Tíminn - 28.11.1953, Side 4
TÍMINN, laugardaginn 28. nóvember 1953.
271. blað,
LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR:
Skóli fyrir skattgreiðendur
Skattframtalið fer nú í
hönd, enda var létt yfir frum
sýningargestum Leikfélags-
ins síðastliðið miðvikudags-
kvöld, er það sýndi gamanleik
inn „Skóli fyrir skattgreið-
endur“. Leikritið er franskt
að uppruna, samið af tveimur
kunnum gamanleikahöfund-
um, Louis Verneuil og Georges
Berr. Páll Skúlason, ritstjóri
Spegilsins, hefir þýtt leikinn
og staðfært að nokkru. — Á
hinum gömlu, góðu dögum
Reykjavíkurannáls h. f., þeg-
ar Reykvíkingar fengu ár eft
ir ár að hlægja eins og þeir
orkuðu og hláturinn varð við-
varandi og vísurnar urðu að
dægurlagasöngvum og nöfn
eins og „Haustrigningar',
„Eldvígslan“ og „Spanskar
nætur“ hlutu ævintýraljóma í
minningunni, sem varir jafn-
vel enn í dag, var Páll Skúla-
son fremstur í flokki þeirra
manna, sem skemmtu Reyk-
víkingum með „revyum“. Um
þær mundir eða litlu síðar
þýddi hann þennan gaman-
leik, en handritið týndist „og
kom ekki í leitirnar fyrr en í
haust, um leið og umræður
hófust um skattamálin" eftir
því, sem í leikskránni greinir.
Ekki getur hér oröið dæmt
um þýðingu Páls. En leikur-
inn er ósvikinn gamanleikur.
Hann er sýndur hér í sinni
upphaflegu mynd eins og Páll
gekk frá honum fyrir um
tveim tugum ára. Má til
marks hafa um það, hversu
efni leiksins og form er hald-
gott, að hann fellur vel að nú-
tímanum og ekki síður hér á
íslandi en í Frakklandi og
öðrum lýðræðislöndum. Meg-
inefnið er hin ævagamla og
síunga viðureign skattayfir-
valda og skattgreiðenda. Og
Yfirlýsing frá stjórn
Sambands Nautgripa-
félaga Eyjafjarðar
ið sér í allra kvikinda líki og
verður ávallt mjög vinsæll á'
leiksviði. Af Alfreð gneir.tar,!
hvort heldur hann talar eða!
þegir, fjör hans og sönn per- j
sónutúlkun bregst aldrei og'
verður ekki gert upp á milli.
þessara manna um ágæta j
meðferð aðalhlutverka í þess
um leik. — Aðalkvenhlutverk
ið, konu Valtiers en dóttur
FromenteL, leikur frú Elín
Ingvarsdóttir af fjöri og sér-
legum þokka og missir aldrei
marks, að túlka sitt vafa-
sama sakleysi.
Önnur hlutverk eru minni
og öll meira og minna vel leik
in. Gísli Halldórsson leikur
fulltrúa skattstjórans, Giroux
fjörlega og skemmtilega, en
skortir leiksviðsrödd og skýr-
an framburð. — Árni Tryggva
son leikur La Chapeland, auö-
ugan kvennabósa og er hlut-
verkinu trúr. Steinunn Bjarna
dóttir leikur Betty Dorlange,
léttúðuga skartmey, sem fram
fleytir sér á alþjóðagjaldeyr-
isverzlun, fjörlega og hispurs
laust. — Gunnar Bjarnason
leikur af ósvikinni samúð
með sjálfum sér hinn ógæfu-
sama og stórhneykslaöa skatt
borgara, Alfred Menu. — Ein-
ar Þ. Einarsson leikur skáldið
Sérigny ekki ólaglega og Þor-
steinn Ö. Stephensen leikur
ágætlega fjármálaráðherrann
aumkunarverðan og ráðvillt-
an yfir tómum ríkiskassa og
skattsvikum borgaranna,
Einar Þ. Einarsson.
enda fellur rikisstjórnin, með
an hann er á leiksviðinu, eins
og sjálfsagt var í Frakklandi.
— Gerður Hjörleifsdóttir og
Helga Bachmann fara með
minnstu hlutverkin: vinnu-
konu og skrifstofustúlku.
Leikstjórinn Gunnar R.
Hansen hefir sett leikinn á-
gætlega á svið og leiktjöld eru
vandlega gerð af Lothar
Grund.
Það er vissulega vel til fund
ið af Leikfélagi Reykjavíkur,
að létta mönnum í geði í
skammdeginu með svo ágæt-
um gamanleik sem „Skóla fyr
ir skattgreiðendur“. Er það
spá mín, að hann verði líf-
seigur á leiksviðinu.
J. Þ.
>, Sinbauctax
wv
1m5M>cUs22íWi
Blöðin „Þjóðviljinn“ í
Reykjavík og „Verkamaður-'
iun“ á Akureyri hafa þ. 13.'
þ. m. birt lesendum sínum1
stórorðar og feitletraðar æs
ingargreinar, þar sem stj órn'
Sambands Nautgriparæktar- 1
félaga Eyjafjarðar (S. N. E.)
er borin þeim sökum, að
hafa nú nýlega sagt upp
starfsmanni sínum, Bjarna
Arasyni, vegna stjórnmála-
skoðana hans. — Bæði blöð-1
in segja, að þessi starfsmað-
ur hafi daginn áður, ásamt
fleirum, stofnað svokallað,
„Þjóðvarnarfélag Akureyr-
ar“. Þessa þátttöku starfs-!
manns síns í framangreindu
félagi hafi stjórn S. N. E. |
ekki getað þolað, og því sagtj
honum upp starfi sínu þá þeg
ar. En með þessari uppsögn’
mannsins telja blöðin að'
hafi verið framið pólitískt of
beldisverk og muni mega
vænj;a fleiri slíkra óhæfu-
verka hér um slóðir að undir
lagi Framsóknarmanna.
Þar sem skrif þessara
blaða, málfræsla þeirra öll og 1
fullyrðingar hér að lútandi!
eru að flestu leyti svo fjarri|
sanni, en öll málsmeðferð(
þeirra sýnilega gerð í þeim
tilgangi að gera þennan um-
getna starfsmann að eins
konar pólitískum pílsarvotti
og jafnframt reyna til að
vekja óánægju og sundrung
innan félagssamtaka S. N. E.
þá telur stjórn S. N. E., að
þvi miður verði ekki hjá því
komizt að skýra þetta mál í
opinberu blaði, og vill því
taka fram eftirfarandi:
1. í hinum almennu og al-
gengu vinnusamningum á
milli vinnuþiggjenda og
vinnuveitenda hefir hvor að
ili um sig rétt til uppsagnar
starfssamnings með þar til
greindum uppsagnarfresti,
svo sem kunnug;t er. í hinu
umrædda tilfelli hefir
Bjarna Arasyni verið sagt
upp starfi sínu með sex mán
aða fyrirvara i samræmi við
áður gerðan samning. Þetta
mun vera það eina, sem satt
er sagt frá í frásögn umget-
inna blaöa varðandi þetta
mál.
2. Þjóðviljinn og Verkamað
urinn hafa í skrifum sínum
túlkað þessa uppsögn sem at
vinnukúgun eða atvinnuof-
sókn á hendur stjórnmála-
legum andstæðingi og telja,
að ef til vill muni fleiri slíkra
ofbeldisverka að vænta af
hendi Framlsóknarmanna.
Máli sínu til stuðnings segja
blöðin, að hinn umræddi
starfsmaöur hafi verið rek-
inn frá starfi af þeim ástæð-
um, að hann hafi verið einn
af stofnendum hins svokall-
aða „Þjóðvarnarfélags Akur
eyrar“ og gerzt ábyrgðarmaö
ur að blaði þess.
Ef þetta sjónarmið hefði
legið til grundvallar fyrir
starfsuppsögn mannsins, þá
virðist, að legið hefði beint
fyrir að sú uppsögn hefði
komið fram strax, er hann
gerðist þingmannsefni Þjóð-
varnarflokksins s. 1. vor.
Fullyrðingar þessar og ill-
kvitnislegar getgátur í þessu
sambandi eru fjarri öllum
sanni, því að öll þau ár, sem
S. N. E. hefir starfað, hafa
ráðunautar þess og aðrir
starfsmenn talið sig til hinna
ýmsu stj órnmálaf lokka í
landinu, enda hefir aldrei
verið spurt um pólitískar
skoöanir þeirra, þegar þeir
hafa verið ráðnir til starfs.
(Pramhald - o. síðu.)
Gerður Hjörleifsdóttir og
Gunnar Bjarnason.
í þessa uppistöðu er brugðið
öðru efni, sem ekki er heldur
úr sér gengið: Hjónabandinu
í litríkri og viðburðamikilli
fjölskyldusögu. Eins og venja
er til í slíkum leik sem þess-
um, er mest hlegið á kostnað
skattyfirvalda, ríkisstjcrna
og stjórnmálaflokka, en leik-
urinn er allur barmafullur af
stakri fyndni og skemmtileg-
heitum bæði í orðum og at-
höfnum. Urðu leikendur oft
að sýna leikhúsgestum þá nær
gætni, að hafa stuttar þagnir
meðan hláturrokurnar gengu
yfir.
Með aðalgamanhlutverkin
fara tveir vinsælustu gaman-
leikarar Reykvíkinga, nú sem
stendur, Brynjólfur Jóhann-
esson, sem leikur yfirskatt-
stjórann Fromentel, og Alfreð
Andrésson, sem leikur tengda
son hans Valtier, og leika báð
ir afburðavel. Brynjólfur er
fjölhæfur leikari; getur brugð
Leiðrétting
í grein minni um Vefar-
ann við Skúlagötu í Tíman-
um 22. þ. m. hefir slæðst inn
villa vegna misskilnings. Er
þar sagt, að Sveinbjörn Jóns.
son byggingameistari hafi1
verið „aðalhvatamaöur og
stofnandi“ Vikurfélagsins. —1
Þetta er ekki allskostar rétt. •
Jón Loftsson stórkaupmað-j
ur var aðalhvatamaður og
upphafsmaður að vikurnám
ínu á Snæfellsnesi og stoín- '
un Vikurfélagsins og unnu
jþeir saman hann og Svein-
(björn að stofnuninni og
fyrstu framkvæmdum. — SíS.
ar skildu þeir með sér félag, ♦
þannig, að Sveinbjörn lét af;i
hendi hlut sinn í Vikurfélag •
inu, en Jón hlut sinn í Ofna-
smiðjunni.
Jón Loftsson er nú aðaleig
andi og forstjóri Vikurfélags
ins.
Reykjavík 26. nóv. 1953
Jónas Þorbergsson.
KJÖRSKRÁ
til bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík,
er gildir frá 24. janúar 1954 til 23. jan.
1955, liggur fraimui aliaicnniugi til sýn
is í skrifstofu Iiorgarstjóra, Áustur-
stræti 16, frá 30. nóvemleer til 28. des-
emher, að báðuin dögum meðtöldum,
alla virka daga kl. 9 f. liád. til kl. 6 e.
hád. — Kærur yfir kjörskránni sknlu
komnar til borg’arstjóra eigi slðar en
9. janúar næstkomandi.
Borffursíjórinn í Retfkjjavík,
26. nóvember 1933,
Gunnar Thoroddsen
O
o
o
o
i