Tíminn - 27.10.1953, Page 5
243. blaö.
TÍMINN, þriðjudaginn 27. október 1953.
5
27. oht.
Endurnýjun
bátaf lotans
Við athugun á skýrslum
um skráningu skipa, kemur í
ljós, að allmargir fiskibátar
(100 smál. og minni) hafa
horfið af skipaskrá síðustu
árin. Mörg þessara skipa
hafa farizt, en önnur orðið
ósjófær vegna aldurs og slits,
því að ævi skips eru takmörk
sett, jafnvel þótt það sé í
öndverðu vel byggt og til þess
vandað að öðru leyti. Það
skarð, sem þannig er höggv-
ið í bátaflotann, er að mestu
ófyllt, því að sáralítiö hefir
verið byggt eða flutt inn af
hinum stærri vélbátum á
þessum tíma. Þar að auki
hefir svo bátaílotinn í heild
að sjálfsögðu elzt og gengið
úr sér á þessum árum. Hér er
um að ræða alvarlega stað-
reynd, sem óhjákvæmilegt er
að gefa gaum aö.
Um það geta sjálfsagt flest
ir verið sammála, að. æskileg
ast væri, að öll bátasmíöi
geti farið fram innanlands,
og það því fremur, sem inn-
lendir bátar eru taldir standa
erlendum bátum fyllilega á
sporði um styrkleika og sjó-
hæfni. Reynslan er hins veg-
ar sú, að undanfarin ár hefir
ekki tekizt að koma við nauð
synlegri endurnýjun bátaflot
ans með nýsmíði innanlands.
Síðasta .tlþingi veitti ríkis-
stjórninni heimild til að gefa
eftir tolla á innfluttu efni
til bátasmíða, og hefir stjórn
in verið reiðubúin til að nota
þá heirnild, en tollar þessir
nema ekki það hárri upphæð,
að það ráði úrslitum í þessu
máli. Verð innlendu bátanna
hefir að dcmi útvegsmanna
verið of hátt -miðað við fjár-
hagsgetu og verð jafn stórra
báta erlendis. Þá hefir þótt á
því bera, að ekki hafi tekizt
að útvega nógu gott efni er-
lendis til bátasmíða eftir
styrjöldina, og hafa komið
fram gailar í nokkrum nýleg-
um skipum af þeim ástæð-
um. Niðurstaðan er því sú,
að undanfarin tvö ár hefir
verið mjög sótt eftir innflutn
ingi fiskibáta, notaðra eöa
nýsmíðaðra. Til þessa hafa
innflutningsyfirvöld, bæði af
gjaldeyrisástæðum og með
tilliti til hins innlenda skipa-
smíðaiðnaðar, yfirleitt staðið
gegn slíkum innflutningi. Nú
nýlega hefir þó verið ákveöið
að leyfa innflutning á um 20
vélbátum frá Norðurlöndum,
enda sýnt, að ekki mátti við
svo búið standa. Þess er þó
að vænta, að hér þurfi ekki
að vera um framtíðarlausn
að ræða, heldur takizt að
koma þessum málum svo fyr-
ir, að fiskibátar verði al-
mennt smíðaöir innanlands
á komandi árum, jafnt stærri
skip sem smærri.
Stundum verður vart við
þann hugsunarhátt í seinni
tíð, að ekki sé hundrað í
hættunni þótt fiskibátum
fækki nokkuð og vélbátaút-
vegurinn dragi eitthvað sam-
an seglin frá því, sem verið
hefir. Þeir sem slíkt mæla,
benda á, að þessi atvinnuveg-
ur hafi barizt í bökkum og
hafi hvað eftir annað þurft
ísland og Norðurlönd
Erindi eftir Bjarna Ásgeirsson sendlherra, íluít sa iitbreiHslu*
fimdi Norræna félagsms í Osló
Ef .einhver meðal stórþjóðanna
veitti íslenzku þjóðinni sérstaka
athygli, þar sem hún kemur fram
sem sjálfstæður aðili í fylkingu
þjóðanna, þá held ég að sá hinn
sami hlyti að telja hana eitt hið
ljósasta dæmi þess, hve sjálfstæð-
isþráin getur verið ómótstæðilegt
afl í lífi einstakra þjóða. Það er
mikil og margvísleg ábyrgð og hlut-
fallslega þungar fjárhagslegar
byrðar, sem fámenn þjóö tekur á
sig með því að bera uppi nútíma
menningarþjóðfélag. Og þegar 100
—150 þúsund manna hópur afræð-
ur að gerast sjálfstætt fullvalda
ríki, þá er það augljóst mál, að
hann telur meira en lítið við
liggja.
En það er óþarfi fyrir mig að
skýra þetta fyrirbrigði fyrir þess-
um áheyrendum. — Það hefir um
allar aldir verið einkenni og aöal
hins norræna kynstofns, aö leggja
líf sitt og frelsi nokkurn veginn að
jöfnu. Þao þarf því engan að undra
sem veit að íslenzka þjóðin er af
hinni norrænu þjóöa-fjölskyldu, þó
að frelsisþráin sé rík i blóði henn-
ar. Og enn síöur, ef það er hug-
leitt, að álitlegur hópur frelsiselsk-
andi sona hinnar frjálshuga
norsku þjóðar, lagði á sínum tíma
grundvöllinn að íslenzka þjóðfélag-
Nú vildi e. t. v. einhver spyrja:
Hvað kemur þessi sjálfstæðisþrá og
einstakiingshyggja því við þegar
rætt er um norræna samvinnu?
Bendir það ekki einmitt til þess,
að íslendingar og hinar norrænu
þjóðir yfirleitt séu lítt til samstarfs
fallnar? Verður það ekki einmitt
þeirra æðsta takmark og innsta
þrá, að vera hver sjálfri sér nóg,
eins og þursinn í Pétri Gaut? —
Nú ætti hin myndarlega starfsemi
Norræna félagsins, til eflingar nor-
rænna menningartengsla og sí-
aukið samstarf norrænna þjóða
undanfarin ár, á fjölmörgum svið-
um, að vera sönnun þess, aö svo
er ekki. Og í þessu tvennu er ekk-
ert ósamræmi, því að sjálfstæðis-
þi'áin og þörfin fyrir samstarf og
samfélag annarra, eru mönnunum
báðar jafn eðlilegar, og þurfa að
fylgjast að, ef vel á að vera. Hinn
mildi misskilningur í þessurn efn-
um hefir hins vegar alltof oft veriö
í þvi fólginn, að þjóðirnar ekki síð-
ur en einstaklingarnir hafa viljað
þrengja þessu „samstarfi" hver upp
á aðra. En það er segin saga, að
hver sú þjóð, sem er þvinguð til
samstarfs af einhverri annarri, sér
nær aðeins það sem skilur þær að,
og reynir því að fjarlægjast hana
sem mest hún má. En um leið og
þjóðirnar standa frjálsar hver
gagnvart annarri og hafa öðlazt
þann siðferðisþroska að meta hver
annarrar sjálfstæði sem sitt eig-
ið, opnast augu þeirra óðar fyrir
, því sem þær eiga sameiginlegt og
J sem þá laðar þær hverja að ann-
arri.
i Þetta er skýringin á hinum sí-
aukna samhug og heilbrigða sam-
starfsvilja sem svo mjög hefir
færzt í aukana meðal Noröur-
landaþjóðanna nú undanfarið. Og
I þessa fyrirmynd mættu aðrar og
st'ærri þjóðir heimsins gjarna láta
sér að kenningu verða.
j í samræmi við það, sem ég nú
hefi sagt, er það ekki óeölilegt að
j við íslendingar, þrátt fyrir óslökkv
j andi sjálfstæðislöngun, kostum
I kapps um það, eftir veikum mætti,
. að taka sem ríkastan þátt í sam-
starfi frfálsra þjóða.
Vegna þess, að land okkar ligg-
’ ur utarlega á vesturmörkum hinna
1 norrænu þjóða, hefir orðið vart
! nokkurs ótta meðal ýmsra vina og
frænda okkar á Norðurlöndum,
um að örlög íslenzku þjóðarinnar
muni verða þau, að hún dragist
ómótstæðilega frá uppruna sínum,
að segulskauti hins tröllaukna at-
hafna- og menningarlífs vestræna
heimsins. En ég tel rétt að segja
i það hér, að ég ekki aðeins vona
j og trúi, heldur er sannfærður um,
j að rætur vors norræna uppruna
. muni ætíð verða nægilega sterk-
! ar til að varna því.
Okkur íslendingum finnst sem
hulin örlög hafi fengið oss bað
verkefni, að varðveita ríkan og
merkan þátt norrænnar menning-
ar, sem ella mundi aö miklu leyti
: hafa glatazt Norðurlöndum og glat
, azt heiminum. Þetta hlutverk okk-
ar á löngum dimmum öldum lið-
á opinberri aðstoð að halda.
Hinn svokallaði „bátagjald-
eyrir“ heyrist oft nefndur í
því sambandi, en það fyrir-
-komulag var á sínum tíma
upp tekið til að tryggja báta-
útveginum viðunandi útflutn
ingsverð, er hlutfallið milli
útflutningsverðs og tilkostn-
aðar hafði stækkað vegna
verðbreytinga innanlands og
óhagstæðs viðskiptaárferðis.
En hér verður að hafa það
í huga, að þeim, sem verðmæt
anna afla úr skauti náttúr-
unnar, hvort sem er á sjó eða
landi, vegnar að jafnaði og
ekki sízt í seinni tíð, nokkuð
þunglega, er til skipta kemur á
þjóðartekjunum, og mun svo
vera um heim allan. Þó er
hér um að ræða, hvað sem
hver segir, undirstöðuat-
vinnuvegi þjóðanna, sem þær
mega sízt án vera. Eða hvar
myndi komið gj aldeyrismál-
um íslendinga á næstu ár-
um, ef hinn „óarðbæri“ báta-
útvegur hyrfi úr sögunni?
Hætt er við, að þjóðinni þætti
þá nokkúð á skorta, jafnvel
þótt hún þá að sjálfsögðu
losnaði við hin margnefndu
rekstrartöp, bátagjaldeyri og
aðrar slíkar „plágur“, sem
menn nú bera oftast í munni.
Fyrir nokkrum árum var
það mikil tízka í þéttbýlinu,
að láta í ljós vanþóknun á ís-
lenzkum landbúnaði, og vildu
sumir þá helzt gera hann út-
lægan úr þjóðarbúskapnum.
Nú er þar komið nokkuð ann-
að hljóð í strokkinn, sem
betur fer. En af ýmsum er nú
talaö um bátaútveginn í svip
úðum tón og áður um land-
búnaðinn. Slíkt ætti sú þjóð
að varast, sem í 1000 ár hefir
lifað mestmegnis af þessum
tvennu bj argræðisvegum
Framtíðin ber að vísu fleiri
möguleika í skauti sér. Þess
mun þó ærið langt að bíða
að þjóðin geti verið án þeirra
einstaklinga og stétta, sem
baráttuna heyja við náttúru
öflin, hvort sem verðmætin
eru sótt í skaut jarðar eða
djúp hafsins.
ins tíma er okkar stolt og þessi
menningararfur er okkar mesti
andlegur fjársjóður. Það er hann
sem fyrst og fremst hefir gefið okk
ur siðferðilegt þrek til að láta okk-
ur dreyma um að vera sjálfstæð
þjóð og keppa aö því. Á þessum
fornnorræna menningararfi lifir
hin íslcnzka þjóðarsál.
Eg er ekki blindur fyrir þvf, að
við íslendingar, ekki síður en aðr-
ir menn og þjóöir, höfum miklar
þrái og þarfir, sem bundnar eru
efnisheiminum, um aukin lifsgæði
og miklar verklegar framkvæmdir.
Þar verðum við sannarlega víða
að leita fanga og liafa augu á
hverjum fingri. En ég hefi þá
sannfæringu, að hvenær sem
freistingin eftir hinum veraldlegu
gæð'um lifsins fer að krefjast of
mikilla fórna á kostnaö hinna and
legu og þjóölegu verðmæta, verði
jafnan nægilega sterk rödd í
brjósti íslenzku þjóðarinnar, sem .
segir: Hvers virð'i er það' þjóðinni,!
þótt hún eignist allan heiminn, ef
hún líður tjón á sálu sinni. — Ef
það ætti fyrir oss aö liggja, að týna
uppruna vorum, máli og menn-
ingu vegna einhlið'a kapphlaups
eftir tímanlegum gæðum, teldi ég
íslenzkt þjóðarsjálfstæði lítils virði
cnda mundi þá skammt í land, að
vi'ð segðum oss þar til sveitar, er
beztrar veraldlegrar afkomu væri
að vænta. Einmitt af því eigum við
íslendingar að taka norrænu sam-
starfi með' mestum fögnuði. Meðal
norrænu frændþjóðanna höfum
við sterkasta átthagatilfinningu,
utan okkar eigin lands. Meðal
þeirra teljum vér oss fyrst og
Zremst hafa tryggt oss félagsrétt-
indi, með framlagi okkar til sam-
eiginlegrar þjóðamenningar. Og
frá þeim væntum vér fyrst og
fremst viöurkenningar og stuðn-
ings í okkar sögulega hlutverki —
við varðveizlu og eflingu hins nor-
ræna þjóð'arfs, sem þó sérstaklega
er fjöregg okkar fámennu þjóðar.
Hinum almenna
kirkjufundi lokið
Hinum almenna kirkju-
fundi, sem hófst í Reykjavík
16. þ.m., er lokið fyrir nokkru.
Aöalmál fundarins voru, ríki
og kirkja og kirkjubyggingar.
AÖalgúð'sþj ónusta fundarins
fór fram í dómkirkjunni fyrra
sunnudag, þar sem dr. theol.
Bjarni Jónsson vígslubiskup
predikaöi, en séra Óskar Þor
iáksson þjónaði fyrir altari.
Á fundinum var samþykkt
svohlj óöandi tillaga um
kirkjumál: Hinn almenni
kirkjufundur 1953 heitir á
stjórnarvöld landsins, að láta
kirkju þjóðarinnar njóta
réttar síns í hvívetna, sem
henni ber samkv. stjórnar-
skránni, svo hún veröi þess
megnug með fullum stuðn-
ingi ríkisvaldsins, stj órnar
og alþingis að inna af hönd
um hið mikla hlutverk í
þjóðlífi íslendinga sem henni
er falið og hún hefir köllun
til. Heyrir hér til meðal ann
ars að fullur stuðningur sé
veittur til kirkjubygginga,
svo og að allar ákvarðanir
um mál þjóðkirkjunnar séu
gerðar meö ráöi fulltrúa
klérkdómsins og safnaðanna.
Við kosningu í undirbún-
ingsnefnd voru kjörnir 4 að
alfulltrúar þeir Gísli Sveins-
son fv. sendiherra, sr. Sigur-
björn Á. Gíslason, Páll Kolka
héraðslæknir og sr. Þorgrím
ur Sigurösson.
Villuljós, en ekki
morgunstjarna
Ritstjórar Frjálsrar þjóðar
senda ritstjóra Tímans kveðj
ur sínar í seinasta blaði og
verður ekki sagt, að þær séu
neitt vandaðar. Hann er sagð
ur sokkinn í svað hinnar
verstu siðspillingar og því
verði honum það eitt til
ráðs, þegar upp rís hin
„bjarta morgunstjarna“, en
svo nefna ritstjórar Frjálsr-
ar þjóðar sig, að reyna að
Ijúga á hana öllum vömmum
og skömmum. En raunar geri
það ekkert til. Sigurganga
hinnar „björtu morgun-
stjörnu“, þ. e. Bcrgs, Jóns og
Valdemars, verði ekki stöðv-
uð og hin hása rödd í svaðinu
muni skjótt þagna!
Ekki mun þó umrædd grein
verða til þess að greiða fyrir
sigurgöngu þessarar gerfi-
„morgunstjörnu“ eða auka trú
manna á það, að Bergur, Jón
og Valdimar séu hinir út-
völdu til að bæta siðferði
þjóðai'innar og ráðamanna
hennar. í seinustu blöðum
Frjálsrar þjóðar hafa þeir
þeir verið bólgnir af vandlæt
ingu yfir því, að hið opin-
bera eyddi ofmiklu fé í bíla
kostnað starfsmanna sinna
og þó einkum ráðherranna."
Þeim var þá bent á það með
mestu hógværð hér í blað-
inu að ekki gætu forsprakk-
ar Þjóðvarnarflokksins frómt
úr flokki talað, því að einn
þeirra, Þórhallur Ilalldórs-
son, fengi 14—15 þús. kr. bíla
styrk frá Reykjavíkurbæ, án
þess að hægt væri að rétt-
læta þá fjárveitingu á nokk-
urn hátt. Formaður Þjóð-
varnarflokksins, Valdimar
Jóhannsson, kynni hinsveg-
ar vel að meta þennan styrk,
því að Þórhallur legði honum
til bíl sinn, er hann færi í
áróðursferðir út um land.
Forsprakkar Þjóðvarnarflokks
ins hefðu þannig síður en
svo á móti opinberum bíla-
styrkjum, þegar þeir gætu
sjálfir notið þeirra.
Skammargreinin, sem áð-
ur er vitnað til, er sprottin
af þessu. Hún síður en svo
hnekkir því, sem hér hafði
verið sagt, heldur staðfestir
það á allan hátt. í henni er
viðurkennt, að Þórhallur
hafi umræddan styrk og því
bætt viö, að það sé alveg sjálf
sagt, að hann hafi hann.
Störf Þórhalls eru þó ekki
önnur en þau að fara á milli
búða í Reykjavík og er vitan
lega fjarri lagi að greiða hon
um nokkurn bílastyrk til
þess. Bílastyrkinn hefir
hann ekki heldur raunveru-
lega vegna þess, heldur af
þeirri ástæðu, að hann er
tengdur borgarstjóranum f
Reykjavík. Vitanlega er það
algert hneyksli að veita slík-
um manni bílastyrk. En þre-
menningarnar, sem kalla sig
hina „björtu morgun-
stjörnu“ siðferð'isins, leggja
yfir þetta fulla blessun sína'
vegna þess, að það er Þjóð-
varnarmaður, selm styrkinn
fær, og formaður Þjóðvarn-
arflokksins, sem nýtur góðs
af honum.
Svo þykjast þessir piltar,
vera útvaldir til að bæta op-
; inbert siðferði á íslandi og
| kalla sig hina „björtu morg-
|unstjörnu“ siöferöisins!
Þessum þremenningum skal
siagt það í fullri vinsemd,
vegna gamalla kynna, sem
ritstjóri Tímans hefir af
þeim haft, að þeir gera sig
i (Framh. á 6. slðu.) j