Tíminn - 28.05.1953, Side 1

Tíminn - 28.05.1953, Side 1
Rltetjórl: Þórarlrm Þóraxinaaoa Fréttarltstjórl: Jón Helgason Útgefandl: FrameóknarflobJturtnn Skrlístofu* J Edduhúol Fréttaslmar: 81302 og 81303 Afgreiðslusiml 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmlðjan Kdda 37. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 28. maí 1953 116. blað. Stórfelld fjöl gen hreindýra á 15 árum, þau orðin um 2000 Friftrik Stef 3iaasíS©M hreimlýraeftaiPÍliitsasaaíS’- ur lýsir kyumana sknm af öræfu&áiMram Hreindýrin eru Hklega þeir íbúar íslands, sem irtárgir landsmanna þekkja minnst til og fæstir hafa s?<5, því að þau ala alður sinn langt inni á öræfum landsins si» öHu jöfnu, nema einstaka ðýr, 'sem leggur leið sína í byggð, þegar harðna tekur í vetrarríkinu á heiðum uppi. En einn maður á íslandi þekkir þó þessi náttúrubörn íslenzku öræfanna flestum betur. Það er Friðrik Stefáns son, bóndi að Hóli í Fljótsdal, sem annast árlegt eftirlit með hreindýrastofninum á veg- um landsstjórnarinnar. Unir bezt á hreindýrasióðum. Blaðamaður frá Tímanum hafði spurnir af því í gær, að Friðrik væri staddur í Reykja vík. Það er óvenjulegt að hann staldri þar lengi, því venjulega leggur hann leiðir sínar um hreindýraslóðir ó- byggðanna, þar sem hann kann líka bezt við sig. Tæki- færið var bví notað og rætt við Friðrik um hreindýrin, sem eru honum ákaflega hug stæð. — Hvað heldur þú að hrein dýrin séu orðin mörg á ís- landi? — Það er ekki gott að segja. Nokkuð langt er síðan hægt hefir verið að koma á þau nákvæmri tölu. En ég myndi ætla að þau væru orðin um tvö þúsund og. eru þau dreifð á allmikið svæði um Aust- urlandsóbyggðirnar. Hreindýr unum fjölgaði ákaflega mik- ið fyrir 1949 og fjölgar reynd- ar enn mikið á ári hverju, en vanhöld eru samt mikil í harð Flugvél hlekkist á í lendingu á indavetrum, sem orönir eru strangir, einkum 1949 og í hitteðfyrra. Þá fórust mörg hreindýr af harðrétti og kálf- arnir féllu umvörpum í vor- kuldunum, eða komust aldrei á kreik. Farið að fylgjast með hreindýrunum. Þegar tekin var upp sú stefna að fylgjast með hrein- dýrunum árið 1939, voru þau orðin ákaflega fá, enda. mik- ið skotið af þeim árum sam- an. Heldur Friðrik, að þau hafi þá ekki verið mikið yfir 150 á öllu hreindýrasvæðinu. — í hverju er hreindýra- gæzlan fólgin? — Ég fer á hverju ári nokkr ar ferðir um heimkynni hrein dýranna og fylgist með hög- um þeirra og háttum. Á vor- in, þegar kýrnar eru að bera, fer ég í ferðalag til að sjá hvernig burðurinn gengur og kemur þá stundum fyrir, að hægt er að koma dýrum til hjálpar á einhvern hátt. í þessum vorferðum liggur leiðin langt inn í öræfin, begaja vszna Jö’xu’sár. Kýrn ar bera venj ulega á svipuðum slóðum í Kringilsárrana og í hsaðardrögum og hálsi aust- an árinnar. Þar sem kálfarnir fæðast á vorin. Káifarnir eru fljótir að komast á legg ef Iifið' brosir viS b eim á annað borð og þeir eru frískir. En í hörðum vor- um komast margir þeirra aldrei á legg, eða falla á fyrstu dögunum. Þeir verða fljótt fráir á fæti og fylgja mæðrum sínum, sem eru j aldrei styggari en einmitt ' um þetta leyti, er gæta þarf ungviðsins. Yfirleitt eiga kýrnar aðeins einn kálf, en þó kemur það fyrir að þeir eru tveir. Kýrnar eru um betta leyti kollóttar. Þær fella hornin nokkru fyrir burðinn en þau vaxa aftur til fullrar tignar á fáum mán- uðum. Meðan hornin eru að vaxa eru þau skinnkennd að utan en þrungin af blóði að innan. — Halda kýrnar hópinn í högunum? — Já, kýrnar halda mikið hópinn og þær eru ekki eins mikið fyrir ferðalög og tarf-1 arnir, sem leggja land undiri fót á haustin að fengtíma ( loknum. Þær halda sig mikið á sömu slóðunum og sækjast (Framhald » 7. síðu). Frá fréttaritara Tímana á Akureyri í gær viidi það óhapp til á Melgerðisflugvelli í Eyja- firði að tveggja hreyfla Doug lasflugvél fór út af flugvell- inum í lendingu og laskaðist allmikið. Er þetta flugvél frá bandaríska hernum, sem mun hafa verið á æfinga- flugi frá Keflavík, en ætiað að lenda í Eyjafirði. Misvindi var, þegar fiug- vélin lenti og náði hún ekki lendingu, fyrr en svo skammt var eftir af braut- inni, að flugvélin rann norð ur af brautarenda á mikilli ferð og ienti í grýttu holti, sem þar er. Fóru undan henni hjólin, auk annarra skemmda. Engan, sem í vél- inni var, sakaði. Félagsbókbandið hefir starfað í fimmtíu ár • é Hinn 30. maí eru liðin 50 ár frá því að Félagsbókbandið tók til starfa. Stofnandinn var Guðmundur Gamalíelsson bókbandsmeistari. Hafði Guðmundur lært bókband hjá Arinbirni Sveinbjarnarsyni, en fór að loknu námi til Kaup- mannahafnar 1895 og vann þar að bókbandi í 5 ár. Bók- bandsstofu sína stofnsetti hann vorið 1903. í árslok 1906 breytti Guð- bandsnámi hér heima, farið mundur bókbandsvinnustofu til Danmerkur, og dvalizt þar sinni í hlutafélag. Gerðust samstarfsmenn hans hluta- ' félagar og hófu bólcband í Lækjargötu 6. Var Guðmund ur sjálfur forstjóri þess í 2 ár. Af ’ Guðmundi tcku við þeir Guðbjörn Guðbrandsson og Ingvar Þorsteinsson. Son- ur Guðbjörns, Jens, var um margra ára bil verkstjóri í i Félagsbókbandinu, og hefir nýlega látið af þeim starfa. Dora Lindgren í La Traviata Önnur sænsk söngkona hingað í næstu viku í lok vikunnar fer hirðsöngkonan Hjördís Schymberg heim til Svíþjóðar til þess að taka þátt í hátíðasýningum á Ævintýrum Hoffmans, sem efnt er til í tilefni af 700 ára af- mæli Stokkhólmsborgar. í fjarveru hennar hefir Dora Lind- gren frá Riksteatren í Svíþjóð verið fengin til þess að hlaupa í skarðið, og syngur hún í fyrsta skipti á sunnudaginn. iFramh. á 2. síðut. Einkaeign. Árið 1918 varð Þorleifur Gunnarsson einkaeigandi að Félagsbókbandinu, enda hafði hann sjálfur lært þar. Varð fyrirtækið undir hans stjórn stærsta og fullkomnasta bók bandsvinnustofa landsins. Hafði Þorleifur að loknu bók Þorleifur Gunnarsson Dora Lindgren, sem hefir lengi starfað hjá Riksteatren í Svíþjóð, er ekki einungis þekkt á Norðurlöndum, held- ur einnig í Englandi, þar sem hún hefir meðal annars sung ið hlutverk Paminu i Töfra- flautunni eftir Mozart hjá Covent Garden^ London. Fyr ir utan Paminu í Töfraflaut- unni hefir hún farið með fjölda hlutverka í ýmsum óperum, eins og t. d. Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós og Vio- lettu í La Traviata, sem hún hefir sungið bæði hjá Kgl. sænsku óperunni og Riks- teatren. Til fróðleiks má geta þess, að fyrir nokkrum árum voru þau Einar Kristjánsson saman á söngferð um Sví- þjóð með La Traviata, sem var þá flutt á vegum Riksteatren. Syngur í heígileikjum. Dora Lindgren hefir ennfrem ur lagt sérstaka rækt við alls konar helgisöng, hefir t. d þótt gera oratoríum Handels og Bachs frábær skil og í sum ar mun hún taka þátt í helgi leikjunum (mysterispil) i Vis- by á Gotlandi. Að þeirri helgi- sýningu lokinni mun hún hverfa aftur til Riksteatren til þess að syngja eitt aðal- hlutverkið í Æfintýrum Hoff- mans. Auk söng- og leikstarfsemi sinnar hjá Riksteatren og Kgl. sænsku óperunni hefir hún einnig sungið bæði í út- varp og inn á plötur, sem eiga miklum vinsældum að fagna meðal sönglistarunnenda. Bilaður bátur norð- austur af Þrí- dröngum Um sexleytið í gær barst sú fregn til Slysavarnafélags his, að vélbáturinn Víðir frá Akranesi væri bilaður, þar sem hann væri staddur um tuttugu sjómílur norðaustur af Þrídröngum. Veður var mjög gott og engin hætta á ferðum, en þegar blaðið frétti síðast, var verið að útvega bát til aðstoðar. Handavinnusýning á Langarvatni Húsmæðraskólanum að Laugarvatni verður sagt upp í dag, og í sambandi við skóla uppsögn verður sýning á handavinnu nemendanna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.