Tíminn - 21.12.1952, Page 3

Tíminn - 21.12.1952, Page 3
291. blað. TÍIVTINN, sunnudaginn 21. desember 1952. 3. í slendLnga/Dæthr Dánarmjnnjng: Guðmundur H. Pálsson Tilvalin jólagjöf ^,Hvað érkí Tíf néma litur J-og ljósblettir ótal á dauðasæ lygnum er leiftra 'í lífssólar skini“. Þessi .orð:: ská’ldsins komu mér í liúg,- ér ég 'heyrði and- -látsfregn Guðmundar H. Páls sonar, kennara, hinn 13. þ m. :Að vísu vissi ég, að hann hafði legið vikum saman milli ^heims og helju, en meðan lífið blaktir er þó alltaf einhver von. En helfregnin slökkti sið asta vonarneistann. Hinn .glaði og góði drengur var horf -'inn sjónum frá mikilsverðu starfi í bióma lífsins. — Lög- j-máli dauðans verða allir að lúta, en hér fannst mönnum hánn of snemma á ferð — einu sinni enn. Það er svo erfitt að sætta sig við þessa sáru atburði. Helzta rauna- bótin er að geta tileinkað sér orð meistarans: Verði þinn vilji. , Þeir eru margir, er sakna vinar i stað, við fráfall Guð- mundar. Meðan hann'lá bana leguna sögðu félagar hans oft .hver við annan: Við megum ekki missa hann Guðmund. - Svo vinsæll var hann, enda í „'fremstu röð stéttar sinnar og : líklegur til meiri frama. Hann :var hinn ágætasti félagi og -afburða kennari. Bar margt •til þess: Ágæt greind, þekk- ing góð, viðmótið hlýtt og 'aðlaðandi. Hann átti þann kost í ríkum mæli, sem börn ” meta yfirleitt mest hjá kenn * ara: Hann var mjög skemmti •Tegur maður, lundin létt og - glöð. Allir hlutu að vera í :góðu skapi í návist Guðmund : ar. Honum veittist því létt að :stjórna börnum. Honum þótti :vænt um börn, og þeim um hann. Sama má segja um alla - samstarfsmenn hans. — Á gleðifundum var Guðmundur hrókur alls fagnaðar, enda kunnáttumaður í mörgum list um, er þar koma til greina: vel máli farinn, góður söng- .maður og sagði vel frá. Han-n var orðheppinn og fundvís á það, sem broslegt var, en fór vel með þann hæfileika. Gam an hans var græzkulaust. En Guðmundur var einnig alvörumaður og karlmenni í lund. Veikindi sín fyrr og síð- ar bar hann með æðrulausri ró og þreki. í starfinu var hann strang- ur við sjálfan sig og í stöðugri leit að meiri þekkingu. Hann fylgdist vel með nýjungum í kennslu, og tókst að ná mik- illi leikni og ágætum árangri i í frjálsri kennslu, með hjálp vinnubóka. Hann var fenginn til þess að leiðbeina kennur- um í frjálsum vinnubrögðum á kennaranámskeiði, er hald ið var hér á s. 1. ári og þótti vel takast. — Einnicr hefir hann haft á hendi ieiðbein- ingarstarf í móðurmáls- kennslu í Melaskóla síðustu árin. Jafnframt hefir hann starfað mikið að félagsmálum kennara hér í bæ. Guðmundur var fæddur í Hnífsdal 20. júlí 1918 og ólst upp þar vestra. Ætt hans er ‘ mér ókunn. Ungur hóf hann nám í Kennaraskólanum og tók kennarapróf 1941 með mjög góðri einkunn. Giftist 1 sama ár skólasystur sinni, Ás- dísi Steinþórsdóttur. Þá um haustið varð hann skólastjóri barnaskólans á Djúpavogi. en Ásdís kennari. Þar voru þau 5 ár við góðan orðstír, en jfluttust til Reykjavíkur 1946, er Guðmundur var settur kennári við Melaskólann. Þar vorum við saman einn vetur i og þar hófst kynning okkar, ■ er síðan hefir haldizt. Ég tel Guðmund með beztu og skemmtilegustu félögunum, sem ég hefi kynnzt og á ekki nema góðar minningar um hann. Það vil ég þakka nú við leiðarlokin, um leið og ég votta ástvinum hans innileg ustu samúð mína, en þeim má það til huggunar verða, að Guðmundur hefir reist sér ó- brotgjarnan minnisvarða í hugum og hjörtum samferða mannanna, sem kveðja hann nú með söknuði og þakklæti fyrir hugljúfar og ógleyman- legar samverustundir. Ingimar Jóhannesson. :.v.v.v.w.v.,.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.,.,.,.v.' .'.v.: M.s. Gullfoss ...... „| tíesember til Akureyrar. Þaðan fer’; i skipið mánudaginn 29. desember beinté til Kaupmannahafnar. I; IL ■* * j H.f. EimskipaféEag Islands ■: W.'.V.-.V.’.V.V.VV.'.V.-.V.V.V.V.*.V.V.'W.'WJW NOMT BLANCi Peiniinii hinna vandlátustu Sendibréf f rá íslenzkum konum Komin er út hjá Helgafelli bók nú fyrir jólin, sem mér þykir næsta girnileg til fróð- leiks og vildi því benda á hana, ekki konum eingöngu, heldur miklu fremur öllum þeim, er unna sögu íslenzku þjóðarinnar og þjóðlífsfræð- um allra alda. Bók þessi er Sendibréf frá íslenzkum kon um, og ná yfir tímabilið frá 1784—-1900. Finnur Sigmunds- son bjó undir prentun og eru bréfin öll tekin úr handrita safni Landsbókasafnsins. Bréf og dagbækur hafa í öðr um löndum jafnan þótt góð- ar heimildir til að byggja á ævisögur og aldarfarslýsingar og hafa konur lagt þar fram ekki ómerkan þátt, enda var það um langan aldur siður kvenna að halda mjög ýtar- legar dagbækur. Hér á íslandi mun það þó lítið hafa tíðkazt. Mig grunar, að íslenzkar kon ur, jafnvel heldri konur, háfi yfirleitt haft öðru að sinna og verið annað tamara en að nota pennann. Það er því svo að segja óplægður akur hér á landi, að kynna þjóöinni hugs anir og málfar fyrri tíðar kvenna, eins og þetta kemur fram í bréfum þeirra, ásamt lýsingunum á lífserfiðleikum og baráttu þeirra tíðar manna. . í fyrstu fannst mér það galli á bókinni, að hér er svo að segja eingöngu um að ræða bréf kvenna úr embætt ismannastétt eða eins og seg ir í formálanum tekin aðal- lega bréf frá mæðrum, kon- um og systrum þjóðkunnra manna. Hefir þetta vafalaust verið gert til þess að lesand- inn fylgdist betur með efni bréfanna og skildi, um hvaða fólk er verið að ræða. Get ég mjög vel fellt mig við þá til- högun efnisins, sem þarna hef ir verið höfð á. En mér er næst að segja, að bókin æsi upp í mér sult, ég vil fá meira, miklu meira af svona bréfum, fyrst af nógu er að taka. Og ég vil skora á Finn Sigmunds- son og Helgafell að gefa okk- ur á næsta ári sýnishorn af rithætti , alþýðukvenna víðs vegar um land og lífskjörum þeirra á ákveðnu tímabili. Það gerir ekkert, þó aö fáir kann- ist við nöfn, ef bréfin hafa að öðru leyti gildi, og Finni Sigmundssyni er vel trúandi fyrir valinu. Ég ætla nú að minnast ör- fárra bréfa, sem mér þykja j bregða sérstaklega skýrri mynd yfir eitt eða annað. Að öllu samanlögðu held ég, að ég taki bréf Sigríðar Örum I fram yfir flest hinna. Þau eru samfara frábærum stíl svo fræðandi um eitt og annað. Það er stundum kvartað yfir samgöngum við Austurland nú, en þegar bréf Sigríðar Örum er skrifaö 1826, þá eru þær sem hér segir. Sigríður á heima á Fljótsdalshéraði, hún stendur uppi sjötug með 5 for eldralaus dótturbörn, elzti son urinn er reyndar orðinn stúdent og á nú að verða amt- mannsskrifari vestur á Snæ- fellsnesi. Amman sendir hon- um nú yngsta systkinið, 10 ára dreng, til forsjár, en til þess að koma honum suður til Reykjavíkur og svo þaðan vest ur á Snæfellsnes eru ekki önn ur ráð en að biðj a um að hann fái að fylgjast með veikri konu af Héraðinu, sem ætlar til Eyjafjarðar að leita sér lækninga hjá séra Jóni í Stærra-Árskógi, síðar á Grenj aðarstað. Drengurinn á að fara með bréf frá ömmu sinni til amtmannsins yfir Norður- og Austuramtinu og biður hún hann ásjár um að koma þess- um litla pilagrím áleiðis til Reykjavíkur í tæka tíð. Ekk- ert veit maður um það, hvern ig ferðin hefir gengið eða um ævintýri hennar, en sjálfsagt hefir drengsnáðinn komið fram, því að hann er afi Geirs Sæmundssonar, vígslubiskups á Akureyri, Siggeir Pálsson. Torfhildur Hólm, skáld- kona, skrifar Eiriki Magnús- syni í Cambridge frá Winne- peg, af því að hann hefir sýnt henni samúð og hjálpsemi við útgáfu á bckum hennar, sem hún fær lítið fyrir. En henni er slík þörf að skrifa, að mað ur hennar finnur, að það er henni lífið sjálft, köllun, sem dauðinn einn getur hindrað hana í að fylgja. Henni hefir dottið í hug að leita til Al- þingis um skáldastyrk, en get ur ekki sótt um hann sjálf, því að „þjóðin ætti að veita mér styrkinn af frjálsum vilja. Auðvitað yrði einhver að gjöra uppástunguna fyrst“. Þetta er árið 1885. Ekki er hægt að láta vera að minnast hinna yndislegu bréfa Ragnhildar Björnsdótt- ur til Eiríks Magnússonar, þar sem hún ber sáttarorð á milli manns síns, Páls Ólafssonar skálds og Eiríks. Bréfin eru svo dásamleg lýsing á göfugri fórnfúsri, kærleiksríkri konu, að ég held, að engan furði eftir lestur þeirra á yfirlýs- ingu Páls: „Fyrr skal blessuð sólin sofna en sál mín hætti að elska þig“. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Innilegar þakkir tii allra þeirra fjölmörgu nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Brekkukoti í Óslandshlíð. Aðstandendur. S Hjartans bakkir til vandamanna minna, Kvenfélags i Fljótshlíoar og allra vina nær og fjær fyrir vinsemd og > hlýhug, rnér sýndan, með heillaskeytum, heimsókn- um, blómum og goðum gjöfum á 70 ára afmæli minu lj< 30. nóvember. 1« Lifið heil. S Guðríður Jónsdóttir, •. ? Hliðarendakoti. v WWWVWVWWVWVWWVWWWWUVWU'UVVVVVWWWWWI w.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.