Tíminn - 08.11.1953, Síða 10

Tíminn - 08.11.1953, Síða 10
10 TÍMINN, sunnudaginn 8. nóvember 1953. 254. blað'. lfi> ^LEIKFÉLAGJÍI ®?MYKJAVÍKD^ ETlffDlEIKHÚSID | Valtýr á grtenni treyju Eftir Jón Björnsson Leikstjóri: Lárus Pálsson Sýning í kvöld kl. 20,00 Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 11,00—20,00. Sími: 80000 og 82345. Eigingirni Stórbrotin og sérstæð ný am- erisk mynd, tekin eftir sögu, er hlaut Pulitzer-verðlaunin, og sýnir heimilislíf mikils kvenskörungs. Mynd þessi er ein af 5 beztu myndum árs- ins. Sýnd með hinni nýju breiðtjaldsaðferð. Joan Crawford, Wendell Cerey. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Dvergarnir og |l frnmskóga Jim Afar spennandi frumskóga- mynd um Jungle-Jim og dvergana hans. Sýnd kl. 3. NÝJA BÍÖ Nauðlending Præg, norsk mynd, leikin af úr vals norskum, amerískum og þýzkum leikurum. — Myndin segir frá sannsögulegum atburð um og er tekin á sömu slóðum og atburðimir gerast. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Guðrún Brunborg Aðgöngumiðasala frá kl. 1. TJARNARBÍÓ Fjallið Rauða (Red Mountain) Bráðskemmtileg og viðburða- rík ný amerísk mynd, í íit- um, byggð á sannsögulegum atburðum úr borgarstyrjöld- inni í Bandaríkjunum. Aðalhlutverk: Alan Ladd Lizabeth Scott. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sprellikarlar Afburða skemmtileg skop- mynd. Dean Martin og Jerry Lewis. Sýnd kl. 3 og 5. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI — Lokaðir gluggar ítölsk stórmynd úr lífi vænd iskonunnar, sem alls staðar hefir hlotið met-aðsókn. Aðalhlutverk: Elenore Borsi. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Brennimerkið Afbragðs fjörug og spenn- andi amerísk mynd. Sýnd kl. 3 og 5. Sími 9184. Lndir heillastjiimu Eftir F. Hugh Herbert. Þýðandi: Þorsteinn O. Stephensen. Leikstjóri: Einar Pálsson. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala frá kl. 2. Sími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Dillon-systur (Painting Clouds with Sun- shine) Bráðskemmtileg og skrautleg ný amerísk dans- og söngva- mynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Gene Nelson, Virginia Mayo, Dennis Morgan, Lucille Norman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 frumskógum Afríku Hin afar spennandi og ævin týralega ameríska frumskóga mynd, er fjallar um viður- eignir við hættuleg villidýr. Sýnd aðeins í dag kl. 3. Aðgöngumiðasala frá kl. 1. GAMLA BÍÖ I leit að liðinni œvi (Random Harwcst) Hin fræga og vinsæla mynd með Greer Garson, Ronald Cohnan. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. Dæmið ckki (My Foolish Heart) Susan Hayward, Dana Anrews. Sýnd kl. 5. Mjallhvít og dvergarnir sjö Sýnd kl. 3. tripÓli-bíó Hvað skeður ekki í París? (Rendez-Vous De Juillet) Bráðskemmtileg, ný, frönsk mynd, er fjallar á raunsæan hátt um ástir og ævintýr ungs fólks i París. Aðalhlutverk: Daniel Gelin, iMaurice Ronet, Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Brotsjór (The Raging Tide) Feikispennandi ný amerísk kvikmynd eftir skáldsögu Ernest K. Gann „Fiddlers Green“. Myndin gerist við höfnina í San Francisco og út á fiskimiðunum. Shelley Winters, Richard Conte, Stephen McNalIy. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ósýnilegi hnefaleikarinn Sprenghlægileg amerísk skop mynd með Abbott og Cost- ello. Sýnd kl. 3. Þáttur kirkjmmar (Framhald af 7. síðu.) snertir hjarta þitt í leynum, — hann þekkir þú og sérð í Jesú, og þess vegha er hann nefndur hin önnur persóna guðdómsins. Og þess vegna verður einnig andi Krists, starfandi í heiminum, hið sama sem Guðs andi. Einna greinilegast kemur innihald þrenningarhugmynd arinnar í ljós, ef vér hugsum oss að einhver persóna þrenn ingarinnar sé ekki talin með. Ef vér trúum aðeins á skap arann, án Jesú og án andans, er þar aðeins um að ræða eitthvert guðlegt en fjarlægt afl, sem enginn getur þekkt, og enginn kemst í samband við. Ef vér trúum aðeins á Krist, án hugmyndar um guð dómleik hans, verður hann aðeins einn af oss, skynsam- ur og merkur maður, en engu nær því en aðrir, að birta oss yfir-jarðneskt eðli ósýnilegs Guðs. Ef vér trúum aðeins á andann, — Guð í oss sjálf- um, en hvorki föðurinn né soniim, — verður þar aðeins um að ræða mannlega reynslu, án samhengis við til veruna í heild, eða hennar æðsta vald. Ef vér trúum á Guð Föður og Guð Son, án þess að trúa á Anda Guðs og Krists, er það sama og að trúa á þann Guð, sem að vísu hefir opinberast mönn- unum einu sinni, en hefir horfið þeim aftur, og starfar ekki lengur í mannheimin- um. Vér hljótum þannig að trúa á þrennt í heimi, og þó er hér um að ræða hinn eina og sama Guð. Sumum þykir orðíð „per- sóna“ í þessu sambandi vera villandi, og svo kann að vera, miðað við nútímaskiln- ing á því orðtæki. En orðið er komið úr latínu og þýðir það, sem eitthvað hljómar í gegnum. Hin sama rödd get- ur hljómað í gegnum þrjú ó- lík andlit (grímur) á leiksvið inu, en af leikhúsmáli forn- aldarinnar er þetta dregið. í gamalli, norrænni hómilíu- bók er talað um „skilningar“ guðdómsins, þ. e. a. s., hvern íg Guð verður skilinn á þrenn an hátt. Ef til vill væri það orðalag nær nútímahugsun. Vér skiljum Guð með þrennu móti, hugsum um hann bæði sem Föður, Son og Heilagan anda. Til er fögur samlíking um þrenninguna, og mun hún upphaflega eiga rót sína að rekja til Ágústínar kirkjuföð_ ur. Sólin er hátt á himnin- um, og enginn fær til hennar komist, en hún verður sýni- leg vegna Ijóssins, sem frá henni kemur til jarðarinnar, og auk þess finnur maður- inn sólina í ylnum, sem gagn tekur hans eigin líkama, hann sjálfan. Líkingin er auðskilin. — Sólin, Ljósið, Ylurinn er þrenning, sem þó er óaðskiljanleg eining. Þann ig hugsum vér oss Guð bæði einn og þrennan (en ekki einn og þrjá). Einhverjum kann að finn- ast þetta flókin guðfræði. Er það þá nauðsynlegt að kunna skil á þessu? Og mundu ekki einhverjir aðrir guðfræðing- ar útskýra þetta öðru vísi en hér er gert? Vel mætti svo fara. En þá er vert að minnast þess, að þó að einhver geti útskýrt sólarljósið, er gagn þess fyr- ir manninn fyrst og fremst Pearl S. Buck: 19. Dularblómið Saga frá Japan og Bandaríkjunum á síðustn árum. vera leiðbeinandi minn í dag og sýna mér dásemdir þæjar- :ns. Það er eiginlega skylda þín við föðurlandið. Hún varð orðlaus af ótta og undrun. — Finnst þér ekki, að það mundi vera góðverk? sagði hann enn og var nú ákafur. — Ég er ókunnur Ameríkumað- ur hér. Ég skal ekki mæla því bót, að við höfum hernumið land ykkar. En við skulum gleyma því í dag. Litum svo á, að ég sé aðeins útlendingur í heimsókn hér. Ég vil fá sem allra beztar hugmyndir um Japan. Þess vegna kom ég hing- að til þessa fræga og fagra staðar. Þegar ég kem aftur heim til Ameríku, skal 6^ segja öllum frá Kyoto og heimsókn minni hingað, sem hafi verið yndislegasta stund dvalar minnar í þessu landi. Ég skal segja frá öllu, sem ég hefi séð hér, öllu, sem var svo fagurt, að ég get aldrei gleymt því. Hláturmild rödd hans, ljómandi blá augun og bros hans afvopnuðu hana í einum svip. Gleðin altók hug hennar. — Þetta er mikil freisting, en ég get það ekki, sagði hún. Hvað á ég að segja kennurum mínum? Hugsaðu þér bara, ef ein- hver, sem þekkir mig, sæi okkur saman. Faðir minn mundi verða mjög reiður. Hann yppti breiðum öxlum. •— Fyrirgefðu mér. Það er konan eins og venjulega, sem taka verður alla áhættuna. Gleymdu þessari bfán og fárðu til skólans. Ljóminn í augum hans dvínaði. Þau gengu samsíða á móts við hliðið. Hann rétti höndina eftir bókatöskunni hennar, og hún minntist þess nú, að í Ameríku höfðu piltar stundum boðizt til að bera fyrir hana skólabækurnar. Þetta var ameriskur siður. Hún gekk hljóð við hlið hans og ótta setti að henni, er hún varð þess vör, að hún óskaði þess i leynum hugans, að hann hefði ekki fallið svo fljótt frá bæn sinni. Hún vissi, að hún hafði gert rétt, en óskaði þess jafnframt, að hún vissi ekki svona góð skil á réttu og röngu. Ef maður vissi það ekki væri stundum gaman að gera það', sem órétt taldist. Hún gaf honum hornauga, og hann leit á hana. Augu hans voru nú aftur orðin fagurblá og varir hans framstæðar eins og hann langaöi til að hlæja. — Ég gæti stungið bókunum þínum þarna í holuna við rætur trésins, sagði hann. Holan er nærri nógu stór til að fela þig sjálfa þar. Ég hefi gáð að því. — Ég get gert það sjálf, sagði hún og undraðist orð sín. Hún faldi bækurnar við trjárótina, og enginn sá til henn- ar. Þetta var enn árla dags. Hún kom aftur til hans, og þau gengu rösklega saman niður mjóa þvergötu. — Segðu mér eitthvað um Kyoto, sagði hann, alveg eins og hann langaði til að heyra eitthvað um bæinn. Hún svar- aði alvarlega því að það friðaði samvizku hennr lítið eitt. — Þetta er mjög gamall bær, og hann var einu sinni höf- uðstaður landsins í þúsund ár. Hér í bænum er fjórtán hundruð ára gamalt Búdda-musteri. Hér býr ein milljón manna. Hér er g'ömul keisarahöll og gamlir trjágarðar, éem eru hinir fegurstu í heimi. — Góða leiðsögukona, sýndu mér gömlu trjágarðana, sagði hann með uppgeröaralvöru. í slíkum trjágarði hljóta að vera mörg fylgsni og felustað ir, hugsaði hann með sér. Þar hljóta að vera skútar, rjóður og runnar. Hann grunaði hana um að leika á hann, þegar hún sýndi honum engan slíkan stað. — Þetta er Ryoanji-musterið, sagði hún, og þarna er stein trjágarðurinn svonefndi. Hann er meðal frægustu garðánna. Klettar skutu upp kollinum hér og hvar meðal trjánna, en milli þeirra var mjúkur sandur. 1 —Kallarðu þetta trjágarð? sagði hann. — Líttu á, sagði Josui. Teldu steinana. Þarna voru fimmtán steinaþyrpingar og í hverri ýmist íiinm eða tveir steinar. — Ég veit lítið um þennan garö, sagði hún. Faöir minn í því fólgið, að hann leyfi sól t inni að skína á sig. Hitt er ' svo náesta eðlilegt, að sá mað . ur, sem finnur sólina skína á sig, lýsa sér og ylja, brjóti heilann um eðli hennar. Og 'hver getur þá furðað sig á því, þótt kristnir guðfræðing ar reyni einnig eftir mætti að gera sér grein fyrir þeim guðdómi, sem þeir „lifa, hrærast og eru í“? Það- sem gerir guðfræðina aö drottn- ingu allra vísinda, er ekki það, að hún geti skýrt og skil ið allt, fremur en önnur vís- j indi, heldur hitt, að hún leit- ast við að skilja það, sem mannkyninu er þýðingar- mest alls, en þaö er lífslög- málið sjálft, það sem ákvarð ar lífsstefnu mannanna og viöhorf þeirra við tilverunni í heild. Hitt er svo annað mál, að guðsþekkingin getur aldr- ei oröið utanlærður vísdóm- ur. Algerlega trúlausum manni, — ef slíkur maður er þá til, — mundi hún vera jaín-þýðingarlaus og tón- fræðin þeim manni, sem ekki heiir söngeyra. En eins og tónfræðin hjálpar hinum söngelska til að skilja músík- ina, þannig hjálpar guðfræð- in hinum guðelska til að skilja opinberun Guðs. Þess vegna getur það orðið ein- hverjum til góðs, að vér einn ig reynum að gera oss grein fyrir jafn þungu viðfangs- efni og kenningunni um heil- aga þrenningu. Jakob Jónsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.