Tíminn - 07.10.1953, Síða 5

Tíminn - 07.10.1953, Síða 5
226. blað. TIMINN, miðvikudaginn 7. október 1953. Mi&viUud. 7. oht. Afnám Fjárhagsráðs í blaðinu „Ný tíðindi“, sem Verzlunarráð íslands gefur út, birtist nýlega athyglisverð ritgerð um það ákvæði stjórn- arsamningsins að leggja niður Fjárhagsráð. í greininni er aðallega rætt um möguleika þess, hvort hægt sé að af- nema allt eftirlit við fjárfest- ingu, eins og ástatt er. Þar sem ýms athyglisverð atriði koma fram í þessari grein, þykir rétt að rifja hér upp efni hennar. í fyrstu er vikið að því í greininni, hvort stofnun Fjár- hagsráðs hafi verið nauðsyn- leg á sínum tíma. Því er svar- að hiklaust játandi á þennan veg: „Stofnun Fjárliagsráðs var óhjákvæmileg afleiðing „nýsköpunar“-stefnunnar“. Síðan er því lýst á þennan veg hvernig viðhorfið var í árs- byrjun 1947, þegar Fjárhags- ráð var stofnað: „Þessi viðhorf mótuðust fyrst og fremst af því, að gj aldeyrisinnstæður þær, er landsmenn eignuðust á stríðs- árunum voru nær því þrotnar, en hinum miklu framkvæmd- um, er ráðizt hafði verið í á nýsköpunarárunum, var hvergi nærri lokið. Jafnframt þessu var mikið um aðrar framkvæmdir, einkum húsa- byggingar, bæði á vegum einkafyrirtækj a og opinberra aðilja. Ef komast átti hjá al- gjöru öngþveiti bæöi í gjald- eyris- og verðlagsmálum, gat varla verið um það ágreining- ur, að veruleg takmörkun fj árfestingar var óumflýjan- leg“. í áframhaldi greinarinnar er svo rætt um það, hvort hægt hafi verið að draga úr höftum fyrstu árin, sem fjár- hagsráð starfaði (1947—50). Því er hiklaust svarað neit- andi. Ástæðan hafi verið jafn- vægisleysið í fjárhagsmálum þjóðarinnar, eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri hafi verið méiri en öflun hans og eftir- spurn eftir lánsfé meiri en sparifjáröflunin. Hið fyrr- nefnda hafi gert gjaldeyris- hömlurnar nauðsynlegar ,en hið síðarnefnda fjárfestingar- eftirlitið. Segir svo um þetta í greininni: „Meðan ekki var ráðin bót á jafnvægisleysi þessu, voru höftin óhjákvæmileg, ef ekki átti að verða algert öngþveiti. — Sú skoðun, að hægt hefði verið að ráða bót á hinu óvin- sæla haftafyrirkomulagi með því einu, að leggja niður stofn un þá, er framkvæmd þessi hafði með höndum, nefnilega fjárliagsráð, er fráleit. Meðan engar ráðstafanir höfðu verið gerðar í þá átt, að koma á auknu jafnvægi i efnahags- málum þjóðarinnar, hefði á- standið aðeins versnað en ekki batnað með afnámi fjárhags- ráðs og hliöstæðra eftirlits- stofnana.“ Þessu næst er það rakið í greininni, að gengislækkunin hafi nokkuð bætt úr þessu á- standi og hafi tækifærið, sem það veitti, verið fyrst notaö til að rýmlca um innflutning neyzluvara, enda hafi skórinn þrengt mest að í þeim efnum. Eftir því, sem ástandið hafi batnað, hafi einnig verið dreg- ið nokkuð úr fjárfestingar- hömlunum. Með fyrirheitinu um afnám Fjárhagsráðs virð- ist x fljótíu bragði stefnt að því að gefa fjárfestinguna al- veg „frjáföa". Um það atriði segir svo í greininni: „Það ber þó að hafa hug- fast, að um „frjálsa“ fjárfest- ingu, a, rrt. k. að því er snertir meiri háttar framkvæmdir, getur aldrei orðið að ræða á sama háft og frjálsan neyzlu- vöruinnjiutning. — Heildar- fj árfestingin hlýtur ávallt að takmarkast við það, sem þjóð- in sparar, að viðbættu því, sem hún fær lánað erlendis frá. Ef um: meiri háttar fram- kvæmdir er að ræða, eins og t. d. stærr’i virkjanir, taka þær til sín svo mikið af sparifjár- myndunixini, að vai'la verður ráðizt í nema eina slíka fi*am- kvæmd á; tveggja til þriggja ára fresti, Það er því í raun- inni út J bláinn ,að tala um það, að slík fjárfesting geti nokkum tíma orðið „frjáls“ á sama hCtt og t. d. innflutn- ingur á' rúsínum. Þar sem hægt er'aö gera innflutning á rúsínuiti.frjálsan öllum þeim fyrirtæ'kjum, er keypt geta þann gjaídeyri, sem til inn- flutningsins þarf, getur ekki verið um annað að ræða en það, að fj^rfesting í stórfram- kvæmduin verður aðeins í höndum'. orfárra fyrirtækja. Eins og nú'háttar, er það fjár- hagsráð’,'7 sem ákveður það, hvaða fýrirtæki skuli fá að- stöðu til þess að ráðast í slíkar framkvæmdir. — Eftir það að fjárhagsrað hefir verið af- numið, hljóta það að vera ein- hverjar aðrar opinberar stofn anir, sem fá sams konar hlut verki að gégna hvað þessa f j ár festingu snertir, annað hvort nýtt „ráð“ eöa lánastofnanirn ar. Hvoft heldur sem ofan á yrði, mýiidi aðeins vera um fyrirkoniúlagsbreytingar að ræöa“. ; í greininni segir, að öðru máli geghi vitanlega urn það að gefá';ininniháttar fram- kvæmdif frjálsar, eins og t. d. bygginga venjulega íbúðar- húsa. „Siík fjárfesting," segir í greininni, „verður þó auðvit- að ávaljtt háð „höftum" í þeirri méfkingu, að getan til þess að fá lán eða leggj a fram eigið fjafimagn verður ávallt takmörkúð.“ Um þetta segir einnig íýgreininni: „Það má þó ekki ‘loka augunum fyrir þeim örðúgleikum, sem á því eru, að stl|a slíkt spor, og þeim hættum, sem þvi getur fylgt, ef ekki ér gætt varúðar.“ Síðar X greininni er komist aö orði á'þessa leið: „Það yar mikil fjárfesting, sem á símum tíma orsakaði það, að óhjákvæmilegt var að taka haftafyrirkomulagið upp, svo sem yikið var að í upphafi þessarar-greinar. — Ef aukið frj álsræði i fj árfestingarmál- um leiðirutil þess, að fjárfest- ingin verði meiri en nemur eðlilegri.sparifjármyndun, og því sem ía:st að láni erlendis frá, sækir óhjákvæmilega í það horf aftur, að takmarka verður fjárfestingu eða neyzlu vöruinnfiutning, eða jafnvel hvort tveggja." Þetta er vissulega rétt. Þess vegna b%r að hugsa mest um það í þesgum málurn, að tek- ið sé á jþeim með fullri að- gætni og.-ábyrgðartilfinningu, en minna hirt um að flagga einhverju sýndar-frjálsræði. Spor „nýsköpunarinnar1 eru til viðvörunar, því að þau leiddu yfir okkur hina miklu haftafjötra, sem búið hefir verið við seinustu árin, en smám saman hefir verið dreg- ið úr að undanförnu. Það er ekki æskilegt, að sú saga end- urtaki sig. Nyja kjor skipunin í Noregi Á máimdagiim kcmar fara fram fyrsíu þiiigkosningarnar á griandvelii hennar | A mánudaginn kemur fara fram þingkosningar í Noregi. Kosninga- baráttan er nú í algleymingi og snýst hún fyrst og fremst um það, hvort Alþýðuflokkurinn heldur meirihluta sínum áfram. Hann hef ir nú 85 þingsæti af 150 þingsætum alls, en samkv. stjórnarskrárbreyt- íngu þeirri, sem gerð var. á síðastl. vetri, myndi hann ekki hafa feng- íð nema 76 þingmenn, ef sú breyt- ing hefði verið gengin í gildi fyrir seinustu kosningar. Meirihluti Al- þýðuflokksins er því mjög veikur og feyna andstæðingar hans vitanlega allt sem þeir geta til þess, að flokk arinn missi hann. Það veikir hins vegar aðstöðu andstæðingaflokka hans, að fyrirsjáanlegt er, að þeir hvorki geta né vilja mynda stjórn saman eftir kosningar. Allt bendir því til, að Alþýðuflokkurinn fari með stjórnarforustuna áfram, þótt hann missi meirihlutann, annað hvort í minnihlutastjórn eða sam- stárfsstjórn með öðrum flokki. I Stjórnarskrárbreyting sú, sem gerð var í Noregi í vetur, snerti eingöngu kjördæmabreytinguna. I Þar sem þessi breyting er iíkleg til þess að haaf mikil áhrif á kosninga úrslitin, þykir rétt að rifja hana upp í höfuðdráttum. Ýmis atriði hennar eru líka þannig vaxin, að þau eru mjög athyglisverð fyrir ís- lendinga. „Bondeparagrafen“. Um langt skeið hefir það verið baráttumál ýmissa flokka í Noregi, að fá hinn svonefnda „bondepara- graf“ stjórnarskrárinnar úr gildi humið, en samkvæmt þessu ákvæði Skyldu % þingmanna kosnir í sveitakjördæmunum. Ákvæði þetta var upphaflega sett til að tryggja fétt og aðstöðu bændastéttarinnar til áhrifa á löggjöf og stjórn. Það mun hafa verið almennt á- lit stjórnmálamanna, að ákvæði þetta væri nú búið að missa gildi sitt. Hefir verið á það bent, að með hinni miklu. útþenslu iðnað- arins um land allt og þar af leið- andi rnyndun fjölmennra kaup- staða og þorpa um allar „sveitir", væri hinni gömlu skiptingu lands- ins í sveitii- og kaupstaði kollvarp- að. Reynsla undanfarinnar ára hefir og sýnt það, að í mörgum „sveitakjördæmum" eru bændurn- ir nú langsamlega í minni hluta. Og útreikningar sýna það, að boriö saman við síðustu kosningatölur hefði bændaflokkurinn, sem er hinn eini hreinræktaði fibkkur sveitakjósenda, hlotið einu þing- sæti fleira, ef kosið hefði verið eft- ir hinni nýju stjórnarskrá, þegar búið var að fella niður „bondepara- grafen“, en raun varð á við síðustu kosningar. Hins vegar hefir þetta ákvæöi valdið margvíslegum erf- | iðleikum á ýmsan hátt, m. a. þeim, , að orðið hefir að tengja saman í j kjördæmi kaupstaði, sem legið ! hafa óralangt hver írá öðruin og | fáa sérhagsmuni haft sameiginlega, og lítil samskipti eða samgöngur. Þrátt fyrir þetta hefir bænda- flokkurinn ætíð staðið, og stóð einn ig nú, í þéttri fylkingu gegn afnámi þessa ákvæðis, meira vegna stétt- arlegra og sögulegra tilfinninga en af hagsmunaástæðum, að talið er. Einnig hafa jafnan verið allmargir þingmenn í vinstri- og hægri flokk unum, sem báðir hafa allmikið fylgi í sveitum landsins, sem hafa staðið með bændaflokknum gegn afnámi bændaparagrafsins. Og ! þar sem stjórnarskrárbreytingar eru háðar samþykki % þingmanna haf fylgismenn þessa ákvæðis jafn an reynzt nægilega mannsterkir til að vernda það. Réttur dreifbýlisins tryggður áfram. Það var fyrst á seinasta hausti, að samkomulag náðist um það milli Alþýðuflokksins og nógu marga, stjórnarandstæðinga, að þessu ákvæði yrði breytt. Sýndi Alþýðuflokkurinn mikinn skilning og óeigingirni í þessu sambandi, þar sem svo var komið, að hann græddi orðið flokka mest á „bonde paragrafen". Hann vék þó hvergi nærri eins langt frá þessu ákvæði og margir andstæðingar hans vildu. Stjórnarskrárbreyting sú, sem gerð var, byggir áfram á þeirri stefnu, að ekki skuli farið eftir höíðatölureglu, heldur séu mun færri kjósendur á bak við þing- mann í dreifbýli en þéttbýli og þó einkum því dreifbýli, sem afskekkt- í.st er. Þannig fékk Osló ekki nema 13 þingmenn, en átti rétt á 20 sam- kvæmt höfoatöiureglunni. Stjórn- arandstæðingar báru fram tiliögur um, að Osló fengi 17 eða 15 þing- fnenn, en Alþýöuflokkurinn fékkst ekki til að fallast á, að Osló fengi fleiri en 13 þingmenn. Kröfu um uppbótarsæti hafnað. Við burtfellingu bændaákvæðis- ins varð kleift að breyta kjördæma skipuninni að öðru leyti í eðlilegra horf. Kjördæmunum, sem áður voru 29 og sum mjög óeðlilega saman- sett, sem fyrr er minnzt á, var nú ! fækkað í 20. Nú eru fylkin, sem saman standa bæði af bæjum og sveitum, lögð til grundvallar fyrir kjördæmaskipuninni. Þau eru 18, en auk þeirra eru bæði Osló og Bergen sérstök kjördæmi. í kjör- dæmunum er kosið hlutfallskosn- ingu um 150 þingmenn. Þingmanna tala kjördæmanna er misjöfn, með hliðsjón af fólksfjölda þeirra, eða ailt frá 4 og upp í 13 í kjöi'dæmi. Ein aðalkrafa stjórnarandstöð- unnar var að fá síðan nokkur við- bótai’sæti til jöfnunar á milli þing flokkanna að aflokinni talningu í kjördæmum. En þeirri kröfu að fjölga þingmönnum var algjörlega hafnað af stjórnarflokkunum. Næsta tillaga stjornarandstöð- unnar var að síðustu sætin í kjör- dæmunum skyldu vera uppbótar- sæti á millil flokkanna, þannig að ógild yrði gjörð kosning nægilega margra þingmanna þess flokks, er hefði hlotið of mörg þingsæti í samanburði við aðra, eftir heildar atkvæðatölu landsins — og gengju þau þingsæti til þeii'ra flokka. er of fáa þingmenn hefðu fengið í hlutfalli við landsfylgið. Skyldi þannig niður falla umboð þeirra þingmanna viðkomandi flokks, er kosnir væru með lægsti’i atkvæða- tölu, en þau yfh'flytjast til þeirra frambjóðenda, sem flest atkvæði höfðu fengið án þess að ná kosn- ingu í þeim flokki, sem vantaði þingmenn til að ná fullri hlutfalls tölu, þangað til fullur jöfnuður væri fenginn. — Þessari tillögu hafnaði stjórnarflokkurinn einnig, með þeim rökum, að með öllu væri óeðlilegt að kjósendur í einu kjör- dæmi hefðu áhrif á kosningu þing- manna í einhverju öðru kjördæmi, þannig að kjósendur væru aldrei á því hreina um það, hvaða þing- menn þeir væru að kjósa. En þrátt fyrir það að stjórnar- andstæöingar ekki fengju fram- gengt þessum höfðukröfum sínum, voru samt nægilega margir þing- menn þeii'ra, sem töldu það mikinn ávinning að þeim breytingum, sem stjórnarflokkurinn vildi standa að, að réttara væri að samþykkja þær heldur en að láta málið stranda einnig í þetta sinn. Hlutföll milli flokka og kjördæma. Þó að mikill aukinn jöfnuður á milli kjördæma og þingflokka hafi fengizt með breytingu þessari, þyk ir samt stjórnarandstöðunni mikið skorta á viðunandi jöfnuð. í því sambandi má benda á það, að séu atkvæðatölur síðustu kosninga iagðar til grundvallar, mundi út- koman eftir þeim, samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá, hafa orðið sú, að fæstir kjósendur að baki þing- manni (í Þelamörk) hefðu orðið 16.175, en flestir kjósendur á þing- mann (í Osló) 36.170, en þó flest- um kjördæmum á milli 19 og 20 þúsund, og í nokkrum ofan og neð- an við þá tölu. Yfirleitt virðist þing mannatalan í kjördæmunum hafa verið ákveðin með hliðsjón af því, ÓSKAR TORP, forsætisráðherra að þau kjördæmin, sem fjærst era höfuðstaðnum og strjálbyggðust, fengju fleiir þingmenn miðað við kjósendatölu en hin, sem þéttbýlli eru og liggja nær höfuðstöðvum landsins, og höfuðstaðurinn, Osló, fengi fæsta þingmenn í hlutfalli við kjósendur. Er þetta og í sam- ræmi við þá stefnu í kjördæma- málinu, sem borin var uppi af full ti-úum verkamannaflokksins á þingi og aðalmálgagni flokksins „Arbeiderbladet". En þó að mismunur þessi kunni að þykja allmikill, hefir mikið færst í áttina til jafnræðis á mill- um kjördæmanna frá því sem áð- ur var. Þannig voru við síðuftu kosningar fæstir kjósendur á bak við þingmann í Heiðmörk 8,500 og 9.500 í bæjarkjördæmi Norður-Nor egs, en flestir að baki hvers þing- manns Oslóborgar, um 60,000. Ætti Osló nú að fá fulla þingmannatölu í hlutfalli við kjósendur, bæri henni um 20 þingmenn. Þá er það samræmið á milli þing flokkanna á undanförnum árum. Hefir þar þótt allmikið á skorta. Þannig hefir nú vei'kamannaflokk urinn með greinilegan minnihluta kjósenda að baki sér 85 þingmenn af 150 og ræður lögum og lofum í þinginu í öllum höfuðmálum, og fer einn með stjórnina. Við síðustu kosningar stóðu 9.500 atkvæði að baki hvers þingmanns verkamanna flokksins, en 12,900 til jafnaðar að baki hvers þingmanns stjórnarand stæöinga. Leggi maður atkvæðatölur frá síðustu kosningum til grundvallar mundi útkoman með hinni nýju kjördæmskipan hafa orðið sú, að verkamannaflokkurinn hefði feng- ið 9 þingmönnum færra og hefðu þau þingsæti fallið: 4 til kommún- ista, 3 til hægrimanna, 1 til bænda- flokksins og 1 til „Kristelig folke- parti“. Eftir sem áður mundi verka mannaflokkui'inn hafa haft hrein- an meirihluta eða 76 þingmenn á móti 74, og hefðu þá staðið 10.600 atkvæði að baki hvers þingmanns verkamannaflokksins, en 12,000 at- kvæði að baki hvers þingmanns stjórnarandstæðinga. En þá væri þingmannameirihlutinn orðimi býsna veikur og valtur. Útreikningur kosningaúrslitanna. Jafnframt breytingunum á stjórn arskránni var einnig gerð breyting á kosningalögunum. Aðalbreytingin fjallaði um það, hvernig reikna skyldi út úrslit kosninganna. í gömlu kosningalögunum var farið eftir hinni svokölluðu d’Hondske- aðferð við hlutfallskosningar eins og gert er hér á landi, þar sem reiknað er með deilinum 1, 2, 3, 4 o. s. frv. Stjórnarandstæðingar í Noregi lögðu kapp á, að horfið yrði frá þessari aðferð og tekin upp hin svokallaða Lagixesaðferð, en þar er reiknað með deilinum 1, 3, 5, 7 o. s. frv. Þessi aðferð gildir £ Svíþjóð og þykir gefast miðlungs- stórum flokkum aHvel, en vera óhagstæðari stórum flokkum en d’Hondske-aðferðin. Alþýðuflokk- urinn féllzt á þessa breytingu gegn því, að fyrsti deilirinn yrði 1,4, en það torveldar smáflokkunum að fá mann kjörinn. ^

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.