Tíminn - 21.06.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.06.1953, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, sunnudaginn 21. júni 1953. 136. blað. Ályktanir uppeldismátalDLngs: Þjóðernið og sjálfstæðið verður því aðeins varðveitt, að þjóðin leggi rækt við menningu sína Uppeldismálaþingið, sem stóð dagana 12. til 15. júní s. 1., samþykkti eftirfarandi ályktun um aðalmál þings- j ins: íslenzkt þjóðerni og skólarnir: Uppeldismálaþingið er ein huga um þá skoðun, að því aðeins varðveiti íslendingar! þjóðerni sitt og sjálfstæði,! að þeir leggi af alhug rækt j við menningu sína. Með. þeim hætti einum öðlast | þjóðin styrk til þess að standa gegn þeim áhrifum erlendum, sem ógna ís- lenzkri menningu: Óvönduð um þýðingum, lélegum og sið spillandi kvikmyndum, ó- merkilegu útvarpsefni frá er lendum útvarpsstöðvum bæði í landinu sjálfu og ut- an þess. Sú ógnun, er í slík um áhrifum felst, er orðin stórum hættulegri vegna sambýlis við erlent herlið í landinu. Þingið leggur því áherzlu á, að stjórnarvöld landsins og öll þjóðleg menn ingarsamtök leggist á eitt um það, að sporna af fremsta megni við um- gengni íslenzkrar æsku við hið erlenda herlið. Hins veg ar er þjóðinni nauðsynlegt að njóta hollra menningar- áhrifa frá öðrum þjóðum, hverjar sem þær eru, enda hefir íslenzk menning frjógvgast við slík áhrif á umliðnum öldum. Þingið ber fullt traust til skóla landsins, að þeir láti einskis ófrestað til að vekja ást og glæða skilning ís- lenzks æskulýðs á Iífsbaráttu þjóðarinnar, sögu hennar, tungu, bókmenntum, nátt- úru landsins og öllu því, sem land og þjóð á bezt í fari sínu. Þingið vill í þessu sam- bandi benda á nokkur ráð, sem komið gætu að liði í starfi skólanna til eflingar íslenzkri þjóðrækni. Má þar nefna aukningu íslenzkra kennslumynda (kvikmynda, skuggamynda, vinnubóka- mynda, veggmynda), bætta myndskreytingu kennslu- bóka, söfnun íslenzkra nátt úrugripa og plantna, heim- sóknir í söfn (þjóðmynda- söfn, byggðasöfn, listasöfn. náttúrugripasöfn). Þyrfti að stofna til skipulegra leið- beininga í því sambandi. Heimsóknir nemenda á vinnustaði mundu koma þeim í nánari tengsl við þjóð lífið. Heimsóknir íslenzkra rithöfunda, menntamanna og listamanna væru og tví- mælalaust til að örva áhuga nemenda á íslenzkum þjóðar menntum. Ennfremur telur þingið athyglisverða þá hug mynd að helga íslenzkri tungu, sögu og bókmennt- um sérstaka skóladaga ein- göngu og er því meðmælt að skólum verði veitt heimild til þess. .. Um kennslu í íslenzku máli, bókmenntum og sögu vill þingið taka fram: a) Að lögð verði miklu meiri áherzla en nú tíðkast á mælt mál í daglegu skóla starfi, skýran framburð, glögga frásögn og áheyri lega framsögu. Málfræði kennslan miðist einkum við rétta, hagnýta með- ferð málsins. Núverandi tilJtgun, að próf séu nær eingöngu skrifleg, þarf að sjálfsögðu að breyta til samræmis við ábend- ingar þessar. b) Aukin verði kennsla í íslenzkum bókmenntum í skólum landsins, nemend urnir látnir læra sem mest af Ijóðum, áherzla lögð á merkingu orða og orðtaka og reynt að glæða skyn þeirra á anda málsins. c) Að lögð verði aukin áherzla á kennslu í ís- landssögu, einkum eftir 1874. Uppeldismálaþingið sam- þykkir að leita samvinnu við prestastétt landsins um að- ferðir og leiðir til verndar íslenzkum æskulýð í sam- bandi við þjóðernisleg og sið ferðisleg vandamál. íbúum heimsins fjölgar um 30 milljónir á ári Stöðngt crfiðara að auka matvælafram- leiðsluna í samræmi við fólksfjölgunina Þá voru samþykktar eftir farandi tillögur: I. Uppeldismálaþingið telur höfuðnauðsyn, að hið allra fyrsta verði ráðnar bætur á þeirri óviðunandi aðbúð. sem kennaraskólinn hefir lengi orðið að sætta sig við Skorar þingið eindregið á hæstvirtan menntamálaráð- herra, að hann hlutist til um, að hafin verði bygging nýs kennaraskóla þegar á þessu ári. II. Vegna viðtals við Gunnar Finnbogason cand. mag., skólastjóra á Patreksfirði, sem birt er í Morgunblað- inu sunnudaginn 14. júní, ^ vill uppeldismálaþingið lýsa. því yfir, að það telur eftir- | farandi ummæli hans um j unglinga í skólum landsins gífuryrtan og ómaklegan sleggjudóm: „Skólabragur er í mörgum ! atriðum losaralegur. Ábyrgð arkennd barna cg unglinga er þorrin. Nemendur eru óhlýðnir, kunna ekki að skammast sín, meta einskis, hvort þeir standa sig betur eða verr Kærulcysið er afskaplegt og námsleiði mik ill“. Þótt höfundur þessara til- færðu ummæla hafi ef til vill kynni af slíku misferli í einstökum skóla, sínum eig- in eða öðrum, nær engri átt að gera það að átyllu fyrir almennan áfellisdóm af þessu tagi, og sízt vænlegt til góðra áhrifa. m. Samþykkt var tillaga um endurheimt íslenzkra hand- rita úr dönskum söfnum, önnur um að koma söng- námi kennara í fuílkomn- ara horf, og ennfremur beindi þingið þeirri áskorun til menntamálaráðherra, að hann beiti sér fyrir því á Alþingi, að Vz% af framlagi ríkisins til fræðslumála verði framvegis veitt til vís- indalegra rannsókna á upp- eldi og kennslutækni. Ar hvert fjölgar fólkinu í heiminum um 30 milljónir, dag hvern fjölgar þeim munn um, sem metta þarf, um 80 þúsund. Hungursneyðin í „fá tækrahverfum“ heims er meiri nú en fyrir og rétt eftir heimsstyrjöldina síðari, dag hvern breikkar bilið á milli þeirra, sem vel eru settir, og hinna, sem búa við bág kjör. Matvælaframleiðslan í heim- inum þyrfti að vaxa um iy2% árlega til að fullnægja fólks- fjölguninni, og til þess að bæta kjör þeirra, sem svelta, þyrfti matvælaframleiðslan að aukast um a. m. k. 3—4%. Svo þunglega horfir í þess- um efnum í dag. Unnið er að því eftir megni að auka mat- vælaframleiðsluna í samræmi við fólksfjölgunina, en það verk virðist verða örðugra með degi hverjum. Matvæla- og landbúnaðarstofnun S. Þ. (FAO) hefir þvi á nýjan leik snúið sér til þeirra landa heims, sem bezt eru sett, með beiðni um auknar fjárveiting ar og aukna tæknilega aðstoð. Verði þessi aðstoð ekki auk- in til þeirra landa, sem dreg- izt hafa aftur úr, menningar lega og tæknilega, hefir það í för með sér, að hætta verður við ýmsar framkvæmdir, sem þegar eru hafnar þar, og nauð in í þessum löndum verður enn stærri en nú er, að því er matvæla- og landbúnaðar- stofnunin upplýsir. Jarðabætur og ný stefna í verðlagsmálum. Nauðsynlegt er, að hefja róttækar ráðstafanir í þessum löndum, hefja verður jarða- bætur og breyta stefnunni í verðlagsmálum á þann veg, að landbúnaður gefi meira í aðra hönd en nú er. Hér sem á öðrum sviðum er landbún- aðar- og matvælastofnunin reiðubúin. að hjálpa með ráð um og dáð eftir því sem efni leyfa. Nú lætur stofnunin í té upplýsingaþjónustu, tækni lega aðstoð, aðstoð til rikis- stjórnanna við framkvæmd sérlegra áætlana og samræm ingu einstakra framkvæmda við alþjóðlegar endurreisnar áætlanir, sem gerðar eru til langs tíma. Einn þáttur í þessari við- leitni eru hinar alþjóðlegu ráð stefnur, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða aðkall- andi vandamál varðandi mat vælaframleiðsluna. Þrjár slík ar ráðstefnur verða haldnar næstu tvo mánuði. Þær verða haldnar í Austur-Asíu, Suður Ameríku og i einhverju land- anna fyrir botni Miðjarðar- hafs. Þar verður einnig hald- inn sérstakur fundur til að ræða skepnuhirðingu og sjúk dóma i nautgripum, einkum gin- og klaufaveiki og ráðstaf anir gegn henni, og þá fyrst og fremst bólusetningu. Stofn unin ætlar að koma á fót sér- stakri gin- og klaufaveiki- varnarnefnd í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og rann sóknarstofu, er framleiði bólu efni. Fiskveiðarnar verður einnig að bæta. Þá hefir matvæla- og land- búnaðarstofnunin látið gera skýrslu um fiskveiðar og möguleika á að auka þær við strendur Suður-Ameríku. Á þessum slóðum eru geysimikl- ir möguleikar á því, segir í skýrslunni. Þegar undanskil- in eru Chile, Brazilía, Perú, Venezuela og Mexíkó, þá hafa Suður-Ameríkuríkin lítið gert til að efla fiskveiðar sínar. Þar vita menn lítið sem ekk- ert um nútíðarhætti í fiskveið um, hvernig' geyma á aflann, flytja hann og afla markaða fyrir hann. Þau 5 lönd, sem fyrr voru nefnd, er hafa til- einkað sér nútíma aðferðir við fiskveiðar, neyta 80% þess fisks, sem boröaður ér í Suð- ur-Ameríku allri, en hin 15 Suður-Ameríkuríkin aðeins 20%, enda þótt þær þjóðir hafi jafn mikla möguleika á því að stunda fiskveiðar og hinar fimm. Gjafir eru yður gefnar A framboðsfundinum í Ár- nesi ræddi frambjóðandi í- haldsins, Ragnar Lárusson, um framkvæmdir þess opin- bera í sýslunni. Taldi hann þær litlar eða einskis virði. Væri annað tveggja, að litlu hefði verið til þeirra varið eða þá að sviksamlega hefði verið unnið fyrir það fé, sem veitt hefði verið. „Hvar eru þessar framkvæmdir? Ég sé þær ekki,“ sagði þessi fram- bj óðandi. Það er öllum, sem eitthvað þekkja til, kunnugt að fram- lög til framkvæmda í Stranda sýslu eru fullkomlega sam- bærileg við aðrar sýslur og kjördæmi, enda sýna verkin merkin. — Þannig er sími kominn á hvern bæ í sýsl- unni fyrir nokkirum ái^um, greiðfær akvegur liggur nú úm alla sýsluna norður í Bjarnarfjörð, nær allar ár á þessari löngu leið eru brú- aðar, auk margvíslegra fram kvæmda annarra. Allt þetta hefir gerst fyrir ótrauða og ötula forgöngu þingmanns kjördæmisins, Hermanns Jón assonar. Hygg ég að þetta kjördæmi standi ekki að baki öðrum kjördæmum hvað þetta snertir, ekki sízt þegar tekið er tillit til legu og stað- hátta kjördæmisins. Það er því Strandamanna að svara því nú hvort það sé réttmæt ályktun þessa frambjóðanda íhaldsins, að sviksamlega hafi verið unnið af þeim fyr- ir þvi fé, sem lagt hefir verið fram til umbóta í þessu kjör- dæmi. Á þessum sama fundi lét þessi frambjóðandi svo um- mælt. að það væri lítillvandi að vera frambjóðandi og þing maður í Strandasýslu og lét skína í von sína um að verða það. Honum skal hér aðeins á það bent, að Strandamenn eru þekktir að því að vera vandláti/að þingmönnum sín um, enda hafa þeir jafnan átt hinum mikilhæfustu þing mönnum á að skipa. Munu Strandamenn við kjörborðið sýna það ótvírætt að þeir séu ófúsir að skipta á einum hin- um drengilegasta og atkvæða mesta stjórnmálamanni síð- ari tíma og þeim sprellikarli, sem íhaldið sendir nú í fram- boð á Ströndum og sem ekki hefir annað til sins ágætis en vekja almennan hæðnis- hlátur tilheyrenda sinna og hafa hreppt á uppboði tvö skítakeröld og fært þau að gjöf fátækum frumbýlingi, sem hann áleit sér hliðholl- ann. Strandamaður. IÐJ \dambod Alúmín orf Hrífur með alúmín haus. Tréhrífur með almín tindum og Iðjukló ^AMBOOAVERKSTÆÐIÐ^ IÐJA ;AKUR£YRI^^ HLJ6MSVE1T)B - SKEMMTIKRAFTAR R4DM\GAR8KRirSI0FA f £ % SKIMMTIKRAfíA ? Austurstrœti 14 — Simi 5035 \ / Opið ki 11-12 og 1-4 ''**** 'V UppL » simo 2157 0 oðrum tlmo , HLJÓMSVEITIR - SKEMMTIKRAFTAB SKI PÆUTCiCH í) RIKBSINS „Skialdbreið" til Snæfellsneshafna og Flat- eyjar hinn 25. þ. m. Tekið á móti ílutningi á morgun. — Farseðlar seldir á miðvikudag Skaftfellingur til Vestmannaeyja hinn 23. þ. m. Vörumóttaka daglega. AuqlýAii í 7waHw tiiimiiuiiiiiiiiiiiitniiiiinnmi3».iiimiiuxuunm Bergur Jónsson Hæstaréttarlögmaður... .. Skriístofa Laugavegi 85. Slmar: 5833 og 1323. ■nnauiiiHuiiiiiuiiiiimiimmiumimimuuM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.