Tíminn - 22.08.1953, Page 3
188. blað.
TÍMINN, Iaugardaginn 22. ágúst 1953.
3
/ siendingajpættLr
Fimmtugur: Stefán Runólfsson
Nú já, þú segir það, að Stef
’án Runólfsson sé orðinn
fimmtugur maður.
Ja, það verður að hafa það.
Bæði hann sjálfur og við vin-
ir hans veröum að hafa það,
og þótti raunverulega engum
mikið.
Það flökraði aldrei að mér,
að Stefán Runólfsson yrði
ekki fimmtugur, og helzt
dyggilega það. Já, helzt tvisv
ar sinnum það. Hálfrar aldar
ungmennafélatjgi, íþróttamað
ur, bindindismaöur, og þétt-
ings haustmenni, ætti ekki
að telja það eftir sér að verða
sosum einsog eitt einasta
hundrað ára gamall. Og svo
rafurmagnsmaður aukin
heldur, sem getur hleypt raf-
streymi innaní sjálfan sig, þá
þegar, ef honum finnst örð-
Ugt að halda streituna út síö
ari helft aldarinnar.
' Þetta er svo hægt um hönd
fyrir annan eins mann, eins
og hann er. Bara ýta á rafur-
magnstes, svo er ekki meira
með það.
/ Fyrir svo sem þrem áratug-
Um, kom til mín ungur Skaft-
fellingur, íturvaxinn og fríð-
Ur sýnum, með beinan háls
eins og fleiri Skaftfellingar,
og vildi læra fríhendisteikn-
ingu — og fékk það. Stefán
kvaðst hann heita Runólfs-
son frá Hólmi í Landbroti.
’ Mig minnir, að þessi vask-
legi teiknari væri frekar lag-
inn þarístað. — Sigurður
Jónsson f. v. ráðherra frá
Yztafelli sagði mér að klerk-
ur einn norður þar, hefði gef
ið sér þann vitnisburð, að
hann „syngi af dugnaði",
enda var hann raddmaður
mikill. — Sams konar vitnis-
burð vil ég gefa Stefáni Run-
ólfssyni; hann teiknaði af
dugnaði, og þannig hefir öll
hans framganga reynzt æ
síðan.
Stefán er mikill áhuga- og
hugsjónamaður, ótrauður og
úrræðasnjall, og æ því betri
þess meira sem á reynir.
Tálmun alla og hindranir.
virðir hann að vettugi, og
verður flest undan aö láta
þar sem hann vill einbeita
sínum mikla viljastyrk.
Stefán er drengur góður,
ðsérplæginn og fórnfús, svo
aö af ber langsamlega, — og
einhuga ættjarðarvinur. Það j
er því sízt að furða þó að J
ungmenna- og íþróttafélaga-
hreyfingin hafi seilzt eftir aö
hafa slíkan mann sér innan
handar, enda eru þau störf
ófá, sem hann hefir af hendi
leyst fyrir áðurnefnd félög.
12 ára gamall gekk Stefán
í ungmennafélag sveitar sinn
ar, drakk þá þegar í sig hug-
sjónir þeirrar ágætu menn-
ingaröldu og hefir æ síöan
reynzt henni trúr.
Stefán reyndist jafnan lið
tækur íþróttamaður, og í-
þi'óttakennari var hann á
tímabili, bæði heima í sveit
sinni og einnig á Vestur- og
Norðurlandi. Virkur félags-
maður í Glímufélaginu „Ár-
mann“ var hann um 20 ára
skeiö og í stjórn þess. For-
maður íþróttaráðs Reykja-
víkur hefir hann einnig ver-
ið.
Alþjóðlegt þing
háskólakvenna
FJóris* fssllírfiiai* voru
isaættlr frá fslaudl.
I =
V- *
Þegar Ungmennafélag
Reykj avíkur var endurvakið
árið 1942, var Stefán einn að-
alhvatamaður og stofnandi
þess, og formaður frá 1944 til
1952. Frjálsar íþróttir og þjóð
dansar hafa verið aðaláhuga
mál þess íélagsskapar, og hef
ir þó íslenzk glíma skipað þar
öndvegi. Þá hefir Stefán átt
sæti í stjórn íþróttabanda-
lags Reykjavíkur frá stofnun
þess. Hann hefir mjög beitt
sér fyrir því að Æskulýðshöll
yrði reist í Reykjavík.
Það hefir lengi verið og er
aðaláhugamál Stefáns, að U.
U. F. R. kæmi sér upp félags-
heimili og hefir hann með
harðfylgi sínu og dugnaði
skilað því máli undravel á-
leiðis. Því hefir verið valinn
sólríkur og fagur staður aust
ast í Laugardalnum hér í
Reykjavík og standa vonir til
að stór hluti þess verði fok-
heldur nú í haust.
Hér hafa nú helzt verið tal
in upp að nokkru hjáverk
Stefáns Runólfssonar og virð
ist það ærin upptalning.
Rafvirkjanám stundaði
hann erlendis um þriggja ára
skeið, hefir þaö síðan verið
hans aðalstarf, og rafstöðv-
ar hefir hann sett upp víðs
vegar um land.
Stefán Runólfsson er fædd
ur 22. ágúst 1903, sonur hjón
anna Rannveigar Bjarnadótt
ur og Runólfs Bjarnasonar,
bónda á Hólmi í Landbroy í
Vestur-Skaftafellssýslu.
Stefán er kvæntur Gunn-
hildi Friðfinnsdóttur frá
Blönduósi, hinni mestu ágæt
is- og myndarkonu. — Við
ungmennafélagar og fjöldi
annarra vina árnum þeim
hjónum allskyns heilla fram-
vegls.
Ríkarður Jónsson-
Áskriftarsími
Tímans:
2 3 2 3
11. þing Alþjóðasambands j
háskólakvenna var haldið í
London dagana 6.—13. ágúst
og söttu það um 700 háskcla-
konur frá 28 löndum. Samtök
in halda aðalþing sín á
þriggja ára fresti og sitja þau
kjörnir fulltrúar hinna ýmsu
landa, er ræða störf sam-
bandsins og kjósa stjórn þess,
en auk þeirra áhugakonur
samtakanna, sem eru áheyrn
arfulltrúar og taka þátt í öðr
um störfum þinganna.
Sem aðalverkefni þingsins
hafði verið valið samhliða
umræðum um félagastarfið:
„Manngildið í heimi tækninn
ar“, og er það efni, sem nú
er rætt mikiö í sambandi við
alþjóðlega samvinnu og bróð
urhug og hinar miklu breyt-
ingar, sem orðið hafa á síð-
ari árum á sviði tæknilegra
framfara. Til þess að llytja
erindi um þetta efni höfðu
verið fengnir ágætir fyrirles-
arar, sem sérstaklega höfðu
rannsakað það, en auk þess
fjölluðu vinnuhópar á þing-
inu um ýmsa þætti þessa við-
fangsefnis og munu niður-
stöður þess starfs verða birt-
ar síðar.
Séð hafði verið fyrir því,
að konur, sem áttu sameigin-
leg áhugamál og höfðu notiö
hliðstæðrar menntunar gætu
kynnzt og rætt áhugamal sín
og einnig höfðu verið skipu-
Jagðar ferðir fyrir þær kon-
ur, sem þess óskuðu. Sömu-
leiðis voru haldnar samkom-
ur, þar sem konur nutu
skemmtunar og góðra veit-
inga.
Það var samband brezkra
háskólakvenna, sem ,sá um
undirbúning þingsins og var
allt skipulagt og framkvæmt
með mestu prýði.
Alþjóðasamband háskóla-
kvenna telur nú 146.000 fé-
lagskonur í öllum heimsáli’-
um og er vaxandi. Sambandið ,
berst fyrir auknum réttínd- |
um kvenna á öllum sviðum,!
m. a. með því að hafa sam- >
starf við þær sérstofnanir S.
Þ., sem fai’a með mál þau,
sem konur snerta sérstak-
lega. Þá hefir sambandið á
síðari árum innt af hendi
mikið starf til hjálpar heimil
islausum háskólakonum í
Evrópu og heldur því starfi
áfram.
Háskólakonur vinna að því
að konur auki menntun sína
og veita samtökin árlega
ýmsa styrki til vísindastarfa.
Það er jafnframt stefna sam-
bandsins að hæfar konur
taki að sér þýðingarmikil
störf og að konur hafi sömu
möguleika og karlar til þess
að beita áhrifum sínum á
hverju því sviði sem mennt-
un þeirra og hæfileikar leyfa.
Fráfarandi forseti sam-
bandsins er prófessor Moran
frá Dublin, en núverandi for-
seti er Dorothy Leet A.B. frá
Bandaríkjkunum, nú búsett i
París.
Fulltrúar íslands á þingi
Alþjóöasambands háskóla-
kvenna voru þær Rannveig
Þorsteinsdóttir, lögfræöing-
ur, formaður Félags íslenzkra
háskólakvenna, Ingibjörg
Guðmundsdóttir, lyfjafræö-
ingur, Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, læknir og Ther
esía Guðmundsson, veður-
fræðingur.
Til forsetans
Flutt a«$ IloItS í Uuunelarfirði vlffi heiiia-
sékn Ásg’. ÁsgelrssoaaF forseía Íslaiiíls.
Þiggðu kveðju iDjóðhöfðingi
joessa hlýju gleðistund
meðan bros frá birki og lyngi
breiðist yfir vinafund.
Sumarfegurð fósturjarðar
fyllir allt af dýrðarbrag
eins og faðmur okkar fjarðar
opinn stendur þér í dag.
Lítil þjóð í ströngu stríði
stendur oft af lífi og sál,
tíðum sundra landsins lýði
lífsins kvöð og dægurmál.
Allt, sem saman okkur leiðir,
allt, sem gerir menn að þjóð,
forsetanum faðminn breiðir
felur honum málin góð.
Þér er treyst til þess að bera
þjóðarinnar æðsta nafn,
þér er treyst til þess að vera
þjóöhöfðingi öllum jafn.
Hvar sem íslenzkt hjarta hrærist,
hvar sem íslenzk lífsþrá skín,
hvar sem andi íslands bærist
alltaf vaki samúð þín.
Guð vors lands á gæfuvegi
geymi og styrki forsetann,
svo að þjóðin dag frá degi
dái meir og virði hann.
Þar skal ísland alla daga
eiga trausta og helga vörn
meðan íslenzkt mál og saga
mannar frjálsrar þjóðar börn.
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
Kirkjubóli í Bjarnadal.
Hver á að leika golf?
Mér brá viö ónotalega er ég
las grein Indriða G. Þorsteins,
sonar, sem hann kallar: „Þeir!
ættu heldur að leika golf.“ Ég J
bjóst ekki viö, aö maður eins
og Indriöi, auðsjáanlega ó-
kunnur málefninu og félags-
skapnum, sem hann talar um
láti sér sæma að skrifa slíkt.
Til þess að leiðrétta ofurlít-
iö missagnir Indriða vil égj
segja honum, að fyrsti maður.
inn, sem lagðist gegn of- j
drykkju á íslandi, var Jónj
Árnason biskup í Skálholti.j
Árið 1721—22 ymprar hann á
því, að bannaður yrði aðflutn- j
ingur á brennivíni til íslands,:
eða að minnsta kosti stór-;
minnkaður. Málið var borið.
undir helztu embættismenn;
landsins, sem lögðust allir
gegn tillögum biskups. Stift-
amtmaðurinn, sem lagðist
gegn biskupi, sagði, að íslend
ingar þyrfti á brennivíni að
halda til að velgja sér í mag-
anum eftir allt vatns- og
blönduþambiö og að kaup-
menn mundu skaðast um allt
að 1200 ríkisdali á ári eða
meira, ef hætt yrði að flytja
inn brennivín.
Ég minnist á þessa fyrstu
tilraun til að losa landsmenn
við áfegiö og rökin gegn
henni, vegna þess hve nauða-
\ líkt það er rökum áfengisvin-
anna enn í dag. Nú er þaö
tízka, sem tolla verður í, að
ráöast aö Góðtemplararegl-
unni, reyna að lítilsviröa og
gera lítiö úr störfum hennar
oghugsjón. .........
Góðtemplarar eru nokkurs
konar slysavarnarfélag. Sjálf-
sagt mundi sá vera talin lítill
mannvinur, sem segði, þegar
hann vissi af skipi að farast,
að það væri nær fyrir slysa-
varnarfélagið að leika golf,
heldur en aö senda út hjálp-
arleiðangur, því það væri ekki
nema hérvillingar, sem vildu
leggja það á sig að bjarga
mannslífum og vinna gegn
slysunum. Þetta er það, sem
Indriði og aðrir gera sem
senda templurum tóninn, á
svipaðan hátt og Indriði gerði.
Templarar syngja, þeir
biðja fyrir mannkyninu. Hug-
sjón þeirra er bræðralag allra
manna. Þau áhrif, sem þeir
hafa reynt að hafa á alþingi
og annars staðar, miða öll að
því að þjóðin lifi heilbrigðara
lífi. Að leynivínsalar þrífast
svo vel sem raun ber vitni um,
er ekki templurum að kenna
heldur því, hvernig löggæzlan
er framkvæmd. Það væri nær
að hella úr skálum reiði sinn-
ar yfir þá, sem eiga að sjá um
löggæzluna. Nú geri ég ráð fyr
ir, að Indriði skrifi grein sína
til að gera einhverjum gagn,
en ekki af tómri illgirni. Ef
að hann er að hugsa i alvöru
um velferð þjóðarinnar, ætti
hann að kynna sér betur þau
mál, sem hann skrifar um, en
hann hefur gert í þetta sinr,
En fyrst Indriði er nú svo mik
ill golfunnandi, sem fram kem
ur í grein hans, legg ég til, að
hann stofni félag með brenni-
CFi'a. uhald á 7. síðu). ,