Tíminn - 03.07.1953, Blaðsíða 4
4.
Gubmundur Davíðsson:
TÍMINN, föstudaginn 3. júlí 1953.
■ uiav«
GRÓÐURVERND
Framhald.
Áhrif frá menningartækjum.
Áhöld, sem börnum er
kennt að nota við jurtasöfn-
un og fergingu, eru að sjálf-
sögðu talin menningartæki.
þó að þau í raun og veru séu
það gagnstæða. Þau eru notuð
til að eyða lífi, en ekki til efl-
ingar því. Svo er um ótal mörg
önnur hliðstæð tæki, sem ein-
göngu eru notuð við veiðiskap
og eyðingu fjölda náttúru-
gæða á láði og legi. Af slíkum
áhöldum er mest til af í land
inu. En hin, sem notuð eru
til ræktunar og eflingar lífi,
eru miklu færri. Enda er
meiri árangur af ránsöflun
úr skauti landsins en ræktun
og eldi jurta og dýra, þó að
nokkuð sé að því gert. Rækt-
un landsins og hlunninda þess
hefir miðað áfram með hraða
snígilsins, en gróðureyðing og
uppblástur landsins með flug
hraða fuglsins í loftinu.
Meðal menningartækja nú
tímans í þéttbýli að minnsta
kosti eru dagblöð, útvarp og
kvikmyndahús. í þessa
menntabrunna sækir fólkið
fræðslu, einkum æskulýður-
inn. Hvert þessara tækja fyr-
ir sig ber á borð ákveðinn
skammt af andlegu fóðri, sem
börnum er sérstaklega ætlað
ti hugarfarsþroska og menn-
ingar, en sem verður þó til
að leiða þau afvega og spilla
dómgreind þeirra.
Auk blaðanna hafa börn
haft aðgang að sora úr er-
lendum bókmenntum, eins og
t. d. þeim, sem Alþýðublaðið
lýsir 7. nóif. 1946 með þessum
orðum: „Hasarblöð", „hinum
versta ameríska óþverra, sem
jafnvel Ameríkumenn skamm
ast sín fyrir og allir mennt-
aðir menn meðal þeirri fyrir-
líta“.
Dagblöðin hér í Reykjavík
(að Tímanum undanskyldum)
flytja daglega afskræmilegar
myndir, sem sérstaklega eru
helgaðar börnum og vafalaust
teknar úr erlendum sorpblöð
um, þegar börn eiga í hlut
virðist það regla að velja
myndir og lesefni í blöðum
handa þeim svo hjákátlegt
og vitlaust sem verða má. Eðli
lega vekur þetta hjá þeim hug
arfarsspillingu. í blaðadálk-
um sjást sjaldan eða aldrei
menntandi fræðsluefni, sem
hæfir börnum og unglingum.
Þeim er aldrei bent á, hvernig
sambúð þeirra og viðskipti
ætti að vera við jurta- og dýra
líf landsins, sem þau hljóta
þó að eiga meira og minna
saman við að sælda um ævina.
Blöðin ættu að leggja niður
erlendu skrípamyndirnar, sem
helgaðar eru börnum, en taka
upp í staðinn fræðandi og
menntandi efni úr náttúru
landsins, vinnubrögðum þjóð-
arinnar og sögu. Ennfremur
aðferðir við ræktun og eldi
jurta og dýra. Skyldi sníða
frásögnina við barna hæfi.
Mundi þetta me.tið að verð-
leikum hjá almenningi og
auka uppeldisgildi blaðanna.
Börnin eru sá hluti þjóðar-
innar, sem vandfarnast er
með. Þau eru alveg háð duttl-
ungum fullorðna fólksins.
Þeim er oft ómaklega refsað
fyrir yfirsjónir hinna eldri.
Sannast þá oft málsháttur-
inn: Grísir gjalda, en gömul
svín valda.
Um útvarpið má segja nokk
lið svipað og dagblöðin, sem
fytja afskræmdu myndirnar.
Um þessa stofnun verður ekki
skráð að sinni, að öðru leyti
en því, sem drepið verður á
barnatimana. En taka má
fram, að útvarpið hefir að
ýmsu leyti brugðizt sem menn
ingartæki fyrir okkur íslend
inga. Ef til vill verður það rök
stutt síðar.
Þess er áður getið, að út-
varpið hefir látið útbreiða
meðal barna aðferðir við jurta
söfnun og fergingu. Er áður
tekið fram, hvaða áhrif slík
iðja getur haft á hugarfar
barna gagnvart náttúrulífi
landsins. Útvarpið hefir barna
tíma vikulega og stendur því
vel að vígi að láta flytja við
barna hæfi kerfisbundið fræð
andi og menntandi efni í stað
inn fyrir sögur, hégómaskraf
og ýmis konar leikaraskap.
Út úr vandræðum með út-
varpsefni handa krökkunum
að því er virðist, eru barna-
tímarnir gerðir að ruslakistu.
Það er hlaupið úr einu í ann-
að og ruglað saman óskyld-
asta efni, sem hinir og þessir
flytja, — stundum börnin
sjálf. Meðan ég er að festa
þessi orð á pappírinn er ver-
ið að lesa í barnatíma bar-
dagasögu, sem virðist ein-
göngu búin til handa börnum
til að vekja í huga þeirra hern
aðaranda og drápgirni. Enda
leika börn stundum aðferðir
við manndráp á götum
Reykjavíkur. Hafa þá i hönd
um gervivopn, sem verzlanir
bæjarins eru svo hugulsamar
að hafa á boðstólum handa
krökkum.
Fyrir nokkrum árum fór ég
með fræðsluerindi handa
börnum til útvarpsins. Efnið
var um eina algenga blóm-
jurt, sem vex i ræktaðri jörð
alls staðar á landinu og hvert
barn þekkir. Dómarinn, sem
átti að segja um, hvort erind-
ið væri frambærilegt, áleit, að
það hentaði betur fullorðnu
fólki. Hann lét því lesa það
upp í öðrum tíma en barna-
tímanum. Ég. leit svo á, að
dómaranum hefði ekki þótt
erindið nógu vitlaust fyrir
börn, því að svo virðist sem
útvarpsefni handa börnum
jþyki bezt sem vitlausust og
fjarri veruleikanum.
Ég ætla ekki að lýsa áhrif-
um, sem börn verða fyrir í
kvikmyndahúsum. Aðrir hafa
gert það opinberlega og kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að
ýmsar kvikmyndir hafi orðið
börnum — sumum hverjum,
— fyrirmynd að ýmsum
óknyttum og sett á þau
ómennskubrag.
Um háskóla-bíóið hér í
Reykjavík segir Morgunblaðið
árið 1947: „Þar er íbúum þessa
bæjar boðið upp á Hollywood
myndir að andstyggilegustu
gerð, siðspillandi og for-
heimskandi".
Ef eitt kvikmyndahús sýnir
siðspillandi myndir, álítur
fólkið, að öll hin séu með
sama marki brennd. Börnum
er að vísu bannaður aðgang-
ur að sumum myndum. En
hvers vegna þykir nauðsyn-
legt að sýna fullorðnu fólki
siðspilltar kvikmyndir? Þarf
endilega að taka soran með?
Þetta sýnir út af fyrir sig, hve
hugarfarsspillingin er rík í
meðvitund margra.
Vissulega hefir efni, sem
börnum er helgað í dagblöð-
um, útvarpi og kvikmynda-
húsum, reynzt þeim laklegur
menningarskóli, þegar frá líð
ur.
Að undanförnu við hver ára
mót (gamlárskvöld) hefir
yngra fólkið gert upp reikn-
ingana fyrir fræðslu, sem það
hefir notið og menningar-
skerfs, er því hefir verið út-
hlutaður í áðurgreindum
menningartækj um.
Niðurlag næst.
Helgi Hannesson ræðir hér á eftir
um Hið íslenzka fornleifafélag:
I „Árbók Fornleifafélagsins 1951—52
fékk ég nýlega í hendur. Þetta er
myndarlegt hefti: 174 blaðsíður á
sterkum pappír í stóru broti og í
því margar myndir.
Bókin hefst á greinargóðri og
skemmtilega skrifaðri ritgerð um
„Rannsóknir á Bergþórshvoli" eft
ir þá Kristján Eldjárn og Gísla
Gestsson. Sú ritgerð fyllir 70 blað-
siður af bókinni. Þá skrifar Jón
Steffensen um „Kúml hjá Surts-
stöðum í Jökulsárhlíö" (5 bls.). Þá
Magnús Már Lárusson um: „Eitt
gamalt kveisublað“, 10 blaðsíður.
Og loks er fyrri hluti ritgerðar eft
ir Vigfús heitinn Guðmundsson írá
Keldum um „Eyðibýli og auðnir á
Rangárvöllum“, 76 blaðsíður auk
korts af Rangárvöllum. Þessi rit-
smíð Vigfúsar finnst mér skemmti
legast skrifuð af því, sem ég hef
lesið eftir hann. — Fljótt yfir farið
1 virtist mér ritgerðin vönduð, enda
byggð á áratuga erli og yfirlegu.
Og átthagaástin blikar af hverri
blaösíðu.
j Svo sem sjá má af ofansögðu,
I er heftiö næstum allt um rang- ,
æskt efni. En það er ekki ómerki- ;
| legra þar fyrir. En þó finnst sum- !
um mönnum fjölbreytni slíkra rita
vera fremur æskileg.
Fyrir fáum misserum kom mér .
ófyrirsynju upp í hendur mest af ,
því, sem þá var til af árbókum'
Fornleifafélagsins. Það verkaði á
mig eins og opinberun. Þótt ég hafi
hnusað af bókum síðan á unglings
aldri, hafði ég aldrei séð þá „ár-
bók“ áður. Og þó vissi ég minna
um, hve ágætt rit hún er. Um
Fornleifafélagið vissi ég lítið meira.
Fornleifafélagið er komið yfir sjö
tugt. Stofnað 1879 að áeggjan Sig-
uröar Vigfússonar fyrst og íremst.
Rannsóknir fornleifa lét það fljótt
til sín taka. Og á fyrstu árum sín-
um hóf það útgáfu árbókar, sem
oröiö hefir merkt og. mikið safnrit,
orðið um eða yfir 5000 stórar blaö
síður. ..................
Ársgjald var frá upphafi ákveðið
3 krónur, sem var ærin upphæð á
þeim árum. Fyrir nokkru var það
hækkað í 10 krónur. Veit ég ekki
um annað jafn lágt ifélagsgjald nú
á dögum. — Fljótlega urðu félags
menn þó 264. Nú eru þeir fáeinum
fleiri en fyrir 70 árum. Hér er sund
urliðuö félagaskrá: Akureyri 19, Ár
nessýsla 13, Hafnarfjörður 5, Eyja
fjarðarsýsla 5, Skaftafellssýslur 5,
Rangárvallasýsla 4, Snæfellssýsla
4, Þingeyjarsýslur 3, Skagafjarðar-
sýsla 3, Borgarfjarðarsýsla 3, Vest-
mannaeyjar 3, ísafjörður 3, ísa-
fjarðarsýslur 3, Gullbringus. 2,
Húnavatnssýslur 2, Múlasýslur 1,
Dalasýsla 1. — Samtals ut.an
Reykjavikur 79. Utanlands 29,. f
Reykjavík 183. Félagsmenn sam-
tals 291. ' ■ - -
Hvað getur nú valdið svo vesalli
þátttöku í þörfu félagi?' Hefir
kannske félagsstjórnin verið f hálf
gerðum felum með félagið og ár-
bækur þess? Af eigin reynslu getúr,.
mig grunað það. Hvað sem veldur,
Hér þarf að verða breyting á. —
Tífölduð tala félagsmanna gæti ver
ið auðvelt, nálægt takmark! —'
Hvað segið þið, Rangæingar, um
hundrað manná hóp? Þó ekki væri
annað að græða á því en árbókinal“
Ég er sammála Helga. - ■*
Starkaður.
Bandaríkjanna 177 ára
Tvær stúlkur óskast
Tvær stúlkur óskast í eldhús Vífilsstaöahælis yfir
sumarmánuðina.
Upplýsingar í síma 9332 eftir kl. 2 á daginn.
Skrifstofa ríkzsspítalanna.
Hinn 4. júlí í ár verða liðin
177 ár frá því að sjálfstæðis-
yfirlýsing Bandaríkjanna var
samþykkt og undirrituð.
Þennan dag fagna banda-
rískir þegnar því frelsi, sem
þeim hefir áunnizt. Dagsins
er minnzt á margan hátt, svo
sem með ræðuhöldum, skrúð-
göngum, hátíðasýningum,
flugeldum o. s. fr. í höfuðborg
inni, Washington, fer fram
mikil flugeldasýning nálægt
[Washingtonminnisva’rðanum,
sem reistur var til minning-
ar um George Washington,
hetjuna úr Frelsisstríðinu og
fyrsta forseta Bandaríkj-
anna.
Um gervöll Bandaríkin
minnast menn lítils hóps
manna, sem komu saman í
Philadelphia árið 1776 til þess
að setja fram frelsishugsjón
ir sínar í sjálfstæðisyfirlýs-
ingunni, sem er Bandaríkja-
mönnum öllum heilagt skjal.
Allt frá því að fyrstu land
nemarnir námu land með-
fram strandlengju Atlants-
hafsins, heilluðu nýlendur N.
Ameríku menn, sem þiráðu
frelsi — djarfa menn, sem yf
irgáfu ættlönd sín í leit að
hamingju og bættri afkomu
í villtri náttúru ónuminna
landflæma.
Frelsishugsjónin festi djúp
ar rætur í hinum nýja heimi.
Að vissu leyti höfðu nýlendu-
búar sjálfákvörðunarrétt, þó
að þeir byggju við ensk yfir-
ráð. Samt sem áður þótti
þeim sér misboðið með ýms-
um tollaálögum heimalands-
ins.
Margt kom til sögunnar, er
jók á misklíð þessa, þar til
amerísku nýlendurnar sendu
fulltrúa á sameigirilegt þing
í Philadelphiu árið 1776. Þar
kváðu þeir á um réttindi sín
í svonefndri sjálfstæðisyfir-
lýsingu, sem Thomas Jeffer-
son samdi. í yfirlysingu þess
ari er það tekið fram og ger-
völlum heiminum kunngjört,
að „sambandsnýlendurnar
séu og hafi fullan rétt til að
vera frjálst og fullvalda
ríki.“ Þessi unga þjóð hafði
gengið fram fyrir skjöldu og
lýst yfir frelsi sínu — en frels
ið gat hún ekki unnið með
öðru en stríði.
Styrjöldinni lauk árið 1781.
Að því loknu sá hin nýja þjóð
fram á nýja erfiðleika, sem
hún varð að sigrast á — þ. e.,
(Framh. & 6. ?íðu).
Skrifstofustúlka óskast
Skrifstcfustúlka, vön vélritun, óskast sem fyrst. —
Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist í pósthólf 667 fyrir 8. þ. m.
Kvenfélag Lágafellssóknar heldur
sumarfagnað
að Hlégarði, laugardaginn 4. júlí kl. 9 síðdegis. —
Gestur Þorgrímsson skemmtir. Hljómsveit Carls
Billich. — Söngvari Alfreö Clausen. — Ferð frá Ferða-
skrifstofu ríkisins kl. 9 s.d. — Héraðsbúar fjölmennið.
Húsinu lokað kl. 11,30. Ölvun bönnuð.
NEFNDIN.
r/______ >
UTB REIÐIÐ TIMANN
iiiimiiiiiii'iiiaiuimniiiniiiiiliiiiiinmiiniiimiiiimii-mwmnmnwffT