Tíminn - 12.03.1953, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1953, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandl: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasimar: 81302 og 81303 Aígreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 37. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 12. marz 1953. 59. blað. Austfjarðabátur mjög hætt kominn í stórsjó Kroínaði og Iiálfiyllti véfarliús út a£ Ilorna- firði. cn náði þó höfn á Djiipavogi. Frá fréttaritara Tímans á Seyðisfirði. Fyrir nokkrum dögum munaði litlu, að iil^ færi, er vélbát_ urinn Njörður frá Seyðisfirði fékk á sig brotsjó skammt ut- an við Hornafjörð. Báturinn fór fyrst til Djúpavogs eftir á- fallið, en er nú kominn heim til Seyðisf jarðar og átti frétta- ritari Tímans í Seyðisfirði tal við skipverja í gær. Framsóknarvistin er í íslendingar leita fiskimarkaða, seg- ir norska útvarpið í norska útvarpinu var frá því skýrt í gærkvöldi, að íslendingar hefðu gert vöru skiptasamning við Ungverja iand fyrir rúmlega milljón ísl. króna. Jafnframt var sagt, að íslenzk stjórnar- völd hefðu hafið allsherjar söluherferð í mörgum lönd- um heims til þess að koma á markað þeim birgðum ís- lenzks fisks, sem safnazt hefðu i landinu undanfarið vegna löndunarbannsins í Bretlandi. Var á leið frá Hornafi'rði. Báturinn var að fara frá Hornafirði og ætlaði til Djúpavogs. Veður var hið versta og stóð vindur og sjór á land af hafi. Bátnum gekk vel út úr Hornafirðinum, en hann hafði ekki farið langt norðaustur með ströndinni, þegar vernsna tók í sjóinn. Eftir nokkra siglingu fékk báturinn svo á sig brotsjó, sem ekki var hægt að komast unilan. Braut liann nokkuð ofanþilja og færði flest lauslegt úr lagi í skipinu. Kom mikill sjórl í skipið við ólagið og gekk j sjórinn hátt upp á vélina í vélarhúsinu. Vélin hélt áfram að ganga. Telja skipverjar það gæfu (Framh. á 2. slðu). Klukkan 8,30 í kvöid byrjar Framsóknarvistin í Tjararkaffi. Þá þurfa allir þátttakendur í spilunum að vera komnir að spiiaborð unum. Eftir að verðlaunum hefir verið úthlutað til sig- urvcgaranna í vistinni, flyt ur Pálmi rektor stutta I ræðu, en Sigríður Valgeirs-! dóttir sýnir þjóðdansa. Og að lokum verður dansað og sungið. — Má búast við góðri skemmtun ekki síður en venjuíega hjá Fram-! sóknarmönnum, en slíkar samkomur þeirra eru fyrir | löngu síðan viðurkenndar sem cinhverjar allra á- nægjulegustu samkomur í liöfuðstaðnum. \ Aðgöngumiðar (sími 6066) sækist í dag fyrir kl. 5 í Edduhúsið við Lindargötu. . Aths.: Munið að hafa með ykkur blvanta. Landssmiðjan léggur kjöl að nýjum flskibát Landssmiðjan er að hefja smíði nýs fiskibáts, og hefir kjölur að honum verið lagður inni við Fúlutjörn, niour al! íþróttavangi Ármanns. Er nú orðið alllangt síðan bátur hef- ir verið smiðaður í Reykjavík, en hins vegar hafa á seinni árum verið keyptir nokkrir bátar frá öðrum löndum, einkum Danmorku. Aöild bænda aö áburðarverk smiðjunni rædd á búnaðarþ. Á fundi búnaðarþings í gær var m. a. rætt um aðild bænda að áburðarverksmiðjunni, en Þorsteinn Sigurðsson flytur erindi um það. Þá var einnig ætt um lánaþörf landbúnaðar- ins, lánastarfscmi Búnaðarbankans og ráðstafanir til al- mennari þátttöku bænda í jarðræktarframkvæmdum. Fyrri umræða um bæði málin. Einnig var á dagskrá inn- flutningur landbúnaðaraf- •urða og mjólkurverðlagsmál, en umræðunni var frestað, svo og tillögu um innflutning holdanauta, en það mál var á dagskrá til siðari umræðu. Heimildakvikmyndir. Þá var einnig samþykkt eftir eina umræðu sem álykt un búnaðarþings tillaga Jó- hannesar Davíðssonar um heimildakvikmyndir, og var húii svohljóðandi: „í tilefni af fjárveitingu á fjárhagsáætlun Búnaðarfé- lags íslánds 1953 gjaldalið 21 c, til kvikmyndatöku, skor ar Búnaðarþing á stjórn Bún aðarfélags íslands að vinna að því, að kvikmynda vel rek inn búskap eins og hann er nú hjá okkur og jafnframt verði unnið að kvikmyndun þeirra þátta úr atvinnulífi bænda og sveitafólks, sem nú eru að hverfa eða eru horfn- ir úr þjóðlífi okkar. Vill Búnaðarþing sérstak- lega fela stjórn félagsins að leita um þetta náinnar sam- vinnu við átthagafélög og aðra aðila, er að þessu vilja vinna.“ ✓ Utvegsmenn veíja fulltrúa í sííd- arútvegsnefnd í gær voru talin atkvæði í kosningu síldarútvegsmanna á fulltrúa þeirra í Síldarút- vegsnefnd. Á kjörskrá voru 263 síldarútvegsmenn og af þeim kusu 242. Úrslit urðu þau, að kjörinn var sem aðalmaður í nefnd- ina Guðmundur Jörundsson skipstjóri og útgerðarmaður á Akureyri með 127 atkvæð- um og varamaður Baldur Guðmundsson útgerðarmað- ur í Reykjavík með 110 atkv. Næstur að atkvæðatölu sem aðalmaður var Ólafur Jónsson útgerðarmaður og síldarsaltandi með 111 atkv., en varamaður með næst hæsta atkvæðatölu Valtýr | Guðjónsson útgerðarmaður í Rauðuvík með 86 atkv. (Frétt þessi er frá atvinnu- I málaráðuneytinu.) Þessi bátur á að verða 35 smálestir að stærð, smíðaður úr eik, eftir íslenzkum skipa- smiðareglum, og því hinn traustasti. Vinnujöfnun. Landssmiðjan smiðar þenn an bát fyrir sjálfa sig, en hyggst að selja hann að smíði lokinni. Er þetta með- fram gert til þess að koma á atvinnujöfHun, en nú er vinna stopul við viðgerðir, svo að heldur er hörgull á verkefnum. íslenzkar bátasmíðar. Það virðíst einsýnt, að ís- lendingar eigi sjálfir að smíða báta og skip handa sér, að svo miklu leyti sem slíkar smíðar eru framkvæm anlegar hér. Hafa bátar, og margir allstórir, verið smið- aðir síðustu áratugi víða ut- an Reykjavikur, svo sem í (Framh. á 2. slðu). Nýjar fijúkrunar- konur brautskráðar Eftirtaldar hjúkrunarkonur hafa verið brautskráðar úr hjúkrunarkvennaskóla ís- lands í marzmánuði 1953: Anna Guðjónsdóttir, fré. Vestmannaeyjum, Elín Ell- ertsdóttir frá Reykjavík, El- in Anna Sigurðardóttir fré. Litlu-Giljá í A.-Húnavatns- sýslu, Elisabet Guðjónsdótt- ir frá Vestmannaeyjum, Hilma Magnúsdóttir frs. Bakka í Bakkafirði, Jensína, Friðrika Jensen frá ísafirði, Kristín Tryggvadtóttir fró Laugabóli í S.-Þingeyjars.. Kristjana Guðmundsd. fré, ísafirði, Seselía Rögnvaldsd. frá Ólafsfirði og Sonjs, Hansína Gísladóttir fré, Reykjavík. Fiskur á miðum, gæfta- laust í hálfan mánuð Aust£|arðabá£ar bíða. — IVoklirir liggja útii með net og a£Ia treglega vegna óveðurs Frá fréttaritara Tímans á Stöðvarfirði. Sjómenn á Austfjörðum eru nokkuð vongóðir um afla, elf einhverntíma gæfi á sjó. En þar er nú víða, eins og til dæm- is á Stöðvarfirði, búin að vera hálfs mánaðar Iandlega. Frá Stöðvarfirði ganga tveir þilfarsbátar og róa með línu þegar gefur. Síð- ast, þegar farið var á sjó, urðu sjómenn varir við nokkra fiskigöngu á mið- Þegar mjólkurbrúsi Jörundar í Skálholti bjargaði mannslífum í nýju tölublaði Suður- lands, er kom út á laugar- daginn, er skemmtileg frá- sögn af því, er mjólkur- brúsi Jörundar í Skálholti bjargaða mannslífi við Brú ará á aðfangadag jóla fyrir mörgum árum. Frá þessu er sagt í samtali við Steindór Sigursteinsson bifreiðar- stjóra. Voru rétt farnir í Brúará. Með Steindóri var þessa ferð annar bilstjóri, Þór- mundur Guðsteinsson. Þeir voru á heimleið úr Biskups- tungum og nálguðust brúna á Brúará. Svellbunkar voru á veginum, þar sem Skál- holtsvegurinn kemur á að- alveginn við brúna á Brúará og þegar á þá kom, tók bíll inn að renna, þótt alkeðj- aður væri. Var ekki annað sýnna, en bíllinn steýptist í fljótið, og hefði Þórmund ur, er sat ármegin í bif- reiðinni, engan kost átt þess að komast út, þótt Steindóri kynni að hafa heppnast það, þar sem hann átti hægra um vik. Minpsti mjóikur- brúsinn bjargaði. Þarna á svellbunkanum stóðu mjólkurbrúsar frá Skálholti og Spóastöðum. Á þeim lenti bíllinn um leið og hann skrönglaðist út á vegarbrúnina. Brúsarnir ultu niður snarbratta ís- flána og i ána — nema einn. Minnsti brúsinn frá Skálholti lenti undir gang- brettinu, og löggin risti nið ur í svellið, og á honum stöðvaðist bíllinn, áður en hann færi sömu Ieið og brúsarnir. in og þótti þeim þá fiski- legt. En veður var iilt, og; því ekki að marka þó lítiíi aflaðist í sjóferð þeirri. Virðist svo sem fiskur so genginn inn fyrir Papey og; talsverð aflavon á miðum þar í grennd á stóru svæði. Fiskilegt á miðunum. Frá Breiðdalsvík fór einr;. bátur, Goðaborg, á sjó fyrir þremur dögum. Veður var illt. og því ekki hægt að búast vi£i afla, enda var hann lítill i það skipti. En skipverjar j urðu líka eins og Stöðfirðing’ [ ar varir við að talsverður fiskur væri genginn á miðin. Netaveiðar frá Seyðisfirði. Til Seyðisfjarðar var i gær von á útilegubátnuni Valþór, sem stundað hefir netaveiðar undanfarið út af Suðurlandinu og Ilorna firði. Láta ski'pverjar illa af stirðum veðrum og afla lítið. Fiskurinn er að mestu hertur og er nýlega búið að (Framh. á 2. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.