Tíminn - 08.11.1953, Qupperneq 3
254. blað.
TÍMINN, sunntidaginn £. nóvember 1953.
3
í heimboði á brezku alþýðuheimili.
Frásögn og myndir: Guðni Þórðarson
Þar er íslenzkur fiskur á borðura 02 drottniné-
armynd yfir arni
Kvölðferð rneð strætisvagni. — Síinriíar-
Imi, sem lesendiir Tímans ætíu að þekkja.
Sögnr sjómanna um aevintýraeyjíi og
brlmótta strönd. — Drottmng ættisð c<r \ íðí
dalmim. — Víðsvnt viðhorf tll landhelgis-
málslns, og brezklr sjómenn á hæítnlegri
miðum. — Þröngur f járhagur brezkrar ai-
þýðu. — Verkamannaheimill, þar sem soðn-
ingin var oft frá íslendingum
I dag skulum við þiggja
heimboð á brezkt alþýðu-
heimili og kynnast því þar,
hvort brezk alþýða ber öll
sama hug til íslendinga og
útgerðarmennirnir. Það er
líka fróðlegt að kynnast
kjörum fólks og sjá, hvort
menn verða ekki eftir sam-
anburðinn ánægðari með
það að vera íslendingar. í
Hjónin, sem við ætlum að!
heimsækja, búa í verka- j
mannabústöðum í nýju;
hverfi í Grimsby, og það er
crðið dimmt, þegar við tök-
um okkur far með strætis-
Vagni númer 9 frá togrinu
framan við járnbrautarstöð-
ina.
Lesendur Tímans ættu
raunar að kannast við hús-
ráðandann, sem við ætlum
að heimsækja, því hann er
símritari á stöðinni í Grims-
by og hefir sent áleiðis til
London flest fréttaskeytin
írá Grimsby, sem lesendur
Tímans hafa síðan lesið.
Einhvers staðar
er númer 36.
Farðu til vinstri, er það
síðasta, sem strætisvagnstjór
inn ségir, þegar bíllinn renn
ur áfram undir gulum götu-
ljósum i mórauðri þoku. Og
þarna til vinstri liggur veg-
urinn Caistor Drive, og ein-
hvers staðar er húmer 36.
Hér er allra snotrasta um-
hverfi, bogadregnar götur og
tveggja hæða múrsteinshús
við litla ógirta garöa beggja
vegna vegarins.
Það er liðið að kvöldverð-
artíma og ljós i hverjum
glugga og matarilmur í svölu
haustloftinu.
Svo er barið að dyrum, þar
sem Wilfred Coverley býr með
konu sinni og tveimur börn-
um. Það er eins og að komaj
inn á íslenzkt heimili, þar sem1
langferðamaður er úr heljuj
heimtur. — Þú hefir komizt'
hingað eftir allt saman? i
Við arineld.
íbúðin er þrjú herbergi og
eldhús. Forstofan er lítil, en
setustofan er stærsta herberg
ið i búðinni, þar sem arineld
ur fjölskyldunnar logar á
hverju kvöldi, en um aðra upp
hitun er ekki að ræða. Síðan
er lítið eldhús og tvö svefn-
herbergi a efri hæðinni.
En fjölskyldan situr öll
við arineldinn, eins og vera
ber á þessum tíma sólar-
hringsins. Arininn er ein af
þessum nýtízku „kamínum“
sem eru kolakyntar og mið-
aðar við að hágnýta sem
bezt hitamagn kolanna og
beina því sem mestu inn í
herbergið, en ekki út um
skorsteininn. Arineldurinn
er enn þá helzti hitagjafi
heimilanna í Englandi, og
frú Coverley triiði blaða-
manni Tímans fyrir því, að
vinkona sín hefði fengið í-
búð með miðstöðvarhita. En
þá brá svo við, að öll fjöl-
skyldan varð ákaflega kvef
sækin. Áður var betta allra
hraustasta fólk. Svona reyn
ast nýjungarnar misjafn-
lega, en arineldurinn hefir
yljað milljónunum um alda
raðir og varið þær kvefi, seg
ir húsmóðirin og bætir
vænni kolaskóflu á eldinn
sinn.
Fyrst flokksblaðið.
Bóndinn situr og les í blaði.
Hann les Daily Herald, verka
mannaflokksmaður, og lætur
flokksblaðið sitja fyrir öllu.
Síðan kemur kvöldblaðið í
Grimsby með boðskap togara
eigenda inn á heimilið, og
það flytur hitt raunar öðrum
þræði líka.
Börnin eru tvö, Joy 10 ára
og Gaye 8 ára. Þær eru báð-
ar í barnaskóianum og lesa
lexíurnar sínar við arineld-
inn, Iiggjandi á gólfinu milli
hægindastóla pabba og
mömmu. Sú yngri tekur nám
ið ekki eins alvarlega og leik
ur sér að talnaspili, en raun-
ar er það reikningsnám um I
leið.
Er, Joy litla er orðin mennt;
uð af skólabókalestri 10 áraj
gömul og segist einmitt vera1
j að læra landafræði þessa
, stundina. Hún er að vísu!
' ekki farin að læra um svo!
íjarlægt land sem ísland, en
hún heldur að það hljóti að'
1 vera ákaflega gaman að læra 1
1 um það land. Það eru svo'
niargir sjómenn i Grimsby,!
' sem kunna furðusögur af fjöll!
i um og brimróti við strönd
þessarar ævintýraeyju, lengra
jí no'rðri en tíu ára telpa get-
j ur hugsað.
1 Brottningarmynd —
eg Þingvöllur.
i Yfir arineldinum hangir
mynd í ramma. Það er Elísa- j
bet drottning í krýningar-
skrúða með manni sínum.
Hún er ættuð úr Víðidalnum, |
J en maður hennar eitthvað i
I ættminni, en horfir samt yf-
' ir þjóð konu sinnar af millj.
, arinhillna um all Bretaveldi.
, Tign og virðing hinnar brezku
! konungsfjölskyldu er þáttur
ií lífi brezku þjóðarinnar, sem
jútlendingar eiga dálítið erf-
jitt með að útskýra en skilja
iþó flestir sjálfir við nokkur
Ikynni af brezkum þegnum.
I íslendingar eiga enga lif-
andi persónu, sem nýtur slíkr
; ar virðingar þjóðarinnar. En
. Þingvöllur gæti verið land-
jfræðileg hliðstæða þeirra til-
! finninga.
Fjölskylðan við armeldinn
„Fish and Chips.“
Húsmóðirin kemur með
matinn á borðið. Ég taldi
rétt að hafa íslenzkan
f i s k á borðum í tilefni af
gestkomunni. Fiskflökin eru
soðin í feiti og kartöflurnar
einnig. Þær eru skornar nið
ur í ræmur. Þennan rétt
kalla Englendingar „Fish
and Chips“ og er einna al-
gengastur fiskréttur þar í
landi og nokkuð kunnur hér
frá stríðsárunum.
Fiskurinn og kartöflurnar
er keypt soðið í sérstökum
verzlunum, sem ekki verzla
með neitt annað og sjóða
jafnóðum í stórum ofnum
innan við afgreiðsluborðin.
Eru slíkir staðir fjölmargir í
öilum brezkum borgum og
cpnir fram eftir öllum kvöld-
uni.
Fiskurinn bragðast vel. Það
er Ljómandi ljúffeng ýsa af
Halamiðum, sem Ingólfur
Arnarson, bæjartogi Reykvík
inga, hafði með sér að heim-
an í ,sinni sögulegu ferð. En
nú heitir þessi ýsa „Dawson-
íiskúr' og er sjálfsagt á mörg
úm borðum þetta kvöld.
oft vi'ð íslenzka togara og
eignaöist nokkra góða vini á
skipunum. Þeir gáfu verka-
mönnunum oft fisk heim
með sér í soðið, eins og geng-
ur og gerist í verstöðvum.
Þess vegna var fiskur oft á
borðum hjá fjölskyldúnni og
sjald.m efni á tilhaldi í mata
ræði.
Á þessu heimili rikir annar
andi í garð íslendinga en á
skrifstofum útgerðarmanna.
Þau hjónin lita raunsæjum
áugúm á víkkun landhelginn
ar og vilja, að Bretar geri
það sama við sínar strendur.
Þau segja þó, að hin nýju á-
kvæði komi hart niður á
brezkum sjómönnum, sem nú
geti ekki lengur fiskað í land
vari, en verði að sækja á
dýpri mið, þar sem stormar
æða og öldur rísa. En íslend-
ingar hafa rétt til að ráða
sjálfir sinni landhelgi sém
sjáifstæð þjóð, og það er þvi
fáránlegt að láta slíkt verða
til sundurþykkju og vinslit-
um með þjóðum, sern att
hafa svo vinsamleg og mikil
•skipti sárnan á liðnúm ölduín.
Viðhörf þeirra hjóna eru
víðsýnni og sanngjatnari en
algengas't er í Bretlandi um
þessar mundir.
Kjörin kröpn,
Kjör vinnáúdi fóiks í Bret
landi eru heldur bág miðað
við það sém almennast er
hér á landi. Margir hafa ekki
nema 6—7 sterlingspund
(steriingspund er rúmar 45
krónur) á viku, og gestgjafi
okkar, sem er símritári og bú
inn að vinna við það í mörg
ár, hefir tæp 8 sterlingspund,
sem þykir ágætt kaup. En
ai'koman er ekki betri en
’svo, að konan verður að
vinna úti nokkra tíma í viku
til að hægt sé að fleyta heim
ilinu og standa í skilum með
jskatta og skyldur. Flestar
j nauðsynjar eru með svipuðu
verði og hér á landi, sumar
j aðeins dýrari eða ódýrari, en
leigan fyrir íbúðina á verka-
mannabústöðunum er lág,
tða um 2 sterlingspund á
viku.
Kvöldið liður fljótt við ar-
ineldinn. Hjónin segja sögur
af ferðalögum fjölskyldunn-
er á sunnudögum á sumrin,
þegar lagt er upp á tveimur
reiðhjólum með börnin á
bögglaberanum eða körfu á
stýri og nestinu stundum
gleymt heima. Stundum er
það bara kaffið, skeiðarnar,
eða brauöið, sem gleymist, en
venjulega verður eitthvað
eftir, sem taka átti með.
Þá eru sólskinsbjartir
sumgrdagar við ströndina og
margt að skoða fyrir börnin
i ríki náttúrunnar. Slíkir sól-
argeislar endast vel við arin-
eldinn.
Þegar staöiö er upp, logar
enn í glæðum kolanna og rosa
baugur myndast í kringum
gul gotuljósin, sem lýsa út í
þokuha á fáfarinni götunni.
En börnin, serr voru að hefja
Iandairæðfnámið í kvöld,
ætla að læra vel um ísland.
Ljósmynd úr Borgarfirði
hangir nú andspænis drottn-
ingu Breta á stofuvégg í
verkamannabústað númer 36
við Caister Drive.
Stundum betri —
cn ekki álitaf.
Húsfreyjan segir, að ís-
lenzki fiskurinn sé oft betri
en sá brezki en þó ekki alltaf.
líún hef-ir fisk á borðum þrisv
cf í viku, en það er meira en
algengast er í Bretlandi, I
enda fiskur oft dýrari en I
l:jöt upp á síðkastið. |
j En hún er fiskæta frá
blautu barnsbeini og maður- '
inn raunar líka, þótt hann sé
! frá bæ utan við borgina. Edna
húsíreyja er verkamannsdótt
, ir, og faðir hennar vann mörg
Við kvöldvcrðarborðið smakkast íslenzki fiskurinn vel
I ár sem löndunarverkamaöur í þcssari búð er fiskurinn soðinn í feiti í stórum eldavélum
ívið höfnina. Þá vann hann cg færffur upp úr potíianim hamla viðskiptavinunum