Tíminn - 08.12.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1953, Blaðsíða 5
279. blaff. TÍMINN, þriðjuðaginn 8. ðesember 1953. 5 Þriðjud. 3. des. Stoinar fjaðrir Það birtist nú glöggt í Mbl., aö Sj álfstæðismenn finna, að ekki er um auðugan garð aö gresja, þegar lýsa skal af rekum bæj arstj órnarmeiri- hlutans í Reykjavík. Þess- vegna er það nú aö verða að aliðja Mbl. á hinum pólitíska vetvangi að reyna að fegra bæj arst j órnarmeirihlutann með stolnum skrautfjöðrum, Sogsvirkjuninni og hitaveit- unni. Um bæði Sogsvirkjun- ina og hitaveituna er það að segja, aö bæjarstjórnarmeiri hlutinn reyndi að tefja þess- ar framkvæmdir eins lengi og hann gat og þoröi. Sigurð ur Jónasson hélt árum sam- an uppi baráttu í bæjar- stjórn Reykjavíkur fyrir virkj un Sogsins gegn harðvítugri andstöðu íhaldsmeirihlut- ans, sem taldi að fram- haldsvirkjun Elliðaánna væri alveg nægjanleg fyrir Reykja vík. Það var. ekki fyrr en einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæð isflokksins Hjalti Jónsson, neitaði að taka þátt í þessari andstöðu lengur og hótað með því að hjálpa íhaldsand stæðingum til þess að gera Sigurð Jónasson að borgar- stjóra, er Sjálfstæðisflokkur inn lét undan sjga ,og féllst á að stuðla að virkjun Sogs- ins. Þannig var hann þving- aður til að fallast á fram- kvæmd þess máls, sem Mbl. reynir nii að telja aðra helztu skrautfjöður hans. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn væri þannig neyddur til að fallast á fyrstu virkjun Sogs ins eftir margra ára and- stöðu gegn henni, fór samt fjarri því, aö afstaöa hans hefði breyst að ráði. Hann hélt áfram að vera sama kyrr stöðuaflið- í raforkumálunum. Hann lét það viðgangast af- skiptalaust, að öllum stríðs- gróðanum væri eytt, án þess að nokkrum eyri af honum væri varið til framhaldsvirkj unar Sogsins. Það var fyrst eftir að Framsóknarmaður var orðinn raforkumálaráð- herra í ársbyrjun 1947, að hafist var handa um að vinna að framhaldltvirkjun Sogsins og í framhaldi af því ákveðið að nota hluta Mars- hallfjárins til þeirrar fram- kvæmdar. Forvígismenn R- víkurbæjar höfðu hinsvegar ekki meiri áhuga fyrir því máli en .sv.o, aö fyrsta fjár- veitingin, er þeir báðu um af Marshallfé, var til Faxaverk smiðj unnar í Örfirisey. Það töldu þeir nauðsynlegra fyrir tæki en nýju Sogsvirkjunina. Svo á að bjóða Reykvíking- um upp á það fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 1954, að bæjarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavik hafi haft forustu um virkjunarframkvæmdirn- ar viö Sogið! Um hitaveituna gildir þetta sama. Ýmsir bændur byrjuðu á því að nota heita vatnið til upphitunar. Bjarni Ásgeirs- son á Reykjum notaði það fyrstur manna við gróður- húsarækt. Héraðsskólar voru reistir á „heitum“ stöðum gegn mögnuðum fjandskap Sjálfstæðismanna, er gerðu lítið úr þessum þægindum. Jónas Jónsson flutti tillögu um byggingu sundhallarinn- ar í Reykja-vík og Framsóknar Ásmundur P. Jóhannsson Síðastliðinn 23. október andaðist í Winnipeg Ásmund ur P. Jóhannsson. Var hann einn af merkustu íslending- um vestan hafs. Ásmundur var fæddur 6, júlí 1875 að Haugi í Vestur-Húnavatns- sýslu, sonur Jóhanns Ás- mundssonar bónda þar og fyrri konu hans Guðrúnar Gunnlaugsdóttur hreppstjóra á Efra-Núpi í Miðfirði. Tvítugur lauk Ásmundur trésmíðanámi og fékkst um skeið við smíðar á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu og átti m. a. heima á Blönduósi. Eitt sumar dvaldi Ásmundur við smíðar hjá Þorláki bónda í Vesturhópshólunr og kynntj ist þá Jóni Þorlákssyni síðarj ráðherra, og hélst með þeim! góð vinátta æ síðan. Jón sagði mér að Ásmundur hefði; þá þegar rúmlega tvítuguiy að aldri verið álitinn harð- i duglegur maður og notið mik ils trausts þeirra, er hann þekktu. Árið 1899 giftist Ásmundur Sigríði dóttur Jónasar bónda! Guðmundssonar á Húki í Vesturárdal og konu hans Helgu Stefánsdóttur. Sigríð- j ur var ágætiskona, prýðilega gáfuð eins og hún átti ætt til, glaðlynd og hafði, eins og Ásmundur, óbilandi starfs- þrek, þar til sjúkdómur, lamaði það á síðustu árum ævi hennar. Þau hj ón eign- , uðust 3 syni, Jónas Walter, Kára Wilhelm og Gretti Leó, sem allir eru myndar menn.1 Grettir er, svo sem kunnugt er, ræðismaður íslendinga og Dana í Winnipeg og hefir leyst það starf mjög vel af hendi. Sigríður kom þrisvar sinnum heim til íslands með manni sínum og dvöldu þau hjónin hér á landi nærri heilt ár 1930. j Á uppvaxtarárum Ásmundj ar lifði alþýða manna í Húna vatnssýslu ekki viö nein sæld arkjör. 1882—1'90 voru harð- indaár og fóru þá margir úr, sveitum norðanlands vestur um haf. j Hinum framtakssama unga manni mun ekki hafa sýnzt vera miklir möguleikar til að neyta sinna miklu krafta hér, á landi eins og þá stóðu sak-, ir og fluttist því til Kanada árið 1900. Heldur var köld að- koma fyrir landnemana þeg- ar vestur kom. Fyrsta vetur- inn fékk Ásmundur aðallega vinnu við snjómokstur en brátt komst hann í vinnu við byggingar og sýndi þar svo mikinn dugnað að hann fékk fasta vinnu og fór síð- an að vinna á eigin reikning og gerðist athafnamikill bygg ingameistari í Winnipeg. Ár- ið 1907 kom Ásmundur fyrst heim til íslands og var þá orðinn sæmilega stæður mað ur fjárhagslega. Þegar Ás- mundur kom heim aftur árið 1913, og tók þá meðal annars myndarlegan þátt í stofnun Eimskipafélags íslands, var hann talinn vera orðinn mjög vel fjáður maður. Hafði Ás- mundur því á rúmlega 12 ár- um aflað sér bæði fjár og frama í fjarlægu landi og kunnu þau hjón þó varla orð í málinu þegar þau komu fyrst til Winnipeg. Var það nnkil þrekraun, sem þau stóð ust vel. En Ásmundur var ekki eingöngu góður fjárafla maður, heldur var hann einn ig góður fjárgæzlumaður. Margir Vestur-íslendingar höfðu á ýmsum tímum grætt mikið fé, en þeim hélzt ekki’ ávallt jafn vel á fénu eins og þeir höfðu verið duglegir og heppnir að afla þess. En hag ur Ásmundar mun hafa eflzt jaínt og þétt meðan hann haíði heilsu og óskerta starfs krafta. Ásmundur var góðum gáf- um gæddur, fríður sýnum, rúmlega meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, enda rammur að afli á yngri árum. Ásmundur elskaði fsland og íslenzk þjóðræknismál voru honum hjartfólgin. Vann hann þrot laust að þeim málum vestan hafs og var óspar á fjárfram lög til félagastarfsemi, blaða útgáfu og annarra þjóðrækn- ismála íslendinga vestan hafs. Hin stórkostlega gjöf hans til stofnunar og við- halds kennarastóls í íslenzk- um fræðum við Manitoba- háskóla, mun lengi halda uppi nafni hans. Ásmundur var glaðlyndur maðrr og hafði mikið yndi af að fagna gestum á heim- ili sínu, einkanlega þeim, sem heiman komu af íslandi. Ásmundur bjó síðari hluta ævi sinnar á 910 Palmerston Avenue í Winnipeg og hygg ég að þeim fjölmörgu íslend- ingum heiman af íslandi sem heimsóttu hann og dvöldu hjá honum þar, verði lengi minnisstæð hin mikla og innilega gestrisni, sem menn urðu aönjótandi á því heimili. Reyndist hann mörg um, sem til hans leituðu, hin mesta hjáiparhella. Gestrisni norðlenzkra bænda, og þá ekki sízt húnvetnskra, hefir löngum verið rómuð. Fylgdu bændur gestum oft langt á leið, er þeir fóru. Þegar ég var gestur Ásmundar og Sig- ríöar í Winnipeg árið 1933, sagðist Ásmundur vilja fylgja mér dálitið á leið, eins og títt væri í Miðfirði, og skrapp með mér suður til Chicago, sem þá var 26 klukkustunda ferð í hraðlest! Sigríður, kona Ásmundar, dó 1934, en árið 1937 giftist Ásmundur síðari konu sinni, Guðrúnu Eiríksdóttur, dóttur íslenzks bónda í Nýja-íslandi, hinni ágætustu konu, sem reyndist Ásmundi mjög vel, annaðist og hjúkraði honum með af- brigðum vel í hinni löngu banalegu hans. Allir þjóðhollir íslendingar vilja halda sem lengst og sem bezt við tengslum milli heimaþjóðarinnar á ísl. og þeirra dætra hennar og sona er búa vestan hafs. Hið mikla þjóðræknisstarf Vest- ur-íslendinga hefir jafnan hvílt á herðum tiltölulega fárra manna. Með fráfalli Ás mundar Jóhannssonar er slitin gild taug milli Vestur- og Austur-íslendinga. Sigurður Jónasson Enskaknattspyrnan Úrslit s. 1. laugardag. 1. deild. Bolton—Huddersfield 0—0 Burnley—Sunderland 5—1 Charlton—Manch. City 2—1 Liverpool—Blackpool 5—2 Manch. Utd.—Sheff. Utd. 2—2 Middlesbro—Arsenal 2—0 N e wcastle—Chelsea 1—1 Preston—Aston Villa 1—1 Sheff.. Wed.—Cardiff 2—1 Tottenham—Wolves 2—3 W.B.A.—Portsmouth 2—3 2. deild. Birmingham—Everton 5—1 Fulham—Lincoln 4—1 Leeds—Hull 0—0 Leicester—Brentford S—0 Luton—Bury 3—2 Nottm. Forest—Oldham 1—1 Plymouth Doncaster 0—0 Rotherham—Derby 5—2 Stoke—Bristol R. 3—2 Swansea—Blackburn 2—1 West Ham—Notts Co. 1—2 Getraunimar Svo virðist sem allmikið muni um heimavinninga á 39. seðlinum. Má þar helzt til nefna Aston Villa, Hudders- field, Portsmouth, Everton og Notts County. Tottenham hefir tapað 8 af 10 leikjum úti. Chelsea hefir fengið flest sín stig heima, en Manch. Utd. hefir gert flest jafntefli af 1. deildarliðunum. Liverpool hef ir tapað öllum sínum útileikj um. Sunderland hefir fengið 10 af sínum 13 stigum heima, en Charlton aðeins náð 6 stig um úti. Kerfi 24 raðir. (Framhald á 7. síðu.) menn komu því máli í höfn, þrátt fyrir andstöðu íhaldsins. Með þessum aðgerðum öllum, var búið að opna svo augljós- lega augu Reykvíkinga fyrir möguleikum og nauðsyn hita- veitu í Reykjavík, að ekki var hægt fyrir bæjarstjórnar- meiirhlutann að standa gegn því máli. Hann tók það því til bragðs að látast vera því fylgj andi. Framkvæmdin fór hon- um hins vegar þannig úr hendi, að hitaveitan varð mörgum sinnum dýrari en hún hefði þurft að vera, ef henni hefði verið hraðað hæfi lega. Þá hefði verið hægt að ljúka henni fyrir stríðið í stað þess að hún var byggð, þegar verst var ástatt á stríðs árunum. Stafaði þetta af því, að forráðamenn Reykjavíkur vildu ekki fá ríkisábyrgð á láni til hennar og voru því misserum saman að reyna að fá lán upp á eigin spýtur, en vitanlega mistókst það. Þessi bjánalegi metnaður, sem átti að auglýsa hina „ágætu fjár- málastjórn" Reykjavíkurbæj- ar, varð þess valdandi, að framkvæmd hitaveitunnar drógst þangað til að stríðið var skollið á. Það eru nú liðin 10 ár síð- an hitaveitan komst upp, en samt er hún enn ókomin í mörg bæjarhverfi og megnið af heita vatninu rennur nið- ur til ónýtis mestan hluta ársins: Gleggra dæmi um slóðaskap bæjarstjórnar- meirihlutans er tæpast hægt að hugsa sér. Tillögur Þórðar Björnssonar í bæjarstjórn- inni um að koma hitaveitunni í fleiri bæjarhverfi, hefir bæj arstjórnarmeirihlutinn svæft með hinni gamalkunnu að- ferð, þ. e. að vísa þeim til bæj- arráðs. Þannig eru afskipti bæjar- stjórnaríhaldsins viðkomandi Sogsvirkjuninni og hitaveit- unni. Það hefir barizt gegn þessum framkvæmdum með- an það gat og síðan tafið fyrir þeim með alls konar slóða- skap. Samt hyggst það að nota þessar framkvæmdir sem helztu skrautfjaðrir sín- ar í næstu bæjarstjórnarkosn ingum. Slíkur stuöningur sýn ir betur en nokkuð annað, hve fátækt bæjarstjórnaríhaldið er að góðum málefnum og framkvæmdum, sem það hef- ir beitt sér fyrir. Deildakeppnin er nú hálfn uð, örfá lið hafa þó leikið færri eða fleiri leiki en 21. Að hálfnaðri keppninni eru Úlfarnir orðnir efstir i 1. deild, og má búast við að um áramót verði þeir nokkr um stigum á undan næstu liðum. Leikur Úlfana gegn Tottenham var sá 18. í röð, sem liðið leikur án taps, og er það bezti árangur, sem það hefir nokkru sinni náð. Það hefir unnið alla heima- leiki sína. Framverðirnir, Wright og Slater voru beztu mennirnir gegn Tottenham og höfðu algjör yfirtök á miðjunni.. Þó leið allur fyrri hálfleikur án þess að mark væri skorað. En á 53. mín. skoraði Tottenham og var Bennett þar að verki. En það varð aðeins til þess, að Úlf- arnir urðu ásæknari og fljót lega skoruðu Wilshaw og Broadbent. Töttenham tókst að jafna, en rétt fyrir lokin skoraði Hancocks sigurmark ið. Mjög óvænt var, að WBA skyldi tapa heima fyrir Portsmouth, og má segja að óheppni hafi þar mestu ráð- ið um. Strax á 8. mín. skor- aði Gordon fyrir Portsmouth, og leið hálfleikurinn án þess að fleiri mörk kæmu. Þó var WBA nálægt því undir lokin, en þá" áttu framherjarnir þrjú stangarskot m. a. En það merkilega skeði, að Portsmouth bætti við marki fljótlega í s. h. og skoraði Harris. WBA jafnaði, en á síðustu sek. hitti bakv. WBA knöttinn illa, Gordon náði honum og skoraði sigurmark ið. Þetta „kikks“ kostaði WB A forustuna. Fyrstu 20 mín. gegn Liver- pool léku leikmenn Black- pool eins og Ungverjar væru að verki. Leikmenn Liverp. komu varla við knöttinn, en þrátt fyrir fimm opin tæki- færi skoraði Taylor aðeins eitt mark fyrir Blackp. Liv- erp. jafnaði fyrir hlé, og í byrjun síðari hálfleiks bætti liðið tveimur mörkum við, drifið áfram af hrópum 50. þúsund áhorfenda. Taylor tókst að skora aftur, en lið- ið var komið úr jafnvægi, og Liverp. bætti við tveimur mörkum undir lokin. Arse- nal, sem hafði hlotið 11 stig í síðustu sex leikjum, beið lægri hlut fyrir Middlesbro, og voru það rétt úrslit eftir gangi leiksins. Snillingurinn Mannion leikur nú aftur með Middlesbro eftir meiðsli, og hefir það gjörbreytt liðinu. Auk þess eru tveir nýliðar, 20 ára báðir í liðinu, mjög góðir Middlesbro skoraði (Framhald á 7. sISu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.