Tíminn - 27.09.1953, Blaðsíða 3
213. bla'ð.
TÍMINN, sunnudaginn 27. september 1953.
Lúðvík Hialtason StarfsemiHandíða-1 Kart-öflurnar i haust
13. fcbrnar 1924 - 7. júlí 1S53
Er mér barst til eyrna sú
sorglega fregn, a5 Lúlli væri
dáinn, var sem slæi geigvæn-
um óhug á mig. Hvernig gat
slíkt skeð, á svo skömmum
tírna? Ef til vill er það vegna
þess, að við þekkjum ekki
gang lífsins, að við verðum
of íiarðir í dómum okkar.
Við þekkjum ekki lögmál
dauðans, eða hvenær við er-
um kölluð burt frá þessum
heimi, en við verðum að vera
tilbúin, þegar kall okkar kem
ur til hins æðra og betra lífs.
sem verið er að undirbúa okk
ur undir hér, með þessari jarð
arveru, og- hví skyldum við
því vera hörð í dómum okkar?
Sennttega vegna þess, að okk
ur tekur svo sárt að sjá að baki
okkar kærustu og nánustu
og þess vegna gengur okkur
svo illa að fyrirgefa. En höf-
um hugfast j þessu sambandi
að við bíðum aðeins eftir að
fara okkar leið, til hins æðra
lifs, og von bráðar samein-
umst við þar aftur, þar sem
allir eru jafningjar.
„Þeir, sem guðirnir elska,
deyja ungir“. Þannig hefir því
verið varið með þig, kæri vin
ur. Þú ert kvaddur á braut,
einmitt þegar þú ert búinn að
búa þannig í haginn fyrir þig,
að-lífið blasir við framundan,
bjart og fagurt. Mikið áfall
hefir það verið fyrir Elsu og
titlu glókollana þína, að sjá
hverfa á braut. Hvílík
þyrði hefir verið.lögð þeim á
herðar.
Fyrstu kynni okkar voru í
Samvinnuskólanum vorið
1945, er við vorum að taka
inntökupróf í skólann, en þar
vorum við skólabræður vet-
urna ’45-6 og ’46-7. Eftir að
skólanum var lokið, vorum
við samstarfsmenn hjá Sam-
bandi ísl. samvinnufélaga, og
sá vinskapur, sem tókst með
ókkur þar, var svo náinn, að
engin orð fá lýst, og mörg
hugðarefni áttum við sameig
inleg'a, sem við ræddum oft
við ýms tækifæri. Þegar ég
hvarf af landi burt um stund
arsakir, sökum atvinnu minn
ar, hafði það engin áhrif á
vinskap okkar. Við héldum
bréfasambandi og það var ein
læg ósk okkar beggja, að liitt
ast aftur glaðir og reifir, og
margt hefði þá verið hægt að
rifja upp um liðnar samveru
stundir, en um það þýðir ekki
að fást nú. Það var svo margt,
sem við áttum ótalað, það bíð
ur. betri tíma. Þú varst sá
vinur, sem reyndist í raun,
allt-af kátur og glaður, en þó
fullur af alvöru og alltaf við-
búir.n að gefa og miðla öðr-
um heilræði þín.
Mikið hefir verið lagt á aldr
aða móður þína að missa fyrst
föður þinn og svo þig með
tæpu árs millibili. Henni og
systrum þínum tveimur, konu
þinni og sonum, bið ég þess,
aö Guð almáttugur verndi
þau og styrkji í þessum þunga
harmi.
Við samstarfsmenn þínir
þökkum þér þína góðu við-
kynningu, og þykir mjög sárt
að verða að sjá að baki þér
svo skyndilega. En örlög okk
ar verða ekki umflúin og yfir
slíka hluti ná engin orð. Lúð-
vík, ég þakka þér af alhug fyr
ir allar okkar samverustund
ir. Það skarð, sem höggvið
hefir verið með fráfalli þínu.
verður seint fyllt.
Minningin lifir.
Pétur Einarsson.
IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIII11111111111111111111111111111111111111
I Nýkomið:
Even-mill ápil s
i á 42,40 og 46,90.
Náttkjélar
á kr. 41,50.
Barna-xiáttföt
nr. 2—8.
H. Toft
| Sólkavörðust 8. Sínii 1035
«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii
og myndlistaskólans
Þótt skqlinn verði enn um
sinn að notast við húsakynni
sín á Grundarstíg 2 A, þótt
þröng séu, hefir margt verið
gert þar til bóta í sumar. —
Allfc húsnæðið hefir verið
málað, vinnustofur stækkað-
ar með því að sameina miirni
stofur, og nú er verið að
Ijúka við talsverða aukningu
á leirmuna- og myndmótun-
arsal skólans að húsabaki.
Kennslan í öllum deildum
skólans hefst upp úr mán-
aðamótunum.
Myndlista- og teiknikenn-
aradeildirnar starfa sem dag
deildir með nál. fimm stunda
kennslu á dag. Kennslan í
beim verður nokkuð aukin
frá því, sem var. Ný deild,
fyrir ýmis konar tau- og silki
prent, hefir verið stofnuð.
Þýzk kona, frú Engelmann,
veitir henni forstöðu. Frú
Engelmann, sem er listmál-
ari, hefir sérhæft sig í tau-
prenti, m. a. í hinum aust-
urlenzku Batik-aðferðum.
í stað frú Tove Olafsson
myndhöggvara, sem um langt
skeið kenndi myndmótun
(höggmyndalist) við skólann,
eru líkur til að ungfrú Ólöf
Pálsdóttir myndhöggvari
taki nú við þessari kennslu.
Aðrir kennarar þessara
deilda eru: yfirkennari skól-
ans, Sigurður Sigurðsson list
málari kennir teiknun og list
málun, frú Valgerður Briem
mynztur- og skrautteiknun,
ungfrú Ingveldur Lúðvigs-
dóttir hefir kennsluæfingar
í föndri með kennaraefnum,
Sverrir Haraldsson listmál-
ari kennir teiknun (einkum
skrautteiknun), Gestur Þor-
’ grímsson myndhöggvari kenn
ir leirmunagerð, Björn Th.
Björnsson listfræðingur kenn
ir listsögu.
Á síðdegis- og kvöldnám-
skeiðum verður m. a. kennt
í þessum greinum: bókbandi,
tréskurði, leirmunagerð, teikn
un og málun, auglýsinga-
skrift, húsgagnateiknun. Til-
högun kennslunnar í kvöld-
flokkum skólans í teiknun
og málun verður í ýmsu
breytt frá því, sem almenn-
ast er. Fjölbreyttni námsefn-
is verður aukin. Auk alm. frí
| hendisteiknunar með blýanti
j verður kennd teiknun meö
jpenna, koli, litkrít (m. a.
ipastel). Ennfremur leirmót-
un, linol-myndskurður og tré
rista, málun með vatnslitun
og undirstöðuatriði olíumál-
unar. Öðru hverju verða flutt
AtliMgKöeiMí! fii’á Jésil ívas’ssyu!. forstJóriB
Græiustetlsvepzlsms&rmnas.*
Út af grein í Þjóðviljanum
í dag um kaup á kartöflum í
haust o. fl. vil ég benda á
það, sem hér verður greint;
1/ Grænmetisverzlunin á-
kveður ekki verðlag á kartöfl
unum og hefir ekki heimild
til þess. Framleiðsluráð land
búnaðarins hefir verðlagsvald
ið sbr. lög um framleiðsluráð
landbúnaðarins, verðskrán-
ingu o. fl. frá 1947, 2. gr. 8.
tölu. og 8. gr. Mér er það enn
þá ekki kunnugt að búið sé
að ákveða verðið og þá enn
síður hvert það verð sé eða
eigi að verða.
2. Grænmetisverzluninni
er einnig ókunnugt, hversu
háar niðurgreiðslur muni
verða á þessa árs kartöfluupp
skeru, enda ekki unnt að
ákveða þær fyrri en séð er,
hvað verðið til framleiðenda
verður.
3. Grænmetisverzlunin hlýt
ur að haga kartöílukaupum í
haust sem endranær samkv
því, sem lög um verzlun með
kartöflur o. fl. frá 1943 ákveða
sbr. 4. gr. þeirra laga.
4. Geymslurými Reykvík-
inga fyrir kartöflur er minna
en vera þyrfti. Þó hafa þeir
haft og hafa enn aðgang að
meira en helmingi Jarðhús-
anna við Elliðaár, auk þess
sem fjöldi manna hefir ráð
á nokkru húsrými til geymslu
á kartöflum sínum. Allir fyr
irhyggjusamir kartöflufram-
leiðendur gera sér það fyrir-
fram ljcst, að eitt af grund-
vallarskilyrðum þess að rækta
kartöflur svo arðvænlegt sé,
er að hafa nægilegt geymslu-
rúm, hvort sem þær eiga að
vera til eiain nota eða sölu.
Þetta á jafnt við um bændur
sem aðra.
5. Grænmetisverzlunin er
rekin samkv. lögum frá 1943
um verzlun með kartöflur o.
fl. í þeim er tilgreint, hvert
hlutverk henni er ætlað, og
geta allir, sem þau hafa í
höndum, gert sér þess fulla
grein. Grænmetisverzlunin
getur ekki svarað til þess, sem
hinir og aðrir eru að birta í
blöðum og á mannfundum um
aukna kartöflurækt. Margt af
því ber vott um gáleysi og van
þekkingu, sett fram með áróð
ursblæ og er ekki þakkarvert.
Út af því mætti Þjóðviljinn
g'jarnan skjóta geiri sínum í
aðrar áttir en hann gerir í
grein sinni í dag.
6. Sé verðlagi á kartöflum
hagað þannig, að það svari
kostnaði að geyma þær, leys-
ist geymsluvandamálið af
sjálfu sér að kalla má. Verði
hins vegar sá háttur á haíður,
að þeir, sem þær geyma, bíði
óhjákvæmilega fjárhagslegt
tjón við það, munu geymslur
ekki verða gerðar svo nægi.
Tjón, sem auðsætt er fyrir-
fram, forðast allir í lengstu
lög.
Reykjavík, 25. sept. 1953.
Jón ívarsson.
ir þættir listsögulegs efnis og
sýndar myndir af innl. og erl.
myndlist. í stað þess, að sami
kennarinn hafi hvern náms-
flokk allan veturinn, munu
nú 3—4 kennarar skiptast á
við kennsluna, hver kennari
kennir þá sína kjörgrein. —
Þessir kvöldflokkar skólans
eru fyrst og fremst ætlaðir
listelskum ungmennum, sem
óska að afla sér almennrar
undirstöðumenntunar á
myndlistum.
Eins og áður mun skólinn
í vetur halda uppi námskeið-
um fyrir börn, m. a. í teikn-
un, málun, föndri og leir-
munagerð. Ennfremur i tré-
skurði fyrir drengi, 12—14
ára.
Ef næg þátttaka fæst mun
skólinn í vetur aftur taka
upp kennslu í listrænum
hannyrðum kvenna. Nám-
skeið þessi, sem skólinn hafði
í 4 ár, voru vel sótt og vinsæl,
en vegna þrengsla hafa þau
fallið niður í 2 ár. Nú verður
líka efnt til námskeiða í ým-
is konar föndri fyrir mæður,
sem sjálfar vilja veita börn-
um sínum leiðsögn í tóm-
stundaiðju.
Innritun nemenda í skól-
ann fer daglega fram i skrif-
stofu skólans á Grundarstíg
2 A, kl. 10—12 árdegis. Sömu
leiöis kl. 5—7 síðdegis i síma
80164.
If
| PEDOX fótabaðsalt
$P iox fótabað eyðir fljótlega1 >
♦ þreytu, sárindum og óþægind-1'
j fum í fótunum. Gott er að láta''
Jdálítið af Pedox í hárþvotta-
Ivatnið, og rakvatnið. Eftir fárra
Tdaga notkun kemur árangurinn
Ái ljós.
a Allar verzlanir ættu því að
^hafa Pedox á boðstólum.
ÍZ *
::*■
::
0
::
Komið í Kvöldúlf
Keppið um hamingjuna
Hlutavelta Kvenndadeildar Slysavarnafélags Islands
::
í húsakynnum Eimskipafélagsins í Kvöldúlfshúsunum vsð Skúlagötu
verður opnuö kL 2 e. h. í dag (sunnudag)
♦*
♦♦
•: Þúsundir gagnlegra inuna. Þar af má nefna: fatnað, kjöt í heilum skrokkum, kol, steinolíu í tunnum, liveiti í sekkjum, ný búsáhöld, snyrti-
•♦
:: vörur, sælgæti, barnafatnaður, bókaskápur, kvendragt, kjólar og veski. Málverk eftir Matthías og aðra o. m. m. fleira.
I
\\ Þetta er Iiin |)jéðfræg'a lilutavelta kvenuadeildarinnar I Reykjjavík.
H
H Styrkið slysavarmr á sjé og landi meö því að koma í Kveldúlf í dag. —
Aðgaiijíur 50 aurar.
'4
Kvennmleild SIijsttvarnafélatjsins t Keykjjavíte.