Alþýðublaðið - 29.07.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ völ hefir veriö á. — Þeir, sem enn eiga eftir að tryggja sér far- seðla, ættu aö vinda bráðan bug að því. Kappróðurinn milli Dana og Islendinga, sem áöur hefir verið auglýstur hér í blaðinu, hefst á morgun kl. 6V2 síðdegis. Varla mun þvílíkur á- hugi hafa komið fram gagnvart nokkru íþrótíamóti, sem þessu. Veldur því sjálfsagt nokkuð, að tvær þjóðir keppa, og mun marg- an fýsa að sjá, hver sigur ber af hólmi. Auk þess er róðrar- íþróttin sú íþrótt, sem ef til vili á mest ítök allra íþrótta í hugum almennings hér á landi, því þó að sjaldan eða aldrei hafi verið hér kappróðrarmót, eru þeir þó fjölmargir, sem kept hafa í róðri á yngri árum sínum víðs vegar í veiðistöðvmn landsins, og mun þeim hlaupa kapp í kinn, er Joeir sjá islenzka og danska fánann skríöa áfram hlið við hlið þannig, að ekki má á milli sjá. „Handbók Reykjavikur 1927“ er komin út með margvísieg- um fróðleik um stofnanir og at- vinnurekstur hér f borginni 0. fl. Er Pétur G. Guðundsson ritari höfundur hennar og útgeíandi, og er hún fjölrituð í fjölritunarstofu hans. Innan á kápunni í auglýs- ingu um fjölritunarstofuna er mynd höfundarins, er Tryggvi Magnússon hefir teiknað, Formenska bankróðs Lands- bankans. Ein af síðustu gerðum íhalds- stjórnarinnar, áður en hún sagði af sér, var, að nota heimild þá, er hún fékk fyrir atbeina Jör- undar Brynjólfssonar, til að ráða því, hverjir yrðu formaður og varaformaður í bankaráði Lands- bannkans. Það gerði hún á iaug- ardaginn var. Skipaði hún Sigurð Briem póstmeistara formann þess, pn varaformann Guðmund Ás- bjarnarson kaupmann. Mosfellsprestakall í Kjósarsýslu. Umsóknarfrestur- inn er útrunninn og eru umsækj- endur tveir, séra Björn Stefáns- son á Auðkúlu og séra Hálfdan Helgason, settur prestur á Mos- felli. Laufásprestakall við Eyjafjörð varð laust, þegar séra Sveinbjörn Högnason, áður prestur þar, fékk Breiðabólstaðar- kall í Fijótshlíð. Umsækjandi um Laufáskall var að eins einn, séra Björn O. Björnsson í Ásum í Skaftártungu. Atkvæðin voru talin í gær. Kosningin var ölögmæt. Veðrið. Hiti 13—7 stig. Hægviðri og víðast þurt. Grunn loftvægislægð yfir Vesturlandi og önnur fyrir austan land. Otlit: Hægviðri víð- ast. Hér á Suðvesturlandi verða regnskúrir víða síðari hiuta dags- ins, en sennilega úrkomulaust í nótt. Votviðri víða um land. Dr. Jón Helgasson, sem var prófessor í íslenzkum fræðum við háskólann í Osló, hefir látið af því starfi og er orð- inn forstöÖumaður Árna Magnús- sonar safnsins í Kaupmannahöfn. Senniiega verður prófessorsemb- ættið í íslenzkum fræðum við Oslóarháskóla lagt niður. Einar fjórar konur á allri. Vatnsieysuströnd og Vogum hafa nú ioksins fund- ist, sem ekki vilja taka undir um- mælin í grein Á. Á. hér í bJiaðinu 7. þ. m. urn patmælingar Ólafs Thors á Vatnsíeysuströndinni og efun á þingmenskukostum hans. III iiii 1311 I Mýfeiifiiiill Mikið úrval af sumar- og morgunkjóla-efnum, sængur- vera- og rekkjuvoða-efnum, telpukjölar og svuntur 0. m. fl. Vörurnar hvergi betri, verðið hvergi lægra. Matíhiidur Blorasdótíir, Laugavegi 23. iiii iiii IB3I Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðimni. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætf 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, eríiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Færri gætu þær varla orðið. Þess- ar fjórar konur voru heldur ekki bornar fyrir neinu í greininni, heidur var vitnað til álits þeirra kvenna á Ströndinni, sem áhuga hafa fyrir þjóðhiálum og leiklist. Sokkap —- Sokkar — Sokkar frá prjónastofuuni Maiin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hiýjastir Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á .sama staö. 3—4 herbergi og eidhús óskast nú þegar. A. v. á. e Munið mitt lága vöruverð! Nýjar kartöflur á 20 aura Va kg. Elías S. Lyngdal, sími 664. Smjöriíki á 90 aura V'a kg. Elías S. Lyngdai, sími 664. Verzllö vlð Vikar! Það verður notadrýgat. Það eru innan við 300 km. frá Jerúsalem til Egyptalands eða svipuð vegalengd og frá Reykja- vík austur að Hriflu, sem er skamt fyrir norðan Ódáðahraun, og mér finst rangt að spotta Jón Kjartansson fyrir það, þótt hann teldi Jerúsalem vera í Egypta- landi. Þið skuluð ekki ímynda ykkur, að Jón viti ekki, pð Je- rúsalem er í Palestínu; hann veit líka, að Palestína er Asíu-megin við Suez. En það, sem ruglaði hann, var það, að á dögum Fa- raóanna náði veldi Egypta alla leið austur fyrir Jórdan, og heims- álfunum var þá ekki skift um Port Said, og þvi síður að Suez- skurðurinn væri þá kominn á milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs. Jón lærði sem sé göndu landa- fræðina. Næsti kenslutími verð- ur um Kjalarnesið. Vinsamlegast. Oddur Sigurgeirsson, Selbúðum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. Fótatak heyrðist frammi, svo að það var ekki um annað að gera fyrir Frakkann en hlýða. Hann gekk hratt burtu. Gladys aflæsti hurðinni og kveikti á raf- magnsiampanum á náttborðinu. Því næst fór hún aö hátta, ánægjuleg á svip, og fór iSíðan í rúmið. Hún fór að lesa bókina, sem hiin hafði keypt um daginn, og varð svo niðursokkin, að hún vissi ekki fyrr en hún heyrði til pabba síns. Þá var klukkan hálf- eitt. Hún ^Jökti í flýti og steinsofnaði undir eins. En uppi á kvistfherbergi einu í Rue,öe Mesui! bylti ungi þjónninn sér i hörðu rúm- inu sínu. Hann gat ekki sofnað. — „Jæja,“ sagði Paterson og dreypti á whiskyinu sínu. „Hér hafið þér nú lieyrt söguna í stuttu máli. Ég vonast til þess, að hafa hendur í hári glæpamannsins, úr því að ég þarf ekki að taka við embættinu fyrr en 1. maí.“ Thornby aðmiráll og Paterson sjóíiðsfor- ingi sátu og drukku whisky í Hótel de Riz. Paterson var nýbúiivn að segja honum alla söguna um strákapör Delarmes. „Vitið þér ekki, hvert hann hefir flúið?“ spurði Thornby, hugsandi á svip. „Nei; ég gizka bara á það. Spilabankihn í Monte Carlo hirðir ekki um að reyna að ná í hann. Þeir halda, að þeir muni enga peninga fá, og vilja ekki, að málið komist upp. Þeir hafa- bannað öllum Riviera-blöö- unum að gera þetta uppskátt; þess vegna •hefi ég tekið málið í mínar hendur. Ég talaði i gær við fulltrúann, sjálft fórnar- dýrið, og hann lýsti þessu öllu fyrir inér, og eftir því að dæma hefir Delarmes í einkennisbiningi mínum tapað öllu því, sem hann náði í peningaskápi mínum, og því næst, þegar hann átti einskis annars úr- kosti, hefir hann ráðist á Blanche." „En,“ sagði Thornby, „það var sniöugt, þrátt fyrir alla ósvífnina.“ „Já; maður getur ekki annað en hlegið," sagði Paterson. „Skipshöfn mína er ekki hægt að ásaka, pví að ég liafði fengið þrjótinum nafnspjald mitt, og á það skrifaði ég Samúel undirforingja, að hann skyidi sýna honum skipið. Þeir hikuðu ekki við að láta þorparann vera einan í káetunni.“ Paterson þótti vænt um skipshöfn sína og gætti pess, að segja aðmírálinuni ekkert -9Q gBd|BÍq igjcq luss ‘Q!P|!-§sinABduu?q um larmes til. „Má ég koma inn, pabbi?“ heyrðist ung stúlka segja fyrir utan dyrnar. „Það er hún litla dóttir mín,“ sagði Thorn- by og brosti til Patersons. „Já; komdu bara inn, Gladys!“ kallaði hann. Paterson leit eftirvæntingarfullur til dyra- tjaldsins. Því var ýtt til hliðar, og ungfrú Gladys Thornby kom x ljós. „Ég vona, að ég ónáði þig ekki, pabbi!“ sagði hún og gekk til föður síns og kysti hann. „Nú er ég búin að vera alein í rneira en tvo tíma, svo ég hugsaði, að . . .“ Hún roðnaði og leit á Paterson. Hann hafði staðið upp, er hún kom inn. „Já; þú ert svo félagslynd,“ sagði að- mírállinn og strauk yfir hárið á henni. „Þetta er nú hún litla dóttir mín, lautinant!“ Gladys rétti honum höndina og kinkaði kolli. I „Mér er ánægja að því að kynnast yður,“ sagði hún glaðlega. „Þakkir; í sama máta,“ svaraði Paterson og tók í hönd henni. „Við verðum göðir knnningjar; er það ekki, ungfrú Thornby?“ Gladys brosti og settist í stóian hæginda-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.