Tíminn - 31.01.1953, Síða 3

Tíminn - 31.01.1953, Síða 3
24. blaS. TÍMINN, lausrardaginn 31. janúar 1953. Ávarp frá lamaðra Styrktarfélagi og fatlaðra Ég vildi vekja hér athygli á litlum hlut, sem er ætlað mikið hlutverk. Hluturinn er éldspýtnastokkur, nýkominn á markaðinn, með sérstöku auðkenni og sérstöku verði, og hlutverk hans er, auk venjulegra nota sams konar yarnings, að hjálpa lömuðum ög fötluðum mönnum til betri heilsu og betri aöstöðu í lífs- baráttunni. ; Sú er skýring á þessu, að :hér er starfaridi úngur félags- skapur, Styrktarfélag lam- ;áðra og fatlaðra, sem hefir eins og segir í upphafi fé- -lagslaganna — það markmið : 1) að koma á stofn og starf 'rækja miðstöð til þjálfunar fyrh- lömunarsjúklinga, 2) að hjálpa lömuðu og fötl uðu fólki til þess að læra iðn- ;ír og aðrar menntir við þeirra Jhæfi pggeya þá.færari til þess að sjá sér farborða í lífinu, ; - 3> -að-styrkja og greiða fyrir iömuðu og fötluðu fólki á hvern þann hátt annan, sem ■únnt er-og túlagió hefir tök á. Engum getur dulizt, að það er brýnt og. göfugt starfssvið. sem þessi félagsskapur hefir haslað hér. Hitt er og jafnaug íjóst, að þessum stefnumálum verður ekki hrundið í fram- 1 kvæmd án töluverðra fjár-j muna. Nú hefir félagið brugð t ið á .heppilegt ráð til þess að. veita öllum almenningi auð- j velt tækifæri til þess að styðja það í viðleitni sinni. Eldspýtur eru alls staðar á b'oðstólúm, í hverri verzlunar- búð og veitingastað, og dag- leg nauðsyn flestra manna. Nú vil ég, hlustgndi góður,. hiðja þig að muna eftir því hér eftir, að það eru til sér- stakir eldspýtnastokkar, auð- kenndir með mynd, sem talar skýru máli og með þessari I áletrun: Hjálpið lömuðum. Þessir stokkar kosta 35 aura, þeir eru m. ö. o. 10 aurum dýrari en aðrir, en verðmun- urinn er framlag þitt í sjóð, sem á að verja til þess að létta svolítið undir með þeim, sem sæta einhverjum hinum þung bærustu örlögum. Tíuaura á- lagið, framlag þitt, er svo lít ið, að enginn finnur til þess, ekki einu sinni svæsnustu reykingamenn. Ég veit um inenn, sem ékki ætla sér hér eftú.að nota aðrar eldspýtur en þessar. Og ef slík hugsun yerðúr almenn, þá munar ,verulega-um eftirtekjuna fyr 'ir þá, sem hennar eiga að hjótá! Stokkuriftn, sem þú hand- íeikur við búðarborðið, er létt ur og verö haris hverfandi. En hann minnir; þig á þunga byrði annars -mánns, líkams- lömun, örkuml. Það er nær- :fongul bón í myndinni utan á honum, köllun í orðunum, sem á hann eru letruð, ákall úm hjálp. Og þú hefir þarna íjiéridinni.jhöguleika til þess að svara þessu ákalli þegar í- M«ð á -þann veg, sem dreng lund, þín býður, þú hefir í höndum tækif’æri til þess að bregða ofúflitlu bliki, varma, dálitlum vonarneista inn í húmið, sem hefir lagzt yfir framtíðarveg mannsins með hækjurnar. 1 Ég sé stundum unga stúlku koma aö stiganum, sem tugir feskumanna feta léttum skref Fltsíí af Slgarliirni Einarssyni, prófcssor. í titvar|>iim íiýlega. um upp og ofan daglega. Hún fær ekki klifiö þrepin, þau eru henni um megn. Hún er brattasækin á borð við stall- systkin sín, áhugi í svip henn ar ekki síður en þeirra, starfs fýsi, lífsþrá. En hún er lögð þungu helsi, hrammur grimmrar veiki hefir rænt hana orku og afmyndað líkama hennar. Því er henni ofvaxið að stíga þessi skref, sem öðrum er engin hindrun á þeirra menntabraut. En hún vill ekki bugast þessi stúlka. Hún vill afla sér skilyrða menntunar og hæfni til þess að verða nýtur maður, þrátt fyrir allt. En stigaþrepin, sem hún ræður ekki við hjálpar- laust, eru áþreifanleg mynd af því, hver aðstöðumunur hennar er borið saman við jafnaldrana. Hún þarf ekki lengi að mæla stigann með augunum, þarf aldrei að snúa frá. Það er alltaf einhver nærri, sem réttir henni arm- ínn, léttir henni þessa þrek- raun. Og þetta sjálfsagða við- vik heilbrigðs drengskapar er eins og ímynd þess verks, sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra ætlar að vinna. Það ætlar að vera hjálparhönd, sem styður lamað og bæklað fólk til þess að komast yfir þær ójöfnur og torleiði, sem það ræður ekki við án að- stoðar, en við hinir vitum ekkj af. Fötluð stúlka eða lamaður piltur, sem á vegi þínum verða, höfða ósjálfrátt til drenglundar þinnar, þú réttir umsvifalaust hjálparhönd, þegar þau missa hækjuna eða þrýtur orku til þess að kom- ast leiðar sinnar eða lvfta farangri sínum. En slíkt fólk er ekki að jafnaði á alfaravegi en samferða er það samt um iifsveginn og hópur þess héi á landi æði stór. Mænuveikin hefir víða komið viö og nægir að minna á verksummei'kin, sem hún lætur eftir sig, þótt fleiri sjúkdómar og áföll geti valdið örkumlum. Reynum að setja okkur í spor unglingsins, sem horfist í augu við þá stað reynd, þegar af honum bráir eftir kvalafulla sótt, að hann er bilaður maður að líkams- burðum, hann getur ekki stig ið í fætur, hann getur ekki beitt armi eða hendi til hvers dagslegustu tilvika, líkams- bygging er úr lagi gengin, hann er óþekkjanlegur að allra ásýnd. Reynum að hugsa út í, hvernig umhorfs muni vera í huga hans, þegar það er að renna upp fyrir honum, hvað orðið er og draumar hans og framtíðarvonir birt- ast á baksviði þessarar stað- reyndar. Eða setjum okkur í spor foreldra, sem hafa barizt við óttann yfir fársjúku barni til þess loks að sjá það lemstr að og lýtt, dæmt úr leik í líf inu, markað einfarabraut hins örkumla manns. Eða hugsum okkur hinn fulltíða mann, sem e. t. v. á fyrir skylduliði að sjá. Tilfellin eru mörg. Það hefir verið ræki- iega á það bent af færustu læknum, m. a. hér í útvarp- inu, að það er hægt að gera langtum meira fyrir þetta fólk en þjóðfélagiö þegar ger ir. Þekkingunni á meðferð t. d. mænuveikissjúklinga fleygir fram í umheiminum og úrræðin til þess að ráða bætur á afleiðingum þeirrar veiki og öðrum lömunum eða meiðslum eru mörg og auk- ast sí og æ. En hérlendis eru tæknileg skilyrði og aðstaða til þess að hagnýta þessa þekk ingu og úrræði allt of tak- mörkuð og úr því verðum við að bæta. Og með margvíslegu móti öðru er hægt að aöstoða þá, sem í slíkar raunir rata, hjálpa þeim til þess að finna atvinnu viö sitt hæfi og þjóð félaginu til nytja, svo að þeir geti orðið sjálfbjarga starfs- þegnar í landinu. Þeir þurfa að vita það, sem verða fyrir áföllum af þessu tagi, sjálfir eða ástvinir beirra, að það sé öruggur og virkur vilji hjá þjóðinni að gera allt, sem auðið má verða til þess að bæta úr böli þeirra og greiða fyrir þeim. Þú ert minntur á tilveru og örlög þessara manna hverju sinni (Framh. á 6. síðu). né. nvf* 9 HÖSMÆÐUR! Kaupið ekki fyrir 5 KRÓNUR það, sem hægt er að fá jafn- gott fyrir 3 KRÓNUR. Aukið verðgildi peninganna með því að kaupa góða vöru ódýrt. í tuvstu verzlun fuest azzniýomieitecir Jazzhl)ómleikar í Austurbœjarbíó priðjud. 3. febrúar.kl. 11,15 e.li. 13 manna hljómsveit Björns R. Einarssonar Dixieland-hljómsveit Þórarins Óskarssonar Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar Kvartett Gunnars Ormslev Söngvarar: Haukur Morthens og Björn R. Kynnir: Jón Múli Árnason. Tölusettir aðgöngumiðar seldir í Hljóðfærahúsinu, Hljóöfærav. Sigríðar Helgadóttur og við innganginn. JajjklúMur QManfa Útsala á KVENKÁPUM — Mikill afsláftur — BCIæðaverzlun Andrésar Aiidréssonar 0 0 o i o I 0 o o o O o 0 0 f I l l Sameinaðir verktakar Skrifstofan í Reykjavík er flutt á Skólavörðustíg 3. SÍMI 82450 (2 linur). Skrifstofan er cpin kl. 9—3 (laugardaga 9—12). Útborgun reikninga fer aðeins fram á föstud. kl. 1—3. SameinaBir verktakar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.