Tíminn - 24.11.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.11.1953, Blaðsíða 4
« TÍMINN, þrigjudaginn 24. nóvember 1953. 2G7. blað. FÁGÆTT HUGREKKI Það var kvöld nokkurt áriö 1892 að ég fór að hlýða á sam- söng kórfélaga frá Hampton- skóla — einum af stærstu negraskólum í Bandaríkjun- um. — Ég hafði reyndar á- vallt verið heillaður af hinum mjúklátu röddum negranna og. hinum tregablöndnu, drama- tízku söngvum þeirra. En að þessu sinni snertu þeir mig sérstaklega djúpt. — Ef til vill var það söngstjórinn, sem hreyf mig; hávaxinn, ungur! negrastúdent, sem bauð af sér svo góðan þokka. Eftir sam- sönginn flutti hann ræðu og hvatti áheyrendur til þess að leggja negraskóla Hampton-! borgar lið. Hann hóf ræðu sína með því, að segja nokkuð frá fortíð ættar sinnar. Hann mælti á þessa leið: „Faðir langafa míns var höfðingi Mandingo-ættkvísl- arinnar í norðvestur Afríku. Ættkvísl þessi var herská, víð kunn og bauð af sér mikinn ótta vegna hugrekkis og óhlífi semi. — Dag nokkurn sendi höfðinginn son sinn niður til strandar með hóp svertingja, sem teknir höfðu verið til fanga í ófriði við fjandsam- lega ættkvísl og átti nú að selja þá amerískum þræla- kaupmanni. Skipstjórinn á þrælaskipinu tók höíðingja- syninum hið bezta og lokkaði hann til að drekka whisky unz hann sofnaði. Þegar hann reis úr rotinu, var skipið kom- ið út á rúmsjó. Síðan var hann seldur í þrældóm í rík-! inu Virginíu. — En svo vel; tókst til, að hinn nýi hús- j bóndi hans lét hann sæta góðri meðferð og sýndi, honum þá mannúð, að. leyfa honum að kvænast J þeirri stúlku, sem hann kaus ' sér“. j „Ég harma það ekki, að, þessi forfaðir minn fluttist. til Ameríku. Án þess hefði ég' ekki átt kost þeirrar mennt- | unar, sem ég hefi öðlast í Hamptonskóla og ekki verið( fær um að vinna fyrir mál-! stað kynþáttar míns“. j Þetta var fyrsta sinn, að fundum okkar Roberts Russa' Moton bar saman. Upp frá j þessu tókst menningarsam- j starf milli Hamptonskóla og svertingjaskólans í Tuskegee,' þar sem ég átti sæti í stjórn- j inni. — Með starfi söngkórs', síns og öðrum ráðum tókstj Moton að safna nokkrum milljónum dollara til hins gamla svertingjaskóla í Hamp ton. Honum var málstaður hins svarta kynþáttar heilag- ur. Og hann átti, 30 árum síð- ar, eftir að sýna það með þeim hætti, sem vakti athygli um gjörvöll Bandaríkin. Þegar forseti Tuskegeeskól- ans, hinn frægi forvígismaður svertingjanna, Booker Wash- ington, féll frá, varð stjórn skólans einhuga um að kveðja Robert Russa Moton til þess að taka við stöðunni. Árið 1922 ákvað stjórn Bandaríkjanna að láta reisa hermannaspítala í Tuskegee handa svertingjum, sem höfðu særst og fatlast í fyrra stríðinu. — Tuskegee er eink- ar fallegur lítill bær, sem íbú- unum þykir mjög vænt um. Og þeir hafa ávallt sýnt negra skólanum þar mikla velvild og áhuga og fjölmennir sótt skemmtanir skólans og dásam lega samsöngva svertingja- kórsins. Bærinn og skólinn gáfu sameiginlega lóð undir hinn fyrirhugaða hermannaspítala. Aíhyglisverð saga um það hversu glæpamannafélag- ið Ku KIux Klan varð að láta í minni pokann fyrir1 hugrekki og einbeitni negrans Roberts Russa Moton. Og þegar húsið var komið, undir þak, beindi stjórnj Bandaríkjanna fyrirspurn til j Motons þess efnis, hvort hon- um sýndist ráölegt, að lækna- stöður við spítalann yrðu veitt' ar svertingjum einum. > Moton svaraði á þá leið, að með því að sjúklingarnir yrðu j svertingjar og með því að, læknar af svertingjakyni hefðu ekki, eins þá væri mál- j um háttað, leyfi til þess aö starfa við hin stóru sjúkra-J hús landsins, teldi hann það, bæði rétt og sanngjarnt, aö j veita þeim þetta tækifæri. ;— Og ríkisstjórnin fór að ráðum | hans og skipaði svertingja í allar læknastööurnar. En þegar þessi ákvörðun varð kunn í Albamaríki kvað, við ramakvein. — Læknastöð- | unum mundu fylgja foringja-! nafnbót í hernum. En for- j ingjar í hernum höfðu ávallt verið hafðir í miklum háveg- um í Suður-ríkjunum. Borg- ararnir í Tuskegee og víðar höfðu hugsað sér til hreyfings að bjóða þeim heim til sín. Það reis upp alda sterkra og háværra mótmæla, en Ku Klux Klan blés að glæðunum. Ríkisstjóri Albama, þingmenn irnir og aðrir háttesttir borg- arar sendu mótmæli til hvíta hússins í Washington og fóru eindregið þess á leit að for- setinn breytti þessari ákvörð- un. En forsetinn neitaði. Þá komst æsing manna;í Albama á hættulegt stig. Og nú fór Ku Klux Klan á' stúfana og ritaði Robert Russa ■ Moton bréf, þar sem þess var j krafist að hann afturkallaöi tillögu sína til ríkisstjórnar- innar varðandi skipun negra- lækna við hið nýja sjúkrahús.! Að öðrum kosti var því hótað, í að menn frá félaginu munduj gera honum heimsókn og sjá' svo til, að hann skipti um skoðun. Þetta illræmda glæpa í félag, sem dulbúið knúði fram J vilja sinn meö ofbeldi og morðum hafði aldrei átt marga áhangendur í Tuske- gee. Og þegar fréttist um þessa hótun urðu borgararnir gripnir áhyggjum og kvíða. Næsta dag var gert ráð fyr- ir því, að Ku Klux Klan mundi þegar framkvæma hótun sína og hugaræsjng manna í Tuske gee komst í algleyming. Tutt- ugu manna sendinefnd fór á fund Motons. Voru þar saman komnir allir embættismenn og helstu borgarar bæjarins. Dómarinn tók til máls og sagði: „Við berum í brjósri ein- lægan velvildarhug til skól- ans og til þín persónulega. Síðan Booker Washington stofnaði Tuskegee-skóla hefir enginn maður hér í bænum verið tekinn af lífi án dóms og laga (lynched). Til þess aö afstýra hermdarverkum Ku Klux Klan verðum við ein- dregið að fara fram á það, að þú afturkallir bréf þitt til rík- isstjórnarinnar". Svar Motons, mælt fram af fyllstu rósemi, var á þessa leið: „Ég mundi breyta ranglega bæði gagnvart sjálfum mér og ykkur, ef ég breytti svo miklu sem stafkrók í bréfi mínu. Það er einlæg sannfæring mín, að læknar af svertingja- kyni eigi að fá þetta tæki- færi“. Hann reis upp úr sæti sínu og það var sem augu j hans horfðu langt inn í fram- j tíðina: — „Ég hefi hugsað þetta mál til þrautar. Ég er 55 ára gamall. Og ég hefi átt meiru gengi að fagna í lífi minu en vonir stóðu til og ég á vini um öll Bandaríkin. Allir sjáum við hvílíkur svívirðing- • arblettur leynisamtök og framferði Ku KIux Klan er á okkar frjálsa þjóðfélagi. Ef þetta glæpafélag gerir nú al- J vöru úr hótun sinni, mun rísa ; um gjörvöll Bandaríkin alda reiði og hneykslunar. Mál Ku Klux Klan verður tekið upp á Bandaríkjaþingi og ráðstaf- anir gerðar til þess að brjóta félagsskapinn á bak aftur. Allt líf mitt og starf er byggt á þeirri sannfæringu minni, að hinn hvíti kynstofn eigi til að bera mannúð, umburðar- j lyndi og réttsýni. Án þessarar sannfæringar hefði líf mitt verið tilgangslaust. Og ef þessi trú bregst mér, óska ég ekki að lifa lengur.“ — Hann tók sér stutta málhvíld og mælti síöan: „Góðir samborgarar! Ég verð hér á mínum pósti og tek afleiðingunum". Það varð djúp þögn. Allir stóðu hugfangnir og horfðu á þennan mann, sem var tilbú- inn að láta lífið fyrir sann- færingu sína. Síðan tók dómarinn til máls: „Þú ert hugrakkur mað ur og rétturinn er efalaust þín megin. — Ef einhver óskar að svifta þig lífi, verður sá hinn sami fyrst að drepa mig. Ég mun taka mér stöðu milli þín og morðvarganna“. Án frek- ari orða skipaði allur hópur- inn sér um Robert Moton. Þegar þetta spurðist með skjótum hætti, urðu það hin- ir dulbúnu Ku Klux Klan glæpamenn, sem höfðu hraö- an á að draga í land. Ekki varð úr hótun þeirra annað en það að 70 bifreiöir með um sex eða átta grímuklæddum mönnum ók framhjá skólan- um. Úti fyrir stóðu um 300 IFramh á 8. síSuí, Kjörbókaflokkur Máls og menningar Hinn nýi kjörbókaílokkur Máls og menningar er nýlega kominn út. í honum eru þess- ar bækur: Vestlendingar, eftir Lúðvík Kristjánsson, um framíara- og menningarvakningar í Breiðafirði og á Vestfjörðum á öidinni sem leið. íslenzka þjóðveldið, sagn- fræöirit eftir Björn Þorsteins- son sagnfræðing. Ef sverö þitt er stutt, skáld- saga eftir Agnar Þóröarson. Hliöarbrœður, skáldsaga eftir Eyjólf Guðmundsson í Hvammi. Ljóðaþýðingar, er gert hefir Helgi Hálfdánarson. írskar fornsögur, er Her- mann Pálsson hefir valiö og þýtt. Chaplin, með fjölda mynda úr kvikmyndum hans. Lífið bíður, skáldsaga eftir Pjotr Pavlenko. Talað við dýrin, eftir kunn- an austurrískan dýrafræðing, Konrad Z. Lorenz. Þórarinn á Skúfi hefir kvatt sér hljcðs: „Sæll cg- blcssaður, Starkaður! Nokkrar vísur sendi ég núna af gömlum vana, svcna í vetrarbyrj- unina. Hér fer á eftir samsafn af rugli: Nú er kcminn nóvember; nóttin lengist óðum. Himindísin hallar sér, hér á noröurslóðum. Hér er gömul vetrarvisa: Þjassarómur þegar hér, þylur siungið rími, ég hefi litla ást á þér, aldni vetrar tími. Mánudaginn 12. okt. síðastl. var hér hríð, en ég var staddur á Blöndu ósi. Þá var þessi vísa gerð: Stormur eggjar stífan mátt, stríðs á leggur gandinn. Nú er hregg og utanátt, aldan heggur sandinn. Hér cru vísur um útvarpsgjalda- hækkun og fleira: Gætt er fjár og sóttur sjór, svo er þessu varið. Vænt er að hafa veöurspár, og vita tíðarfarið. Lægðanna, sem lesi bók, leið og himinskýja, rangsælis þó renni krók, reiknar Teresía. Fyrir skömmu hlaut þó hrap, harka með og bramli, eitthvert lægðar oní gap, útvarpsstjórinn gamli. Útvarpið er ýmsu þént, oft þó giamri heggur; sverfur fast að sálar mennt, svo á gjaldið leggur. Lizt þar sumum leikið grátt, langt til batans vona, og þeim fyndist útsvar hátt, ef það stigi svona. Sannast forna sögnin þó, svo ei reynist þvaður: Þar, sem fjandinn krækir kló, kemst ’ann hertygjaður. Inn um skríður opna gátt, óláns gálinn leiði. Þó við stríði myrkra mátt, Mangi og pálinn reiði. Vilii segir viljann sinn: „Volkinu ekki kvíddu, Guðs i friði, gamli minn, gatið inn um skríddu.’ „Opið skyldi upp á gap, ef ég réði nógu.“ Þakkar fyrir skörungsskap, Skolli og dillar róu. Hér eru vísurnar um Kolbein gamia: Hann var fæddur út við æginn, eins og gerðist þar, þurran, kaldan þorradaginn, þá að vertíð bar. Gæfan mátti’ í horni húka, hafði skamma dvöl. Sólin skein á hæstu hnjúka, hún var köld og föl. Faðir sveinsins fór í verið. FJeira gerðist enn. Bátskelina bar á skerið, bana hlutu menn. Á sveitinni var sveinninn íæddur. — Sú var tíðin þá. Oftast svangur, illa klæddur, æskan leið svo frá. Ei þó var’ ann korku kenndur kynsins bar’ ann laun, gönguírár, með hraustar hendur, hverja fús i raun. Uppeldis við úf á dragi, enga hefting beið. Fáskiptinn um flestra hagi, fór hann sína leið. Höfðingjum og heiðursmekti, hélt’ ann nokkuð fjær. Innrætið ef ekki þekkti, úti sá hann klær. Aldrei hátt á heiðurs virður, hálu sviðunum, enda líka allaf stirður, í hnjáliðunum. Góðviljaður, greiðamaður, gagnsemd unnandi, skyldu glaður, skramlaus maður, skaps s:ns ráðandi. Yfir tímans öldur ferjast, > öldin vana sljó. Einatt þeir, sem utast verjast, eru kjarninn þó. Heljarvegi halir ganga. Hófs er gata mjó, — auðna leggur einn að vanga, ösku hinn í stó. Æskan drekkur Coca Cola, klæðist fínni spjör. Mun hún betur þrekraun þola? Þar við bíða svör. I Vísur um tryggingar: HeJdur stækkar lieimurinn, hans og breikkar vegur. En hvað mér finnst andskotinn orðinn bjálfalegur. HjúaJánið hans er bý, hrörna bygglngarnar. Kauði hefir komizt í — kast, við tryggingarnar. Enginn vill þar eiga töf, oft þó kaup hann bíður, og hitann á við hálfa gjöf, hvað, sem öðru líður. Næst eru eftirmæli: Langt til vinstri var’ ami fyrst, vandlætingu sleginn, en er Grímur gamlaðist gekk’ ann hægra megin. Hlutverkinu horfinn frá hægri leitar náðar, líkt sem hrygndur lax í á lætur strauminn ráða. Þetta er nú orðið meira en ég ætlaði, en hér er þó að lokum ein búskussavísa með kveðju til búkon- unnar, vinkonu minnar, en ég þori ekki að neína hana. Vísuskömmin ert svona: Á mér búskaps erjar mein, andans til þó biðli. — Kinda valt ei' klaufabein, kýrnar leika á riðli. Svo kvcð ég baðstofufólkið með góðum vetraróskum. E.S. Hér eru tvær vísur, sem ég bæti við. Önnur er þannig til kom- in, að konan mín tók að sér lítinn dreng síðastliðinn vetur, í fjarveru móður hans. Hún hafði piltinn í litlu rúmi fyrir framan hjónarúm- ið, síðan ýtti hún mér upp að þili, til þess að geta betur sinnt piltin- um. Þá kvað ég: Ég er rekinn upp í horn, ; einskis lengur nýtur, endar svona ástin forn, annar gæðin hlýtur. : Við þcsir.an sama dreng kvað ég eitt sinn, er illa lá á honum: Léttu væli Ijúfurinn; lífs ég gælur þekki, — þó þú skælir maður minn, meinin fælast ekki. Mér fcr eins og málgefnum manni, sem lætur ganga talandann, þótt búinn sé að kveðja, en ég kveð þá bara aftur, eða sný til baka til að kveðja eins og Bakkabræður gerðu forðum." Ég þakka Þórarni kvæðalestur- inn. Starkaður. Vinnið ötullega að útbreiðslu TI M A N S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.