Tíminn - 01.03.1953, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.03.1953, Blaðsíða 8
Í7. árgangur. Reykjavfk, 1. marz 1953. 49. blað. Búnaðarþingsfulltrúar í boði forsætisráðherrahjónanna Fjölbreytt íþróttakeppni að Hálogalandi í kvfld * 4 6 » k i Ágóðinn til lamaða íþrétíaniannsins Fwsætisráðherrahjónin, Steingrímur Steinþórsson og frú Theódóra Sigurðardóttir, höfðu boð inni fyrir búnaðarþingsfulltrúa og stjórn Búnaðarfélags íslands í fyrradag. Mynd þessi var tekin í samkvæminu, og er í fremri röð, sitjandi, forsætisráðherrahjónin og stjórn Búnaðarfélagsins, en að baki þeim, standandi, búnaðarþingsfulltrúar (Ljósmynd: Pétur Thomsen) Tillögur iðnaðarnefndarinnar til viðreisnar íslenzkum iðnaði Sérálit Kristjáns Friðrikssonar um gengið í gær voru blaðainenn boðaðir á fund nefndar þeirrar er skipuð var til að rannsaka hag iðnaðarins. í nefndinni sitja Kristján Friðriksson og Pétur Sæmundsson frá félagi íslenzkra iðnrekenda, Harry Frederiksen frá iðngreinum Sambands isl. samvinnufélaga, Eggert Þorsteinsson frá iðn aðarmönnum og Ingólfur Guðlmundsson verðgæzlustjón, sem er formaður nefndarinnar. Það hefir tafið störf nefnd arinnar, hve skýrslusöfnun- in hefir gengið treglega, enda talsverð vinna fyrir hvert fyrirtæki að ganga full nægjandi frá hinum um- beðnu skýrslum. Ekki tímabæt enn. Iðnaðarmálaráðherra gat þess m. a. í útvarpsræðu sinni, að nefndin hefði ekki svarað þeirri spurningunni, „— hverjar telja megi höfuð orsakir samdráttar iðnaðar- ins —“. En þeirri spurningu taldi nefndin ekki tímabært að reyna að svara, fyrr en fleiri athuganir á einstökum iðngreinum hefði verið gerð- ar, en þær, sem fyrir lágu, þegar fyrra hluta nefndará- litsins var skilað þann 1. nóv. s. 1. Viðbótarálit. Eins og fram kemur, skil- aði einn nefndarmanna. Kristján Friðriksson, viðbót- aráliti. í því áliti koma þau sjónarmið hans fram, sem Framsóknarvist 11. hverfis 11. hverfi Framséknarfé- lags Reykjavíkur heldur framsóknarvist í Edduhús- inu við Lindargötu annað kvöld (mánudagskvöld) og hefst hún stundvíslega klukkan 8,39. Vigfús Guð- mundsson stjórnar vistinni. Alit Framsóknarfólk vel- komið meðan húsrúm leyf- ir. Sérstaklega eru menn i nálægð Edduhússins á- xninntir um að mæta og taka með sér gesti. Aðgang ur ókeypis. umfram.eru það, sem nefnd !in samþykkti einróma að1 jleggja til. Nefndinni er ætl-1 j að aS ljúka störfum fyrir, miðjan næsta mánuð, enda hefir ráðuneytið óskað eftir, að nefndin hraði störfum sín um. -• Hagkvæmur iðnaður. í greinargerð nefndarinn- ar kemur fram kennisetning, 1 sem vert er að geta hér, en annars hafa aðaltillögur nefndarinnar verið birtar hér í blaðinu áður. Er hér um að ræða það, sem nefndin telur mælikvarða á það, hvað hún telur að sé þjóðhagslega hagkvæmur iðnaður, þegar ' um er að ræða framleiðslu fyrir heimamarkaðinn. Hag- kvæmur iðnaður er talin vera, þegar íslendingar geta framleitt vöruna jafngóða og erlenda, pg þurfa ekki að verja fleiri vinnustundum til þess að ffámleiða hverja vörueiningu og ícöma henni til neytandans heldur en er- lendur framleiðandi. Álit Kristjáns. ViSbótarálit Kristjáns Frið rikssonar er allítarlegt. Fjall ar þáð acfallega um áhrif gengisskráningarinnar á iðn aðinn og svo um þær reglur, sem nú gilda og síðar kunna að verða settar um frílista, skilorðsbundinn frílista t (bátalista) og um leyfaveit-j ingar til innflutnings al-1 mennt. Kristján telur, að eitt af grundvallarskilyrðum I þess, að heilbrigð iðnaðarupp' bygging geti átt sér stað hér á landi, sé, að gengisskrán- ing sé sem réttust. Mikilvægt atriði telur hann einnig, að gengisskráningin sé sem stöðugust. Álítur Kristján, að gengisskráning sú, sem nú gildir, sé stérkostlega röng til mikils tjóns fyrir iðn aðinn í landinu, eins og fyrir framleiðsluatvinnuvegna yf- irleitt, og þá um leið fyrir þjóðina í heild. Ver Kristján nokkru máli í áliti sínu til að sýna fram á það, hvernig rangskráningunni, er hann telur vera, sé háttað. Áhrif rangskráningar í álitinu segir, að ef gengið sé of hátt skráð, leiði það jafnan til gjaldeyrisskorts, sem veldur því oft, að inn- flutningur hráefna og ann- ara efnivara tefst eða stöðv- ast. Of há skráning sýnir all ar verðmyndanir iðnaðar- varanna í spéspegli, þannig að oft er erfitt að dæma um það, hvaða iðnaður á rétt á sér og hvaða iðngreinar eru öðrum fremri. Of há skrán- ing gerir allan verðasaman- burð óeðlilega óhagstæðan, þegar innlend framleiðsla er borin saman við erlendan iðn að. Hin of háa skráning valdi því mjög oft, að inn eru flutt ar vörur, sem hagstæðara hefði verið frá þjóðhagslegu sjónarmiði að framleiða inn- anlands. Valdi þetta atvinnu leysi og örbyrgð meöal þjóð- arinnar og bitni fyrr eða síð ar á þjóðarheildinni, en fyrst og sárast á þeim hluta henn ar, sem ekki gegnir fastlaun uðum störfum. í kvöld efnir Knattspyrnu félagið Valur til íþrótta- keppni, sem verður mjög fjöl breytt'. Hefst keppnin að Há logalandi kl. 8,30 en allur á- góðinn mun renna til lam- aða íþróttamannsins, Ágústs Matthíassonar, sem slasaðist fyrir tveimur árum síðan. F5rrst fer fram keppni í handknattlek kvenna milli kvennaliðs frá Kleppsholti, sem sigraði í hverfakeppn- inni og úrvalsliðs úr hinum hverfunum. Næst verður sýningarleikur í handhnatt- leik og keppa yngstu félagar Vals og ÍR, 12 ára drenglr. Þg fer fram leikur milli ís- landsmeistgra í hiandknatt- leik 1940 Vals og skæðustu keppinauta þeirra frá þeim tima, Hauka frá Hafnarfirði. Verður leikið eftir reglum, er Stéttarfélagið Fóstra annast vinnumiðlun Aðalfundur stéttarfélagsins Fóstru var haldinn 19. febrú- ar. Fráfarandi formaður fé- lagsins, Elín Torfadóttir, baðst undan endurkosningu, og skipa nú stjórn félagsins Lára Guðmundsdóttir for- maður, Elinborg Stefánsdótt ir ritari og Sjöfn Zóphónías- dóttir gjaldkeri. Á fundinum var rætt um möguleika á því að gangast fyrir barnaskemmtun sem og undanfarna vetur. Hafa skemmtanir þessar verið sniðnar fyrir yngri börn og reynzt vinsælar. - Ákveðið vgr, á fundinum að taka upp.’yinnumiðlun fyr- ir meðlimi félagsins, og er aðilum, sem annást rekstur barnaheimila utan Reykja- víkur sérstaklega bent á að athuga þetta, áður en ráðn- 1 ar eru fóstrur eða forstöðu- konur. Ritari félágsins mun annast vinnumiðlunina, og er hún til viötals alla virka daga í síma 972.1 klukkan 1—6. Óperan La Traviata í úsinu í vor Tvö aðalhlutverkin syngja þeir Einar Kristjánsson og Guðmundur Jónsson. Von- ir standa til, að sýningar geti hafizt um miðjan maí. Hin nýja hljómsveit leik- hússins mun aðstoða undir stjórn dr. Urbancic. Óperan La Traviata er ein af allra vinsælustu ó- perum veraldarinnar og jafnan fiutt við helztu söng leikahús veráldarinnar. Þar er það hin sígilda glaða, ítalska sönglist, sem hefir yfirhönðina. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri skýrði frá því á blaðamannafundi í gær, að ákveðið væri að ó- peran La Traviata verði sýnd í Þjóðleikhúsinu í vor. Flytja óperuna íslenzkir söngkraftar að öllu leyti, nema hvað aðaillilutverkið er sungið af einni fremstu sópran-söngkonu, sem nú er uppi á Norðurlöndum og sungið hefir þetta hlutverk í mörgum þekktustu söng- leikjahúsum austanhafs og vestan. þá giltu og verða sex merm í hvoru liði. Ficrða atriðið er knatt- spyrna og er það í fyrsta skipti hér á landi, sem keppt er í knattspyrnu innanhúss. Keppa menn úr meistara- flokkum Vals og KR og munu þrjr vera á leikvanginum í einu, en skipta má um menn, eins oft og vera vill. i Síðast verður keppt í hand knattleik milli liðs frá Kleppsholti, er sigraði í hverfakeppninni, og úrvals- liðs frá hinum hverfunum. Einnig verður efnt til happ- drættis og verða 10 vinning- ar. Hver miði mun kosta tvær krónur. Ferðir verða frá Ferðaskrifstofunni. Kvartar yfir rangs- leitni og yfirgangi Ingólfur Magnússon, for- maður bifreiðastjórafélags- ins Fylkis í Keflavik, leitáði í gær til blaðsins og.,kvart- aði yfir rangsleitni er hann hefði verið beittur á þeim hluta Keflavíkurflugvallar, sem varnarliðið hefir sérstak leða aðsetur á. Kvaðst hann bera umkvörtun sína fram í samráði við stéttarfélaga sína í Keflavík. , ... Ingólfur skýrði svo frá, aö hann hefði fyrir nokkrum dögum farið upp á Keflavík i urflugvöll til þess að sækja fjóra menn, er hann, átti að koma til Keflavíkur fyrir til tekinn tíma. Er hann var að aka af hinum lokáðá hhfta flugvallarins, var hann stöðv aður við hliðið þar og átti , að taka hann til yfirheyrslu. Ingólfur taldi hins vegar, að aðeins íslenzk lögregla hefði rétt til þess. Mun Ingólfi hafa verið gefið að sök, að hann hafi ekið hraðar en tuttugu kílómetra á klukku- stund á vellinum, en farþeg- ar hans sönnuðu þó, að svo var ekki. Eigi að síður var Ingólfi og farþegum hans haldið þarna í fimmtíu mín útur án saka og, án þess að j íslenzk lögregla kæmi til, og ' telur, að haft hafi verið í hótunum við sig, að því er túlkurinn tjáði. Olli þetta því, að farþegarnir komust ekki í tæka tíð til Keflavík- ur. Ingólfur kærði meðferð þessa á sér fyrir lögreglu- stjóra vallarins, Jóni Finns- syni. Kaupsteína í Danska sendiráðið hefir beðið blaðið að geta þess, að dagana 30. júlí til -9:- ágúst 1953 verður haldin hin ár- lega kaupstefna í Fredericia á Jótlandi, ef einhver skyldi hafa áhuga á að heimssekja kaupstefnu þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.