Tíminn - 10.12.1953, Qupperneq 2

Tíminn - 10.12.1953, Qupperneq 2
2 TÍMINN, firoratudaginn 10. desember 1953. - 281 blað, Helzti málari andfætlinga vorra, Ástralíumaðurinn Norman Lindsay Hann fæddist árið 1879 og fór að vinna í Melbourne, er hann var sextán ára að aldri. Eftir að hann giftist ár ið 1901 fluttist hann til Sýdney og fór að teikna í dag blöð þar í borg. Þetta er í stórum dráttum upphaf á æviferli eins mesta málara andfætlinga vorra, Normans Lindsay, er hefir ekki að ósekju verið nefndur Lind- say hinn stórkostlegi, enda fer þar saman stórkostlegur persónuleiki og stórkostleg Hstaverk, er Lindsay hefir lát ið frá sér fara á léreftinu. Lindsay hefir tvisvar ótt gamla England heim og einu sinni hefir hann komið til Bandaríkjanna. Árið 1923 voru málverk hans á ást- ralskri listsýningu í London. Bar þá svo við, að einn af heldri mönnum landsins birti þá yfirlýsingu, að hans háæru verðugu augu gætu ekki litið á myndir Lindsays. Ástralíumenn móðgaðir. Þetta, að viðbættri meiri andúð á málverkum Lindsays, olli því, að ástralskir samland ár hans fóru að líta á hann sem þjóðhetju sína. Voru þeir mjög hreyknir af honum, þrátt fyrir það, að búast mátti við að málverk hans yrðu bönnuð af yfirvöldum í Ástral íu, er þau komu heim af sýn- ingunni. Þetta varð þó aldrei og máske hefir þar ráðið mestu um, að Norman Lind- say hafði fylgi alþjóðar með sér. Til marks um það, hve Lindsay er kunnur og mikils virtur, þótt hans hafi að litlu eða engu verið getið hér, hafa ýmsir kunnir menn sagt, er komið hafa til Ástralíu, að það tvennt, er þeim þætti merkilegast þar, væri höfnin í Sydney og Norman Lindsay. Dýr og konur. Lindsay hefir verið fundið það til foráttu, að hann máli konur naktar. Og hefir þá vilj ( að hverfa í skuggann, að hann . málar yfirleitt allt milli him- | ins og jaröar þar fyrir utan |með því handbragði, sem fá- | um er gefið. Hann er sérstak- lega góður dýramálari og myndir af dýrum eftir hann, ! sem birzt hafa í barnabókum, 1 eru hreinustu listaverk. Enn fremur málar hann blóm og ÚtvarpLð Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20,20 Ávarp á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna (Bene- dikt Gröndal ritstjóri). 20.30 Kvöldvaka: a) Ólafur Þor- valdsson þingvörður flytur er- indi: A vegum úti. b) Andrés Björnsson flytur hugleiðingu eftir Þorbjörn Björnsson bónda á Geitaskarði: Á Lands spítalanum um síðustu jól. c) Tónlistarfélagskórinn syngur; dr. Victor Urbancic stjórnar. d) Karl Guðmundsson leikari les ijóðaþýðingar eftir Helga Hálfdanarso.i, úr bókinni: „Handan um höf“. e) Broddi Jóhannesson les kafla úr bók inni: „Undir tindurn" eftir Böðvar Magnússon bónda á Laugarva*-ni. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Sinfóniskir tónleikar (pl.). 23,05 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir iiðir eins og venjulega. 20,20 Lestur fornrita: Njáls saga; V (Einar Ói. Sveinsson próf.). 20,50 Tónleikar (plötur). 21,15 Dagskrá frá Akureyri: í bað- stofunni 1 Lóni (blandað efni) 21,45 Náttúrulegir hlutir: Spurn- ingar og svör um náttúru- íræði (Árni Friðriksson fiski- fræðingur). 22,00 Fi'éttir og veðurfregnir. ./22,10 Útvarpssagan: „Haila“ ftir • • 'Jóh Trausta; XIII (Helgi Hjörvar). 23.30 Dagskrárlok. 'ið, var hún undrandi yfir að Lindsay skildi vera kominn á hæla hennar. Hún sagði síðar svo frá, að það fyrsta, sem hefði vakið athygli hennar á manninum, hefði verið sér- lega stórt nef og þó ennþá stærri bót á buxnasetu hans, rauð að lit. En hún glyemdi þessu brátt vegna hinnar töfr andi framkomu Lindsays, Ltmdspehktu Slank beltin eru frumleidtl hjtí Lady h.f. lífstykkjaverksmiðja, heildsala, Barmahlíð 56. KONUR, SEM BÍjÐA LAUSNARGJALDS. Eitt af beztu málverkum Lindsays. landslagsmyndir, en hans mun lengst verða minnzt, þrátt fyrir allt, fyrir að hafa málað konur. Hann er engu síður en Rubens mikill aðdá- andi kvenna, án þess að fölna nokkuð, þótt aölaðir menn snúi sér undan og fussi, þar sem málverk hans eru á sýn- ingum. Trúboðadóttir og læknir. Faðir Lindsays var héraðsr læknir í fremur litlu héraði og virtist hann ekki hafa neina listræna hæfileika, fremur en kona hans og móðir Lindsays, er var dóttir frægs trúboða. Hét sá trúboði John Williams. Lítið eimir eftir af fornri frægð hans, annað en það, að eitt trúboösskip þar syðra ber nafn hans. Hann endaði líf sitt á þann hátt, að villimenn irnir snerust gegn honum, suðu hann og átu. Sagan seg- ir, að Williams hafi strokið frá Englandi ásamt ungri írskri hertogaynju. Dóttir þessa harðsoðna trúboða skap aði fljótt þaö strangtrúarlíf á heimili sínu, að Lindsay flúði við fyrstu hentugleika til Melbourne og hefir hann síð an verið nætur- og daglegur andstæðingur alls skipulagðs trúarlífs. Með rauða bót á buxumrm. Lindsay kynntist konu sinni á þann hátt, að bróðir henn- ar bauð nokkrum kunningj- um sínum heim aö kvöldlagi og var Lindsay einn þeirra. Er þeir höfðu reykt og drukk- ið nokkra stund, barði hún á dyrnar til að vita, hvort þeir vildu fá kv.öldverð. Hún sá að- eins andlit þeirra í reykhjúpi, en er hún kom niður í eldhús- enda giftist hún honum inn an tíðar, þrátt fyrir það, að hann var mjög fátækur um þessar mundir. Mikill vinnuhestur. Vinnusemi Lindsays var honum til mikillar gæfu í upp hafi ævistarfsins. Þegar félag ar hans eyddu tímanum í drykkju, var hinn stöðugi og vakandi áhugi hans á við- fangsefnum málaralistarinn- ar þess valdandi, að hann hafði engan tíma "til drykkju og nautn hans var að vinna nótt með degi. Þessi vinnu- gleði hans hefir haldizt með árunum, þótt hann hafi jafn framt haft tíma til að gefa sér lausan . tauminn á eftir- minnilegan hátt öðru hverju. Slysav.fél. á Sandl (Framhald af 1. síðu.) oftar en einu sinni veriö kvödd á strandstað, enda á hún heima á hættulegri strönd. Stjórn deildarinnar skipa Magnús Arngrímsson, Benedikt Benediktsson og Magnús Guðmundsson. Altnunnuíri/f/f/inf/«rnur í Reykfttvík. Útborgun bóta í desember hefst föstudaginn 11. des. Föstudag, laugardag og mánudag verða aðeins greiddar bætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Þriðju- dag, 15. des., veröur greiddur barnalífeyrir, en frá ög með miðvikudegi, 16. des. og til jóla, allar tegundir bóta. Milli jóla og nýárs verður ekkert greitt. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Varðmannsstaða Bæjarsíminn í Reykjavík óskar eftir reglusömum manni nú þegar, er hafi næturvörzlu við bæjarsím- ann sem aðalstarf. Eiginhandar umsóknir með upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar bæjarsímstjóranum í Reykjavík fyrir 16. des- ember 1953. iTi'DTI Tómstundakvöld kvenna verður í kvöld kl. 8,30 í Aðalstræti 12. Skemmtiatriði: upplestur, handavinna, söngur, kaffidrykkja o. fL Allar konur velkomnar. SAMTÖK KVENNA. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar SIGURVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstaklega þökkum við sveitungum hennar fyrir hjáip semi og hlýjan hug. Magnús Gunnlaugsson, Sigurður Gunnlaugsson. IÍU lic^ur lcioin ( ftfV/JAVÍK - SÍMI 7080 UMBODSMCNN UM LANO ALLT Amma okkar, HELGA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Selalæk, verður jarðsett frá fríkirkjunni í Hafnarfirði laugar- daginn 12. desember. Athöfnin liefst með húskveðju' frá heimili hcnnar, Ilringbraut 7 í Hafnarfirði kl. 1 e. h. Sigríður Thorderscn, Iíelga Thordersen, Stefán Thoidersen, Svava Thordersen.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.