Tíminn - 21.11.1952, Síða 4
4.
TÍMINN, föstudaginn 21. nóvember 1952.
265. .b.lað.
Jón Kjartansson, bæjarstjóri:
Frystihúsmál Siglfirðinga
Óskar Halldórsson útgerð-.
armaður, hefir ritað tvær
greinar í Morgunblaðið á1
'þessu ári, um framtíðarrekst
rr togara Siglufjarðarkaup-
otaðar og frystihús það í
Siglufirði, sem nú er verið að
stofnsetja á vegum Síldarverk
ímiðja ríkisins og hefir hann
áhyggjur út af hvoru tveggja.
Fyrri grein Óskars birtist í
Mbl. 12. febrúar s.l. og nefnd
ist „Frystihúsmálið í Siglu-
Firoi“, síðari greinin birtist
ííu mánuðum síðar undir yf-
irskriftinni „Frystihúsin og
;ogararnir.“
XJppistaðan í báðum þess-
um greinum er ádeila á rík-
isstjórnina og stjórn Síldar-
/erksmiðja rílcisins fyrir að
stofnsetja nýtt hraðfrystihús
. einni af mjölskemmum S.R.
. Siglufirði. Þykir mér rétt að
gera nokkra grein fyrir máli
þessu frá mínu sjónarmiði.
Haustið 1951 hófu nokkrir
Lulltrúar frá bæjarstjórn
3iglufj arðar, síldarverksmiðj
.mum í Siglufirði, verkalýðs-
Félögunum og atvinnurek-
sndafélaginu þar, umræður
um það alvarlega ástand, sem
Tið langvarandi síldarleysi
.lefoi leitt yfir Siglufjörð og
oiglfirðinga.
Allir voru á einu máli um
það, að nauðsyn bæri til, að
íoma á fót fjölbreyttari at-
/mnuháttum í bænum og
stöðva fyrirsjáanlega neyð í-
;3úanna.
í framhaldi af viðræðum
íramangreindra aðila voru á
aæjarstjórnarfundi 6. okt.
.1951 samþykktar ýmsar til-
lögur, sem miða áttu að því,
að endurskipuleggja atvinnu
iíf Siglíirðinga. Meðal þeirra
tillagna var ein um að kom-
iö yrði upp hraðfrystihúsi í
Siglufirði á vegum S. R. All-
:ir bæjarfulltrúai’nir voru
samþykkir tillögu þessari. —
Töldu þeir eina úrræðið að
koma á fót nýjum atvinnu-
tækjum í bænum og beinast
lægi við að efla og stofna til
útgerðar og j af nf ramt
tryggja skilyrði til að full
vinna í Siglufirði þann fisk,
sem siglfirzku skipin öfluðu.
Þegar umrædd tillaga var
sambvkkt, gerðu Siglíirðing-
ar út tvo togara. Allir voru
sammála um. að það vantaði
aukinn hraðfrystihúsakost í
bæir.n til þess, að togararnir
kæmu aö tilætluðum notum,
þ.e. taæta úr atvinnuleysinu
i bænum.
Óskar Halldórsson heldur
því fram í greinum sínum, að
ekki hafi þurft ný frystihús
1 Siglufirði, þótt þaðan sé
gerður út sá skipastóll, sem
raun er á. Hraðfrystihúsa-
kostur sé þar nægur, en þar
séu fjögur hraðfrystihús í
einkaeign. Eðilegt er að ó-
kunnugir leggi nokkurn trún
að á þetta, en hvað er hið
rétta í þessu máli? Það er
satt, að í Siglufirði eru fjög-
ur hraðfrystihús að nafninu
til. Eitt er í eign Ásgeirs Pét-
urssonar h.f. Það hefir ekki
verið starfrækt s.l. 7 ár fyrir
fisk og alls ekkert s.I. 3 ár,
svo það má alveg sleppa því
húsi, þegar talað er um
„frystihús" í Siglufirði. Ósk-
ar Halldórsson á þar 20 ára
gamalt timburhús, sem mun
vera með frystivélum. í húsi
þessu hefir, eftir því sem ég
bezt veit, aldrei annað verið
fryst en síld, enda allur véla-
kostur þess eingöngu miðaö-
ur við hægfara síldarfryst-
ingu. í Siglufirði eru aöeins
tvö hraöfrystihús, Hrímnir h.
f. og ísafold s.f. samanlögð af
köst þessara. tveggja húsa
mun vera ca. 10 tonna flaka-
frystmg á venjulegum vinnu
tíegi
Ó. H. heldur því fram í grein
sinni Í2. nóvember s.l. aö af-
kr.stamöguleikar frystihús-
anna í Siglufirði séu álika
miklir og Akranessfrystihús-
anna. Þetta er ekki rétt með
farið. Afkösí Akranessfrysí.i-
húsanna eru a.nx.k. ca. fimm-
föld í dag á við núverandi
afköst hraðfrystihúsanna í
Siglufirði.
Af framansögðu sézt, að
tiauðsyn bar til að bæta við
hraðfrystihúsin í Siglufirði.
Togararnir, sem veiða fyrir
hraðfrystihúsin, korna oft af
veiðum eftir 5—6 daga með
ra. 250 tonn af fiski. í dag
eru engir möguleikar í Siglu-
firði til að taka á móti sliku
magni til frystingar. Nærtæk
asta dæmið í þessum efnum
er það, að togarinn Jörund-
ur kotn í haust með ca. 160
'tonn af fiski til Siglufjarðar,
Ca. % hlutar þessa fiskjar
J fór í Hrímni og ísafold, en ca.
' Vs hluta þurfti togarinn að
jfara meö til Ólafsfjarðar.
Var hraðfrystihús á
vegum S.R., rétta Ieiðin?
Ég þykist hér að framan
jhafa fært fyllstu rök að því
að það var þörf á að stofna
!nýtt hraðfrystihús í Siglu-
firði. — Þá kemur að því, að
athugað sé, hvort sú leið, sem
farin var í þessu máli, hafi
verið hin rétta. Siglfirðing-
um virðist um tvær leiðir
hafi veriö að ræða í þessu
máli. Byggja nýtt hraðfrysti-
hús á vegurn Siglufjarðar-
kaupstaðar og útgerðarfyrir-
tækja hans, eða búa ein-
hverja af hinum auðu mjöl-
skemmum síldarverksmiðja
ríkisins, hraðfrystitækjum.
Það skal játað hér, að æski-
legt hefði verið að bæjarút-
gerð Siglufjarðar og siidar-
verksmiðja Siglufjarðarkaup
staðar — Rauðka — hefðu
getað sjálfar byggt marg-
nefnt hraðfrystihús — en
því var ekki að heilsa sölcum
fjárskorts.
Sú leið var því farin, að
skora á ríkisstjórnina og
stjórn S. R. að breyta auðri
geymslu í hraðfrystihús, við
þetta sparaðist verð hússins,
eða rúm ein millj. kr. Þaö réð
baggamunin. Það gengur
nógu erfiðlega að útvega fé
til að fullgera hið nýja hrað-
frystihús S. R., hvað þá, ef
þurft hefði að fá a.m.k. eina
millj. kr. í viðbót, en það
hefði þurft, ef ráðist hefði
verið í nýja hraðfi’ystihúss-
byggingu frá grunni. Eitt er
það í gfeinum Ó. H,. sem kom
mér einkennilega fyrir sjón-
ir. Það var sú fullyrðing hans,
að Siglufjarðarkaupstaður
hafi getað fengið keypt frysti
liús í Siglufirði meö „sann-
gjörnu“ verði. Ég veit ekki til,
að anhað frystihús hafi verið
til boöa en hið 20 ára gamla
hús Ó. H. fyrir nokkuð á aðra
milljón kr. Þessu var hafnað
og fannst engum, sem um
málið fjallaði, að um „sann-
gjarnt“ verð væri að ræöa.
Samiiingar S. R. og bæj-
arstjórnar um togarana.
Ó. H. fullyrðir það í grein-
um sínum, að bæjarstjórn
Siglufjarðar hafi gert neyö-
arsamninga við stjórn S. R.
og afhent þeim umráðarétt-
inn yfir afla togaranna. Hér
J er hallað réttu máli. Hið rétta
er, að stjórn S. R. sagði, áður
en hún ákvað að leggja út í
stofnun hraðfrystihússins, að
siíkt væri ekki unnt að gera,
nema hráefni væri tryggt. —
Þetta skyldu allir bæjarfull-
trúarnir í Siglufirði. Endan-
iegir samningar urðu þeir, að
ef fleiri en tveir togarar eru
á veiðum við landið fyrir
heimamarkaö, þá þarf bæj-
arútgerð Siglufj. að setja
annan sinn togara á slíkar
veiðar, ef stjórn S. R. óskar,
en S. R. getur aldrei krafist
; þess að hinn togarinn fari á
. sams konar veiðar fyrir hrað
Jfrystihús S. R., ef stjórn bæj-
t arútgerðarinnar getur bent
á, að um taprekstur sé að
ræða við slíkar veiðiferðir.
Þegar þess er gætt, að þaö
er kappsmál Siglfirðinga, að
togararnir veiði fyrir heima-
markað, þegar aðstaða hefir
skapast til þess, þá þarf ekki
sérstaklega að benda á þessa
samningsgerð bæjarstjórnar
og stjórnar S. R., sem hættu-
lega Siglfirðingum.
Ó. FI. heldur því fram, að
tímafnir munu sanna, að „i
íshúsmálinu hafi verið hald-
ið illa á málum af hálfu Siglu
fjarðarkaixpstaðar." Ég held
hio gagnstæða. í þessu máli
var farin sú eina leið, sem
fæl’ var.
Stofnun nýs hraðfrystihúss
í Siglufirði er hafin, hvort
sem Ó. H. líkar betur eða ven
og allir Siglfirðingar binda
(Framhald á 6. síðu.)
Ilalldór Ólafsson á Búlandi tekur
hér til máls og ræðir um flutning
þingfrétta. Ég get tekið það fram
strax, að ég er honum að mestu
leyti alveg sammála;
„Mig langar til að skjótast inn
í baðstofuna til ykkar og spjalla
við ykkur svolitla stund. Mér skilst.
að þar megi ræða um allt milli
himins og jarðar, svona eins og
gengur og gerist í baðstofu, þar
sem margt fóik er samankomið. Sn
það er nú bara eitt mál, sem ég
vil minnast á við ykkur og það
eru þingfrétíir. Ég sé að öllum
jafnaði fjögur blöð, frá þrem
stjórnmálaflokkum og það er eins
og það sé þegjandi samkomuiag
j milli allra þessara blaöa, að minn-
j ast sem allra minnst á störf Al-
' þingis. Alþingi er þó — þrátt fyrir
það, þó að margt megi að störf-
! um þess finna — einhver virðuleg
asta og þýðingarmesta stofnun
' þjóðarinnar. Þaö er því engin
furða, þó ao almenningur æski
. þess, að geta fylgzt sem bezt með
störfum þess.
j
Ég veit, að ýmsir menn munu
svara þessu á þá leið, að útvarpið
geri þessum fréttum svo góð skil,
að á fréttaflutning þessan sé ekki
frekari þörf, þörfum þjóðarinnar í
þessum efnum sé með því full-
nægt. Þetta er að vísu rétt, það
sem það nær. Þingfréttaflutningur
Helga Hjörvar er með ágætum og
þeir, sem þess eiga kost að fylgj-
ast vel þar með, hafa ekki yíir
neinu að kvarta í þessum efnum.
En það er stór hópur manna, sem
á þess lítinn eða engan kost að
hlusta á þingfréttir í útvarpinu á
þeim tíma, sem þær eru fluttar.
Á kvöldin kl. 7—8 er fjöldi sveita-
manna bundinn við nauðsynleg
störf, sem inna þarf af hendi á
þessum t;ma, því að „kýrnar kalia
á kláfinn sinn“, var einhvern tíma
kveðið. Það er því ósk mín, að Tím-
inn gerist fyrirmynd annarra Ixlaða
í þessum efnum og flytji í hverju
blaði stutt eða langt yfirlit — eftir
því, sem efni standa til — um störf
Alþingis. Ég veit, að þetta er vilji
fjölda manna. Það eru því vinsam
leg tilmæli mín til þín,. Starkaður
sæll, að þú komir þessari ósk mir.ni
á framfæri við rétta aðila. Ég hef
þá tru, aö þú sem húsböndi í hinni
gestkvæmu baðstofu, getir . haft
heillarík áhrif í þessa átt“.
Þjóðviljinn segir í gær frá kvik-
mynd af friðarþingi í Berlín. í því
sambandi lýsir liann venjulega íólki
í vestrænum löndum, sem ekki hall
ast að kommúnisma, á þessa leið:
,,Pölk þetta fær höfuðverk í hvert
skipli, sem sólin rennur upp og það
hatar æsku, einkum æsku, sem
hrópar á frið“.
Það er einkennilegt, að kommún-
istum sumum hverjum er þannig
farið, að þeir viröast ekki geta tekið
sér hið blessaða. orð friðarins í
munn, án þess að æsa jafnframt
til andúoar og haturs gegn ein-
hverjurn. Það er eins og þessir
vesalingar hugsi sér, að friðarhug-
sjónin sé bezt fallin til að æsa
menn til haturs cg ófsá, en vitan-
lega er ekki til verra guðlast. Það
er ekki alveg víst, að menn hati
unga fólkið, þó að þeir séu ekki
'. kommúnistar. Og friðr.rhrópin geta
! verið með þeim hætti, að þau spegla
1 frernur annað en þá góðvild, sem
vill heldur þola illt en gera illt, en
sú góðvild ein er öruggur grund-
' völlur friðar.
Ég gerj ráð fyrir því, að Þjóð-
viljamenn leggi út af þessu og noti
bæð'i ráðvendni sína og vitsmuni,
svo sem þeim er lagiö. En það er
þá ekkert því til fyrirstöðu að tala
nánar um það, ef þá langar til.
Þetta er grundvallaratriði. Hitt er
engin friðarstefna, að segja eins og
skáldið:
,,Við sættumst fúsir fjandmenn við,
en fyrst á þeirra gröfum“.
Það er sama friöarstefna og kom
fram hjá Gissuri jarli, þegnr hann
vildi fyrirgefa Þórði Andréssyni þeg
ar hann væri dauður. — Slík er
friðarstefna Þjóðviljans líka.
Starkaður gamli.