Tíminn - 17.09.1953, Side 3

Tíminn - 17.09.1953, Side 3
209. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 17. september 1953. 3 / siendingajpættir Dánarminning: Anna Sveinsdóttir Nú fyrir skömmu lézt aö heimili sínu, Ránargötu 4, Sauðárkróki, frú Anna Sveins dóttir, kona Skafta Magnús- sonar, verkamanns. Þau hjón eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi, Björgvin, Svein Ki'istínu og Svanhildi. Með Önnu ei’ fallin einhver hin ágætasta kona, sem ég hef kynnzt, og finn ég bezt, þegar ég ætla að minnast hennar hér, hve orð geta ver- ið fátækleg, sögð eða rituð, þegar maður vill minnast merkrar persónu á þá lund, sem henni hæfir. Til er saga af manni, sem byggði skáia um þjóðbraut þvera, svo enginn ætti þess kost að komast hjá garð'i hans, án þess að þiggja beina. Hefir það verið gott hús far- andmönnum, er höfðu eng- um tjöldum að slá upp, né vísan næturstað. Skáli þessi stóð að Silfrastöðum í Skaga- firði fyrir eina tíð. Mér kemur þessi skáli í hug nú, þegar ég minnist Önnu, því ef eitthvert hús hefir vak ið mér minningu um skálann á Silfrastöðum, þá er það heimili þeirra hjóna á Sauð- árkrók. Það eru ótaldir þeir Skagfirðingar, sem í það hús hafa komið. Þeir komu fram- an úr sveitum til að rabba saman hjá Önnu og Skafta, þegar þeir höfðu lokið erind- um sínum. Þar varð mönnum skrafdrjúgt um ýmsa hluti. Olli því margt. En fyrst og fremst var heimilisbragurinn þess valdandi, að mönnum var létt um mál og menn voru kátir. Og það var húsmóðirin, sem átti sinn stóra þátt í þeim heimilisbrag. Ég fer ekki með ósannindi, þótt ég segi, að á heimili þeirra hjóna hafi staðið hlaðið borð veitingum, alla daga, svo ár- um skipti. Og man ég það, að mig undraði stórlega að koma í þetta hús, eftir að hafa um árabil dvalið í fjölbýlum kaupstöðum, þar sem það telst heldur til tíðinda, ef manni er boðið upp á kaffi. Og einmitt þá held ég að ég hafi móðgað Önnu í eina skiptið á ævinni, en það var þegar ég leit þar inn og sá, að þröng var á þingi og hafði því um orð, er ég var spurður, hvort ég ætlaði ekki að stanza lengur, að ég ætlaði i gistihús. Það var ekki einu sinni að hún vildi heyra það, heldur fór hún að tala um það við mig, að ég hefði verið á ferð á Sauðár- króki fyrir nokkrum árum, án þess að gista hjá þeim Menningarsjóður gefur út margar góðar bækur í ár Heildareilgáfa á ljóðuiælum Stephans G. Stephanssonar í fjórum stórum bindum Jón Emil Guðjónsson, framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinaféiagsins, ræddi við blaðamenn í gær á fundi, sem haldinn var á Hótel Borg. Sagði hann þar frá fyrirhugaðri starfsemi útgáfunnar á næstunni, en unnið er að útgáfu margra merkra bóka. Notið. Chemia Ultra- sólarolíu og 1 sportkrem. - Ultrasólarolía'' * sundurgreinir sólarljósið þannig, að hún evkf ur áhrif ultra-fjólubláu geisl-t- anna, en bindur rauðu geisl- ana (hitageislana) og gerir því húðina eðlilega brúna, en( hindrar að hún brenni. —" Fæst í næstu búð. ÚTBREIDIÐ T í M A N N hjónum, og fann ég á henni að þetta taldi hún vera það versta, sem hún gat sagt um mig. Við Anna ræddum oft sam- an. Það var gaman að tala við hana og fannst fljótt, að þar talaði ljósgáfuð kona. Við vorum sjaldan sammála, einkum bar okkur töluvert á milli í bókmenntum. Hún sagði oft við mig, að ég ætti að skrifa fallegar sögur. Og nú síðast í sumar, skömmu áð ur en hún dó, bað hún mig að skrifa fallega sögu fyrir sig. Þetta með fallegu sögurn ar lýsir einum þætti sálgerð- ar hennar, af mörgum góð- um. Jafnvel í harðri lífsbar- áttu hvarflaði það ekki að henni að glata þeirri hjarta- hlýju og trú á góðleikann í smáu og stóru, sem mörgum hefir orðið erfitt að tileinka sér. Jafnvel eftir ströng veik indi, sem leiddu til þess, að henni förlaðist sjón, svo að hún gat ekki lesið á bók, átti hún óskertan þann innri fögnuð, er gat mýkt raunir annara. Hennar eigin raunir skiptu engu máli; ekki svo að hún léti á því bera. Skal þess getið, að Anna var mjög bók- elsk kona, svo langt hefir henni myrkrið verið stund- um. Sá einn er endir á ævi fólks að deyja. Og sá einn er mun- ur á dauðanum, að fólk deyr frá misjafnlega göfugu lífi. Það líf er göfugt, sem tendr- að er þeim gjöfulleik, að all- ir múrar falla í svörð, er síðan grær og baðast alnýr og fersk ur í birtu þess góðleiks, sem mestur er í mannlegu valdi. Þannig vildi ég mega leyfa mér að segja að líf Önnu hafi verið. Það eru fáir svo gæfu- samir að deyja frá slíku lífi. Skagfirðingum mörgum var lát hennar sorgarfregn Hún var kynborin dóttir Skagafjarðar í þess orðs beztu merkingu. í hús henn- ar lágu leiðir fjölmargra. Ég veit þeir eru henni allir þakk látir og ég veit ennfremur að þeir munu taka undir við mig, er ég segi, að það hafi kólnað til muna í Skagafirði við brottför hennar. Ég hef ekki þessi ors lengri, en vil aðeins leyfa mér að votta Skafta og börnum hans sam- úð mína. Sár gróa að lokum og engin sorg er svo þung í fyrstu, að ekki verði hún yfir- unnin, þrátt fyrir alla depurð lífsins. Indriði G. Þorsteinsson. Útgáfan hefir frá upphafi lagt stund á að vanda sem bezt til bóka sinna að öllum frágan'gi og bækurnar yfir- leitt verið valdar vel, hingað til. Félagsmenn eru á ellefta þúsundinu, en fyrstu bækur félagsins hafa selzt upp í 12 þúsund eintökum. Útgáfan nýtur aðstoðar um 130 útsölumanna víðs veg ar um landið, sem annast af- greiðslu félagsbókanna, en hafa auk þess á boðstólum þær bækur, sem útgáfan gef ur út og selur sérstaklega. Félagsbækurnar í ár verða sem hér segir: Þj óðvinaf élagsalmanakið 1954. því birtist m. a. ritgerð in „íslenzk ljóðlist 1918— 1944,“ eftir Guðmund G. Hagalín rithöfund, og Árbók íslands 1952. Suðurlönd eftir Helga P. Briem, sendiherra. Þetta er fimmta bókiin, sem kemur út í safninu Lönd og lýðir. Hún fjallar um Spán, Portú- gal og Ítalíu og verður með fjölda mynda eins og fyrri bindi þessa bókaflokks. Ný skáldsaga eftir Guð- mund Daníelsson, skóla- stjóra. Menningarsjóður hef ir ekki áður gefið út sem fé- lagsbók skáldsögu eftir ís- lenzkan höfund. Úrvalsljóð Eggerts Ólafsson ar. Þetta er tólfta bindið í bókaflokknum „íslenzk úr- valsrit,“ í því verður m. a. allt kvæðið „Búnaðarbálkur.“ — Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstj óri sér um útgáf- una. Andvari, 78. ár. Hann flyt- í ur m. a. ævisögu dr. Gunn- laugs Claessen eftir Sigurjón Jónsson lækni. j Félagsgjaldið, sem félags- menn fá allar þessar fimm bækur fyrir, verður kr. 55,00 eins og s. 1. ár. ! ; Aukafélagsbækur. i Eftirtalin riit verða gefin út sem aukafélagsbækur og seldar við allmiklu lægra verði til félagsmanna en í lausasölu. ! „Andvökur“ Stephans G. | Stephanssonar, I. bindi. Hið islenzka Þjóðvinafélag gaf ! úr „Bréf og ritgerðir“ Step- . hans á árunum 1938—’48. í ' febrúar 1950 tryggði Bókaút |gáfa Menningarsjóðs sér út- gáfurétt að öllum kvæðum | Stephans. Var síðan ákveðið j að gefa þau út í heildarút- | gáfu, sem mun verða alls 4 'bindi. Þorkell Jóhannesson, prófessor, sem sá um útgáfu Bréfa og ritgerða býr einnig Andvökur til prentunar. Ætl unin er að þetta fyrsta bindi sem mun verða 600 bls. í Stephan G. Stephansson Skírnisbroti, komi út á af- mælisdegi Stephans hinn 3. okt. n. k. Saga íslendinga í Vestur- heimi, 5. bindi. Þjóðræknis- íélag íslendinga vestan hafs gaf út 1.—3. bindi þessa rit- verks. Þegar horfur voru á að útgáfan félli niður, ákvað menntamálaráð að gefa út þau 2 bindi, sem eftir voru, en gert hafði verið ráð fyrir, að hún yrði alls í 5 bindum. Dr. Tryggi J. Óleson, prófess or við Manitoba-háskóla, hef ir annast ritstjórn þessara tveggja binda. — Fimmta bindið flytur sögu Winnipeg, Minnesota, Selkirk og Lund- ar. Sagnaþættir Fjallkonunn- ar. í bókinni verður ýmis kon ar þjóðlegur fróðleikur, sem Valdimar Ásmundsson, rit- stjóri birti í blaði sínu „Fjall konunni“ 1885—T897. Sr. Jón Guðnason skjalavörður hefir safnað efninu og ritaÆ formála. Saga íslendinga, 8 bindi, eftir Jónas Jónsson skóla- stjóra. Þetta bindi nær frá 1830—1874. Gert er ráð fyrir CFramh. 6 5. sfSu). Rekord kryddvörur í nýjum smekklegum umbúðum Allralianda Engifer Karry Kardemamanur Kauell Hlúskat IVegulI Plpar Kuincn Lárviðarlauf Fæst í næstu búð EFNAGERÐIN REKORD Brautarholti 28.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.