Tíminn - 06.03.1953, Blaðsíða 8
37. árgangur,
Reykjavík,
6. marz 1953.
54. blað.
Framteiðsluvörur áburðarverksmiðjjutinar
Græðir, Magni og Móði
heitin á áburðinum
Stalin hnignaði m jög
síðasta sólarhring
Um miðjan dag í gær var
gefin út í Moskvu tilkynn-
ing um líðan Stalins og sagt,
að honum hefði enn hnign-
aö, andardrátturinn væri sí-
fellt erfiðari og augljóst
væri að stöðvar ósjálfráða
taugakerfisins hefðu eyði-
lagzt. Hitinn fer vaxandi.
Eisenhower hefir tilkynnt,
að hann sé fús til að hitta
eítirmann Stalins miðjavegu
milli höfuðborga ríkjaþeirra.
Verðlaunasam-
keppni um
barnaóperu
Útvarpsstofnanirnar á
Norðurlöndum efna til verð-
launasamkeppni um óper.u
fyrir börn, og fer samkeppn-
in fram í hverju landi fyrir
sig og verður óperan flutt í
barnatíma útvarps þess
lands, þar sem hún hlýtur
verðlaunin. Það er æskilegt,
að hægt sé að flytja óperuna
á 25—45 mínútum, og á að
senda hana skrifstofu út-
varpsráðs fyrir 15. september
i haust í merktu umslagi, á-
samt höfundarnaíni í öðru
umslagi lokuðu með sama
merki.
Dómnefnd hér skipa Páll
ísólfsson, Róbert A. Ottósson
og Þorsteinn Ö. Stephensen,
og verða veitt ein verðlaun,
ef verðlaunahæf ópera berst,
og eru þau 5000 krónur. Á-
skilja norrænar útvarpsstöðv
ar sér rétt til þess að flytja
hana gegn venjulegu flutn-
ingsgj aldi.
Framsóknarvistin
Morgunblaðið kemur varla
svo út nú orðið, að þar séu
ekki auglýsingar eða einhverj
ar sigurfréttir af Framsóknar ,
vistinni (sem það kallar reynd :
ar Félagsvist eða Varðarvist).
Seinast sagði það frá, að Heim'
dallur hefði vistina með meiri j
þátttöku heldur en dæmi |
væru áður til hér á landi. Og
þetta „nýmæli“ í skemmtana
lífinu væri nú að verða mjög
vinsælt!
ETinnig er þess getið, að allt
hafi verið ókeypis, húsrúm og
annað, því að nóg fjárráð eru
innan Sjálfstæðisflokksins til
þess að veita ókeypis skemmt
anir.
En tvær örlitlar athuga-
semdir er máske rétt að gera
við frásögn Mbl.: „Nýmælið“
á nú um þessar mundir 20 ára
afmæli í skemmtanalífinu
hér á landi, og enska orðið
„progressive" hefir fram að
þessu ekki þýtt á íslenzku
félag, heldur framsókn.
Kári.
Á burðarverksmiðjan aug
lýsti síðastliðið sumar eftir
tillögum um nafn á fram-
Ieiðsluvörur sínar. Bárust
tillögur hvaðanæva, alls
183. Var leitað aðstoðar
Halidórs Halldórssonar dó-;
sents við að velja úr tillög- ■
um, og varð óskorað sam-
komulag um, að nafninu
Magni skvldi veitt fyrstu
verðlaun. Voru tillögumenn
séra Gunnar Árnason á Sól- j
eyjarbakka í Kópavogi og
Þorsteinn Jakobsson í Þing
nesi i Andakíl.
Öiinur verðlaun fékk nafn
ið Græðir, og voru tillögu- j
menn Elísabet Jónsdóttir,
Grettisgötu 43 í Reykjavík,
Guðmundur Jónatansson á!
Litla-Hamri í Eyjafirði,!
séra Gunnar Árnason á Sól
eyjarbakka, Kristján S.!
Fjeldsted, Bergþórugötu 20 (
í Reykjavík og Sigríður
Hannesdóttir í Djúpadal í
Skagafirði.
Þessi nöfn verða send
vörumerkjaskrárritara til
skráningar, og auk þess
nafnið Móði, en um það
nafn hafði engin tillaga
verið send.
Til skýringar má geta
þess, að synir hins forna
goðs Ásatrúarmanna, Þórs,
hétu Magni og Móði.
íslenzkt tónskáld
meðal snillinganna
Nýlega flutti dr. Friedrich
Brand í Braunschweig pianó-
sónötu eftir Hallgrím Helga-
son í útvarpið í Bremen. Þá
hefir píanóleikarinn Gerhard
Oppert flutt rímnadansa eft-
ir Ilallgrím í Stokkhólmi við
hinar ágætustu undirtektir.
21. nóv. s.l. voru hljómleik-
ar í hátíðasal Göethe-háskól-
ans í Frankfurt. Þar söng
Gisela Dietrich með undirleik
Ludwig-Dieter Obst sönglög
eftir Schubert, Caldara,
Brahms, Hugo Wolf, og end-
aði á þremur lögum eftir
Hallgrím Helgason.
Fundur Framsóknar
manna í Gullbringu
sýslu í Keflavík
Framsóknarfélag Kefla-
víkur og Framsóknarfélag
Gullbringusýslu halda sam
eiginlegan fund í samkoniu
sal vörubílastöðvarinnar í
Keflavík á sunnudaginn, 8.
marz. Fundurinn hefst kl.
tvö. 1
Rauðmaginn senni-
lega kominn að
ströndinni
Það eru Iíkur til, að rauð-
maginn sé þegar kominn
upp að ströndinni hér við
Faxaflóa, og er það til dæm
is um það, að maður, sem
var að vinna við Keflavík-
urhöfn, náði þar rauðmaga
við bryggjurnar. Það mun
ekki heldur óalgengt, að
rauðmaginn gangi svo
snemma vetrar í góðri tíð.
Ekki er þó byrjað að
Ieggja rauðmaganet hér í
Reykjavík, enda áttin svo
vestiæg um þessar mundir,
að það er ekki hægt vegna
brims.
Venjulega er byrjað að
veiða hér rauðmagann um
miðjan marzmánuð, og það
er sennilegt, að byrjað verði
að leggja í naísta stórstraum
seint í næstu viku, ef veður
verður sæmilega hagstætt.
Þolanlegur afli
trillubáta
Frá fréttaritara Tímans
í Ólafsfirði.
Trillubátar héðan frá Ólafs
firði stunda sjó, þegar gæftir
eru, og er reytingsafli og
sæmilega fallegur fiskur, sem
aflast.
Tveir togbátar eru nýfarn-
ir út, Einar Þveræingur og
Sigurður frá Siglufirði, en
veður hefir verið óstillt, svo
að ekki er séð, hvernig afla-
brögðin hjá þeim verða.
Nauðsynlegt að breyta
álagningu veltuútsvars
Á fundi bæjarstjórnar í gær minnti Þórður Björnsson á
tillögu sína í bæjarstjórn um daginn um að breyta stiga
útsvarsálagningar í Reykjavík til samræmis við ákvæöi í
kesningafrumvarpi Jóhanns Hafsteins um álagningu tekju-
skatts. Þeirri tillögu var frestað þá. Hann rainnti á, að hún
hefði aðeins átt við einstaklinga, en ekki væri síður ástæða
til að lagfæra útsvarsálagningu fyrirtækja, einkum veltu-
útsvarið svonefnda.
Lagði hann fram eftiffar-
andi tillögu, sem vísað var
„ til fres'uunar eins og hinni:
m og getur stundum svq fanð, >>Bæjarstjórn beinir þvi til
að agóði fyrirtækja nægi alls niöurjöfnunarnefndar að hún
ekxi til greiðslu þess og ann- aðski]ji veituútsvar fyrirtæk
™ ls frá öðru útsvari þess og
geri veltuútsvar frádráttar-
hæft.
. , . , „ . .. , Jafnframt felur þæjar-
hóst dæmi um þetta frasogn stjórn borgarstjóra a, afla nú
blaosms „Is.enzkur íðnaðui . þegar Uppiýsinga um þag þjá
niðurjöfnunarnefnd hve veltu
útsvör hafa verið mikill hluti
af heildarupphæð útsvars bæj
arsióðs seinustu árin og eftir
hvaða reglum veltuútsvör
hafa verið á lögð“.
Veltuútsvarið væri ekki frá
dráttarhæft næsta ár á eft-
ætti einkum við um fyrirtæki,
sem hefðu mikla veltu en
legðu lítið á. Nefndi hann sem
Dráttarvélanára-
a
Frá fréttaritara Tímans
á Fosshóii.
Dráttarvélanámskeið á veg
um Búnaðarsambandsins
stendur hér yfir undir leið-
sögn Eiríks Eylands. Kennir
hann hirðingu dráttarvéla.
Koma menn meö dráttarvél-
ar þangað, og eru þær athug
aðar, ventlar slípaðir. og vél-
ar teknar sundur, ef þarf.
Eru menn ánægðir með að fá
tækifæri til að fá tilsögn í
hirðingu og allri meðferð vél
anna. Góð tíð er, svolítill
snjór en fært milli Húsavík-
ur og Akureyrar, og bæði
Fljótsheiði og Vaðlaheiði eru
Dvalarheimilissjóð-
ur sjóraanna 3,3
i. kr.
fæfar.
Valdimar Björnsson í
fimm daga heimsókn
Vestur-íslendingurinn Valdimar Björnsson er k&minn hing
að til landsins á vegum gagnkvæmu öryggisstofnunarinnar.
Forstöðumaður stofnunarinnar er Harold Stassen, sem ný-
lega var á ferð um Evrópulöndin ásamt Dulles utanríkisráð-
herra. Þar sem Stassen gat ekki komið því við að heimsækja
ísland í þessari för sinni, fól hann Valdimar Björnssyni að
íara hingað á vegum stofnunarinnar .
Þeir Valdimar og Stassen
hafa þekkst til f j ölda ára.'
Hafði Stassen samband við
Valdimar í fyrri viku og bað
l'.ann að takast þessa ferö á
hendur fyrir stofnunina, þar
sem St-assen var kunnugt um,
cð Valdimar var nákunnugur
landi og þjóð. j
Fundur í Fé
Framsóknarkvenna
Framsóknarfélag kvenna
heldur félagsfund í Aðal-
stræti 12 kl. 8,30 í kvöld.
Félagskonur fjölmennið á
fundinn, því að brýn félags
mál eru á dagskrá.
Frá Vestur-íslendingum.
í gær ræddi Valdimar við;
blaðamenn um komu sína
hingað, auk þess hafði hann
ýmislegt að segja frá Vestur-
íslendingum, sem alltaf bera
hlýjar tilfinningar til gamla
Fróns. Valdimar sagði, að nú
liti út fyrir tímamót í lífi Vest ]
ur-íslendinga, hvað snerti
tengsl þeirra við hina gömlu!
móðurmold. Upprennandi kyn
slóð væri að mestu hætt aö
te.la málið, en þrátt fyrir það,
Ivyrfi íslendingurinn ekki úr
: eðli hennar, og þótt talað væri
1 á enska tungu, væri ungum
' Vestur-íslendingum vel Ijóst
I gíldi íslenzkrar menningar.
Va’dimar Björnsson,
f jármálaráðherra
Fer héðan á þriðjudaginn.
Valdimar Björnsson mun
dvelja hér í fimm daga, en
hann fer héðan n. k. þriðju-
dag. Lokaþáttur efnahagsað-
stoðarinnar við Evrópuþjóð-
• (Framh. & 7. Btífa).
Á aðalfundi sjómannadags
ráðsins í Reykjavík og Hafn-
arfirði s.l. laugardag gaf for-
maður bygginganefndar ráðs
ins, Henry Hálfdánarson
skýrslu um starfsemina, og
Þorvaldur Björnsson gjald-
keri, upplýsti að byggingar-
sjóður dvalai’heimilisins væri
nú kr. 3.274.292. Safnast hafa
á árinu 465 þús., meirihlutinn
er gjafir, sem borizt hafa á
árinu, og þakkaði fundurinn
þær. Byrjað var að grafa fyr
ir grunni hússins í haust og
er nú lokið að sprengja
grunninn. Beðið er eftir bygg
ingarleyfi á þessu ári. Ágúst
Steingrímsson hefir gert all-
a.r teikningar.
Afli og róðrarf jöldi
Keflavíkurbáta
Frá fréttaritara Timans í Keflavík*
Róðrafjöldi og aflamagn
línubáta í Keflavík til 1.
marz, er sem hér segir:
Björgvin 39 róðra, 224 lest-
ir; Gullborg 39, 196; Hilmir
38, 224; Guðfinnur 38, 211;
Nonni 37, 199; Ólafur Magn-
ússon 36, 209; Vísir 36, 207;
Smári TH 31, 175; Skíðblaðn-
ir 33, 165; Jón Guðmundsson
35, 221; Heimir 33,187; Þor-
steinn frá Dalvik 35, 2Ö0; Sæ
valdur frá Ólafsfirði 3Í, 151;
Guömundur Þórðarson 32,
171; Bjarmi frá ‘ Dalvík' 33,
165; Þristur 31, 165; Sæhrimn
ir 29, 132; Kristin 30, 174;
Vonin 28, 162; Tráusti '28,
167; Sæfari 26, 158; Svanur
26, 136; Bjötn 17, 71; Stein-
unn gamla 20, 119'; 'Gýlfi frá
Rauðuvík 2_8W161; jGarða.r frá
Rauðuvík 12.rdðrai og 5fl lest
ir.
Heildarafli í janúar og fe-
brúar er 4356 les.tir í 801:sjó-
ferð. Heildarafli í jahúar og
febrúar 1952 var 2886 lestir i
630 sjóferðum.