Tíminn - 10.12.1953, Qupperneq 4

Tíminn - 10.12.1953, Qupperneq 4
til að minnka dýrtíðina, er lækkun framleiðslukostnaðar. _ Árangurinn er kom- inn í ljós: Þúsundir karlmanna og unglinga kaupa vönduð föt á aöeins kr. 890.00, dýrustu tegundirnar, og hafa sannfærzt um gæðin. Kynnist hvers íslenzkur iðnaðar er megugur. wdreóar ceóauerzivm ndreóóonat' TIMINN, fimmtudaginn 10. desember 1953. 281. blað. Helgi Hjörvar: IKveðJa til BJarna Bjama- sonar á Laugarvatni Meðal þeirra, sem til máls tóku á 25 ára afmælishátíð Laugarvatnsskólans, var Helgi Hjörvar, skrifstofustj. útvarpsráðs, og vill Tíminn birta orð hans í framhaldi af ræðu Bjarna skólastjóra. H. Hjv. mælti hér um bil á þessa leið: Þegar Magnús Helgason var að senda frá sér sína fyrstu nemendur nú fyrir ( meira en 40 árum, þá hefir hann varla litið svo á sjálfurj að hann væri að gera annað en bæta úr bráðustu þörf á mjög fátæklegu sviði í þjóð- félaginu. Sú liðsveit, sem hann sendi fram í baráttu þjóðarinnar var fátækleg og illa vopnum búin. En nú, þegar ég hlýddi á ræðu Bjarna skólastjóra, skyn samlega, skrumlausa, byggða á staðreyndum um aldarfjórð ungsverk hér á Laugarvatni, þá sækir að mér ein setning úr Heimskringlu, sem segir mikla sögu í fáum orðum: „Jökull hlaut að stýra Vís- undinum." Bjarni skólastjóri ságði áð- an á þá leið, að vissulega hefði þurft mikinn skort á lífs- reynslu til þess að ráðast í skólastjórn á Laugarvatni, eins og hann gerði fyrir 24 árum. Og víst er það, að vandi var á fyrir ungan kennara- skólamann að taka upp merki séra Jakobs Lárussonar, þeg- ar hann féll frá þessu starfi í blóma ævi sinnar. En við vitum það allir, skólafélagar Bjarna og vinir, að hér var hlutskipti gert. „Jökull hlaut að stýra Vísundinum“; Þeim sem var „manna mestur og styrkvastur11, frænda Grettis, var fengið stærsta skipið til stjórnar. Bjarni Bjarnason hafði til þessa hlutskiptis mikla karl- mennsku, jafnaðargeð og höf- semi, bjartsýni í verki og framkvæmd, meir en í fögr- um orðum. Það var einkenni hans í okkar hóp, ungra og lítt reyndra manna, að hann var gætinn og hófsamur í mati á sjálfum sér, en örlát- ur og góðviljaður í mati sínu á öðrum. En hann þoldi eng- um úrtölur og kjarkleysi. Hann barðist í félagsmálum okkar, í forvígi og við hlið okkar annarra, og við reynd- um hann ætíð að hinu sama, kjarki, heilum hug og tilþrif- um í verki. Og nú hefir hann Iýst hér hófsamlega, sem honum er lagið, með látlausum rökum, að allvel var til skipstjórnar- innar hlutað, að það er mik- ill farmur og eigulegur, sem nú kernur til skipta hér að Laugarvatni eftir 25 ár. Bjarni skólastjóri hefir hér talið mörg verðmæti og eng- ar raunatölur. En það er sagt frá Guðbrandi sægarpi, þeg- ar hann sigldi skipi sínu í of- viðri og brimsjó vestur yfir Breiðafjörð og fleytti farmi og mönnum, að stýristaumarn ir skáru herðar hans og hend ur til blóðs. Efalaust er það, að stjórntaumarnir hafa stundum verið sárir átökum, hér á Laugarvatni sem víðar, og ærnir þeir sjóar, sem braut á bæði borð, ef þeim manni, sem undir stjórntaumum sat, hefði einkum orðið starsýnt á boðana. Bjarni Bjarnason hlaut ungur að verðlaunum afreks- Bjarni Bjarnason merki Sunnlendinga, þar sem greipt er í silfur þessi forna einkunn: „Lítt dró enn undan við þig, og ertu vor fræknast- ur.“ Þetta afrek þurfti að vísu enginn annar að ætla sér úr hópi okkar félaga. Nú hafa ungir menn og vaskir leyst hina eldri af þeim hólmi og helgað sér silfurgripinn með einkunn hans. En nú þykir mér samt sem Bjarni Bjarnason hafi sjálfur letrað hina sömu einkunn í það efni, sem trúrra er og síð ur forgengilegt én silfrið: „Lítt dró erin undan við þig, og ertu vor fræknastur.“ Ég færi honum hamingjuóskir á þessum degi og þakkir okkar allra, hinna gömlu félaga hans úr þeirri fátæklega búnu fyrstu liðsveit Magnúsar Helgasonar. Hann hefir unn- ið slíkt verk, að það er okkur hinum Iika til sæmdar. Fyrir það þakka ég honum og við allir. Neytendasaratökin vilja afgreiðslu- númer í verzlanir Neytendasamtök Reykjavík ur hafa ákveðið að veita þeim verzlunum viðurkenningu, sem sérstaklega skara fram úr um verðmerkingar og ann að, sem verða má til að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu og vöruval. T. d. myndu af- greiðslunúmer tryggja rétt- láta afgreiðsluröð. Fólk er beðið að hafa sam-! band við skrifstofu Neytenda samtakanna, í síma 82722; og gefa henni upplýsingar um verzlanir, sem gætu átt við urkenningu skilið. Æfir í Valadalen Nýlega var skýrt frá því í norska íþróttablaðinu, Sports manden, að einn keppandi, sem taka mun þátt í heims- meistarakeppninni í skíða- íþróttum í Svíþjóð á þessum vetri, sé byrjaður æfingar í Valadalen í Svíþjóð, en það er einn frægasti æfingastað- ur í héimi. Er það íslending- urinn Oddur Pétursson frá ísafirði, sem keppa mun í 18 og 50 km. skíðagöngu, eftir því, sem blaðið segir. . JÓLA-KAUPTÍÐ a__„ílr? W Annríki mikið á heimilum. svip a pao, sein boðstólum allt, ssnan fram um paS aS g konfektgerðar. til matargerðar, bokunar t rAKSTURINN leyfum við okkur að Púður- IBAKSXnK pmsbury. Strausykm, hvrtu - ^ Van.Uu 5VndteýtSÍS'HesUhiSukja”nar. hörkur, steyttur. » {t Eggjagult. Karttemu ^ Kírsu. ar, allar tegundir. Lyumrn arber3a, Hmi a_’ Ivtor. — Blonduð sulta, J Wl,sínur. Ko AL„ *■skraut- 3"a’Klrsi' Essensar: Piparmyntu ^ gulur, grænn f JÖLAGRMUNN: - Síam P.«na f Hollenzk úrval Dönsk Tékknesk KERTI: Amerísk BÉÐINGAR: Stórt úrvak J ^ hlaup> 3 tegunto Sj Súkkulaði, Karamellm^ __ 0stastengur, ostakex KEX: lunlent og tengur. mánuðinn. c- rstíái ** v,”l“ an m4no,mn jhæeTG”pc' Mandarínur, Heslihnetur. jo -uag þér sem segið fyrir verku i bænum Rom, Vanillu, Luxus, Auglýsið í TÍMANUM •T» III

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.