Tíminn - 23.01.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.01.1953, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 23. janúar 1953. 18. blaSy 6. ðlS ETÓDLEIKHÚSID SKUGGA-SVEOÍ3V Sýning í kvöld kl. 20. UPPSELT. i Næstu sýningar: laugardag kl. 20. og sunnudag kl. 15. TOP AZ Sýning sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin írá kl. 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 80000. „Rehkjaníf Sýn. að Hlégarði í Mosfellssveit laugardaginn 24. jan. kl. 20,30 Aðgöngumiðar við innganginn. j Ungmcnnafél.húsinu í Keflavík : sunnudaginn 25. jan. kl. 15 og 20. Aðgöngumiðar á laugardag í Ungmennafélagshúsinu. Ævintýri í Japan Sérstæð og geysispennandi ný amerísk mynd, sem skeður í | Japan, hlaðið hinu leyndar- dómsfulla andrúmslofti austur- landa. Humhrey Bogart Florence Ma;Iy Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. NÝJA BÍO Broadway lokkar öTwo Tickets to Broadway) Skemmtileg og fjörug, ný,| amerísk dans- og söngvamynd íj eðlilegum litum. Tony Martin, Janet Leigh, Gloria DeHaven, Eddie Bracken. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI — Brúðyuini að láni Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARBÍO Happy Go Lovely Fjörug og skemmtileg litmynd með skemmtilegum lögum og fjörugum dönsum. Aðalhlutverk ið leikur og dansar hin vinsæla, ameríska dansmær: Vera Ellen. Sýnd kl. 7 og 9. Drengurinn frá Texas (Kid from Texas) Spennandi amerísk litmynd, um ævi Billy the Kid. En frásögn um líf hans birtist í Vikunni nú fyrir skömmu. ' Andel Murphy, Gale Storr. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5. LEIKFÉIAG REYKJAVÍKUR' Ævintýri á gönguför 'nasaaa ‘PIOA21 j Suiuás AUSTURBÆJARBIO Drottning spilavítisins (Belle Le Grand) Mjög spennandi og viðburðarík, ný, amerísk sakamálamynd, gerð eftir hinni þekktu og spennandi skáldsögu eftir Peter B. Kyne, Aðalhlutverk: John CarroII, Verfa Ralston, Muriel Lawrence. Bönnuð börnum innan 16 ára, feýnd kl. 5, 7 og 9. ' TJARNARBÍO Samson og Delila Vegna mikillar aðsóknar. Sýnd kl. 7 og 9. GAMLA BÍO Sími 1475. Lassie dauða- dœtndur (Challenge to Lassie) j Ný, amerísk kvikmynd í eðii- j jlegum litum. Edmund Gwenn, Geraldine Brooks og unlrahundurinn Lassie. "Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍO Bíjósnari riddara- liðsins (Cavalry Scout) Afar spennandi, ný, amerísk kvikmynd í eðlilegum litum um baráttu milli Indíána og hvitra manna út af einni fyrstu vél- fbyssu, sem búin var til. Aðalhlutverk: Rod Cameron Audrey Long Jim Davis Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. Börn fá ekki aðgang. [»»•♦»»»♦♦♦♦♦< Bilun gerir aldrei orð á und- an sér. — Munið lang ódýrustu og nauðsynlegustu KASKÓ- TRYGGINGUNA. Raftækjatryggingar h.f., Sími 7601. 'Gerist ’áskrifendur að LZjCmanum , i Ctbreiðið Timann Erlent yfirlit (Pramh. af 5. síðu). að flýta fyrir sigri þeirra, í þessu sambandi er ekki sízt ástæða til aS minna á baráttu hans fyrir jafn- rétti svertingja. Þegar fram líða stundir, verður stjórnartíma Trumans þó senni- lega ennþá fremur minnzt vegna þeirrar stefnu, sem þá var mörk- uð í utanríkismálunum. Þá var ekki aðeins horfið frá hinni hefð- bundnu einangrunarstefnu, held- ur jafnframt farið inn á þá braut, að Bandaríkin legðu fram nokkuð af hinum mikla auði sínum til að efla atvinnulíf þeirra landa, sem lakar væru stödd. Marshallhjálp- in var einn þátturinn í þessari starfsemi, en ætlun Trumans for- seta hefir verið að gera hana miklu viðtækari og láta hana fyrst og fremst ná til nýlenduþjóð- anna. Hinn mikli vígbúnaður, sem hlotizt hefir af Kóreustyrjöldinni, hefir komið í veg fyrir, að lagt hafi verið eins mikið fé af mörkum í þessu skyni og æskilegt hefði ver- ið, en öll ástæða er þó til að ætla, að þeirri starfsemi, sem hér hefir verið hafin af Truman forseta, verði haldið áfram af Bandaríkj- unum, þótt í öðru formi verði en hingað til. Fátt gefur betri vonir um friðvæniegri og farsælli heim en að hinar ríkari þjóðir hjálpi þeim, sem lakast eru settar, til viðreisnar og betri efnahags. Loks er svo óhætt að fullyrða það, að sú festa og einbeittni, er stjórn Trumans hefir sýnt í skiptum sín um við einræðisríkin seinustu ár- in, hefir meira en nokkuð annað afstýrt því, að útþensla einræð- is- og yfirgangsstefnunnar hefir verið stöðvuð að sinni. En sam- fara þessari einbeitni hefir líka verið sýnd fullkomin aðgætni, er sýnir að Bandaríkin vilja íorðast aukin styrjaldarátök í lengstu lög, eins og t.d. frávikning Mac Arthurs sýndi bezt. Hugrakkur baráttumaður. Það hefir áreiðanlega stutt mjög að því, hve vel stjórn Trumans hefir farnazt, að hann hefir haft marga góða samstarfsmenn, eins og þá Marshall, Acheson og Harriman. En ekki sízt ber þó að þakka þetta hæfileikum Trumans sjálfs. Hann er bersýnilega gæddur sömu hygg indunum og bóndinn, sem finnur á sér, hvaða veðra er von, og bregzt við samkvæmt því. Þetta hefir ekki sízt sannazt í stjórnmálabar- áttunni heima fyrir, þar sem hann hefir hvað etfir annað snúið á færustu andstæðinga sína. Stund- um hefir það virzt svo, að hann hafi verið óákveðinn og drægi á- kvarðanir á langinn, en þeim mun betur hefir hann líka fylgt þeim fram. Um það ijúka jafnt sam- herjar hans og andstæðingar upp einum munni, að hann sé manna óragastur og hugrakkastur, þegar í baráttuna sé komið. Það sýndi hann í kosningabaráttunni 1948. Hafi hann talið það nauðsynlegt að ganga í berhögg við almennings álitið, hefir hann gert það ótrauð- ur, eins og þegar hann vék Mac Arthur frá eða þegar hann hefir varað við misnotkun kommúnista- hræðslunnar. Sem bardagamaður hefir Truman líka verið óvæginn og illskeyttur, og því sennilega hlot ið meiri andstöðu en ella, einkum þó af hálfu auðmanna, sem hann hefir notað hvert tækifæri til að tala um í ómildum tón. Það hefir svo hjálpað Truman mikið, að hann hefir jafnan verið heilsu- hraustur og laus við áhyggjur. Eft ir langan og erilsaman starfsdag, hefir hann jafnan getað sofnað á- hyggjulaus að kveldi, eins og hann gerði að kveldi fyrsta dagsins i fórsataembættinu, ög áður var sagt frá. Fyrirætlun Trumans. Truman ákvað á síðastl. sumri að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs. Hann hafði látið uppi þá skoðun, að enginn ætti að vera for seti lengur en í 8 ár og ekki þing- maður lengur en í 12 ár. Ein mesta raun hans væri að mæta gömlum þingmönnum, er helzt mætti halda að væru frá dögum Lúðvíks 14. En þótt Truman ákvæði að freista ekki aftur gæfunnar við forseta- kjör, mun hann ekki draga sig i hlé í stjórnmálabaráttunni. Ætl- 1 :: 1H MARY BRINKER POST: U Anna 1 ♦♦ Jórdan S ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ 12. dagnr 0 það. „Engin stúlknanna hefir hugmynd um þetta, minnsta kosti vilja þær ekkent segja. Ég hef þá trú, að málið verði aldrei upplýst. Stúlkurnar standa saman, þegar vanda ber •ftð höndum, þó hötuðu flestar þeirra Lornu. Ef hér hefir verið um mann ^ð-ræða, máttu reiða þig á, að hann er flúinn úr borginni, eða þá að hann fer huldu höfði í Kína- hverfinu. Og engum-tekst að finna hann, ef hann er þár“. „Af hverju tóku, þeir Mæsu? Hún gerði það ekki“, hróp- aði Anna. „Þeir þú-ra-tóku þær allar og stungu þeim inp. Þeir munu halda_ þeim inni í nokkra daga, eða þar til Konsídína hefir komið af stað nógu sterkri mótmælaöldu, þá verða þær látnar-lausar. Hvernig sem það fer, þá. hef ég fengið góða_ frétt, og- fyrir það er ég þér mjög þakklátúr, tepla mín. Ég ska£segja þeir hvað ég ætla að gera: Jesler- málið fer fyrir rétt-4 næsta mánuði. Ef þú vilt, þá skai ég smygla þér inn í réjÆarsalinn á blaðakorti mínu“. ..... Þegar hún koirvheim, atyrti móöir hennár haiia fyrir áS hafa verið of lengi í sendiferðinni, og sló hana fyrir að gieyma að koma með. tómu brúsana til baka, auk þess lét hún Önnu telja nndvirði bjórsins í lófa sinn. „Fékkstu nokkur£.þjórfé?“ spurði móðir hennar hvasst. „Já, en þú sagðir að ég mætti eiga það ög kaupa“sælgæti fyrir þaö“, svaraði Anna. Svo gat hún ekki þagað lengur yfir því, sem fyrir hana hafði komið. „Ég fékk aura hjá Jimma Petley fyrir að segja honum frá Lornu“. „Hvað með Lornu“.?, ,;Hún er dáin af hnifstungu og ég sá hana, er ég kom með bjórinn til hennar. Ég fann hana.“ Kittý Jórdan þreif i axlir dóttur sinnar og hristi hana. „Ertu að segja satt?“ Anna kinkaði kolli. Mamma hennar átti að vita, að hún skrökvaði aldrei „Þá fyrir guðs skuld segðu engum, að þú hafir fundið hana, ef þú vilt breyta, eins og þér er fyrir beztu. Maður kærir sig ekki um að fá lögregluna yfir sig hér að njósna og spyrjast fyrir. Það mundi eyðileggja viðskiptin. Kittý var angri slegin og- hún herti tak sitt á Önnu. „Segðu ekki nokkurri manneskju frá þessu, ef þú vilt ekki að ég berji þig sundur og samán. Þeir gætu jafnvel stefnt þér fyrir rétt. Ég vil ekki að mín börn verði fyrir barðinu á iög- unum“. Anna lofaði að hún skyldi þegja, og Kittý vis^i, afr hún mundi halda það loforð, en ótti hennar við lögregluna og djúpt grafin móðurleg umhyggja hennar fyrir barninu, kom henni til þess að halda Önnu innanhúss, það sem eft- ir var vikunnar. Henni var ekki leyft að sækja skólann, eða fara út á götuna. Að siðustu, á laugardaginn, þegar stúlk- urnar höföu verið látnar lausar og yfirlýsing kom um það í Argus, að Lorna Dugan hefði látið lífið fyrir hendi ó- kunnrar persónu, aflétti móðir hennar útivistarbanninu. Anna hafði lofað möður sinni að halda sig frá húsi Konsí- dínu og nú hafði hún heldur enga löngun til að fara þang- að, hvort eð var. Hún keypti sér karamellur í, poka fyrir tuttugu og fimm serita peninginn frá Jimma Petley og hélt beinustu leið fram á bryggjurnar. Henni hafði aldrei fundizt hinn margþætti fnykur við höfnina vera eins ljúfur og nú, er hún kom þangað eftir hina löngu inniveru.' Hún settist á slá og át karmellur úr stórum poka og hörfði á máfana, sem flugu um yfir höfði hennar. Fyrir neðan fætur hennar gjálfraði grænt, olíu- slikjað vatnið. Lengst úti á flóanum, plægði gufuskip hafflötirin á leið sinni inn í höfnina. Svartur reykurinn lagðist aftúr af því í hnyklum, er dreyfðust síðan og hurfu. Anna horfði á þetta dreymnum ’gujgúm, jafnframt þvi að hún át kara- mellurnar, og óskaði þess í hjarta sínu, að hún væri stödd um borð í skipi, sem flytti hana að fjörrum ströndum. Hún óskaði þess ennfremur að hún væri orðin álíka- s.tór og Mæsa, nema hvað henni bæri að vera hefðarlegri útlits, eins og Maria Skotadrottning í mannkynssögunnL Og auð- vitað kæmi svo prins til sögunnar, ungur og fagur, sem krypi að fótum hennar ögi, byði henni konungsriki. Það hvarfl- aði þó að henni, að henni mundi líka betur við sjóræningja, sem hefði stóra og þiinga gullhringi í eyrum. Hún heyrði glym af vagnhjólum og hófatak aftan við sig. Hún sneri sér við og'sá lítinn svartan hestvagri, dréginn af stórum hesti, koma -njður götuna. Þegar vagninn kom ’nið- ur að bryggjunni, vgr hann stöðvaður, og. út úr honum steig ungur maðúr,£]ÍIæddur eftir nýjustu tizku og með barðastóran hatt á ;.íhpfði. Hann talaði við ökumanninn og gekk síðan til Önjúi, þar sem hún sat á slánni. Vagninn ók á braut, en ung£ maðurinn lagðist á olnbogana fram á slána við hliðina á Önnu og horfði út á flóann. Anna gaf honum géetur og horfði til hans björtum leiftr- un hans er að láta til sín heyra sem fyrrverandi stjórnmáíamanns, og reyna að hafa áhrif a stjórn- málaþróunina á þann ’hátt. Á þeim vettvangi verður hann á- reiðanlega að finna sem tal.smann frjálsiyndrar vinstri stefnú, eins og hann hefir verið hingað til. Sem slíkur getur hann enn átt eftir að hafa veruleg áhrif á stjórmála- baráttuna i Bandaríkjunum, þótt hann sé búinn að afsala sjálíum sér öllum persónulegum völdum og vegtyilum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.