar gyllivonir í brjjósti. En hann
fann, að hann var. farinn að ala í brjósti heita og einlæga
ást til þessarar ungu stúlku, og hinni heillavænlegu vináttu
milli Helenar og Joyce var stefnt í hættu. Svo hófst ferðin
yfir Atlanzhafið.
Joyce var lítil sjóhetja, og fyrstu þrjá daga sjóferðarinné
ar var veörið illt. Hún varð að vera í rúminu og undi lífinu
hið versta. Þau reyndu aö hressa hana og fá haha til að
koma á fætur og harka af sér.
Á sunnudagskvöldið hafði hún loks látið tilleiðast að koma
og setjast í legustólinn, sem þau hoföu búið henni á B-þil-
farinu, og þá hafði hún komizt að raun um, að hún hitti
ekki fyrir umhyggjusaman föður sinn og vinkonu síná á
sama aldri, heldur hjón, mann og konu, sem áttu þegar heil-
an heim út af fyrir sig, að vísu hjón, sem unnu henni og voru
henni einlægir vinir, en engu að síður í annarri veröld en
hún lifði í. Þar með var óbrúanlegt djúp staöfest á milli
þeirra.
Þau reyndu öll þrjú af fremsta megni að hverfa aftur til
fyrri einlægni í sambúðinni, en það var ekki auðgert. Ef
til vill hafa hinar áköfu tilraunir þeirra einmitt girt að fullu
fyrir það. Svo kom dvölin í París, og Hudson lækniY vaj’ önn-
um kafinn við heimsóknir í ýmis sjúkrahús og viðræður viö
lækna í sömu vísindagrein og hann. Joyce og Ilelen skoð-
uðu borgina saman og gengu á milli verzlana, en Joyce
fann sífellt, að Helen stóð henni ekki næst lengur. Hún
þráði samvistir við mann sinn. Hún reyndi að 'véra stjúp-
dóttur sinni glaövær og skilningsrík stallsystir, en það kom
ekki frá hjartans grunni lengur.
„En hvað þetta ,er falleg kápa, Joyce. Það var gaman aö
þú skyldir finna svona fallega kápu.“ En þetta voru tóm
orð og hljómur þeirra var ekki sannur. Hpr voru ekki tvær
jafna.idra vinkonur að tala samíin, heldur stjúpmóðirin og
dóttirin, sem áttu ekki lengur samleið að fullu.
Þó voru engin misklíðarefni uppi. Ef til vili hefði farið
betur, ef svo hefði verið. Þáð varð engin hrukka séð á yfir-
borði sambúðarinnar. Meisemdin lá of djúpt til' þess að
merki hennar sæjust á yfirtaorðinu. Það var orsökin. Öll
orð, sem þeim fóru á milli, voru vúngjarnleg og innileg, eii
undirtónninn var holur sýndarhljómur, sém enginn ókunn-
ur heyrði en þau fundu öll. Hvert og eitt þeirra vissi, að
þau gerðu öll sitt ýtiásta til að vera eðlileg, og þau vissu
livert um sig, að það hlutverk var harla erfitt. Þau streitt-
ust öll við aö ná íyrri stöðu sinni, en vegurinn þangað var
glataður.
Þegar eftir dauða Hudsons læknis, styttist bilið á milli
stjúpmæðgnanna verulega. Fyrstu dagana eftir hina hræði-
legu atburði þrýstu þær sér af alefli hvor aö annarri í leit
að samúð og trausti, og um stund virtist leiðin að fyrri vin-
áttu vera greið. En það stóð' ekki lengi.
Sorg Joyce átti sér ekki djúpar rætur á yfirborði, og eftir
viku kvaðst hún kasta sorgarbúningnum og snúa sér að
gleði lífsins. Viðhorf Helenar var annað. Hún ætlaði ekki að
sækja lífsgleöi sína til annarra, heldur lifa sínu eigin lífi
öðrum óháð.
„Bíddu mín ekki í kvöld, vina mín,“ sagði Joyce klukkan
níu um kvöldið. „Ég ætla að fara út með Ned.“ (Eða Tom,
eða Pat, eða Phil). „Ég kem kannske seint heim. Hvar?
Ég veit það varla, við dönsum einhvers staðar, kannske í
Cristal Palace eða þá í Gordon.“
„Mér er ekkert uiii þessar ferðir þínar í Gordon gefið.
Joyce. Það er ekki heppilegur skemmtistaður. Gerðu það
fyrir rnig að fara ekki þangaö.“
Á rósrauðu borðinu lágu nokkur bréf, eitt þeirra var frá
Montgomery Brent, innilegt, bróðurlegt og ástríkt til „litlu
systur“ sem átti nú í erfiðleikum og var kannske ekki þeim
vanda vaxin, sem að henni steöjaöi á viðskiptasviðinu.
„Mér er það sönn gleði að rétta þér hjálparhönd í þeim
efnum sem varðar ráðstöfun eigna, skuldabréfa eða trygg-
inga. Slíkt heyiTr til mínu daglega starfi.“
„Blessaður drengurinn,“ hvíslaði hún hálfhátt, er hún laS1
bréf hans á nýjan leik. „Þetta er fallega boðið af honum
og alls ekki heimskuleg hugmynd. Hann er vafalaust vel að