Tíminn - 12.03.1953, Síða 8
37. árgangur.
Reykjavík,
12. marz 1953.
59. blað.
Þorskafli og síld-
veiðar Norðmanna
minni en í fyrra
Þorskveiðar Norðmanna
hafa gengið heldur stirðlega
það sem af er vertíðinni og
er aflinn nnm minni en á
sama tíma í fyrra. Síldarafl-
inn er einnig töluvert minni
en í fyrra.
Um siðustu helgi var þorsk
aflinn samtals 24.844 lestir,
en var í fyrra á sama tíma
43.030 lestir.
Af aflanum var nú hert
4.009 lestir, en 5.876 lestir í
fyrra. Búið er að salta
14.816 lestir, en 26.328 í fyrra.
ísað og fryst er núna 6.019
lestir, en 10.816 í fyrra.
Síldarafli Norðmanna á
vetrarvertíðinni var um síð-
ustu helgi orðinn 6.872 þús.
hektólítrar, en var á sama
tíma í fyrra 7.946 þús. hektó-
lítrar.
Kjör framkvæmda-
stjóra S.Þ. á
dagskrá
Öryggisráð S. Þ. hélt fund í
gær og ræddi kjör nýs fram-
kvæmdastjóra í stað Trygve
Lie. Áður en fundur hófst
skutu fulltrúar Dana, Norð-
manna, Svía og íslendinga á
fundi og ræddu samstöðu sína
í þessu máli. Vilja þessi ríki
láta öryggisráöið ganga frá
stefnuyfirlýsingu um starfs-
svið framkvæmdastjórans,
svo að síður sé hætta á, að
einstök ríki séu að skipta sér
af störfum hans eða tog-
streita skapist milli ríkja um
þau.
Fundarhamar úr
birkihnyðju gefinn S.Þ.
Öskjur gerðar úr rauðaviði, sem rak á
jSíarmýrarffjörur úr ströndnða skipi 1818.
Á mánudaginn var afhenti Thor Thors sendihérra for-
manni stjórnmáladeildar S. Þ. að gjöf fundarhamar frá ís-
lenzku ríkisstjórninni, og þakkaði formaður nefndarinnar
gjöfina, . .
ið hét „Strombóli ' eftir smá-
eyju (við itlíu). Maöur fannst
Hamar þessi er 'skorinn af
Ríkarði Jónssyni myndhöggv
ara og fylgdu honum öskjur
með höfðaletri skorun á.
Hamarinn er gerður úr ís-
lenzku þirki, gamalli rótar-
hnyðju, er orðin var brún af
eigin berki, en þó mislit. Sauð
klemmdur milli viða í skips-
flakinu. í fötum hans fund-
ust bréf og skilríki, er greindu
frá því, að skipið hafði kom-
ið frá Pommern og átti að
fara með fullfermi viðar til
Englands".
hann í mauk gamlan birki-
börk og setti bæði haus og strombólí-viðurinn.
hala hamarsins í Það, svo að. Þetta var j tið
Hafin fjársöfnun
til nýs bókasafns
*
1
Baráttan við lömunarveikina er hörð, en árangurinn er ifka
oft mikill. Myndirnar eru frá lömunarsjúkrahúsi, þar sem
160 sjúklingar dvelja, flest börn. Efri myndin sýnir lækni,
sem er að athuga lamaða vöðva, en neðri myndin sýnir hjúkr
unarkonur að nuddæfingum.
. ____ var i tið Jóns
barkarliturinn skyldi brjóta!og Hjörleifs, Hafnarbræöra
sig betur inn í bii kið. Hefir ilinna sterku j Borgarfirði
þannig fengizt fagur litur á ^ austurj og j nefndri bók,
birkið. iá ðis i55—i56j um ðiý_
A hamarinn eru skornir ðurð þeirra bræðra frá þessu
fjórir dvergar, er lyfta sam-|strandi alla leið austur f
eigmlegu taki fjogurra höf- j Borgarfjökð i Noröur-Múla-
uðátta, og auk þess setning-1 þingi< Afl þeirra bræðr"a var
in: Með lögum skal land | SVQ mikið> að jafnvel á æsku
byggja. Oskjurnar eru spóna-
stokkur úr rauðaviði, og á
skorið fangamark S. Þ. með
austfirzku höfðaletri.
10 þús. kr. gefnar til skip-
brotsmannaskýlisins í Aðalvík
Slysavarnafcl. berast affmaellsgjaffir.
Hinar ýmsu deildir Slysavarnafélags íslands hafa að und-
anförnu verið að senda aðalfundargerðir sínar og reiknings-
skil tií skrifstofu félagsins. Fyrir utan hin venjulegu fram-
lög hafa margar deildirnar látið fylgja rausnarlegar afmæl-
isgjafir til félagsins í tilefni af nýafstöðnu aldarfjórðungs-
afmæli þess.
........ l
Þriggja manna nefnd
Hnífsdælinga í Reykjavik er
tekin til starfa í samráði við
Kristján Jónsson, skólastjóra
í Hnífsdal, og fleiri menn
vestra, og hefir hún það hlut
verk að annast söfnun með-!
al Hnífsdælinga hér syðra, í
Reykjavík og víðar, og veita
móttöku gjöfum, sem kunna
að berast vegna tjóns þess,
er varð er barnaskólinn í
Hnífsdal fauk 27. febrúar. Er
einkum ætlunin að reyna að
afla fjár til þess að kaupa
nýjan bókakost í stað bóka-
safnsins, sem ónýttist.
í nefnðinni eru: Baldvin
Þ. Kristjánsson, Ásvallagötu
46, simi 6657, frú Elísabet
Hjartardóttir, Úthlíð 10, sím
5107, og Páll Halldórsson
söngstjóri, Drápuhlíð 10, sími
7007.
Nefndin væntir þess, að
útgefendur verði fúsir til
þess að gefa bækur, og hefir
henni þegar borizt 1000 króna
úttektarheimild að frjálsu
vali frá framkvæmdastjóra
bókaútgáfunnar Norðra, Al-
bert Finnbogasynl, og jafn-
gildir það tólf hundruð krón
um, ef bækur væru keyptar
bókhlöðuverði.
Síðustu afmælisgjafirnar
eru frá kvennadeild Slysa-
varnafélagsins á Norðfiröi
kr. 5000.00 og aðrar 5.000 frá
Slysavarnadeildinni „Hjálp-
in“ á Akranesi, en það er
karladeild félagsins þar. í
gær afhenti frú Guðrún Jón-
asson, form. kvennadeildar-
innar í Reykjavík, félaginu
kr. 10.000 til greiðslu á útbún
aði í skipbrotsmannaskýlið
að Látrum í Aðalvík, en það
skýli og annað skýli að Sæ-
bó!i í Aðalvík voru tekin í
notkun um síðustu áramót.
Skemmtileg heillaósk.
Dýrfirðingar minntust ald'
arfjórðungsafmælis Slysa-1
varnafélagsins með skemmti
legum og frumlegum hætti. í I
samkvæmi, sem þeir héldu í l
tilefni af afmælinu skrifuðu;
allir viðstaddir undir heilla- j
óskaávarp til félagsins. Und- j
irskrif taskj ölin voru svo
vandlega heft saman og
skrautlega um þau búið, og
forsíðurnar fallega skreyttar
með héraðsmerki V-ísfirð-
inga, merki og fána Slysa-
varnafélagsins og myndum
af björgunartækjum. Annað-
ist Sig. E. Breiðfjörð, Þing-
eyri, um allan frágang á
skjalinu.
Rannsóknarlögregl-
an óskar eftir vitni
6. marz klukkan 21,10 varð
það slys á veginum inn í
Blesugróf, skammt innan við
skeiðvöllinn, að menn, sem
þar mættust á reiðhjóli, rák-
ust á, og lærbrotnaði annar
maðurinn. Mann í sendi-
ferðabifreið bar fyrstan að
flutti hann lærbrotna mann
inn til læknis.
Nú óskar rannsóknarlög-
reglan þess eindregið að hafa
tal af manni þeim, er ók
sendiferðabifreiðinni.
Ársþing íþrótta-
bandalags Rvíkur
Ársþing íþróttabandalags
Reykjavíkur hófst i gær og
sitja það 75 fulltrúar auk
gesta og fulltrúa sérráða. —
Þingið fjallar um mörg mál,
svo sem byggingu tómstunda
heimila og skipulagsskrá fyr
ir lánasjóð bandalagsins. —
Forseti þingsins er Jens Guð-
björsson og Erlendur Ó. Pét-
ursson.
Saga efniviðarins.
Efniviðurinn í - öskj unum
á sér alllanga sögu, sem Rik-
arður segir í bréfi til Kristj-
áns Albertsonar sendifull-
trúa á þessa leið:
„Nú er að byrja á byrjun-
inni um efhið í Stokkinn. í
afreksmainnasögum Sigfúsar
Sigfússonar X. fiokki, bls.
153, segir svo:
„Það bar til nýlundu árið
1818, að sagt er, að viðar-
farmskip mikið barst upp á
grynningar, sem ærnar eru
úti fyrir Starmýrarlandi i
Álftafirði eystra og rekasæl-
ar mjög. Skip þetta var með
þrem þilförum. Það leystist
í sundur í brimi, og rak svo
að segja allt á lnd upp. Skip-
(Framh. a 7. 6if j)
Fjórir stódentar á
alþjóðlegt skákmót
íslenzkir stúdentar taka
þátt i alþjóðlegu skákmóti
stúdenta, sem haldið verður
í Brússel dagana 16.—26.
marz. Er skákmótið, sem er
hið annað í röðinni, haldið
á vegum stúdentafélags há-
skólastúdenta í téðri borg og
alþjóðasambands stúdenta.
íslenzku skákmennirnir
fjórir áttu að leggja af stað
til Evrópu með bandariskri
flugvél frá Keflavíkurflug-
velli í morgun. En þeir eru:
Guðmundur .Pálmason, Þór-
ir Ólafsson, Jón Einarsson og
Guðjón Sigurhansson.
Fallbyssudrunur í stað
guðsorðs við útför Stalins
Það, sem kirkjunnar
menn veittu mesta athygli
varðandi útför Stalíns, var
það, að þar voru engir helgi
siðir kristinna manna um
hönd hafðir. Hann var
lagður til hinztu hvíldar
undir fallbyssudrunum, en
sálmasöngur og bænir voru
ekki um hönd hafðar, at-
höfnin var algjörlega trú-
laus.
Kista Stalins var lögð við 1
hliðina á Nikolai Lenin.
Fallbyssurnar héldu áfram
að druna friðarboðskap
þeirra kommúnista, en eng
inn minntist á friðarhöfð-
ingja mannkynsins, Jesú
Krist. Engar góðar fyrir-
bænir voru fluttar fyrir
sálu hins látna og ekki
minnst á herra sköpunar-
verksins í kristnum heimi
og skapara allra manna,
líka einvalda. Ekki var
heldur minnst á ódauðleika
sálarinnar og upprisuna til
eilífs lífs.
Ekki þurftu hinir verð-
andi valdhafar heldur á
neimim trúarstyrk að halda
á þessari örlagastund. Við
þessu var heldur ekki að
búast, því maðurinn, sem
lá á líkbörunúm, hafði
sjálfur gert sitt ýtrasta til
að bannfæra alla kristni í
Rússlandi' og vildi láta
skoða sjálfan sig sem guð
kommúnista, ekki einung-
is í Rússlandi, heldur um
allan heim. Sú skoðun hins
sanna kommúnista, að
kristin trú sé eitur milljón-
anna, átti að bergmála í
fallbyssudrunum úti fyrir
grafhýsínu, og sami boð-
skapor birtast um leið í
reykskýjum fallbyssukúlna
um allt Rússaveldi frá
Þýzkalandi austur að Kina
ströndum, norðan frá ís-
hafi suður að Persíu.