Tíminn - 05.08.1953, Qupperneq 5

Tíminn - 05.08.1953, Qupperneq 5
173. blaST. TÍMINN, miðvikudaginn 5. ágúst 1953. 5 mSvlUud. 5. ágúst Jöfnunarverð rafmagni Um seinustu mánaSamót komst í framkvæmd mál, sem Framsóknarflokkurinn hafði lengi barizt fyrir. Það var jöfnunarverð á olíu og benz- íni. Hér eftir verður svipað verð á þessum vörum um land allt, en áður var það mjög mis munandi. Afskekkt byggðar- lög og útgerðarstaðir bjuggu við óhagstæðast verð. Með framkvæmd þessa máls er stigið stórt spor til að sam- ræma kjör landsmanna og láta þá, s'em búa í afskekkt- um byggðarlögum, ekki gjalda þess, þótt þeir haldi þar uppi nytjun lands og sjáv argæða í þágu þjóðarbúsins. Það er venjan, þegar góð mál komast fram, að fleiri reyna að eigna sér þau en þeir, sem barizt hafa fyrir þeim. jafnvel þeir, sem hafa barizt hatramlegast gegn þeim, geta stundum látið eins og langþráðu takmarki þeirra hafi verið komið í höfn. Þannig lætur nú t d. Morgunblaðið eins og jöfnun- arverð á benzíni hafi veriö sér stakt áhugamál Sjálfstæðis- flokksins og Sigurður Ágústs- son átt manna mestan þátt í því á þingi að koma þessu máli fram. Sannleikurinn er vitanlega sá, að Framsóknar- menn voru löngu búnir að- flytja málið á þingi og hefja þar baráttu fyrir því áður en Sigurður Ágústsson komst á þi.ng. í fyrstu mætti það ým- ist andstöðu eða sinnuleysi Sjálfstæðismanna, en svo kom þó að lokum, að dreifbýl- isþingmenn Sjálfstæðis- flokksins, eins og Sigurður Á- gústsson, treystu sér ekki til annars en að vera því fylgj- andi. Allt fram til seinustu stundar reyndu þó aðalfor- kólfar Sjalfstæðisflokksins, eins og Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson að hindra framkvæmd málsins og varð í vetur að tefja þingið í nokkra daga, svo að þeim tækist ekki að svæfa það. Stafaði þetta m.a. af því, að Bjarni og menn hans reyndu að beita málþófi til að hindra framgang málsins. Vegna kosninganna, sem fyrir dyr- um stóðu, treystust dreifbýl- isþingmenn Sjálfstæðis- flokksins ekki til þess að fylgja honum og Framsókn- armönnum tókst því að knýja málið fram. En svo kemur Mbl. að venju á eftir og segir, að framgangur málsins sé að þakka Sjálfstæðisflokknum, er jafnan hafi veitt „pessu réttlætismáli“ fyllsta braut- argengi! Með j öfnunarverðinu á benzíni og olíu hefir réttlæt- ismáli vissulega verið komið isþingmenn Sjálfstæðis- stæðisflokksins farist illa að reyna að eigna sér það. Með því hefir þó ekki verið stigið, nema eitt spor af mörgiun til að skapa jafnræði og réttlæti í kjörum þeirra, sem búa í þéttbýli og dreifbýli, og tryggja þannig jafnvægið í byggð landsins. Fleiri slík mál þurfa að fylgja á eftir. Meöal þeirra mála, sem þar koma í fremstu röð og úrlausnar krefjast, er að tryggja jöfnun ERLENT YFIRLIT: Einai£gr8mar«»íe£naii, sem þeir liafa fylgt, hefir skaðaS |sá meira en vestnrvetílin. Það er nú ljóst, að forráðamenn Sovétríkjanna hafa tekið upp breytta stefnu í verlunarviðskipt- I um við önnur lönd. Sú stefna, sem Rússar hafa fylgt að undanförnu, hefir haft það markmið. að Rúss- ar byggju 'sem mest að sínu og hefðu sem allra minnst viðskipti við önnur lönd en kommúnistaríkin. TakmarkiS hefir bersýnilega verið að byggja kommúnistaríkin upp sem sjálfstæða og óháða viðskipta- lega heild. Prá þessari stefnu hefir nú bersýnilega verið horfið, a. m. k. í bili, og hafizt handa um aukin viðskipti við lýðræðisríkin. Stað- festing á þessari stefnubreytingu eru nýir viðskiptasamningar, sem Rússar hafa gert unlanfarnar vikur við Vestúr-Evrópuþjóðirnar, nú seinast viS íslendinga. Þessi stefnubreyting Rússa staf- ar vitanléga bæði af efnahagsleg- um ástæðum og póltjskum. Með því að rekja sögu þessara mála nokkuð, má gera sér nokkru gleggri grein fyrir þeim ástæðum, er hér munu vera að yerki. Tilgangur Stalíns með við- skiptaeinangruninni. Pyrst eftir kommúnistabylting- una, sóttust Rússar eftir auknum viðskiptum við aðrar þjóðir, en var tekið misjafnlega. Þetta breyttist hins vegar nokkuð eftir að Stalín festist í sessi. Seinustu árin fyrir seinni heimsstyrjöldina dró held- ur úr viðskiptum Rússa við önnur lönd. Markmið Stalíns var það ber- sýnilega, að Rússar skiptu sem minnst við aðrar þjóðir og væru sjálfum sér nógir í sem flestum greinum. Á striðsárunum breyttist þetta nokkuð, enda höfðu Rússar þá þörf fyrir mikla erlenda aðstoð og fengu hana líka frá Bandaríkjun- um. Fyrstu árin eftir styrjöldina hélzt þetta lxka, en um það leyti, er Marshallhjálpin kom til sögunn- ar, var horfið til fyrri stefnu Stal- ins á nýjan leik. Pyrirætlun Banda ríkjamanna meö Marshallhjálp- inni var sú. að hún næði jafnt til Vestur- og Austur-Evrópu, að Sovétríkjunum meðtöldum, og yrði til þess að auka viðskipti Evrópu- þjóðanna innbyrðis, svo að þær þyrftu síður að halda á aðstoð Bandaríkjanna í framtíðinni. Stal- ín hélt hins vegar, að hér byggju einhver launráð undir, og hafnaði því þátttöku í Marshallsamvinn- unni fyrir hönd Rússa og leppríkj- anna. Jáfiiframt tóku Rússar upp strangari einangrunarstefnu í við- ! skiptamálum en nokkru sinni fyrr. Þeir drógu úr vðskiptum við Vest- ur-Evrópu og reyndu að gera komm ' únstísku ríkjablökkina að sjálf- stæðri, óháðri heild. Viðskipíaemangrunin hefir skaðað Rússa mest. Fullvíst þykir, að þessi stefna Stalíns hafi byggzt á tveimur meg- inforsendum. í fyrsta lagi var það trú hans, að hægt væri að byggja kommúnistablökkina upp sem sjálf stæða viðskiptaheild, sem í fram- tíðinni yrði miklu sterkari efnahags le:a en vesturblökkin. f öðru lagi var það skoðun hans, að missir við- skiptanna við Austur-Evrópu yrði svo tilfinnanlegur fyrir Vestur-Ev- rópu, að hann myndi valda henni meira tjóni en svaraði ávinnngi þeim, sem fylgdi Marshallsamstarf- inu. Þannig yrði hægt að gera hjálp Bandaríkjanna þýðingar- lausa. Reynslan hefir sannfært Rússa um, að Stalín hefir liaft rangt fyrir sér í báðum. þessum megin- atriðum. Þött missir viðskiptanna við Austur-Evrópu hafi reynzt V.- Evrópu tilfinnanlegur, hefir árang- urinn af Marshallsamstarfinu gert miklu meira en að bæta það tjón. Þótt margt hafi miðað í við- reisr.arátt í kommúnistaríkjunum á seinustu árum, einkum á sviði þungaiðnaöarins, hefir viðreisnin gengið þar stói-um hægar vegna viðskiptaeinangrunarinnar en ella hefði orðið. í stuttu máli sagt: Rúss ar og fylgiríki þeirra hafa tapað meiru á viðskiptaeinangruninni en vesturveldin. Afleiðingarnar hafa ekki sízt komið fram í hinni vax- andi óánægju í leppríkjunum vegna skorts á flestum lífsnauð- synjum. Þess Vegna eru það beinir hags- munir Sovétríkjanna og fylgiríkja þein-a að horfið sé frá viðskipta- einangruninni og unnið að auknum vðskiptum við lýðræðisþjóðirnar að nýju. Rússar velja hentugt tæki- færi til stefnubreytingar. Tækfærið, sem Rússar velja til að skipta um stefnu í viöskiptum sínum vð aðrar þjóðir, er á flest- an hátt vel valið frá pólitísku sjónarmiði. Það er nú Ijóst mál, að Banda- ríkin eru að hverfa frá styrkjastefn uni. Hún getur gefið sæmilega raun í stuttan tíma, en er hættu- leg fýrir sambúð gefanda og þiggj- anda til lengdar. Gefandinn telur sig þá geta gert meiri kröfur til þiggjandans en ella, en þiggjand- anum finnst hann vera háðari gef- andanum en ella og getur það ýtt undir óeðlilega tortryggni í hans garð. Þess vegna er það talið heppi- legt í Bandaríkjunum óg Vestur- Evrópu, að styrkjastefnunni verði ekki fylgt öllu lengur. Eigi það hins vegar ekki að leiða til vand- ræða í Evrópu, þegar styrkirnir MALENKOV íalla niður, þurfa Evrópuþjóðirn- ar að geta aukið útflutning sinn. Þess vegna er þaö nú krafa þeirra á hendur Bandarkjunum, að þau | aínemi ýmsa verndartolla, svo að ' liægt sé að auka útflutning þangað. Þetta mætir hins vegar mikilli mót- spyrnu þar, því að verndartolla- steínan á öfiuga fylgismenn, cink- um þó í stjórnarílokknum. Fullvíst ' þykir, að þetta verði eitt mesta 1 vandamálið, sem Eisenhower fær að ' glíma við á næsta þingi, en sjálfur 'er hann því persónulega íylgjandi, ' að tollarnir séu lækkaöir. ! Á þeim tíma, sem Evrópuþjóðrn- ar eru þannig í vafa um, hvort þær geta aukð viðskiptin við Banda- ríkin, koma Rússar óvænt til sög- unnar og semja um stóraukin við- skipti. Með þessum leik sínum, bæta þeir því aðstöðu sína í kaida stríð- inu, auk þess sem þeir bæta að- stöðu sína efnahagslega. I Er stefnubreyting Rússa varanleg? Það má líka tefia víst, að hin auknu viðskipti, sem Rússar bjóða nú upp á, verði til þess að styrkja trú á vaxandi friðarvilja þeirra og getur þannig stutt að þvi að draga úi' varnai'áhuga lýðræSisþjóðanna. Fyrst í stað mun þessari nýju við- skiptastefnu Rússa þó tekið með nokkurri varasemi, því að menn vilja ekki bindast varanlegum við- skiptasaxnböndum vð þá, nema lík- legt sé, að framhald geti orðið á viðskiptum við þá, en þeir séu hér ekki aðeins að tefla kænlegan leik (Framh. á 6. slðuh arverð á rafmagni eða sama rafmagnsverð um land allt. Framsóknarmenn hafa lengi barizt fyrir þessu máli og var sú stefna þeirra árétt- uð á flokksþinginu í vetur. Þar var samþykkt, að flokk- urinn beitti sér fyrir því í framtíðinni, „að rafmagn verði ekki selt dýrara í dreif- býli en kaupstöðum“. Rökin, sem eru fyrir þessu, eru hin sömu og þau, sem jöfnunarverðið á olíu og benz íni byggist á. Það er réttlæt- ismál, að allir landsmenn búi við sama rétt og sömu kjör í þessum efnum, án tillits til búsetu, ef réttmætt þykir að ríkið styrki raforkufram- kvæmdir á viðkomandi stöð- um. Að því leyti er þetta enn meira réttlætismál, að því er rafmagn snertir en bæði benz ín og olíur, ' að rafmagn- ið fær þéttbýlið ekki, fremur en dreifbýlið, nema að meira eða minna leyti fyrir atbeina ríkisins. Hér hefir t. d. ekkert meiriháttar orkuver verið byggt án ríkisábyrgðar. Öll hjálp, sem ríkið veitir, á vit- anlega að vera til þess að tryggja jafnræði borgaranna en á ekki að skapa misjafna aðstöðu þeirra. Þess vegna á það að vera sjálfsagt skilyrði af hálfu hins opinbera að koma á jöfnunarverði á raf- magni. Það tók sinn tíma að koma fram jöfnunarverði á olíu og benzíni. Það kann eins að kosta nokkurn tíma að koma fram jöfnunarverði á raf- magninu. En það mun fljót- lega verða kunnugt hverjir vilja fylgja slíku réttlætis- máli og hverjir ekki. Sú könn un mun jafnframt leiða það í Ijós, hverjir það ei’u sem vilja tryggja réttlæti í landinu og jafnvægi í byggð landsins og hverjir eru því mótfallnir, þótt þeir tali nógu fagurlega um þetta hvort tveggja. Djurgárden leikur í Rússlandi 'Að undanförnu hefir sænska knattspyrnuliðið Djurgárden frá Stokkhólmi verið í keppnisför um Rúss- land. Hefir þessari heimsókn verið veitt athygli viða um heim, því ekkert lið frá V.- Evrópu hefir fyrr keppt i Rússlandi. Á leið sinni til Rússlands kom Djurgárden við í Finnlandi og lék einn leik við finnska landsliðið. Úrslit urðu þau, að Svíar sigr uöu með 7—0, og má segja, að það séu alleinkennileg úr- slit. Fyrsti leikurinn í Rússlandi var háður á hinum mikla leik vangi í Moskvu, og var keppt við Dynamo, frægasta rúss- neska liðið. Hver einasti að- göngumiði seldist. Úrslit urðu þau, að Dynamo sigraði með 4—2 eftir góðan leik af beggja hálfu. Svíarnir byrjuðu á þvi að skora sjálfsmark og á tíma stóð 3—0 fyrir Dynamo. Annar leikur Djurgárden var við rússnesku meistarana, Spartak. Leikar fóru þannig, að jafntefli varð, 1—1, og má það teljast afar góður ár- angur hjá Svíum. Djurgárden er víðförlasta knattspyrnulið heimsins og hefir leikið í flestum heims- álfunum. Meðal annars hef- i ir liðið leikið hér á landi. Á víðavangi Ný stórbrú. Fyrra sunnudag var vígð önnur lengsta brú landsins, brúin á Jökulsá á Lóni. Jökuisá í Lóni hefir verið ó brúuð til þessa og verið hinn mesti farartálmi. Með brúun hennar kemst meiri hluti Lónsins, einnar beztu og fegurstu sveitar á ís- landi, í vegarsamband við Hornarfjörð og jafnframt kemst Hornafjörður í vega samband við önnur héruð. Hér er því um að ræða þýð ingarmikla samgöngubót fyrir eitt afskekktasta hér- að landsins. Það hefir kostað mikið og þrautseigt starf þing- manns Austur-Skaftfell- inga, Páls Þorsteinssonar, að koma þessu máli fram. Önnur héruð hafa gert kröfur um brúarbyggingar og bent á, að þar væri um fjölmennari byggðir að ræða. Páll Þorsteinsson hef ir hinsvegar flutt mál sitt af festu og með glöggum í'ökum, eins og honum er manna bezt lagið. Þing og ríkisstjórn hafa faliist á röksemdir hans. Þessvegna geta nú Austur-Skaftfelling ar fagnað því, að þessi mikla samgöngumót hefir komist í framkvæmd. En víst er það, að hún ætti enn langt í land, ef ekki hefði notið við hins vand- aða og rökstudda málflutn ings Páls Þorsteinssonar. Stjórn Reykjavíkur og Akureyrar. Mbl. heldur því nýlega fram, að stjórn annara bæjarfélaga en Reykjavík- ur sanni það ótvírætt, að það myndi þýða glötun Reykjavíkur, ef Sjálfstæðis flokkurinn missi meirihlut ann í bæjarstjórninni. Mbl. nefnir. þó ekki Akureyri i þessu sambandi, en þar hef ir Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haft meirihluta og hefir þó Akureyrarbæ tví- mælalaust verið miklu bet- ur stjórnað en Reykjavík. Af því má vissulega draga þá ályktun, að Reykjavík muni ekki síður geta kom- ist af án meirihlutastjórn- ar íhaldsins en Akureyrí, heldur myndi það verða til þess að bæta stjórn hennar á margan hátt. ' Spillt flokksstjórn verx-i en samstjórn. Samstjórn margra flokka er vitanlega ekki gallalaus. og þó einkum ef hún þarf að haldast til langframa. Stjórn sama flokks um langt skeið er þó enn óæskilegri. Þegar sami flokkur hefir lengi haft völdin, skapast I skjóli hans margs konar spilling og kyrrstaða. Þess sjást nú vissulega glögg merki í stjórn Reykjavíkur- bæjar, þótt hin langvarandi stjórn kommúnistaflokksins í Rússlandi sé enn gleggra dæmi um þetta. Þessvegna myndi það vissulega hafa betri áhrif á stjórn Reykjavíkurbæjar, að liún kæmist um skeið undir sam stjórn fleiri ábyrgra flokka, líkt og Akureyri, heldur en að hin langvarandi og spillta stjórn íhaldsins haldi áfram. Þetta verður líka fleiri og fleiri hugsandi mönnum Ijóst.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.