Tíminn - 30.04.1953, Page 2
2.
TÍMINN, fimmtudaginn 30. april 1953.
96. blað.
Vildu ekki eiga á hættu, að ham-
arinn steyptist yfir þorpið
Fólkið í smábænum Bulk-
en á Vesturlandinu norska
hefir átt yfir höfði sér hættu,1
sem það vildi ekki lengur,
búa undir. Uppi í snarbrattri|
fjallshliðinni, 300 metra ofan
við bæinn, skagaði fram
geysimikill klettur, sem hang
ið hefir þar í marga manns-
aldra eins og geysimikil varta
á ásýnd fjallsins. Síðastliðið
haust virtist allt benda til
þess, að kletturinn væri að
losna og myndi þá og þegar
hrynja niður á sléttlendið,1
þar sem þorpið er. 19. októ-.
ber í haust héldu íbúarnir
borgarafund, og þar var ein-J
róma samþykkt að sprengja
klettinn.
200 borholur, smá-
lest af sprengiefni.
Verkfræðingar voru fengn
ir til þess að leggja á ráðin,
og þeir töldu að gera þyrfti (
200 borholur í hamarinn, sex
metra djúpar, og fylla þær'
með einni smálest af sprengi
efni, svo að grjótið sundrað-
ist svo vel við sprenginguna,
að ekki ylli stórskemmdum á
þorpinu undir fjallshlíðinni,
þar sem standa 10—12 íbúð-
arhús og um sextíu manns!
áttu heimili sín. J
Nú hefir kletturinn verið,
sprengdur, svo að varla er
urmull eftir af honum, eða,
minnsta kosti svo lítið, að,
engin hætta er á, að það
ÚtvarpÍB
Útvarpið í dag:
Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis
útvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 17,30 Enskukennsla;
II. fl. 18,00 Dönskukennsla; I. fl.
18.30 Þetta vil ég heyra! Hlustandi
velur sér hljómplötur. 19,15 Tón-
leikar (plötur). 19,25 Veðurfregnir.
19.30 Tónleikar (plötur). 19,45 Aug-
lýsingar. 20,00 Préttir. 20,20 íslenzkt
mál (Halldór Halldórsson dósent).
20,40 Tónleikar (plötur). 21,00 Er-
indi: Skólar og kennsla í Banda-
ríkjunum (Guðmundur Þorláksson
magister). 21,25 íslenzk tónlist: Lög
eftir Kalrl O. Runólfsson (pl.).
21,45 Frá útlöndum (Jón Magn.s-
son fréttastjóri). 22,00 Fréttir og
veðurfregnir. 22,10 Sinfóniskir tón
leikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok.
íltvarpið á morgun:
Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis-
útvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir.
19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Aug-
lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Há-
tíðisdagur verkalýðsfélaganna: —
Ávörp flytja: Steingrímur Stein-
þórsson félagsmálaráðherra, Helgi
Hannesson forseti Alþýðusambands
íslands og prófessor Ólafur Björns
son formaður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja. 21,00 Leikrit
Þjóðleikhússins: „Skugga-Sveinn"
eftir Matthías Jochumsson. — Leik
stjóri: Haraldur Bjömsson. Söng-
stjóri: Dr. Victor Urbancic. Leik-
endur: Haraldur Björnsson, Guð-
björg Þorbjarnardóttir, Valdimar
Helgason, Nína Sveinsdóttir, Bessi
Bjarnason, Ævar R. Kvaran, Sigrún
Magnúsdóttir, Lárus Ingólfsson, Ró
bert Arnfinnsson, Baldvin Halldórs
son, Jón Aðils, Rúrik Haraldsson,
Gestur Pálsson, Klemenz Jónsson
o. fl. 23,30 Veðurfregnir. Danslög
(plötur). 01,00 Dagskrárlok.
Árnað helLla
Sjötugsafmæli.
Sjötíu ára afmæli á i dag frú
Guðríður Guttormsdóttir frá Stöð
í Stöövarfirði, nú til heimilis að
Grundarstíg 15.
hrynji og valdi tjóni, fólki að
óvöru.
Viðvörunarmerkið.
Það var fyrst um mitt síð-
astliðið sumar; að fólki í
Bulken fór að standa alvar-
legur geigur af þessum kletti.
Þá losnaði úr þessum kletti
að næturlagi stórt bjarg, en
til allrar hamingju tvístrað-
ist það á leiðinni niður hlíð-
ina. 1000 punda þungur
steinn hæfði þó íbúðarhús
eins bóndans í þorpinu og
mölbraut eldhúsið. Hann
stöðvaðist að hálfu leyti í
eldhúsrústunum og að hálfu
leyti inni í stofu, er næst því
var, þar sem barnarúm sundr
aðist í smásprek. En barninu,
sem í þvi hafði verið. varð
það til lífs, að það hafði ver-
ið órólegt um nóttina, svo að
móðir þess hafði tekið það
upp í til sín, fáum mínútum
áður en hrunið kom úr fjall-
inu.
Eftir þennan atburð flúði
bóndinn úr húsinu með fólk
sitt, en aðrir íbúar þorpsins
tóku að gerast mjög órólegir,
því að sýnt þótti, að höfuð-
kletturinn sjálfur myndi
losna þá og þegar.
Nýtt hrun kom svo einn af
fyrstu dögunum í október,
mun meira hinu fyrra, og
það herti enn á íbúum þorps
ins að bíða ekki lengur á-
tekta.
Hættulegt starf.
j Það var þó-ekki hættulaust
starf að undirbúa sprengingu
klettsins. Á milli tíu og tutt-
ugu menn unnu að því að
gera holur, og voru þeir allir
látnir síga fyrir klettinn.
Ekki þótti með öllu víst nema
þetta myndi ríða klettinum
að fullu og hann falla fram
meðan mennirnir voru þarna
við störf, svo að geta má
nærri, að ekki hafi allir ver-
ið ginkeyptir fyrir þessari
vinnu.
Fólkið niðri í þorpinu kaus
líka að fjarlægja sig meðan á
þessu stóð, ekki sízt þar sem
það varð hvort eð var að
flytja úr húsum sínum með-
an kletturinn var sprengdur.
Það fór þó svo, að þetta á-
hættusama fyrirtæki heppn-
aðist eins vel og hægt hafði
verið að gera sér vonir umJ
Kletturinn lét ekki undan
meðan mennirnir voru þarna
við vinnu sína, og þegar
sprengingin var framkvæmd,'
tvístraðist hann svo rækilega,1
aö tjón af skriðunni, sem
hrundi fram, og einstökum
steinum, sem þeyttust úr
henni niöur alla fjallshlíðina
og niður á jafnsléttu, gerðu
minna tjón á húsum og mann1
virkjum en hefði mátt ætla1
fy’-irfram. Nú getur fólkið í
Bulken á Vesturlandinu
norska sofið óttalaust undir
hiuni bröttu fjallshhð sinni.
NY BÓK
FRAMSÓK^AKFIOKKURIM
Síörf hans og' stcfna
Framsóknarflokkurinn, störf hans og stefna.Theítir iiý:
bók, 128 blaðsíður að stærð, gefin út af Miðstjörri: ,
Framsóknarflokksins. Fjallar hún um sögú flo'kksins''
frá byrjun, störf hans og stefnu í nútíð og framtíö.
Þetta er nauðsynleg bók fyrir alla þá að lesa, er vilja
mynda sér skoðanir byggðar á þekkingu iTaridsmálum.
Bókin fæst hjá trúnaðarmönnum Framsóknarflokks
ins og bóksölum og kostar 20 krónur. Þeir, sem vilja
fá hana beint frá flokksskrifstofunni, skrifi eða sími,
og verður þeim þá send bókin gegn póstkröfu. -
NÝLENDUVÖRUVERZLUN
Opnum nýlenduvöruverzlun að Nesvegj,.3;3 á;morgún,
föstudaginn 1. maí. - Sendum heini ——1
Sparið tímann, notið símarin.
Verzlunin Straumnes
Sími 82 837.
Afli báta frá Bolung-
arvík frá áramótum
Aðalfundur
Veiði- og fisktrœktarfélags Kanyasinya
verður haldinn að Hvolsvelli 6. maí n. k. kl. 2 e. h. ^
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur
mál, er upp kunna verða borin.
Stjórnin.
Skýrsla sú, sem hér fer
báta frá 1. janúar til 24.
__
á eftir, sýnir afla Bolungarvíkur-
apríl
»»-«.-3» —. . Nöfn bátanna: r—i 'd s C/2 c3 o ÍO f-i & m Janúar, smál. Febr., smál. *o5 s CG tsf f-i ci s Apríl, smál. r—4 s w CG rH oS -t-3 s cS CO
Flosi 40 1 71 44 38 115 I 268
Einar Hálfdán 40 1 71,5 | 54 47 | 117 i 289,5
Heiðrún 100 21,0 | 111,5 107 | 110 1 349,5
Hugrún 100 1 1 10 57 | 67,0
Kristján 4 1 16,0 | 15,0 5 í 18 j 54,0
Særún 12 1 30,0 | 15,5 4,5 4 í 54,0
Vikingur 68 1 55,0 44,0 23,0 j 88 1 210,0
Ölver 5 1 1 9,0 1,0 12 i 22,0
Samtals I 264,5 | 293,0 ! 235,5 | 521 ‘| 1314,0
AUGLYSING
um skoðun bifreiða
í Keflavíkurkaupsfað
' Allir bátarnir hafa stund-
j að línuveiðar nema Hugrún,
^sem er á togveiðum og byrj-
aði síðari hluta marzmánað-
ar. Særún hóf veiðar með
þorskanet síðari hluta marz-
mánaðar, hefir sú veiðiað-
ferð lítt verið reynd hér við
Djúp áður, en hefir ekki gef-
ið góða raun enn sem komið
er. Heiðrún er á útilegu meö
línu, hún hóf veiðar eftir
miðjan janúar. Ölver hefir
ekki stundað róðra að stað-
aldri. — Einn bátur hefir
stundað rækjuveiðar héðan í
vetur, og aflað vel. Hefir
vinna við nýting rækjunnar
verið allmikil, og drjúg tekju
bót fyrir mörg heimili hér í
þorpinu.
Afli bátanna í apríl hefir
verið þvínær eingöngu stein-
bítur, og afli góður, en þó
öllu meiri í sumum öðrum
verstöðvum á Vestfjörðum, t.
d. 1 Súgandafirði. Vinna i
landi hefir verið mjög mikil
svo að komið hefir fyrir að
börn úr efstu bekkjum ungl-j
inga- og barnaskólans hafa;
verið tekin í vinnu vegna
vöntunar á verkafólki.
Hey til sölu >
Get selt 60 hesta af §
góðri, súgþurrkaðri töðu. i;
Ellert Jónsson,
Akrakoti,
sími um Akranes.
iiiumiimhiu
Bergur Jónsson |
Hæstaréttarlögmaður.........|
Skrifstofa Laugavegi 65. |
Símar: 5833 og 1322.
•■•MiiiMiiiiMmuiiiuétniHiMniiiitiMittmiMtMMtnM *
Samkvæmt bifreiðalögum er hér með tilkynnt að aðal
skoðun bifreiða fer fram í Keflavík frá mánud. 4. maí
til fimmtud. 7. maí n. k. að báðum dögum meðtöldum.
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að
vörubílastöð Keflavíkur og fer skoðunin þar fram, ofan i •
greinda daga kl. 10—12 og 13—17,30. j J
Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku-
skírteini. :: j J
Ógreiddur bifreiðaskattur, skoðunargjáld og vátrygg "
ingaiðgjald ökumanna fyrir allt árið 1952 verða inn-,|J
heimt um leið og skoðun fer fram. Séu gjöldin eí^i ^ (
greidd við skoðun eða áður, verður skoðunin ékki frarn-^
kvæmd og bifreiðin tekin úr umferð þar til gjöidjn^'
eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því að lögboðin v,á-. JJ
trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. i Jio
Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bífréiðá"
skulu ávallt vera vel læsileg. Er því hér með lagt f-yrir - 0
þá bifreiðaeigendur, sem þurfa að endurnýja eða!lagUIU
færa númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gefa það"('
tafarlaust nú eða áður en bifreiðaskoðunin fer framv'' J
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar >á
ofangreindum dögum, verður hann látinn sæta ábyrgð,;
samkv. bifreiðalögum og bifreið hans tekin úr urnferð,
hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeigandi (eða um^. >
ráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum
komið með bifreið sína til skounar á réttum tíma, er
áríðandi að þeir tilkynni það skoðunarmönnum. Slikar
tilkynningar í síma nægja ekki. Þetta er hér með til-
kynnt öllum, sem hlut eiga að máli.
I
Bæjarfógeti Keflavíkur, 27. apríl 1953.
TÓMAS TÓMASSON, settur.
' r
í