Tíminn - 27.11.1953, Page 3

Tíminn - 27.11.1953, Page 3
270. blað. TÍMINN, föstudaginn 27. nóvember 1953. S RIGINAb DHNER Samlagningavélar Margföldunarvélar GARÐAR GÍSLASON H.F. Reykjavík. Höfum nú fyrirliggjandi Mjólkurkönnur Katla Kaffikönnur Seinustu blekkingum Guðmund- ar í. Guðmundssonar hrundið Gerist áskrifendur Áskriftasími 2323 SMARABLAÐS ALUMINIUM Greluargerð Jónasar Guðmundssonar fyrrverandi stjóra í Félsmálaráðuiieytinu skrifstofu- i. Ut af enduteknum staðhæf ingum alþingismanns Guð- mundar í. Guðmundssonar um það, að félagsmálaráðu- neytið beri öðrum fremur höfuðábyrgðina á því, að ýmis mistök hafa átt sér stað hvað snertir launa- greiðslur á Kefalvíkurflug- velli hefir félagsmálaráðu- neytið aflað sér álitsgerðar um þetta mál hjá fyrrver- andi skrifstofustjóra Jónasi Guðmundssyni, sem á þeim tíma er mistök þessi áttu sér stað veitti ráðuneytinu for- stöðu og fylgir hún hér á eft ir; 1. Svo sem kunnugt er kom varnarliðið, sem nú dvelur á Keflavíkurflugvelli hingað til lánds sumarið 1951, en fram kvæmdir á þess vegum, sem kröfðust nokkurs verulegs íslenzks vinnuafls, hófust ekki fyrr en á fyrrihluta árs 1952. 2. Fram til þess tíma hafði flugvallarstjóri ríkisins eða fulltrúi han's á Keflavíkur- flugvelli það hlutverk á hendi að segja til um hvert skyldi vera kaupgjald þess ís lenzks fólks, sem réðist til hinna erlendu vinnuveit- enda, sem þá höfðu fram- kvæmdir með höndum á Keflavíkurflugvelli. Hvaðan fiugvallarsjóri eöa fulltrúi hans fengu þetta umboð er mér ekki kunnugt, en það er staðreynd að þeir fóru meö þáö fram til 8. október 1952 og er síðasta tilkynning full trúa flugvallarstjóra um hvaö skuli vera kaupgjald í tilteknum starfsgreinum út- gefið þann dag og undirrit- að „fyrir hönd íslenzku ríkis stjórnarinar“. Það verður að ætla að varnarmálanefnd hljóti að hafa verið kunnugt um þetta umboö, þegar er hún tók til starfa í apríl 1952, þar sem flugvallarstjóri rikisins var einn af hinum þremur varnarmálanefndar- mönnum. 3. Það er höfuðmisskilning j ur, aö nokkurntíma hafi ver- ið gert ráð fyrir því, að „þau ráöuneyti, sem einstök mál heyrðu undir, byggju þau i hendur varnamálanefndar, | sem síðan skyldi taka þau upp við varnarliðið“. Tilhög-’ unin var þvert á móti sú, að, varnarmálanefnd, eða um-1 boðsmenn hennar, hefðu ein ir með höndum allt sem að þessum störfum laut, enda tók varnarmálanefnd það mjög illa upp, þegar félags- málaráðuneytið, fyrir þrá- beíðni fyrirsvarsmanna varn sriiðsins fór að gera tilraun- Ir til, að lagfæra þær mis- fellu? sem í ljós voru komn- ar í launagreiðslum til ís- lenzkra starfsmanna á Kefla víkurflugvelli.___ ____ laga landsins. Framkvæmdi ráðuneytið þessa vinnumeðl- un eftir þeim reglum, sem ríkisstjórnin í heild setti þar um. 5. Varnarmálanefnd var skipuð og tók við störfum 26. apríl 1952. Hún hlutaðist ekki til um að breyting yrði gerð á umboði flugvallar- stjóra, sem í 2. tölulið getur né ræddi þessi mál við ráðu- neytið, hvorki formlega eða óformlega, þar til fyrirsvars- menn varnarliösins fyrst snéru sér formlega til félags málaráðuneytisins, 6. októ- ber 1952, eftir að hafa beðið svars frá flugvallarstjóra ríkisins við kvörtuirai'bréfi sínu frá 11. ágúst 1952, eöa í tæpa tvo mánuði. Að fyrir- svarsmenn varnarliðsins snxra sér 11. ágúst til flug- vallarstjóra en ekki til ráðu neytisins sýnir ljóslega hver hafði þessi mál með hönd- um gagnvart þeim. 6. Eftir hina formlegu kvörtun varnarliðsins til ráðuneytisins 6. október 1952 gaf ráðuneytið skýrslu um málið til ríkisstj órnarinnar og átti þá utanríkisi'áðherra, Bjarni Benedkitsson, frum- kvæði að því, að skrifstofu- stj óri félagsmálaráðuneytis- ins og þeir tveir varnarmála nefndarmenn, sem þá voru hérlendis ættu fund með sér til þess aö reyna að greiða úr þessari flækju. Var sá fundurinn haldinn 9. október 1952. Þar var gert það sam- komulag, milli ráöuneytisins annarsvegar og varnarmála- nefndarinnar hinsvegar „að félagsmálaráðuneytið skuli frá 10. október 1952 að telja ákveða í samráði við Alþýðu samband íslands og Vinnu- veitendasambands íslands, hvert skuli vera á hverjum jtíma kjör starfsfólks þess á ’ Keflavíkurflugvelli, sem vinn ur þar í þjónusu varnarliðs- ins og hjá öðrum erlendum aðilum, ef ágreiningur rís í því efni“. Þetta samkomulag var munnlegt og þótt tveir [ varnarmálanefndarmenn, sem á fundinum mættu, féll ust á það fyrir sitt leyti, á- skildu þeir „að skriflegt sam þykki varnarmálanefndar bíði, þar til formaður varnar málanefndar, Hans G. Ander sen, sé kominn heim frá út- löndum“. Af þessum fyi'ir- vara má m. a. ráða það, að þaö var varnarmálanefndar- mönnum ekki sérlega ljúft að ráðuneytið hefði afskipti af þessum málum. Hér má svo bæta viö, að hið skriflega , samþykki varnarmálanefnd- jar kcm aldrei. | 7. Um afskipti ráðuneytis- ins af málum þessum eftir &ð það tók við þeim, 10. okt. 1952, get ég vísað til þeirrar ' greinargerðar, sem ráðuneyt ið hefir birt í blöðum og út- varpi og get ég staðfest að hún er rétt, a. m. k. til þess tíma er ég lét af skrifstofu- stjórastarfi í ráðuneytinu, hinn 1. febrúar 1953. Meö ofangreindri álitsgerð fyrrverandi skrifstofustjóra íélagsmálaráðuneytisins eru enn frekari sönnur færöar á að skýi’sla ráðuneytisins um afskipti þess af málum þess um var að öllu leyti rétt og er mál þetta hér með útrætt af hálfu ráðuneytisins. Félagsmálaráðuneytið, 25. nóvember 1953 Nýtt bindi af sögu íslend- inga í Vesturheimi 4. Einu afskiptin, sem ósk- að var eftir, að félagsmála- ráðuneyið hefði af málefn- um á Keflavíkurfltfgvelli, meðan ég var skrifstofustjóri ráðuneytisins til. 1. febrúar 1953, voru þau, að þa'ð sæi um rniðlun á þeirri vinnu, sem til félli á flugvellinum milli hinna ýmsu byggðar- Bókaútgáfa Menningar- arsjóðs hefir nú gefið út 5. bindi af Sögu íslandinga í Vesturheimi. Þjóðræknisfélag ísland- inga vestan hafs gaf út 1.-3. bindi þessa ritverks á árun- um 1940—1945 og Bókaút- gáfa Menningarsj óðs annaö ist aðalútsölu þeiri'a hér á landi. — Árið 1948 leit út fyr ir, að útgáfa þessa sagix- fræðiverks tefðist eða félli niður, m. a. vegna erfiöleika, sem voru á því, aö hægt væri að greiða Þjóðræknisfélaginu í erlendum gjaldeyri þau ein tök sögunnar, sem seldust hér. Útgáfunefnd Þjóðrækn- isfélagsins, æskti þess þá, að menntamálaráð héldi áfram útgáfu sögunnar. Mennta- málaráúð taldi rétt að verða við þessum óskum og voru til þess fyrst og fremst tvær ástæður: Margir höfðu þeg- ar keypti hin þrjú bindi sög- unnar og áttu því að vissu leyti rétt á að eignast þau tvö bindi, er eftir voru, en gert hafði veriö ráð fyrir þvi í öndvei'öu, að sagan yrði alls í fimm bindum. — Mennta- málaráð taldi sér enn frem- ur skylt að greiða fyrir því eftir beztu getu, að lándnáms saga íslendinga vestan hafs yrði rituð og prentuð svo sem fyrirhugað hafði verið og merkum og margvíslegum fróðleik þar með bjargað frá glötun. — Menntamálaráð á kvað því að gefa út Þau tvö bindi sögunnar, sem eftir (Framhald á 5. eíðu.) Öfugmæli Frjálsrarþjóðar Frjáls þjóð segir nýlega, að Þjóðvarnarflokkurinn sé stofnaður til að verja landið erlendri ásælni. Sannleikur- inn er sá, að flokkurinn er stofnaður til að hafa landið óvarið og opið sams konar erlendri ásælni og þeirri, er Eistlendingar, Lettlending- ar, Litháar, Pólverjar, Aust- ur-Þjóðverjar, Tékkar, Ung- verjar, Búlgarar og Rúmen- ar bixa við. Meira öfugmæli er því ekki hægt að hugsa sér en að hlutverk Þjóðvarnar- flokksins sé að verja land- ið gegn erlendri ásælni. Einnig: Skaftpotta fyrir rafmagn. Mjólkurbrúsa. Aðalfundur <7- SVFR Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn sunnudaginn 29. þ. m. í samkomusaln um Laugavegi 162 (Mjólkurstööinni), og hefst kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar: Við 12. gr. Síðari hluti. fyrstu málsgreinar falli niður. Önnur mál. Stjórn S. V. F. R. Sigti. Brauðform o. fl. eigum vér nú fyrirliggjandi þessar AI tmii ii i fí m \öru r: EGGJASKERA — OSTASKERA — BUFFHAMRA POTTGRINDUR — AUSUR — SPAÐA O. FL. SMÁRABLAÐS oS WESTMARK vörumerkln trySS|a yður Sóð ALLMIATLMBLSÁIIÖLB Cqgert Hi-iAtjánMen &■ Co. h.jj. frá WESTMARK ÞÝZKALANDI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.