Tíminn - 13.09.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.09.1953, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 13. september 1953. 206. bla& ------~i Aðalfundur stéttar- sambands bænda Sagt frá störfum og ályktunum fundarins NiSurlag. Garöar Halldórsson haíði ::ramsögu fyrir eftirgreindum 'illögum: a. Fundurinn ítrekar fyrri samþykktir aðalfundar stétt irsambandsins um aö stjórn pess og Framleiðsluráðs vinni •itullega aö því að framleiö- índur garðávaxta, gróður- húsaafurða og eggja njóti sömu verndar í lögum og framleiðendur mjólkur og íjöts. b. Til vara óskar fundurinn pess eindregið að landbúnað trráðuneytið hlutist til um í íamráöi við Framleiðsluráð ->g sölufélag garðyrkjumanna ið geymslum fyrir garðá- /exti og grænmeti verði kom ::ð upp sem allra fyrst, á iielztu markaðsstöðum á andinu. e. Vegna óvenjulega mik- illar kartöfluuppskeru á þessu lausti, beinir fundurinn óeim eindregnu tilmælum til andbúnaðarmálaráðherra, að aann leggi fyrir grænmetis- ærzlunina í samráði við Framleiðsluráð, að viðhafa ið þessu sinni sölujöfnun á íartöflum, milli helztu fram leiðsluhéraða landsins, og alutist til um, að grænmet- sverzlunin kaupi nú í haust ítóraukið magn garðávaxta, oar sem vitað er að hægt er ið skapa geymslumöguleika A skömmum tíma. Allir liðirnir samþykktir neð samhljóða atkvæðum. Svohljóðandi greinargerð íylgdi c-lið tillagna þeirra, pr Garðar hafði framsögu ::yrir; Fundurinn telur að veru- íeg hætta sé á að einhver hluti kartöfluframleiðslunn- ar í ár verði ónýtur vegna ónógra geymsluskilyrða, og ié því brýn þörf á áð fram- íeiðendur þeirra hafi sem afnasta möguleika til afi koma þeim í verð. Til þess að ná því marki, öendir fundurinn á eftirfar- andi leiðir; 1. Aflað sé öruggra upplýs nga, þegar að uppskeru lok- nni, um birgðir sölukart- aflna á helztu framleiðslu- svæðunum. • 2. Grænmetisverzlunin lagi innkaupum sínum og milligöngu um kartöflusölu ipannig, að sem jafnast gangi alutfallslega á kartöflubirgð irnar á öllum framleiðslu- svæðunum og hafi um það samráð við Framleiðsluráð. 3. Þeir aðilar, sem taka kartöflur af framleiðendum, iil sölumerðferðar, sendi Grænmetisverzluninni og Framleiðsluráði söluskýrsl- ar t. d. mánaðarlega. Ályktanir verðlags- nefndar. Þá voru teknar fyrir álykt- anir verðlagsnefndar. Fram- sögumenn voru þeir Jóhann- es Davíðsson og Jón Gauti Pétursson. Jóhannes Davíðsson hafði orð fyrir eftirgreindum tillög um: I. Fundurinn álítur órétt- mætt að miða laun bænda við kaup algengra verka- manna, og beinir því til stjórnar stéttarsambandsins, að vinna að því, að tekið sé tillit til þess, að bóndinn ber ábyrgð á og stjórnar marg- brotnum og vandasömum at- vinnurekstri, jafnhliöa því sem hann vinnur á búi sínu. í öðru lagi verði í verðlags grundvellinum reiknaðir full ir vextir af þeim höfuðstól, sem bundinn er í rekstri bús ins. II. Stéttarsambandsfund- urinn beinir því til Fram- leiðsluráðs, að þess sé vel gætt í verölagningu búvar- anna að fullt samræmi sé þar á milli. Báöir liðirnir samþykktir með samhljóða atkvæðum. Jón Gauti Pétursson hafði framsögu fyrir eftirfarandi ályktun: „í tilefni af ákvörðun Framleiðsluráðs í s. 1. des. um verðlækkun á mjólk tek- ur aðalfundur stéttarsam- bandsins 1953 fram, að hann jtelur það geta skapað var- hugavert fordæmi, einkum í sambandi við lausn í vinnu- jd.eilum, að stjórn Stéttarsam bandsins samþykkti lækk- un á afurðaverði landbúnað- ' arins frá gildandi verðlags- 'grundvelli. Jafnframt telur fundurinn það óheppilegt, aö bændastéttinni var ekki 1 strax skýrt frá ákvöröun I þessari og þeim málavöxt- um, sem þar aö lutu, því það hefði komið í veg fyrir ýms- I an framkominn misskilning í sambandi við þetta mál og sætt menn betur við mála- lokin.“ Eftir miklar umræður tók verðlagsnefnd þessa tillögu aftur, en tillagan var tekin upp af einum fundarmanni, og var þá lögð fram við hana svohljóðandi dagskrá af Hall dóri frá Staðarfelli: „Þar sem meirihluti verð- lagsnefndar hefir að athug- uðu máli, tekið aftur tillögu um þetta efni, sér funduriinn ekki ástæöu til að taka um það ákvörðun og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.“ Dagskráin samþ. að við- höfðu nafnakalli með 29:12 atkv. 6 greiddu ekki atkv. Ályktun allsherjarnefndar. Allsherjarnefnd lagði þá fram sínar ályktanir. Frsm. Magnús Björnsson, Bjarni Halldórsson og Benedikt Kristjánsson. Magnús Björnsson talaöi fyrir eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1953, finnur á- stæðu til að beina þvi til stjórnar sambandsins, að vinna að því við Trygginga- ráð og siðan löggjafarvaldið að tryggingarnar eða ríkis- sjóður leysi sveitarfélögin að öllu undan framfærslu geð- veikissjúklinga og fávita.“ Samþykkt samhljóða. Benedikt Kristjánsson hafði framsögu fyrir eftir- greindri tillögu: „Aðalfundur stéttarsam- bands bænda 1953 ítrekar þá áskorun til stjórnar stéttar- sambandsins og stjórnar Bún aðarfélags íslands, aö athug að verði hvað því veldur aö einstöku bændur víðs vegar á landinu hafa dregist aft- ur úr í búnaðarumbótum, hin síðari ár, og gera róttæk ar ráðstafanir til bráðra úr- bóta.“ Samþykkt með samhljóða atkvæðum. Bjarni Halldórsson hafði framsögu fyrir eftirfarandi ályktunum: „Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1953, felur stjórn sambandsins að vinna af alefli að því við Alþingi og ríkisstjórn, að framlög til raforkumála verði aukin svo að raforkuþörf dreifbýlisins verði fullnægt á næstu 6—10 árum. Jafnframt felur fund- urinn stjórn sambandsins að gæta þess vel, að allar fram- kvæmdir í raforkumálunum verði bændum sem hagan- legastar.“ Samþ. með samhlj. atkv. „Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1953 skorar á stjórn sambandsins að hlut- ast til um það við lánsstofn- anir: 1. að bændum verði veitt reksturslán til 6 mánaða, hliðstæð þeim, sem útgerð- armönnum er veitt. 2. Að stofnlánadeild land- búnaöarins við Búnaðarbank ann, verði með fjárframlög- um gert kleiít að sinna hlut- verki sínu. 3. Að starfsfé veðdeildar Búnaðarbankans verði aukið í þeim tilgangi, að þeim mönnum, sem eru að byrja búskap, verði veitt lán til jarðakaupa með 214% vöxt- um til 20 ára. 4. Að Búnaðarbankinn stofnsetji útibú, annað á Austurlandi en hitt á Vest- fjörðum eins fljótt og mögu- legt er. Samþ. með samhlj. atkv. II. — a. Aðalfundur Stéttar- sambands bænda felur stjórn sambandsins að hlutast til um að athugað verði hvernig lánastarfsemi landbúnaðar- ins er fyrirkomið í nágranna löndunum. b. Að athugað verði hvað helzt er hægt að gera til þess, að stuöla að því að sparifé verði geymt og ávaxtað heima í héruðunum í sparisjóðum. Samþ. með samhlj. atkv. Auk þessa lagði nefndin fram eftirfarandi ályktanir: 1. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1953 beinir þeirri áskorun til stjórnar sambandsins, að hún beiti sér fyrir því að hlutafé á- burðarverksmiðju ríkisins verði aukið verulega og Bún- aðarfélagi íslands og Stéttar sambandi bænda verði gef- inn kostur á að eignast þessa hlutafjáraukningu. Ennfrem ur heimilar fundurinn stjórn sambandsins að útvega fé til hlutaf j árkaupanna. 2. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1953 heimilar stjórn sambandsins að verja allt að 30 þús. krónum til þess aö kaupa fyrir osta frá mj ólkurbúum landsins og senda þá sem gjöf á jarð- skjálftasvæði Grikklands. Báðar þessar ályktanir voru samþykktar með sam- hljóða atkvæðum. Ályktanir fjárhags- og reikningsnefndar. Að síðustu lagði svo Fjár- hags- og reikningsnefnd (Framh. & 6. slðu). Helgi Seljan hefir kvatt sér ' hljóðs og ræðir um berjaferöir og kurteisi: „A hverju sumri flykkjast kaup- ' staðabúar í berjamó. Oft er þröngt um berjaland í landi kaupstaðar- ins sjálfs cg verða þeir, sem þessa : lostætu ávexti girnast, þá að leita ' á náðir bænda í nágrenninu. Marg ir bændur eiga gnótt berjalands, sem þeir láta oft ónotað að mestu. Er þá ekki nema sjálfsagt, að hin- ir landiausu íbúar kauptúnanna fái að njóta þess, sem annars eyði ieggst. Enda er það staðreynd, að bændur, a.m.k. hér á Austurlandi, eru mjög greiðviknir í þessum .sök um og leyfa fólki, sem á annaö borð biður leyfis að tína í landi síun ó- hindrað. En því er þetta greinar- korn ritað, að mjög vill á bresta um kurteisi berjafólks kauptún- anna. Mikill fjöldi þess veður um berja lönd bænda eins og sína eign og kemur ekki til hugar að biðja leyf- is, hvað ekki eru þó stór útlát hjá flestum. Þetta er slík ókurteisi og ósvífni við bændur, að furðu sæt- ir. En þetta hefir komizt í þvílíka tízku á síðustu árum, að bændur eru hættir að kippa sér upp við það, enda ófúsir að skipta orðum við slíkan lýð, sem oft sýnir hort- ugheit og þenur sig, ef að er fundið. Hvernig ætli kaupstaðabúum yrði við, ef farið væri inn í garða þeirra með rupli og ránum? Mundu þeir ekki álíta, að ósiðaður lands- hornalýður hefði þar verið á ferð? Ég læt lesendur um það að svara spurningunni. Á síðustu árum hef ; ir notkun svokallaðra berjatína far | ið mjög í vöxt. Flestir, sem til þekkja, segja, að hér sé hinn mesti vágestur á ferðinni. Þar sem tínt hefir verið með tínum þessum ár- lega, hefir brugðið svo við, að ber hafa nær horfið. Má þar auðvitað mest um kenna misbeitingu þess- ara áhalda. Af þessum sökum hafa margir bændur bannað berjafólki alger- lega að nota berjatínur við tínsl- una. Hafa margir sinnt þessu og enda verið Ijós sú nauðsyn, að hætta þessum aðferðum, þó fljót- virkar séu. Aðrir í flokki hinna ó- siðuðu láta slík bönn sprottin af nauðsyn sem vind um eyrun þjóta. Tíurnar eru faldar, þegar bónd- in nálgast og orðbragðið hjá berja j fóikinu likast og er hjá börnum á : götunni. Til að fyrirbyggja mis- , skilning, vii ég geta þess, að hér á Reyðarfirði hafa engin brögð verið að þessu, en því meiri spurn- ir hef ég haft af þessu í nærliggj- andi sveitum. Ein sagan, sem ég heyrði, hljóð- ' aði á þá leið, að mikill fjöldi berja fólks fór í berjamó í landi bónda ‘ eins, sem margoft hafði bannað fólki að t'na með berjatíum, en annars leyfði fólki tinslu með glöðu geði. Allt fólkið var með tínur, en þegar bóndinn átti leið þar hjá voru allar tínurnar settar niður og faldar. Bóndinn ávarpaði fólkið ( kurteislega og sagðist ætla að biðja það, að tína ekki með tínum. „Kem . ur þér það nokkuð við?“ kallaði munnhvöt stúlka. „Ég á þó landið, sem þið eruð í. Eiginlega fyndisfc mér nú viðkunnanlegra, að fólls bæði leyfis“, anzaði bóndi. „Hvem andsk.... ert þú að rífa þig. Við spyrjum engan leyfis. Haldið þið, að þið séuð einhver stórmenni, bændurnir hérna í Breiðuvík?" Þessu fylgdi hlátur margra við- staddra, en bíndi sá, að hér voru ekki siðaðir menn á ferð og fór , burt til að komast hjá frekari ill- deilum. Þegar, er bóndinn var : horfinn, hófst tínslan aftur af fuli ! um krafti og hinar fljótvirku tín- | ur óspart notaðar. Getur nokkr- um heilbrigðum manni til hugar komið að mæla þessu bót? Hcr er verið að traðka niður eignarétt bóndans, allar kurteisis- reglur og almennir mannasiðir víðs fjarri. Auðvitað er þetta ekki almennt svona, en dæmin eru þó mýmörg. Ég vil þar af leiðandi brýna kurteisi og tillitssemi við bændur fyrir kaupstaðarbúum, þó ekki væri til annars en bændur fengju aðra hugmynd um þá en nú er. Engum heiðvirðum kaup- túnsbúa kemur til hugar að sví- virða eignarrétt bóndans. Þeir vita, að bændum svíður það sárt engu síður en þeim, ef komið er til móta við þá með leiðinlegum kjafthætti og ósvífni, þegar þeir sýna tillits- semi og velvild. En því heiti ég, að heyri ég margar slíkar sögur, skirr- ist ég ekki við að skýra frá fleirl ferðum þess fólks, sem heldur, að bændum komi land sitt ekki við og kann ekki undirstöðuatriði al- mennrar kurteisi. Treysti ég mái- gagni bænda, Tímanum, til þess að láta mál þetta til sín taka, því mál er að þessum ófögnuði linni.“ Ilelgi hefir lokið máli sínu. "1 Starkaður. j ; i Hafnarfjöröur ! Fulloröinn raann eða ungling vántar til blaðburðar í i í HAFNARFIRBI UPPLÝSINGAR: Afgreiðsla TÍ3IANS Sími 2323 eða hjá Þorsteini Björnssyni, sími 9776 i Ungling vantar til að bera út blaðið við HÁALEITISVEG Afgreiðsla TÍMANS Sími 2323 j i! í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.