Tíminn - 02.10.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1953, Blaðsíða 5
222. blað. TÍMINN, föstudaginn 2. október 1953. 5 F&stnd 2. ohi. Stjórnarskiptin í Danmörku Eins og skýrt var frá í frétt um í gær, hefir danski Al- þýðuflokkurinn myndað minnihlutastj órn ef tir að samningaviðræður höfðu staðið yfir milli flokkanna í nokkra daga eða síðan kosn- ingar fóru fram 22. f. m. Fyrir kosningarnar sat að völdum minnihlutastjórn vinstri flokksins og íhalds- manna. Eftir kosningarnar höfðu þeir flokkar samanlagt 72 þingsæti, en Alþýðuflokk- urinn 74. Alþýðuflokkurinn gerði þá kröfu til þess, að stjórnin segði af sér, en hon um yrði falið að mynda stjórn. Eriksen forsætisráð- herra taldi hinsvegar ekki rétt að stjórnin segði af sér fyrr en búið væri að ganga úr skugga um afstöðu smá- flokkanna, og fyrst og fremst radikalaflokksins, sem er stærstur þeirra. Hann hefir 14 þingmönnum á að skipa. Alls er þingið skipið 175 þing mönnurn, auk fulltrúanna frá Færeyjum og Grænlandi. Þótt radikali flokkurinn hafi aldrei verið stór flokkur liefir afstaða hans oftast ver ið sú, að hann hefir haft úr- slitin á þingi Dana seinustu 40 árin. Svo var það einnig að þessu sinni. Radikali flokkurinn lýsti því strax yfir , að hann myndi ekki styðja sam- stjórn vinstri flokksins og íhaldsflokksins. Jafnframt lýsti hann yfir því, að hann teldi æskilegast að mynduð yrði meirihlutastjórn þriggja flokka, þ. e. Alþýöu- flokksins, radikala flokksins og vinstri flokksins, og væri hann fús til þátttöku í slíkri stjórn. Yrði þessu hinsvegar hafnað af Alþýðuflokknum eða vinstri flokknum, myndi radikali flokkurinn ekki taka þátt í neinni stjórn, en væri hinsvegar fús til að veita málefnalegan stuðning á þingi hvort heldur væri minnihlutast j órn Alþýðu- flokksins eins eða minni- hlutastjórn vinstri flokksins eins. Þegar hér var komið, kynnti Eriksen forsætisráð- herra sér það, hvort íhalds- menn vildu veita minnihluta stjórn vinstri manna stuðn- ing og reyndust þeir ófúsir til þess. Jafnframt tilkynntu Réttarsambandið og komm- únistar, að þeir teldu eðli- legri minnihlutastjórn Al- þýöuflokksins en vinstri flokksins. Eftir að þetta lá fyrir, lýsti Eriksen forsætis- ráðherra yfir því, að hann teldi samstjórn vinstri manna og íhaldsmanna eða minnihlutastjórn vinstri flokksins útilokaða að sinni og afhenti því konungi lausn arbeiðni sína. Konungur fól þessu næst Hans Hedtoft, formanni Al- þýðuflokksins, að mynda nýja stjórn. Hann bauö radi kalaflokknum þátttöku í stjórninni, en því boði var hafnað. Hedtoft myndaði þá minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins eins. Líklegt virðist, að minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins verði veik stjórn og hún komi litlu eða engu fram á Aukning hitaveitunnar og og bætt nýting hennar Öimur af tillögum Þérðar Björnssonar um liitaveitumálið á bæjarstjórnarfundi í gær Á- bæjaýstjórnarfundi í gær ( ^ lagði Þórður Björnssen fram , tillögu þess efnis, að bærinn , tæki lán til að koma hita-1 I veitunni i sem flest hverfi I bæjarins. Jafnframt flutti | i hann aðra tillögu, er einnig fjallaði um bætta og aukna nýtingu hitaveitunnar. Hljóð ar hún á þessa leið: I „Bæjafstjórn er ljóst, að j það er ekki'aðeins til hagsbóta og þægihda fyrir bæjarbúa, í að sem flestir þeirra verði að- 1 njótandi hitaveitunnar, held ur er það einnig í þágu fyrir tækisins (áuknar tekjur) og í þágu allrar þjóðarinnar (gjaldeyrissparnaður). Til að ná því marki, að hita veitan nái til eins margra bæjarbúa pg kostur er, þarf bæði að'riýta sem bezt það heita vatn, sem fyrir hendi er, og auká vatnsmagnið. Fyrir því samþykkir bæjar- stjórn eftlrfarandi: 1. Tvöfalt pípukerfi verði haft í nýlagningum hitaveit- j unnar og athugaðir verði , möguleikar á endurnýtingu i afrennsljsýatnsins, t. d. með I því að nöta það til næturhit- j unar. t j 2. Varastöðin við Elliðaár j verði látin verá hitaveitunni I til aðstoðar eins fljótt og auð ið er. 3. Rannsókn fari fram á því hvort rétt sé að breyta alveg ■i um einangrun hitaveituæða i sökum of ;mikils hitafalls í þeim. Eeggur bæjarstjórn I áherzlu á að allt verði gert, I sem unnt er, til að endurbæta í svo einangrun hitaveituæða að hitafall í þeim verði ekki | meira en gert var ráð fyrir í upphafi við undirbúning hita veitunnar. 4. Unnið verði markvíst að því að endurbæta tengingar i götukerfa hitaveitunnar. j 5. Hitavpitustjóri hraði því ' að rannsajka, hversu mikið hitaveituvatn mun sparast J við tvöfalda glugga í húsum. ’ Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarráði að gera tillögur til Norræn stefnuskrá í bindindismálum bæjarstjórnar um það á hvern hátt bæjarfélagið get- ur greitt fyrir húseigendum að setja tvöfalda glugga í hús sín. 6. Hitaveitustjóri og bygg- ingarnefnd vinni að því að ofnar verði stækkaðir og ofna stærðir samræmdar innan ein stakra húskerfa, bæði gam- alla og nýrra. 7. Hitaveitustjóri fram- ( kvæmi athugun á öðrum þeim atriðum, en að framan grein- ! ír, sem fram komu í álitsgerð ' hitaveitunefndar, dags. 27. j júlí 1952 og benda til, að unnt sé að nýta núverandi vatns- magn hitaveitunnar betur en nú er gert. 8. Vatnsgeymir verði byggð ur við Rauðarárveitu og sí$an tengd fleiri hús við hana. 9. Hitaveitustjóri láti at- hugun fram fara á því, hvort tiltækilegt sé að taka vatn hitaveitunnar af stærri skrif- stofubyggingum í bænum. 10. Hitaveitan hefji skipu- lagsbundna upplýsingá- og fræðslustarfsemi fyrir al- menning um allt það, sem lýtur að aukinni og sem beztri nýtingu heita vatns- ins. 11. Hitaveitustjóri hraði rannsóknum á hitamagni Þvottalauganna og athugun- Um á möguleikum þess að hita allt Laugarneshverfi upp með vatni þaðan. 12. Bæjarráð athugi í sam- ráði við hitaveitustjóra mögu leika á því að hitaveitan fái keypt eða leigð ný hitarétt- indi í nágrenni bæjarins. 13. Haldið verði áfram með auknum krafti að fram- kvæma boranir eftir heitu Vatni hvarvetna þar sem bú- ast má við auknu vatnsmagni. Sérstaklega verði athugað að framkvæma nýjar jarðboran ir á Iíklegum stöðum i bæjar landinu. 14. Hafinn verði undirbún- ingur að því að unnt sé fyrir hitaveituna að dæla meira vatnsmagni en nú er hægt úr Mosfellsdal til bæjarins". þingi, nema með samþykki radikala.'og vinstri. manna, því að radikalir munu vart ganga lengra í málefnaleg- um stuðningi við hana en svo að vinatri flokkurinn geti einnig á'.þaö fallist. Þá að- ferð hafði hann líka í tíð fráfarandi stjórnar, þvi að hann veitti henni yfirleitt ekki málefnalegan stuðning, nema Aiþýðuflokkurinn gerði það einnig. Samkvæmt þessu má telja, að stjórnarstefn- an í Danmörku verði í megin atriðum; svipuð og hún hefir verið undanfarið, a. m. k. að því leytiy er þingmál varðar. Varðandi utanríkismálin hefir Hedtöft lýst yfir því, að kjósendurnir hafi í kosning unum lýst sig eindregið fylgj andi þátttöku Danmerkur í Atlantshafsbandalaginu, þar sem þeir flokkar, er stóðu að henni, hafi fengið yfirgnæf- andi meirihluta. Stefnan í utanríkismálum og varnar- málum verði því byggð á þeim grundvelli, sem þar hafi verið lagður. Danir vilji ekki sýna neina sérdrægni og óhollustu í því samstarfi, og þeir muni ekki láta áróð- ur og blekkingar kommún- ista hafa nein áhrif á ákvarð anir sínar. Hinsvegar muni þeir að sjálfsögðu gæta rétt- ar síns og ekki taka á sig skuldbindingar, sem ekki samrímist jafnhliða hags- munum Danmerkur. Að ó- breyttum ástæðum verði eteki leyfðar bækistöðvar fyr ir erlent fluglið í landinu, en hinsvegari afsíali Danir sér samt engum rétti til að þiggja slíka eða aðra aðstoð, ef það verði talið nauðsyn- legt. Þá hefir Hedtoft lagt á- herzlu á það, að stjórn hans sé minnihlutastjórn og störf hennar muni einkenn- ast af því. Hún verði að semja um hvert einstakt mál og verði að slaka meira og minna á stefnu sinni hverju sinni. Þótt þessi kostur sé ekki góður, sé hann samt betri en aö skorast undan á byrgðinni og stuðla þannig að glundroða og ringulreið 1 stjórnmálalífi landsins. Aðalályktun norræna bind indisþingsins, sem haldið var i Reykjavík 31. júlí til 6. á- gúst, var þessi: „Norræna bindindisþingið hefir athugað ástandið í á- fengismálum Norðurland- anna fimm. Sums staðar standa nú fyrir dyrum breyt- ingar á áfengislöggjöfinni, og hefir þingið íhugað, hvaða ráðstafanir beri að gera útaf því. En þó að nokkur munur sé á áfengislöggjöf land- anna, er þingið einhuga um að halda fast við þá norrænu stefnuskrá í áfengismálunum er fram kom og samþykkt var 1947. Norræna bindindis- þingið skorar því á forvígis- menn bindindismálsins á öll- um Norðurlöndum aö beita áhrifum sínum á áfengislög- gjöf lands síns í fullu sam- ræmi við þessa stefnuskrá.“ Auk þess samþykkti þingið einróma sérstaka ályktun um sterkt öl: „Um hið áfenga öl skal tek ið fram, að vegna þeirra upp- lýsinga, er komið hafa fram í fyrirlestrum og umræðum á þinginu, þá er það vilji þingsins, að komið verði á lög gjöf, sem rækilegast takmark ar eða stöðvar alveg fram- leiðslu, sölu og veitingar á- fengs öls.“ Stefnuskrá sú, er vísað er til í áfengismálum frá 1947, var samþykkt á XVII. nor- ræna bindindisþinginu í Stokkhólmi, og fer hún hér á eftir: „Markmið: Áfengislaus Norð urlönd. Leið að markinu: Jafnt og stöðugt minnkandi áfengis- neyzla. Sérstakar ráðstafanir í þessu skyni: 1. Rannsókn með aðferðum nútímavísinda á afleiðingum áfengisneyzlu, ráðum til að draga úr henni og tjóni af hennar völdum. II. 1. Aukin bindindis- fræðsla í háskólum, kennara- skólum og öðrum skólum og fyrir hermenn. 2. Víötæk barátta fyrir bind indi, með stuðningi ríkisins, og með fyrirlestrum, ritgerð- um, blaðagreinum, útvarpser indum og kvikmyndum. III. Fjárhagslegur stuðning ur til bindindishreyfingarinn ar frá ríki og bæja- og sveita félögum. IV. Háir skattar séu lagðir á áfenga drykki. V. Unnið skal í.tíma gegn drykkjuskap þeirra, sem hafa tilhneigingu til ofdrykkju, eft ir því sem unnt er, en ekki með allsherjarskömmtun áfengis. VI. 1. Komið sé algerlega í veg fyrir, að einstaklingar geti hagnazt á meðhöndlun áfengra drykkja. 2. Veitingastaðir, þar sem áfengi er ekki haft á boðstól um, njóti fjárhagslegs stuðn- ings. 3. Aukin framleiðsla og neyzla góðra óáfengra drykkja. 4. Áfengisauglýsingar séu bannaðar. VII. 1. Áfengi sé aldrei haft um hönd í samkvæmum, sem kostuð eru af almannafé. 2. Banna skal veitingar áfengra drykkja í sambandi við opinbera dansleiki, í nánd við almenna skemmtistaði, al menningsgarða, íþróttavelli eða aðra slíka samkomustaði æskulýðsins. VIII. 1. Ákvæði skal setja í lög og reglugerðir um tilbún ing, sölu og veitingar áfengra drykkja, að sölu og veitingum áfengis sé þannig hagað, að neyzlan verði sem minnst og að af henni leiði sem minnst tjón. 2. Sveitafélög og bæjafélög fái óskoraðan rétt til þess að banna vínsölu innan síns um dæmis. 3. Bann sé lagt við sölu áfengis í nánd við sumarbú- staði og í íbúðahverfum. 4. Útsölutími áfengis sé hafður sem stytztur. IX. Þjóðfélagið verður að krefjast algers bindindis af hálfu þeirra manna, sem stjórna samgöngutækjum eða vinna við þau, og þeirra, sem gegna herþjónustu. — Þetta gildir og um öll önnur störf. þar sem áfengisneyzla er sér- staklega hættuleg. X. Milliríkj asamningar mega ekki skerða sjálfsákvörð unarrétt þjóða um skipun áfengismála. XI. 1. f áfengislöggjöfinni skulu refsiákvæði og uppljóstr unar sett þann veg, að sem sterkust vörn sé gegn afbrota hneigð manna á því sviði, og létti sem bezt framkvæmd lag anna. 2. Stofnanir ríkis og bæja og sveitafélaga, sem skipaðar eru til þess að sjá um, að áfengislöggjöfinni sé fram- fylgt, skulu haga starfi sínu þannig, að lögin nái þeim til- gangi sínum, að áfengisneyzl an verði sem minnst. XII. Ríkisvaldið verður að taka í taumana gegn skemmti (Framhald á 7. slðu.) Ófæra á Hafn- arfjarðarleið Allir, sem fara til Hafnar- fjarðar eða suður í Fossvog, þekkja ófærukaflann frá Miklatorgi og upp að Öskju- hlíðinni. Þarna er oft svo vondur vegur, að menn stór- undrast langlundargeð bíl- stjóranna að vilja leggja bif- reiðar sínar í jafn vonda með ferð. Þolinmæði þeirra og hóg- værð er mikil, að geta þagað yfir þessu ár eftir ár, án þess að beita samtökum sínum og fá veginn byggðan upp og mal bikaðan. Enn meira undrunarefni er þó, að Reykvíkingar almennt undir forustu Sjálfstæðis- manna, skuli sætta sig við þann molbúahátt, sem aug- lýstur er í þessum vegar- spotta. Þetta er fjölfarnasti vegur fyrir lifandi og dána Reykvík inga og má vera mikil þolraun þegar ástvinir eru fluttir síð- asta spölinn frá heimili sínu, að þurfa að hossast með þá' yfir þessa ófæru, þótt ekkert sé hugsað um líðan okkar, sem enn lifum. En vegir ráöamanna Reykj a víkur eru stundum órann- sakanlegir. B. [

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.