Tíminn - 15.07.1953, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1953, Blaðsíða 3
156. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 15. júlí 1953. í slendingajDættir Árbók íþróttamanna! Sexfíu 09 fimm ára 1 dag: Alexander Jóhannesson háskólarektor 1953 komin út Dánarminning: Gróa Jakobsdóttir Mánudaginn 29. júní s. 1. andaðist á heimili sínu, Heys- holti á Landi, merkiskonan Gróa Jakobsdóttir 85 ára að aldri. Enginn héraðsbrestur verðúr við fráfall hennar, því að'. hún var ein hinna kvrr- lát'u kvenna lands vors, en hun var „góður stofn“, sem öðlázt hafði þanþólið og þrek ið fyrir innri og ytri reynslu. Þegar stormarnir æddu og beljáhdUækir og steypiflóð — þá bognaði -hún- fyrir guði — með-auðmýkt, en brotnaði ekki. ...; Gróa. fæddist.á Borg á Landi árið. 1868 :—var því 85 ára á dánardægri. Borg er löngu komin- í oyði, eyddist í hinum miklu sandbyljum 1882. For- eldfár hennar flu'ttu þá bú- férluin að Néðra-Seli í Land- sveitr og flúttu með sér frá hínni eyddii Borg nokkur börn og fátæktina og vanheilsuna. Minnir. mig, að Jakob, faðir hennar lægi rúmfastur í ellefu ár. Hann var stakur stillingar maður, en kona hans, Guð- láúg Paisdóttir, skörungur mikill og hjartarík. Fátæk- lega búrið hennar var öllum þurfandi mönnum opið um éfni fram, Gróa varð snemma gjörfulegT frlð sýnum og góð lynd. Hún giftist nokkru fyrir aldamót síðustu. Guðmundi Jónssyni ;fcá: JHoltsmúla, eink ar göðum dréng. Fóru þau aö búa í Heysholti. Þeim varð 5 eða 6 barna auðið og undu ýél hág sínum á hólnum í Hevsholti. Þau unnu hvort öðrú og varð því flest til ynd ís. En einn tíapran veðurdag kom dauðinn og þá varð Gróa ekkja með börn í ómegð. Guð mundur dó '29. júní 1912 — réttu 41 ári á undan konu sinni. Nú var úr vöndu að ráða hjá ekkjunni, efni lítil og-fyrirvinna engin, en næg tryggð og þrá til dvalar í heimareitnum. Hélt hún afram hokrinu og minntist með þakklæti jafnan síðan, er sveitarstjórnin gamla mest öll hvatti hana til þeirra dáða að halda hópnum saman. Svona liðu árin næstu og Gróu lagðist gitthvað til, góðir menn veittu henni liðsinni og sj álf - átti hún hinn mestan fjársjóð trúaröryggis og þolin mæði.' cÁrið 1917 giftist hún öðru Sinni Guðjóni Þorsteinssyni faðsmanni sínum, er áður var þóndi á Neistastöðum í Flóa, ög nú ekkjumaður. Þau Gróa og Guðjón lifðu síðan í far- sælu hjónabandi til dauða Guðjóns 1946, en hann lézt úr krabbameini eftir hetju- lega baráttu. Ég hygg, að Gróa og Guðjón hafi virt hyort annað og metið að verð leikum. Guðjón var að ýmsu léyti merkur maður og vel greindur. og vinum sínum eft irminniíegur. Sakna ég þeirra beggja, ér ég leiði hugann að sglum þeirra. Var ég oft gest lir þeirra og naut ástúðar þéirra í .ríkuftr mæli. Blessuð Sé minning þeirra. Dauðinn tjók frá Gróu unga dóttur hennar meðan hún var í ekkjudómi hið fyrra sinn. Voru mikil harmkyæli í för Kíeð honum þá og' margar vökunætur og harmur í hljóði. Síöar löngu missti hún upp- komna dóttur, efnilega — Elísabetu að nafni, en eigi haggaðist konan á hólnum — i guðstrúin var hennar styrkur og góðvild til annarra manna. Það var ævilán Gróu að eiga ‘gott hjartaþel og fá að njóta | barnaláns. Sonur hennar Ósk ar og Sigriður dóttir hafa all ar stundir með henni dvalizt tþegar frá er tekin vertíða- dvöl Óskars um nokkur ár) og borið hana á höndum sér ' og veitt henni þá gæfu gam- alla kvenna í húsfreyjustétt, ' að mega ráða háttum sínum 1 að hinzta kvöldi. Þessi systkin eiga í vændum sigurlaun fyrir ljúfa fórnarþjónustu.. Nú er þó Gróa í Heysholti horfin og ‘sést eigi framar fagna gest- um, brekkusæknum, hýrieg á ' svip og góðmannleg. Er henn- ;ar saknað af fornum vinum, | en um leið fagnað lausn lienn ar eftir síðasta hretið. Sá, er línur þessar ritar, sá Gróu fyrst viö kirkju, er hann var barn að aldri. Var hún þá prúðbúin. Síðar komst ég að raun um, að hún var kirkju- rækin að hætti Maríu, er sat (Framh. á 6. síðu). H r j ó s t u r Orkt í Hlíðardal. Öræfanna andinn hljóði, yndi þúsundfalt, það er eins og þagnarljóði þrungið sé hér allt! Hér er fátt, sem gleði grandar. Guð veit, það er satt, að hrjóstur dýrðleg, hraun og sandar, hafa margan glatt. Hérna fána Fróns ég reisti og finn þess huldumál. Þetta glæsta gróðurleysi græðir mína sál. Liítt ég sakna lýðsins ferða, löngum draumagjarn, enda mun ég alltaf veröa eyðimerkurbarn! Ljúfir fossar, lautir nógar, lyngi vaxin börð, hraun og lækir, holt og móar, hvílík blessuð jörð! Er sem lands vors sál hér syngi sorgblíð vögguljóð. Alltaf verður íslendingi auðnin ljúf og góð! — Gretav Fells. Arbók íþróttamanna fyrir árið 1953 er nýlega komin út. Bókin er hin eigulegasta að vanda, og er efnisniðurröðun og fráganru allur til mikils sóma fyrir útgefendurna sem er Bókaútgáfa Menningar- sjóðs. Ritstjóri árbókarinnar er Kjartan Bergmann. Eins Oo áður eru greinar- flokkar um frjálsar íþróttir og knattspyrnu ítarlegastar, en um þessar íþróttagreinar skrifa Brynjólfur Ingólfs- son og Sigurgeir Guðmanns- son. Bókin hefst með for- mála eftir Þorstein Einars- son, íþróttafulltrúa, og er þar getið um aðdraganda að út- gáfu árbókarinnar. Má segja að 10 ár séu liðin frá því fyrsta bókin kom út, en þá gáfu Brynjólfur Ingólfsson og Jóhann Bernhard út Ár- bók frjálsíþróttamanna* en hún varð vísir að þessari ár- bók íþróttamanna. Köflum um íþróttagreinar hefir stöð- ugt verið bætt við, og eru nú íþróttagreinarnar orðnar 11 auk kafla um störf fram- framkvæmdastjórnar ÍSÍ, en árbókin að þessu sinni hefst á þeim kafla, en í honum eru ýmsar gagnlegar greinar, t. d. um veltuskýrslu ís- lenzkra getrauna. Annar kaflinn í bókinni er um badminton, og skrifar Friðrik Sigurbjörnsson um þá íþróttagrein. Er efnisniður- röðunin því breytt frá fyrri árbókum, en þær hófust all- ar á greinum um frjálsar í- þróttir. Næsti kafli er um frjáisar íþróttir, ritaður af Brynjólfi Ingólfssyni, eins og áður getur. Er þessi kafli mjög ítarlegur og mestur að vöxtum. Er þar meðal ann- ars getið um frjálsíþrótta- keppnina á síðustu Ólympíu- leikum, og nokkrar myndir frá þeim leikum. Þriðji kafl- inn er um glímu, skrifaður af ritstjóranum Kjartani Berg- mann. Er þar meðal annars á grip af sögu glímunnar, þriðja grein. Næst kemur kafli um golf eftir Þorvald Ásgeirsson, og því næst grein um handknatt leiksárið 1952, eftir Hauk Bjarnason. Þorkell Magnús- son skrifar um hnefaleika og Sigurgeir Guðmannsson um knattspyrnu. Er þátturinn um knattspyrnuna mjög ítav legur og greinargóður. Er þar skrifað um heimsóknir er- lendra liða, og utanfarir ís- lenzkra, auk greinar um knattspyrnuna á Ólympíu- leikunum. Því næst kemur ágrip af sögu körfuknattleiks á ís- landi, skrifuð af Magnúsi Sig urðssyni. Er þar skrifað um upphaf þessa leiks og hvern- ig hann barst til íslands. Er þessi feafli einkar skemmti- legur og gefur góða hugmynd um þessa nýju keppnisgrein hér á landi. Þá er grein um röðraríþróttina eftir Toft Helgaron, og Jón D. Ármanns son skrifar um skautaí- íþróttina veturinn 1951— 1952. ítarleg grein er um skíðaárið 1952, og tók Gísli B. Kristjánsson þann kafla saman. Eru margar skíða- myndir með kaflanum. Síöasti kafli árbókarinnar cr um sund eftir Ragnar Vigni. Er sá kafli sá þriöji mesti að vöxtum í bókinni, (Framh. á 6. síðu). Rektor háskólafts, prófess-! or Alexander Jóhannesson, verður hálf sjötugur í dag. Lærisveinar hans nokkrir og samverkamenn hafa af því tilefni gefið út rit helgað honum á þessum tímamót- um ævi hans. Mun sú bók koma í bókaverzlanir í dag. Undir afmæliskveðjunni í þessari bók munu standa um 150 nöfn innlendra og er- lendra manna. Er þetta lítill vottur um vinsældir þær og virðingu er prófessor Alex- ander hefir áunnið sér með löngu vísindastarfi og frá- bærri mannlund, prúð- mennsku og góðfýsi, sem honum hefir gefið verið um-. fram flesta menn. Alloft heyrist sú kenning, að lærðir menn, sem svo er kallað, sé til smárra nytja, nema þeir stundi fræði sín, sem alloft eru þó talin lítil askafylli á vegum alls fjölda manna. Að mínu viti er þetta hin mesta fásinna. Mað ur, sem þjálfað hefir hugsun sína við fræðilegar rannsókn ir, mun að öðru jöfnu færari til þess að leysa flókin vanda mál en aðrir menn. Prófessor Alexander Jóhannesson er einmitt glöggt dæmi um þetta. Bjartsýni hans og á- ræði, samfara ríkri hug- kvæmni og óþreytandi elju, hafa leyst margan vanda, sem ýmsum svokölluðum framkvæmdamönnum og stjórnmálagörpum hefði reynzt ofurefli. Það er ánægjulegt fyrir vísindamann við slík tíma- mót sem þessi, að líta yfir mikið dagsverk, fjölda rit- gerða og stór verk, er geyma árangurinn af elju- sömu og árangursríku vís- indastarfi. Hin mikla upp- runaorðabólc próf. Alexand- ers, sem nú er að koma út, er ein fyrir sig mikið æviaf- rek. Nú er það lítt á mínu færi að ræða margt um mál- vísindi, enda munu aðrir mér færari til þess verða að minn ast þess þáttar í ævistarfi próf. Alexanders. En hér er margs fleira að minnast. Mér kæmi það ekki á óvart, þótt próf. Alexander þætti sjálfum litlu minna vert um ýms önn ur verk sín, er til verklegra framkvæmda teljast, enda munu þau og lengi halda minningu hans á lofti. Há- skólahverfið hér í bænum er eins og kunnugt er, að mest- um hlut upp komið fyrir dugnað hans og atfylgi. Há- skólinn á honum því mikla skuld að gjalda, enda hvort tveggja, að mönnum háskól- ans hefir ekki missýnzt í því, að fela honum forstöðu sinna mála og kjósa hann rektor sinn oftar og lengur miklu en nokkurn annan einn manna, né hefir próf. Alex- ander brugðist því trausti. En háskólarektor hefir hann verið á árunum 1932—1935, 1939—1942 og síðan 1948. Á þessum tíma hafa allar hin- ar miklu byggingar á há- skólalóðinni risið og lóðin sjálf orðið ein mesta prýði höfuðstaðarins. Og þegar að því kom, að ríkiö léti reisa nýtt þjóðminjasafnshús í minningu um endurreisn lýð- veldissins, varð próf. Alex- ander skipaður formaður bygginganefndar af hálfu rík isstjórnarinnar. Mun hún ekki hafa komið auga á ann- an mann, er betur mætti treysta til að leiða þá miklu framkvæmd til góðra lykta. Sextíu og fimm ár er ekki hár aldur og eflaust á próf. Alexander enn eftir að vinna mörg þarfleg verk og góð, bæði í fræðum sínum, fyrir Háskóla íslands og ættjörð sína. Sú er ósk okkar vina hans og samverkamanna, að hann megi enn um langa hríð „safna árum góðvitrari og yngri,“ eins og skáldið kvað. Ég þekki engan, sem þau orð eiga betur við, og það ætla ég líka, að ekki verði á betra kosið. Þorkell Jóhanftesson. StnrnnntitiitiinmwutfHmmitiimmm Gerist áskrifendur að TÍMANUM Áskriftasími 2323 EFTIRTALDAR niðursuðuvörur frá Pylsugerð K E A & Akureyri, fást að jafnaði í heildsölu hjá okkur: Nautgripakjöt Vínarpylsur Bæjarabjúgu Blóðmör i M og y2 dósum í Ví og y2 dósum í Ví og i/2 dósum í Vi og 1/2 dósum HERÐUBREIÐ Sími 2678,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.