Tíminn - 08.11.1953, Page 6
6
TÍMINN, sunnudaginn 8. nóvember 1953.
254. blaff.
SKR
OG SKRAFAD
Hún varð ýmsum umhugs-
unarefni, grein Tímans um
Holland, þar sem lýst er, hvað
skortur á landi er fyrir vax-
andi þjóð. Hugsið ykkur það,
að 50 þúsundir Hollendinga
verða að flytjast úr landi til
þess að hinir geti lofað í land-
inu. Rikið ver stórfé árlega til
þess að sjá svo um, að þessi
útflutningur á sonum og dætr
um Hollands stöðvist ekki —
því hann er lífsnauðsyn.
Þriðja hvert taarn, sem fæðist
í Hollandi, er dæmt til að yf-
irgefa sitt föðuriand — til
þess að geta lifað. Hver blett-
ur, sem ræktanlegur er, hefir
verið fullnýttur.
Holland—ísland.
Það er erfitt að hugsa sér
meiri andstæður en þessi tvö
lönd — og meiri aðstöðumun
en þeirra tveggja þjóða, er
löndin byggja. Þekktur erlend
ur fræðimaður og stjórnmála-
maður í senn, var eitt sinn hér
á ferð með íslenzkum mönn-
um. Einn íslendinganna lét
orð falla á þá leið, er þeir
horfðu yfir hin miklu órækt-
uðu landflæmi íslands, að það
væri hryggilegt, hve ræktun
væri hér enn skammt á veg
komin. — „Já,“ sagði útlendi
maðurinn, „en tilfinning mín,
þegar ég horfi yfir þetta land,
er nánast öfund. Ég öfunda þá
þjóð, sem er vaxandi og á svo
mikið og gott land óræktað,
viðfangsefni handa mörgum
kynslóðum, — óþrotlegan
sparisjóð.“
Vissulega er þetta satt. Við
eigum mikla og góða mold,
sem rétt með farin gefur
mikla og örugga uppskeru —
og getur brauðfætt margfalt
fleira fólk en nú byggir ís-
land. Davíð skilur þetta með
skáldlegu innsæi:
„Moldin hún geymir svo mik-
inn auð,
moldin gefur oss daglegt
braúð.“
2yz—3 milljónir liektara.
Þaö vita sjálfsagt ýmsir
hvað ræktanlegt land á ís-
landi er stórt, eítir þeim „á-
gizkunum“, sem um það hafa
verið gerðar. Nákvæm mæling
getur naumast farið fram á
þessu landi, því það er alltaf
nokkurt matsatriði hvað er
viðunandi land til ræktunar.
En eftir því sem allra fróð-
ustu menn telja, af þeim mæl
ingum, sem fyrir hendi eru,
eigum við um 2V2—3 milljón-
ir hektara af ræktanlegu
landi. — Það er mikill auður
í þessari mold.
19 þúsund hektarar.
Af öllu þessu Iandi voru
túnin árið 1926, þegar Jarð-;
ræktarlögin komu til fram-!
kvæmda, — einir 19 þúsund
hektarar. Og mikið af þessum
túnum voru þýfðir og oft of:
blautlendir sldkar. — Síðan'
hafa túnin orðið slétt að
mestu og eru nú 50 þúsund
hektarar. — En rétt er að geta
þess og til fróðleiks, að flæði-:
engjar og áveituengjar eru
taldar vera um 63 þúsund
hektarar. —
Skurðgröfurnar vaída alda-
hvörfum í rækíun.
Rætt var um það og ritað í
mörg ár að kaupa til lands-
ins skurðgröfur af þeirri gerð,
sem nú eru notaðar við skurð-
gröft. Pálmi Einarsson núver-
andi landnámsstjóri o. fl. voru
sívakandi hvatamenn þessa
máls. Englendingar notuðu
Stórt land og gott—ÓmetanSegur auöur—MSklar
framfarSr — ByitSng véianiia — Lærdómsríkar
samanburður — ÚtflutnSngur iandbúnaðarvara
mikið gröfur þessar í síðustu
styrjöld, til þess að auka við
hið ræktaða land og efla land- ;
búnaðarframleiðsluna heima
fyrir, sem þéim tókst í stórum
stíl. Árið 1942 fékk Hermann
Jónasson þá forsætis- og
landbúnaðarráðherra, því til
vegar komið, að keyptar væru
tvær skurðgröfur til landsins. ’
Nú eru skurðgröfurnar orðnar
j um 40 talsins. — .Ríkið greiddi
j 1/3 kostnaðar við skurðgröf- j
i ur til 1949, en greiðir nú helm
ing. — Framlög ríkisins til
þurkunar lands var 1942 tæp-
ar 13 þúsundir, árið 1946 rúm
ar 244 þúsundir, en árið 1951
rúmar þrjár milljónir. — En
1952 rúmar 4 milljónir. —
Bænfiur færast í aukana
með ári hverju.
Það er bæði fróðlegt og
skemmtilegt að athuga hvern
ig ræktunarmennirnir færast
í aukana. Langmestar eru
framkvæmdirnar síðustu ár-
in. Fimm síðustu ár hafa
bændur þurkað land, sem
mun vera um 20 þúsund hekt-
arar að stærð, eða stærra en
öll tún á landinu voru árið
1926. — Og þeir hafa ræktað
um 10 búsund hektara á
sama tima, eða um helming
þeirrar túnstærðar, sem var í
landinu fyrir rúmum 25 ár- J
um. —
Ríkið greiddi til jarðabóta
rúmlega 600 þúsund krónur
1942, um 31/2 milljón árið 1946, ‘
en um 9Y2 milljón 1951. — Og
árið 1952 var þessi upphæð,
rúmlega 10 millj. og sjö hundr
uð þúsund.
1
„Starfiff er margt“.
En fólkið í sveitum þessa
lands hefir haft í fleiri horn
að líta — en að þurka land
og rækta. Alörei hefir verið
og útihúsum eins og seinni ár-
byggt annað eins af íbúðar-
in. —• Sést þetta greinaiegast
þegar athugað er, að árið
1946 var lánað úr Byggingar-
sjóði Búnaðarbankans til
íbúðarhúsabygginga i sveitum
tæpar 248 þúsundir — en ár-
ið 1952 um 10 milíjónir króna.
— Árið 1946 var lánað úr
Ræktunarsjóöi Búnaðarbank-
ans til ræktunar og útihúsa-
bygginga tæpar 93 þúsundir,
en 1952 rúmar 17 milljónir
króna eða um 185 sinnum
meira en 1946. —
Af miklu er að taka.
En þótt lánaöar hafi verið
um 80 milljónir til framan-
greindra framkvæmda í sveit-
um síðustu fjögur árin, er
þetta aðeins brot af því, sem
framkvæmdirnar kosta. Af
því má sjá, hve óhemju fé
bændur sjáfir leggja af mörk-
um til þessara íramkvæmda.
Ríkisstjórn og bændur hafa
verið samtaka í því að gera
stærri átök í framkvæmdum i
sveitum en áður eru dæmi til
— og þar má ekki slaka á
klónni, heldur hið gagnstæða.
— Ræktaðar hafa verið um
10 þús. hektarar síðustu árin
eða um 2 þús. hektarar árlega.
Með sama hraða ræktum við
100 þús. hektara á 50 árum
og 1 milljón hektara á 500 ár-
um — og 21/2 milljón hektara
á 1250 árum! — En vitanlega
koma ný vinnubrögð til sög-
unnar og þær aðferðir, sem
við nú beitum, verða, þegar
þeir, sem nú lifa, eru komnir
undir torfuna grænu, talin
jafn seinvirk og skóflan og
undirristuspaðinn, samanbor-
ið við skurðgröfuna og drátt-
arvélina. —
En gaman væri að líta yfir
þetta land, þegar hið ræktan
lega land, sem við eigum, er
svo til allt fullræktað — með
skjólbeltum nytjaskógar —
til að prýða og skýla. —
Úrskurður talnanna.
Það er fróðlegt að bera sam
an tölurnar um framlög rík-
isins til ræktunar og fram-
kvæmda í sveitum árin 1946
og 1952. Sá samanburður sýn
ir glöggt hvorum flokknum
má betur treysta til að gæta
hagsmuna landbúnaðarins,
Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum, en í
seinasta Reykjavíkurbréfi
Mbl. var því haldið fram, að
ekki mætti á milli sjá hvor-
um flokknum væri betur
treystandi í þessum efnum.
Árið 1946 var Sjálfstæðis-
maður landbúnaðarráðherra.
Þá voru framlög ríkisins til
i landþurrkunar 244 þús. kr.,
cg til jarðabóta alls 3.5 millj.
kr. Úr byggingarsjóði Bún-
aðárbankans voru þá lánaðar
248 þús. kr. til íbúðabygg-
inga í sveitum og úr Ræktun
arsjóði voru þá lánaðar 93
þús. kr. til framkvæmda í
sveitum.
j Árið 1952 var Framsóknar-
1 maður landbúnaðarráðherra.
Þá nam rikisstyrkurinn til
’ landþurrkunar rúmum fjór-
1 um millj. króna eða hafði
meira en tólffaldast síðan
; 1946. Þá nam jarðræktarstyrk
urinn 10.7 millj. kr. eða hafði
mun meira en þrefaldast síð
1 an 1946. Þá námu útlán bygg
Jingarsjóðs Búnaðarbankar.c
10 millj. kr. eða hafði meira
[en fertugfaldast síðan 1946.
(Þá námu útlán Ræktunar-
(sjóðs rúmum 17 millj. kr. eða
höfðu meira en 185-faldast
jsíðan 1946.
j Þetta sýnir betur en nokk-
ur orð fá gert, hvort það sé
sama fyrir landbúnaðinn að
búa við forsjá Sjálfstæðis-
flokksins eða Framsóknar-
íiokksins og skal svo ekki
meira um það rætt að sinni.
Beitíandið.
Þá er sá auður, sem þjóðin
á í heiðunum og fjalllendum
ekki lítils virði. Beitilandinu
gefum við enn sem komið er
alit of lítinn gaum. Kvikfén-
aður sá, er vér rekum á afrétt,
lítur ekki við nema sumum
þeim grastegundum, sem á af-
réttunum vaxa. f framtiðinni
munu menn gera sér fyllri.
grein fyrir þvi, hverjar þær
tegundir eru, sem eru bezt við
hæfi skepnanna og síðar mun
ný tækni leysa þann vanda,
sem ekki verður nú yfirstig-
inn, vegna kostnaðar, að
rækta sérstaklega á afréttun-
um bann gróður, sem bezt
hæfir. —
Við sjáum svo skammt.
Það er ekki á færi manns-
ins að sjá langt fram í tim-
ann. Slikt telst að minnsta.
kosti til undantekninga. En
eitt er þó alveg víst. Okkur
íslendingum er mikil nauðsyn
að halda áfram að auka rækt-
un, stækka búin, fjölga heim-
ilum í sveit o. s. frv. — Annað
er og jafnvíst. Okkur íslend-
ingum, sem eðlilega erum enn
á gelgjuskeiði í flestum fram
leiðsiugreinum, ríður mest á
því, að bæta öll vinnubrögð og
gildir þetta um landbúnaðinn
eins og aðrar greinar.
Það þarf að fullkomna rækt
unina, nýta áburðinn betur,
bæta bústofninn stórkostlega
frá því sem er, endurbæta
vimiubrögð öll. Því framtíff
landbúnaffarins byggist á því, áff
framleiðsla hans yfirleitt getí
orðið samkeppnishæf útfiutn-
ingsvara. — Það er takmarkiff, -
því verður að ná. —
Og þótt vér finnum að við
sjálfa okkur, þótt við gerum
okkur þess grein, að við erum
enn skammt komnir, þarf það
engan veginn að draga úr okk-
ur kjark. Það er svo skammt
síðan við losnuðum undan ok-
inu og hófum framfarabarátt-
una, að undravert er, hvað viff
höfum komist áleiðis á stuttum
tíma. En það er ekkert undarlegt
þótt við enn eigum langan veg
(Framhald á 8. síðu).
Stærff véltækra túna á íslandi hefir margfaldast seinustu 30 árin