Tíminn - 30.08.1953, Page 4
4
TÍMINN, sunnudaginn 30. ágúst 1953.
195. blað.
Maður er nefndur Jón
Magnússon, sem kenndur er
við Kirkjubæjarklaustur og
bóndi þar frá 1816 til æviloka
1840. Svo er að sjá sem Jón
hafi ekki mjög haldið á lofti
uppruna sínum og uppvexti,
því að ekkert er kunnugt um
æsku hans. Vera má þó, að
börn hans hafi vitað eitthvað
um ævi hans í uppvextinum,
þótt allt sé það nú að likind-
um gleymsku hulið. Sá ljóður
er á ráði flestra hinna yngri.
að þeir hirða lítt að leita sér
fróðleiks hjá þeim eldri áður
en um seinan verður. Munu
niðjar Jóns Magnússonar ekki
öðrum sekari í þeim efnum,
þó að minningin um hann sé
þeim ef til vill hugstæðari en
gerist almennt vegna þjóð-
sagnanna, er um hann spunn
ust og enn lifa. Þá eru þjóð-
sögurnar hvatning til að vita
það sannasta, sem vitað verð
ur. Horfurnar á því efni fara
ekki batnandi því lengra sem
líður frá dauða hans. Þess
vegna ákvað ég að skýra frá
því, sem ég hef getað tínt
saman af heimildum um ævi
Jóns Magnússonar og jafn-
framt að greiða því leið í dags
ljósið, sem liggja kann í þagn
argildi meðal niðja hans, en
þeir eru fjölmargir og víða
komnir. Enda þótt fáir viti
mikið um ætt sína.munu flest
ir vita, hvort þeir eru af ætt
Jóns Magnússonar. Er hvort
tveggja, aö skammt er enn
að rekja og að sögulegt hefir
þótt að vera afkomandi þess
manns, er fátt var um vitað
með vissu, en þjóðsagan látin
fylla vel í eyðurnar á ævin-
týralegan hátt. Ekki er ósenni
legt, að Jón hafi komið með
nýja siðu og háttu í hið ein-
angraða hérað V.-Skaftafells
sýslu, þar sem hann gerðist
umsvifamikill héraðshöfðingi.
Hann var viðförull og kunni
skil á mörgu umfram flesta
aðra menn. Samtíðin sér hann
því utan við alfaraveg, en leið
ir þjóðsögunnar liggja að hon
um úr öllum áttum. Ýmsum
getum er leitt um það, hvað
drægi hann úr átthögum
hans hingað suður, en eitt
haft fyrir satt, að hann væri
strokumaður að norðan. Jafn
vel þótti sjálfsagt, að hann
hefði snúið við nafni sínu og
héti Magnús Jónsson að réttu.
Á ýmsu hefir gengið um bað,
hver heiður væri að vera kom
inn frá Jóni Magnússyni, en
tilkomulítið hefir það aldrei
þótt. Þjóðsagan hefir séð fyrir
því. Ég hef ekki ætlað að rita
þjóðsögur um Jón Magnússon,
heldur það, sem vitað er með
vissu og góðum heimildum
um ævi hans.
Það er þá fyrst að segja, að
Jón Magnússon heitir svo
réttu nafni og var fæddur aö
Auðnum í Öxnadal 1. maí
1758. Systir hans var Helga
móðir sr. Jóns Sigurðssonar,
er síðast var prestur í Kálf-
holti í Holtum. Þá voru þeir
bræðrasynir Jón og Magnús
sálarháski. Allt er óljóst um
ævi Jóns Magnússonar þar til
hann kvæntist. Þó segir í
Prestaævum: „Jón var utan-
lands eitt ár og nam nokkuð
í lækningum, var eftir það í
Heydölum og síðar á Krossi og
um hríð skrifari hjá Lýð sýslu
manni í Vík í Mýrdal“. Engar
sönnur veit ég umfram þjóð
söguna um hug Jóns til dótt
ur Lýðs, en dóttur eignaðist
hann með Gróu Lýðsdóttur.
Eftir að hann kvæntist er
nokkurn veginn vitað um dval
arstaði hans. Kona hans var
Guðríður Oddsdóttir frá Segl
búðum og giftist hún Jóni
Þórarirm Helgason:
JÓN MAGNÚSSO
á Kirkjubæjarklaustri
hefði ekki verið
mörgum
! fært. Fáa mundi Norðurland
hafa átt af bændastigum, er
meiri sóma hefðu borið til
Suðurlands. Lækningakunn-
átta Jcns hefði hjálpað mörg
um. Ljóð hans hsíðu þótt vel
1 gerö os skriftin prýðileg. Öll
I um hefði hann verið viðmóts
1792. Þá er Jón 34 ára en Guð
ríður tvítug. Sennilega hafa
þau byrjað búskap i Þykkva
bæ, því að þar er Guðlaug
eldri fædd 1794, sem er elzt
barna þeirra. Að Seglbúðum
eru þau komin 1795, því að
þar er Oddur sonur þeirra
fæddur það ár. Þar er Guðný
dóttir þeirra einnig fædd
1797. í Hörgsdal á Síðu er Jón
1799 og Skarðsbæ í Meðallandi
1801. Óvíst er hvenær eða
hvert þau hjón fluttu frá
Skarðbæ, en börn þeirra öll
síðan eru fædd í Ásasókn í
Skaftártungu og frá Hlíð í
þeirri sveit flytja þau að
Kirkjubæjarklaustri 1816.
Um 13 ára skeið hefir Jón
verið búsettur í Skaftártungu
og sennilega allvel efnum bú-
inn, því að allt til þessa hef
ir sú saga lifað, að þá ætti
Jón 100 ær kollóttar, er hann
flutti frá Hlíð og þótti mik-
ið, því að líklegt er, að hitt,
sem horn hafði, væri þá all-
margt. Sagnir herma, að í
brösum nokkrum ætti Jón,
þegar hann var í Skaftár-
tungu, má og vera, að þeim
Tungumönum hafi ekki fund
izt sem Jón væri rétt bor-
inn til mannvirðinga þar í
sveit. En all þjóðsagnakennd-
ar eru þær sögur sem annað
um Jón og rek ég þær ekki.
Vísu einnar vil ég þó geta
frá þeim árum, sem Jón mælti
af munni fram við kirkju að
Ásum, er bændur ræddust við
og var þá spáð heimsendi.
Varpaði þá Jón fram vísu þess
ari:
Illa fór ég ekki skar
allt mitt fé í tunnu
verði endir veraldar
í vor á hvítasunnu.
Eins og áður er getið, flutt
ist Jón frá Hlíð aö Kirkju-
bæjarklaustri árið 1816 og það
an í frá hefst hann til valda
og virðingar, gerist stórbóndi
og héraðshöfðingi þá 58 ára
að aldri.
Öllum heimildum um Jón
Magnússon ber saman um,
að hann hafi verið fjölhæfur
maður og gjörfulegur. Af ytra
útliti hans hef ég fengið bezta
lýsingu hjá frú Mörtu Val-
gerði Jónsdóttur, Skólavörðu
stíg 21 í Reykjavík, en hún
hafði hana frá Oddi Jónssyni
frá Bakka í Landeyjum, sem
var þriðji frá Jóni Magnús-
syni. En hann lýsti langafa
sínum svo, að hann væri hár
maður, breiður um herðar,
kraftamaður og hestamaður.
Gæti þessi lýsing á Jóni Magn
ússyni vel átt viö sonarson
hans og alnafna, Jón Magnús
son á Dalshöfða í Fljóts-
hverfi eins og ég hef heyrt
honum lýst. Vel má trúa því,
að Jón á Klaustri hafi verið
hestamaður. Þórunn í Garð-
bæ á Eyrarbakka getur þess,
að amma hennar, Þórunn í
Króki, sem var ein dætra
Jóns Magnússonar, minntist
þess, að hann ætti gott reið-
hestakyn bleikt að lit. Þess er
og getið, að folinn bleiki væri
frá Klaustri, er sr. PálLprófast
ur reið einhesta á einum sól
arhring af Eyrarbakka alla
leið austur að Hörgsdal.
Margrét Jónsdóttir í Vík
í Mýrdal, sem nú er látin,
mundi ömmu sína Guðlaugu
yngri dóttur Jóns Magnússon
ar. Var Margrét 15 ára er
amma hennar andaðist. All-
raörgum árum áður en Mar-
grét lézt, ritaði ég upp eftir
henni það, sem hún mundi
ömmu sína segja frá föður
sínum. Þykir mér rétt að
segja frá sumu af því hér,
því að ekki veröur það vé-
fengt og sannar frásögnin
sig enda sjálf í aðalatriðum.
Sem dæmi um kunnáttu Jóns
til lækninga, sagði Margrét
mér eftirfarandi sögu:
Eitt sinn, er Jón Magnús-
son var í lestaferð á Eyrar-
bakka og hafði gisting i húsi
kaupmannsins, sem var
danskur, sá hann þar rúm-
liggjandi dóttur kaupmanns
hjónanna, er haldin var sjúk
leika, sem ekki fékkst bót á
á ráðin, þrátt fyrir alla við-
leitni til lækningar hérlend-
is og erlendis. Bauðst þá Jón
til að taka hana austur að
Klaustri og gera tilraun til
að lækna hana. Varð það úr,
að hún var flutt austur. Jón
notaði grös henni til lækn-
ingar, en þeim safnaði hann
m. a. norður á afréttum um
Jónsmessuleytið, og tók þau
með náttdögginni — herm-
ir sagan — og skyldi það
auka þeim gildi. Kona Jóns,
Guðriöur, gaf sjúklingnum
slátur og sýru úr búri og tók
stúlkan að hressast. Að ári
liðnu hafði hún fengið full-
an bata og fór til foreldra
sinna aftur á Eyrarbakka.
Þóttust kaupmannshjónin
a.ldrei fá fulllaunað eða þakk
að þeim hjónum á Klaustri
fyrir dóttur þeirra og sendu
þeim árlega stórgjafir. Eitt
var spunarokkur, sá fyrsti,
er kom austur á Síðu. Áöur
var aðeins snældan þekkt.
Annað var pils af skarlati
með grænum kanti og komst
í eigu Guðlaugar yngri og síð
ast Ingibjargar dóttur henn-
ar, móður Margrétar, og
mundi hún það vel. Loks
hafði kaupmannsfrúin sent
Guðríði að gjöf flossessu, er
einnig var í eigu Guðlaugar
dóttur hennar. Sagðist Mar-
grét muna hana glöggt í sæti
ömmu sinnar, en áður hafði
hún notað hana i söðul sinn.
Ekki er líklegt, að allir góð-
gripir Guðríðar frá kaup-
mannsfrúnni hafi lent hjá
einni dóttur hennar, þó að
saga þeirra sé nú gleymd.
Það hefir löngum verið ráð
gáta, hvernig Jón Magnús-
son komst að Klaustrinu. Á
þá gátu varpa dálitlu ljósi
tvær vísuhendingar, er Mar-
g.vét kunni, og hún sagði vera
úr löngu Ijóðabréfi, er amma
hennar hefði kunnað, en hún
ekki numið af henni til hlít-
ar og gleymt öllu nema tveim
hendingum, en þær eru svo:
Reiðarflaustrið fallegt það
fékk mér Klaustrið útvegað.
Ljóðabréf þetta hafði Jón
skrifað bróður sínum í Norð-
urlandi, er sent hafði hon-
um að gjöf gráan hest, mik-
inn og góðan. Á hesti þessum
hafði Jón farið til umboðs-
mannsins, er hann sótti um
ábúðina á Klaustrinu. Um-
boðsmaður var Páll Jónsson
á Elliðavatni. Sr. Jón Stein-
grímsson ber þeim manni
góða sögu, hann hafi verið
góður vinur í orði og ráði, en
i útlátum tæki hann ekki
öðrum fram. Segir sagan, að
Jón Lafi gefið umboðsmanni
hestinn, enda fengið bygg-
inguna á Klaustrinu. Enda
þótt vísuparturinn segi ekk-
ert um það, hvort hesturinn
var seldur eða gefinn, segir
hann berum orðum, að hest-
urinn útivegi Jóni jörðina.
Bróður mun Jón hafa átt
noröur í Öxnadal, Bjarna að
nafni, en Margrét kvað þenn
j an bróöur Jóns, er ljóöabréf-
ið var ort til, heita Þórarin.
Fkki er kunnugt, að hann
hafi veriö til, skiptir ekki
heltíur máli, hver maðurinn
; var, vísuparturinn segir sína
sögu.
| Mestar og beztar heimild-
,ir um Jón Magnússon er aö
I finna í eftirmælum, sem Páll
| skáldi orti um Jón látinn.
Ragnar Ásgeirsson ráðunaut
ur sendi mér þau fyrir löngu
[ síðan í afriti, teknu úr hand
' ritasyrpu Páls. Lét Ragnar
þess um leið getið, að Páli
hafi ekki verið gjarnt til þess
að hlaða á menn oflofi. En
svo vi.ll til, að Páll skáldi var
um skeið til heimilis á Refs-
: stöðum í Landbroti, en þeir
eru skammt frá Kirkjubæj-
arklaustri og hlaut Páll því
að vera vel kunnugur Jóni
Magnússyni. í eftirmælum
þessum, sem Páll nefnir Lifs
minning Jóns Magnússonar,
er mikil mannlýsing, í fyrsta
erindinu segir, að Jón Magn-
ússon „maðurinn gamli Magn
ússon,“ sé lagður i mold og
margt hafi verið um hann
lofsvert og að viðstaða hans
og vinna á jörðinni væri
„langtum meiri en koma og
fara.“ í næstu erindum get-
ur þess, að þrátt fyrir fullan
80 ára aldur, hafi ellin ekki
unnið svo á þreki hans, að
kraftar væru ekki nógir til
lengra lífs. Þá hafi hann og
lifað svo lífinu, sem beri að
gera, þeim, er vill bera úr
býtum kórónu dýrðarinnar
eftir dauðann. Margt and-
streymi hefði hann yfirstig-
ið með lagi og dugnaði, sem
j góður, en mann gæzkan væri
þó mest um verö. Þeir, sem
hefðu reynt hann að þjóni,
hefðu tregaö hann, og elsk-
aður heíði hann verið af öll
um, er kynntust honum. Jón
nefnir Páll á einum stað stór
aflafork framkvæmdar. Sem
dæmi um framkvæmdir hans
segir, að bæmn á Klaustri
fluíti hann úr stað og reisti
rammbyggðan annars stað-
ar —■ „á eyðisvæði.“ Ber þetta
heim við sögu Þórunnar í
Garöbæ, sem minnist þess,
að amma hennar haföi orð
á því, að þær systurnar sem
krakkar báru steina í kjölt-
um sínum yfir ána, þegar
faðir þeirra flutti bæinn.
Mun Jón Magnússon fyrstur
| hafa reist bæinn á Klaustri,
j þar sem nú stendur hann.
, Með ánni er átt við læk þann,
er rennur austan við bæinn
á Kirkjubæjarklaustri og
nefnist Fossá.
Að lokum minnist svo Páll
skáldi þess, að Jón hefði
gegnt trúnaðarstörfum, • ver-
ið hreppstjóri og sáttamaður.
Varla hefði hann átt sinn
líka að trygglyndi og heim-
ilisfaðir með ágætum hefði
hann verið.
i Páll skáldi segir, að Jón
Magnússon dæi aö Þykkva-
bæ um haustið 1840. Vel má
það vera, að hann hafi þá
verið í heimsókn til sonar
síns, Odds, en bóndi á
Klaustri er hann talinn í
kirkjubókinni og dánardag-
urinn 22. september. Þá er
þess getið, að síðasta árið,
sem Jón lifði, væri hann
svaramaður við brúðkaup i
Mýrdal, en þangað er um 100
km. leið frá Klaustri og í þá
daga stórvötn yfir að fara.
Má það kalla hraustlega gert
af 82 ára gömlum manni.
Brátt mun dauða Jóns hafa
að borið og var svo um
marga niðja hans næstu, að
þeir fóru snögglega, þótt þeir
yrðu menn gamlir. Niðjar
|Jóns eru nú orðnir fjölda
margir og dreifðir um allt
land og sumir komnir í önn-
ur lönd. Nokkrir eru komnir
á æskuslóðir Jóns norður í
(Fiamnaíd á 7. síðu).
Fjárbyssurnar komnar
Við tökum enn á móti pöntunum. MUNIÐ!
Innkaupaheimild fylgi pcntun.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Goðaborg
Freyjugötu 1. Simi 82080.